Vísir - 03.02.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 03.02.1928, Blaðsíða 3
VISiH yiuua aö, ufl. hafskipaskurSinn œikla, sem veriS er aS grafa frá Albany höfuSborg New 'York-rík- , íSj til vatnanna miklu i kornbelti Ameríku. Eins og lcunnugt er, stendur Albany við Hudson-ána, er nú veríSur dýpkuS þar er þarf, svo að þegar hafskipaskurðurinn ,er fullgerður, er komin hafskipa- leið alla leið til Chicago, Cleve- ; iand, Detroit og annara stórborga við vötnin miklu inni í Ameríku. Af þessu, sem hér hefir verið minst á, mun ljóst vera, þó að . eins hafi verið stiklað á steinum, ,að Smitlr er alllíklegt forsetaefni demókrata. Starf hans í þágu New .• York-ríkis hefir fyrir löngu gert hann þjóðkunnan mann, enda á , liann miklum vinsældum að fagna, , ekki sist í New York-ríki. Bandaríkín eru nú heimsins auðúgasta og voldugasta þjóð, og hin vaxandí afskiftasemi Banda- ríkjamanna af málum þeim, sem yarða allar þjóðir, vekur æ meiri eftirtekt — og ótta — vegua hins geipilega auðvalds þar i álfu. Þess vegna eru forsetakosningarnar i Bandarfkjunum að þessu sinni sérstakrar athygli verðar, er öfga- stefna í hermálum o. fl. virðist vera aö verða ofan á. Verði mik- •ílhæfur, sanngjarn og sjálfstæður inaður valinn forseti, er þó von til fress, að hann kynni að geta fylkt þjóðinni um þau mál, sem varða heillir hennar og annara þjóða, en hermátaöfgar og annað af líku tæi verði kveðið niður. A. Th. Veðrið í morgun. ' Frost um land alt. I Reykjavík 7 st., Vestmannaeyjum, 4, Isafirði .7, Akureyri 5, Seyðisfirði 2/ Grindavik 7, Stykkishólmi 6, ‘Grímsstöðum 6, Raufarhöfn 2, Hólum í Homafirði 4, Blönduósi S, Færeyjum hiti 1, Angmagsalik frost 8, Kaupmannahöfn hiti 1, Utsira 2, Tynemouth 2, Jan Mayen O st. Mest frost hér í gær 8 st., minst 2. — Djúp lægð suður a' Grænlandi á norðausturleið. Veld- ur sennilega hvassviðri og snjó- komu á suðvesturlandi í nótt. Út- norðan kaldi í Norðursjónum. —• Horfur: Suðvesturland og Faxa- flói: í dag hægviðri. í nótt vax- andi suðaustan átt. Sennilega hríð- arveður með morgninum. Breiða- fjörður og Vestfirðir: í dag hæg- viðri. í nótt vaxandi austanvind- ur. Norðurland og noröausturland: í dag norðanátt. Éljagangur í út- sveitum. í nótt hæg suðaustan átt. Austfirðir og suðausturland: I dag norðanátt og úrkomulaust. í nótt breytileg átt. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- Jýsendur eru vinsamlega beðnirað koma auglýsingum í sunnudags- blaðið á afgreiðsluna í Aðalstræti 9 B (sími 400) fyrir kl. 7 annað kveld, eða í Félagsprentsmiðjuna fyrir kl. 9 annað kveld. — Eins «g allir vita, er langbest a‘ö aug- lýsa í Vísi. Ú tskálaprestakall. Prestkosning hefir farið fram í Útskálaprestakalli, og voru atkv. talin í gær. Flest atkvæði fékk Ei- ríkur Brynjólfsson cand theol. 233, sira Ásmundur Guömundsson á Eiðum fékk 158, Ólafur Ólafsson cand. theol. 125, Einar Magnús- son cand. theol. 124, síra Guð- mundur Einarsson á Þingvöllum 17, og síra Þorsteinn Ksistjánsson 0 atkv., en 6 seðlar voru ógildir. Alls greiddu 669 manns atkvæði af 906 á kjörskrá. Kosningin er ólögmæt. Leikhúsið. Schimeks-fjölskyldan, gaman- leikurinn, sem Leikfélag Reykja- vikur sýndi í gærkveldi í fyrsta sinn, fékk hinar bestu viðtökur. Iæikuriim er mjög fjörugur og til- svörin hnyttin og hitta markið. Skemti fólk sér ágætlega og hló dátt. Leikurinn verður sýndur uæst á sunnudaginn. Félag frjálslyndra manna heldur fund kl. 8J4 í kveld, í Bárunni, uppi. Fundarefni: