Vísir - 04.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1928, Blaðsíða 2
VISIR 7 CHÉVROLET - G.M.C. Nýkomid: Ríó-kaifi, gott og ódýrt. vöruflntnincjabifpeiöar eru viðurkendar um allan heim fyrir styrkleilía, lítinn reksturskostnað og lágt verð eftir gæðum. Verð hér á staðnum í íslenskum krónum: Steinsykur. CHEVROLET 4 cyl. 850 kg. burðarmagn CHEVROLET 4 — 1700 — ---- G. M. C. 6 — 1700 — ---- G. M. C. 6 — 1850 —---------- kr. 2600.00. — 2900.00. — 4000.00. — 5800.00. frá konnntíleKri hollen«kri verksmiðju,, nmhogni, KachaU mahogni með 3 pedolum. — Lægita veiö beint frá verkamiðjunni. — A. Obenhaupt. Miklar birgðir af varahlutum höfum við ávalt fyrirliggjandi, og enn fremur fulikomnustu viðgerðasmiðju l&ndsins, til að gera við allar tegundir GENERAL MOTORS bifreiða. peir, sem hafa í hyggju að kaupa bifreið til vöruflutninga ættu að fá nánari upplýsingar hjá okkur undirrituðum um þessi alþektu merki, áður en þeir festa kaup á öðrum tegundum. Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir General Motors. Jóh. Ölafsson & Co. Símskeyti Khöfn 3. febr. FB. Briand svarar ræðu Stresemanns. Frá París er sítnaS: Briand, ut- anríkisráSherra Frakklands, hefir lialdiS ræöu í þinginu og geröi hann ræ'öu Stresemanns aö um- talsefni. Kvaöst hann reiöubúinn til þess a'ð ræða um heimköllun frakkneska setuli'ösins úr Rinar- bygöunum. Benti hann þó Strese- mann á það, aö á Thoiry-fundin- um hefði veriö svo ráð fyrir gert, ,að endurgjalda heimköllun setu- liðsins úr Rinarbyg"ðunum með ívilnunum. Nánari tillögur frá Þjóðverjum væri ókomnar. Briand gerði það og aö umtalsefni, að samkomulag komst á um frakk- nesk-ameriskan gerðardómssamn- ing. Samningurinn fordæmir að beita valdi við úrlausn deilumála. Ennfremur hafi Frakkar gert fyr- írvara viðvíkjandi skyldumFrakk- lands gagnvart Þjóðabandalaginu, og Bandaríkin viðvíkjandiMonroe- kenningunni. Ameríski kafbáturinn kominn fram. Frá New York er símað: Kaf- báturinn, er menn héldu, að hefði hlekst á, er kominn fram. Frá Alþingi. í gær voru þess mál til um- læðu: Efri deild. Frv. til 1. um aukna landhelgis- gæslu, x. umr. Frv. þetta flytur Halldór Steinsson og segir í þvír að svo fljótt sem verða megi, skuli bygt nýtt skip til landhelgisgæslu, og til þess varið fé úr landhelgis- sjóði. Síðan skuli eitt af varðskip- um rikisins að staðaldri annast gæsluna unx Faxaflóa og Breiða- fjörð. Kvartaði flutningsmaður mjög undan ágangi botnvörpunga við Snæfellsnes. Þeir kæmu þar upp í landhelgi á nóttum og tog- uðu á grunnmiðum, en hyrfu með morgninum. Þegar sendar væru kvartanir til stjómarráðsins og það beði'ð að senda skip vestur, þá væri allur botnvörpungaflotinn horfinn burtu nærri samstundis, svo að þannig liti út, sem þeir fengi einhverja vitneskju úr landi um kærumar eða ferðir varðskip- anna. Eina ráðið, eins og nú stæði á, væri að láta eitt skip vera að staðaldri um þessar slóðir. Mætti vel nota „Þór“ til þess suma tíma ársins. — Frv. var einróma vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um eftirlit með verksmiðjum og vélum, 2. umr. Allsherjarnefnd hafði atliugað þetta frv. og lagði til, að það væri samþykt breytingalaust. Var svo gert, og því vísað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um meðferð skóga og kjarrs og friðun á lyngi 0. fl., sem samþ. hefir veri'ð i efri deild, var til 1. umr. og fór umræðulaust til 2. umr. og nefndár. 3. Frv. til 1. utn dýralækna, 1. umr. Frv. þetta er flutt af Gunn- ari Sigurðssyni og fer fram á, að 7 dýralæknar sé á landinu, í stað þess að nú eru embættin 4. Fer þáð þannig i þveröfuga átt við það, sem stjómin leggur til, er hún vill fækka dýralæknum um helming. — G. Sig. kvað frv. vera samið með aðstoð Sigurðar bún- aðarmálastjóra, Jóns Pálssonar dýralæknis á Austfjörðum o. fl. sérfróðra manna. — Frv. var vís- að til 2. umr. og nefndar. 