Vísir - 03.02.1928, Page 2

Vísir - 03.02.1928, Page 2
VlSlfl I Hmww & Olseh f Nýkomid: Ríó-kaffi, gott og ódýrt. Steinsykur. Fyrirliggjandi: Palm Olive sápa, Sírius, Konsum, Husholdning, Snchards, Miika. Velma. A. Obenhaupt Símskeyti Khöfn 2. febr. iFB. Frá Litla-bandalaginu. Frá Genf er símað : Litla banda- lagib hefir í gær sent þjóiSabanda- laginu nófu út af vopnásmyglun- inni til Ungverjalands, og fer fram á þaö, aö máliö verði lagt f'yrir ráiSsfund bandalagsins, er hefst í marsmánuði n. k. Stresemann heldur ræðu. Frá Berlín er símaö: Strese- mann hefir haldið ræðu í þinginu, og var aðaltilefni hennar árásir [týskra þjóðernissinna gegn Loc- arno-stefnunni. Stresemann and- mælti kröftuglega stefnu þýskra þjóðernissinna, því að hún vekti tortryggni gegn því, að sáttavilji I’jóðverja bygðist á einlægni. Skoraði Stresemann á Frakka í aæðu sinni, að kalla heim setulið :sitt úr Rínarbygðum, og flýta á þann hátt fyrir sigri sáttastefn- unnar. Stefnuskrá norsku stjórnarinnar. í skeytinu frá i. febr. (birt i tlaðinu í gær) um stefnuskrá r.orsku stjórnarinnar, átti enn- fremur að standa, að hún áform- aði að afnema lög til verndar sjálf- boöavinnukrafti (þ. e. verkfalls- brjótum). Frá Alþingi. Fundir voru stuttir og friðsam- legir í gær. Þessi mál voru til um- ræðu: Efri deild. 1. Rakarafrumvarpið var til 2. umr., og náði nú loks að komast til 3. umr., þótt íhaldsmenn stæðu á móti því, allir sem einn. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um þingsköp Alþingis, 1. umr. Frv. þetta er fíutt af Einari Árnasyni, og er um þrennar breytingar á þingsköpunum. í fyrsta lagi á aö fella niður það ák.væði, að enginn þingm. megi vera í fleiri en tveim fastanefndum, — en það hefir ver- ið þrábrotið i efri deild á síðari árum. — Þá á að skipa svo fyrir, að allar ræður skuli fluttar úr sér- stökum ræðustól. —• Loks á að takmarka mjög málfrelsi þing- manna. Framsögumenn nefnda og flutningsmenn mála eiga að fá að tala tvisvar við hverja umræðu. Aðrir eiga ekki að fá að tala oftar en einu sinni, og aðeins hálfa klst. — Frv. var vísað til 2. umr. Keðri deíld. 1. Frv. til 1. um lífeyri fastra starfsmanna Búnaðarfélags ís- lands, 3. umr., var santþ. og af- greitt til efri deildar. 2. Frv. til 1. um veiting ríkis- borgararéttar, 1. umr. Fn.'. fer fram á að veita Dr. Björgu Þor- láksdóttur íslenskan ríkisliorgara- rétt, sem hún liefir mi&t- Frv. var vísað til 2. umr. Nýtt frumvarp. Magnús Guðmundssoir flytur frv. til 1. um lieimavistir við fiinn íilmcnna mentaskóla. IMW 1 wm Alfred E. Smith, er um sjö ára skeið hefir verið ríkisstjóri: í: New York-ríki í Bandaríkjunum, er ein- hver mikilhæfasti stjórnmálamað- ur Bandaríkjanna. Telja menn lík- legt, að hann verði tilnefndur af hálfu demókrata sem forsetaefni Bandaríkjanna, við kosningar þær, sem fram eiga að fara þar í landi á þessu ári. Tvent hefir Smith aðallega verið fundið til foráttu sem forsetaefni. Hanrs er kaþólskr- ar trúar og hann er andbanning- ur. Kaþólskur maður hefir eigi enn sem komið er, setið í forseta- stól Bandaríkjanna, og vafalaust myndu andkaþólskir menn vestra kunna því illa, ef kaþólskur mað- ur yrði kjörinn forseti. Slíkt kann að virðast kynlegt í fylsta máta, að nokkur maður væri þannig lát- inn gjalda trúarsannfæringar sinn- ar, en þess ber að geta, að trú- og G.M.C. «5» vöpufiutniiigabifpeidap eru viðurkendar um allan heim fyrir styrkleika, lítinn reksturskostnað og lágt verð eftir gæðum. Verð hér á staðnum í íslenskum krónum: CHEVROLET 4 eyl. 850 kg. burðarmagn kr. 2600.00. CHEVROLET 4 — 1700 — — 2900.00. G. M. C. 6 -— 1700 — — 4000.00. G. M. C. 6 — 1850 —------- — 5800.00. Miklar birgðir af varahlutum höfum við ávalt fyrirliggjandi, og enn fremur fullkomnustu viðgerðasmiðju landsins, til að gera við allar tegundir GENERAL MOTORS bifreiða. J?eir, sem hafa í hyggju að kaupa bifreið til vöruflutninga ættu að fá nánari upplýsingar hjá okkur undiirituðum um þessi alþektu merki, áður en þeir festa kaup á öðrum tegundum. Aðalumboðsmenn