Bæj- arstjórnarskosningarnar. Karlakór K. F. U. M. hélt hljómleika í gærkvöldi i Gamla Bió, fyrir fullskipuðu húsi áheyrenda. Skemti fólk sér hið bcsta, og varð að endurtaka mörg lógin. Fer nú að verða hver síð- astur, að heyra þessa góðu skemt- un, því óvíst er að kórinn syngi nema einu sinni enn. Gestkomandi er fjöldi manns lfér í bænum um þessar mundir, og komu flest- ir með Goðafossi 0g íslandi í gær og fyrrinótt. Meðal þeirra má nefna Odd Gíslason bæjarfógeta dg frú hans, Þórólf Sigurðsson frá Baldursheimi, Magnús Thorsteins- son bankastjóra, síra Sigurgeir Sigurðsson frá ísafirði (á leið til útlanda), Ingvar Guðjónsson út- gerðarmann, Einar Thorsteinsson kaupmann á Blönduósi og frú lians, Sæmund Ilalldórsson kaup- mann í Stykkishólmi og Einar M. Jónasson fyrv. sýslumann á Pat- reksfirði. Minningagjafasjóði Landsspítalans bárust árið 1927 gjafir, sem nema samtals kr. 16704,20. Af þessari upphæð voru afhent minninga- spjöld fyrir kr. 6555.20, en samúð- arskeyti Landssímans fyrir kr. 10149.00. Af síðari liðnum er þó meira en helmingur, eða kr. 5913.50 frá árinu 1926, en kr. 4235.50 frá 1.—3. ársfjórðungi ársíns 1927. — Sjóðurinn er nú orðinnkr. 142.739.- 78. Um leið og Landsspítalinn tek- ur til starfa, verður byrjað að út- hluta úr sjóðnum styrk til fátækra siúklinga. Þá kemur það í góðar þarfir, að sjóðurinn sé sem mests megnugur. — Til leiðbeiningar þeim, sem styrkja vilja sjóðinn, skal þess getið, að minningagjafa- spjöld hans eru afgreidd hjá frk. Helgu Sigfurjónsdóttur, Vonarstr. 8, og frú Lilju Kristjánsdóttur, Laugaveg 37. Samúðarskeytin af- greiðir Landssímastöðin í Reykja- vik, bæði innanbæjar og til flestra stærri símastöðva utan Reykjavík- ur. Einnig má senda sainúðarskeyti milli allra stærri símastöðva, um land alt. ISÍ áttúruf ræðisf élagið heldur aðalfund siiin á morgun kl. 5 á NáttúrugTÍpasafninu. Staka. Orðsins-listar lifir gnótt lengi í þjóðarmunni. íslensk tunga, þú átt þrótt þinn í ljóðhendunni. Guðm. í. Guðmundsson. Guðspekifélagið, Reykjavíkurstúkan, fundur í kvöld kl. 8)4, stundvíslega. Um trúboðið í Kína flutti ÓJafur Ólafsson trúboði fyrirlestur í Dómkirkjunni í gær- kvöldi. Var þar fjölment. Töframagn helgisiða, sérprentun úr „Lögréttu", fæst hjá Katrínu Viðar, og kostar 35 aura. Fiskiþingið. Á fundi þess í kvöld kl. 8 verð- ur rætt um síldarútveginn. Hefir síldarútvegsmönnum verið boðið á þennan fund. Má búast við mikl- um lunæðum um málið. Skipafregnir. Egill Skallagrímsson kom frá Englandi í nótt, en Arinbjörn hers- ir í gær. Gulltoppur og Hilmir komu af veiðum í morgun, en Apríl í gær. ;' Verslunarmannafél. Rvfkur. Sú breyting verður á fundarstað félagsins í kveld, að fundurinn verður haldinn á Skjaldbreið kl. 8)4, en ekki í Kaupþingssalnum, sakir þess, að fiskiþingið hefir fund þar á sama tíma. Gjöf til sjóhrakta mannsins, afhent Vísi: 5 kr. frá N. N. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá fjórum systrum,5 kr. frá Andvöku 5 kr. frá M. B. Útsalan lieldup áfram. Margt fyrir hálfvirði, þar á meðal: Handtöskur, Toi- letkassar, Manicuresett og kassar, Rakvélar, Krullu- jámahitarar. Með 20% afslætti: Handsápur, Raksápur, Rakkrem, Handspeglar, Vasaspeglar, Kjóla- og Kápu- belti, margir litir, mikið úrval. — Kraga- og Kjólablóm, Myndarammar, gyltir og mislitir, margar stærðir. Háls- festar úr gler-, vax- og beinperlum. Kjóla- og, Kápu- spennur, Gúmmísvampar, Svampakörfur, Tannpasta, Tannpúlver, Tannvatn. Krullujám, margar stærðir, Lokkajám, Púðurdósir, Púðurkvastar, Hámet; einföld og tvöföld, margir litir og stærðir. Hárvötn og Hmvötn allskonar. Hárburstar, Andlitspúður og Krem. Hárspenn- ur, misl., mikið úrval. Ilmvatnssprautur, Aureol, hárlit- ur, mikið lækkaður í verði. Þetta eru aðeins sýnishom af því, sem til er. Búðin er lítil og vömbirgðir ekki miklar. Þessvegna ættuð þér að athuga þetta í tíma. Helene Hápgreiðslustofa. Sími 1750. Aðalstræti 6. 