á fslandi fyrir General Motors. Jdh. Ólafsson & Co. mál og stjórnmál vestra eru all- samflækt, og síður en svo, að víð- sýnið sé altaf mikiö á þessttm svið- um. Hinsvegar eru kaþólskir inenn vestra liðmargir mjög. Þannig' ern allir írar, að kalla, sem tekið hafa sér bólfestu í Banda- ríkjunum, og niðjar þeirra, kaþ- ólskrar trúar, en menn af írskiv blóði eru alira manna áhrifamest- ir í öllum opínberum málumvestra. Þá má og geta þess, að í sumar sem leið, færðí Smith opinberlega svo gild rök fyrir því, að afstaða kaþólskra niamia til ríkisins: sé hin sama í Bandaríkjunum og and- kaþólskra manna, að andstæðing- ar hans hafa mikið til hætt að tönnlast á þessn: Afstaða hans til bannmálsins kann að verða þyngri á metunum. Og þó er það að verða vafasamara nu: Hvorugur aðal- ílokkanna vestra Iiefir tekið af- stöðu til jiess máls. Sennilegast er, að forsetaefni beggja flokk- anna og flokkamir báðir aðhyll- ist þá stefnu framvegis, að bann- lögunum verði frarrrfylgt sem best, uns næg' reynsla sé fengin um þau. En sjálfsagt mun bannmálið koma allmjög við sögu í kosningahríð þeirri, sem nú er á uppsiglingu í Bandaríkjunum. Þó er óhugsan- legt, að bannlögih verði numin úr gildi um langt skeið. Fyrst og fremst eru bannmenn í miklum meiri hluta á meðal þjóðarinnar, að því er virðíst. Svo er og um hnútana búíð, hvað bannmálið snertir þar í landi, að meira en lítið þarf til að leysa þá. Bann- lögin í Bandarikjunum eru 18. viðv bót stjórnarskrarinnar, og þarf 2/:\ atkvæða þjóöþingsins, til þess að nema þau- úr gfldi. Jafnvel þótt ’/z atkvæða fengjust með afaámi, þár dUgir þaö ekki til. Ríkia’, sem tru 48 alls, verða því íieest að greiða atkvæði um afnásnið. Þótt báðir deildir þjóðþings-i«s sam- þykcu bannlagaafnám með næg- um meiri hluta, þá þurfa einnig 36 ríkjanna að samþykkja það. Ef 13 ríkjanna vilja ekki afnema bannið, þá helst þab áfram. Nú nýleg^ gerði Alfred Smith opin- berlega grein fyrir afstöðu sinni til ýmissa mála, er snerta New York-ríki, — en þau mál snerta vanalega einnig þjóðina í heild sinni, þar eð New York-ríkið er hyrningarsteinn Bandaríkjaima. Eftir gæðum eru þessar cigarettur ódýrastap af öllum cigarettum sem seldar eru ú landinu. 20 stk. 1,25. Fást hvapvetna. Einnfg tók Iiann afstöðu til ým- issa þjóðmála. Hann gérði þetta um léíð og hann gaf nokkurskon- ar yíirlitsskýrslu unt störf sín í þágji- New York-ríkis undanfarin siö ár. En því starfi hefir hann gegtó svo afbúrðavel, að rómað er af andstæðingum jafnt og með- halíísmönnum. En einmitt við þetta tækifæri fór liann þeim orð- um um bannmálið, að bert er, að’ verði hann kjörinn fórsetij þá ætl- ar hann sér að stuðlá að því, að bannlögin verði virt sem önnur lög. Því þótt hann telji það hafa verið órétt af þiiiginu, að sam- þykkja 18. viðbót stjórnarskrár- innar án þess að Ieita þjóðarat- kvæðis um málið, þá segii’ hann a£ það sé „helg skylda" að virða þessi lög sem önnur, og frasnfylgja þeim. Vafalaust mun þetta hafa komiö allflatt upp á sutna fylgis- íuenn hans, st-endur í ritstjórnar- grein í blaðinu Dayton News (þefet bfað í ríkinu Ohi'o), að hann tók þessa afstóðu, en nú mun þeiin verða það Ijóst, að. hann gat ekki annaö sem samviskusamur embætt- ismaður. Embættismenn ríkisins rnega undir eng’tim kringumstæð- um gera neitt til þess, að stjóm- arskráin og önnur lög, sem þeir hafa unnið eið að að framfylgja og virða, sé eigi hlýtt, eða þau óvirt á nokkurn liátt. Smith heldur þvi fram, að ríkið, eigi að tryggja sér allan umráða- og eignarrétt yfir öllu vatnsafli og að öll vatnsvirkjun eigi að starfrækjast af ríkinu. Þá aðhyll- ist hann að því verði komið í lög,' að ráð, sem í séu geðveikralæknar cig heilsufræðingar, felli alla úr- skurði í málúm þeirra manna, seni ffemja einhverja glæpi, en dómai'- ar ekki. Þá minnist hann og að lókum á hið mikla mannvirki í New York-ríki,, s«m verið er að Notií tækiiærid! Komið á skyndisölima og gerid gód kaop. JJfwa&ítwjfcnaMift

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.