8mi5jnst(g iO ‘Uerksm ,Sínn 1091 Lít^kistuiviiinustofa Jíeijkjapik Relgi Helgason, Laupueg 11, slmi 91 og a,,eftrunar“ umsjón. St. Minerva Fundur kl. 81/,,, Dagskrá: Dansinn í regl- unni. Erindi um Grænland. Tófuskinn kaupir fsl. refaræktarfél. h.f“, Laugaveg ro. Sími 1221. K. STEFÁNSSON. ísland f erl. blöðum. FB. 1. febr. Samkvæmt bréflegri tilikynningu frá hinu konunglega danska kon- súlati í Lúbeck er af utanríkis- málaráðuneytinu í Kaupmannahöfn hefir verið send forsætisráðherra, hefir verið ágæt aðsókn að is- lensku listsýningunni. Blöðin „Lú- beckische Anzeiger" og „Lúbetík- er-General-Anzeiger“ gera fyrir- lesturinn, er haldinn var i sam- bandi við listsýninguna að umtals- efni. Kvöld það, er fyrii-lesturinn var haldinn, var aðsókn svo mik.il, að eigi var hægt að halda hann i sal þeim, setn til stóð, að hann væri haldinn í, og varð að leigja annan og stærri sal. Þ. 12. des. f. á. hélt ensk kona, Miss Beck, fyrirlestur um íslend- ingasögur í „Beckenham Antiqui- arian Society" (Beckenham forn- félaginu. Beckenham er ein af út- jaðraborgum Lundúnaborgar). Fyrirlestri Miss Beck hafði verið mjög vel tekiö. Frásögn i „The Beckenham Journal" ber það með sér, að Miss Beck hefir kynt sér vel landnámssögu íslands, og sagnaritun hér á landi. Mr. C. V. Miller flutti í desem- bermánuði fyrirlestur um fiskveið- ar á íslandi. Fyrirlesturinn flutti hann fyrir „The Norwich Round Table Club“. f „The Lancct" er birt mynd af Undirritaður tekur að sér að gera uppdræ'ti að húsum og öhu þvi er að húsagerð lýtur. AUar uppl. á Teiknistof inni í Lækjar- götu 6. Guðm. Graðjónsson húsameistari. Landsspitalanum, eins og hann leit út, er hann var kominn undir þak. Eins og' kunnugt er, strandaöi enski botnvörpungurinn Ohm á Skagatá í sumar, og dró varðskip- ið Óðinn hann á flot. Talsverður hluti björgunarlaunanna, átta þús- und krónur, var að fyrirlagi stjórnarinnar á Islandi, afhentur bresku stjórninni, og var féð látið renna í sjóð ekkna og bama sjó- manna í Hull. Stjórninni hefir borist fjöldi um- mæla um þessa ráðstöfun íslensku sijórnarinnar, úr ýmsum breskum biöðum. Eru ummælin öll á eina leið, að þessi gjöf sé mjög þakkar- verð, og sýni velvild stjórnar ís- lands og íslendinga í garð hinriar bresku sjómannastéttar. I ritinu „Country Life“ er birt heillar síðu mynd af Skógafossi. Súkkuladi. Ef þér kaupið súkkulaði, þá gætið þess, að það sé LillU'Súkkulaði eba Fjallkonu-súkkulaði. winr. u l Minningaspjöld eru afgreidd lijá: Fröken Helgu Sigurjóns- dóttur, Vonarstræti 8, 0g frú Lilju Kristjánsdóttur, Laugaveg 37. Samúðarskeyti Landsspítalans af- greiðir Landssímastöðin í Reykja- vík, bæði innanbæjar og til flestra stærri stöðva utan Reykjavíkur. Eimiig má senda samúðarskeytí niilli allra stærri símastöðva um land alt. ' Minningagj aía-sj óöurinner styrktarsjóður efnalítilla sjúkling'a Landsspítalans. S. E. T. Dansleikuv fyrir temp'ara I GóStemplarahús- inu laugardag 4. þ. m. kl. 9. Kvartett félagsins spilar. Húsið skreytt. Aðgöngumiðar seldir frá kl 7-9. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.