4. Frv. til 1. um samskóla Reykjavíkur, 1. umr. Eftir áskor- un bæjarstjómar bera allir þing- menn Reykvikinga fram þetta frv. Var það samþykt í neðri deild í fyrra, en í efri deild dagaði það uppi. Eins og menn vita, er það bygt á tillögum Jóns Ófeigssonar mentaskólakennara og er því ætl- að að koma skipulagi og sam- ræmi á unglingakensluna i Rvík. Eiga fyrst um sinn að vera í sam- skólanum þessir framhaldsskólar frá barnafræðslu: Ungmennaskóli, iðnskóli, verslunarskóli, vélstjóra- skóli. Ungmennaskólinn skal ann- ast almenna framhaldsfræðslu, en hinir sérfræðslu, hver á sínu sviði. — Frv. var vísað til 2. umr. og mentamálanefndar. Ný frumvörp og tillögur. Haraldur Guðmundsson flytur frv. til 1. um atkvæðagreiðslur ut- an kjörstaða við alþingiskoSn- ingar. Ásgeir Ásgeisson flytur frv. til laga imi hvalveiðar. Haraldur Guðmundsson, Ásgeir Ásgeirsson og Jón A. Jónsson flytja frv. til 1. um breyting á vegalögum. ' Jón Baldvinsson flytur tillögu til þingsályktunar um að skora á rikisstjórnina að skýra frá rann- sókn á embættisfærslu í Barða- strandarsýslu. JLeikliúsid. Schimeks-fjölskyldan. Höíundur leiksins, er Leikfélag Reykjavikur sýndi í fyrsta sinn í fyrrakveld, Gustav Kadelburg, er hagur maður á skringilega við- burðarás og hnyttin tilsvör. En efniviðurinn sem hann notar í „Schimeks-fjölskylduna“ er gam- all og svo margnotaður áður, að það er mesta furða hve góðan grip höfundurinn hefir getað gert úr honum. Kadelburg telst til þeirra skopleikahöfunda, sem mik- ið vrar leikið eftir kringum alda- mótin siðustu og fram að styrj- aldarárunum, og stendur þar íramarlega i flokki.Auk allmargra leikrita, er hann hefir samið einn, hefir hann samið ýmsa leiki i samvinnu við aðra höfunda. Eigi er ástæða til að rekja hér efni leiksins ítarlega, enda vantar þar aðalþráð. En það sem einkum er notað til að knýja frain vand- ræði þau og skringileg fyrirbæri, sem gamanleikir geta ekki verið án, er á öðrum þræði afbrýðisemi sómafrúar einnarogtrésmiðsnokk- urs og hins vegar frekja ofstopa- mikils manntudda, sem lifað hefir ;; Schimeks-fólkinu og þykist vera hollvinur þess. Vandræðin ganga einkum út yfir Anton Kaltenbach, aldraða borgara, sem tekist hef- ir á hendur fjárráð Schimeks- fólksins. Hann hefir, góðglaður á heimleið úr afmælisveislu, rekist á dansmey eina á götum útf, og þau atvik gerst í sambandi við þá fundi, að konan hans verður frá- vita af afbrýðissemi og heimtar skilnað. Stúlkan, sem hann hefir hitt, verður ekki betur úti, því að Hriognætur til síldveiöa. Johan Hansens Sönner A/s., Bergen (Fagerheims Fa- brikei; A/s.) er stærsta verksmiðja í Noregi í öllu því sem lýtur að nótagerð og netja. Verksmiðjan er alkunn fyrir gott efni, vandaða vinnu og nákvæman frágang á síldar- nótum sínum. Þeir, sem þurfa að kaupa síldarnætur fyrir næsta sum- ar, ættu að leita tilboða hjá okkur hið fyrsta. Verð'og skilmálar hvergi annars staðar b e t r a. Þörður Sveinsson & Co. aðalumboðsmenn. unnusti hennar, Baumann trésmið- ur, verður hamslaus af gremju. En nú vill svo til, að Kaltenbach er skipaður meðráðamaður þess- arar sömu stúlku. „Eftirlitsmað- urinn“, sem heitir Jóhannes Jere- mias Zawadil, hefir horn í siðu Baumanns, og er fjárhaldsmaður- inn hefir um hríð velkst á milli þessara tveggja andstæðinga, legst hann á sveif með Baumann og sviftir Jóhannes Jeremías öll- um afskiftuin af Schimeks-fólk- inu. Kemst það upp um síðir, að afbrýðissemin hefir ekki verið á rökum bygð, Kaltenbach og frú hans sættast, Baumann og dans- mærin taka saman aftur og auk þess fallast þau Kaltenbachs- hjónin á, að gefa ungum og efni- legum lögfræðisdoktor dóttur sína. Með þessu er þó minst sagt af því, sem fram fer. Leikurinn lifir á hlægilegum atriðum og fyndn- um tilsvörum, sem að þvi er virð- ist hafa ekki að neinu leyti tapað sér í þýðingunni. Og leikendun- um tekst vel meðferð hlutverk- anna. Mæðir þar mest á Har. Á. Sigurðssyni, sem leikur Jóhannes Jeremías Zawadil. Gerfi lians eitt og látbragð nægir til að gæra þennan rudda sprenghlægilegan. Meðferö tilsvara er yfirleitt góð hjá Haraldi, en hann virðist um of hafa bundið sig við ákveðið form, svo að persónur hans líkj- ast um of. Yrði honum eugin skotaskuld úr, að sýna fleiri teg- undir hlægilegra manna, en hann gerir. En þó leiðist manni seint að horfa á hann, því aS hann hef- ir gott lag á orðum sínum og gerð- um á leiksviði og tekst vel að gefa sig á vald hlutverki sínu. Einna vandamest hinna stærri, er hlutverk það sem Brynjólfur Jóhannesson leikur: Anton Kal- tenbach. Tekst það sæmilega, en Brynjólfi hættir hér, sem oftar er hann leikur roskna menn, við að vera og hvatlegur í hreyfingum.og yfirleitt mundi hann vinna mikið við að draga nokkuð úr hreyfing- um sínum. Það leyfist að vísu að sprikla mikið í leikjum sem þess- um, en of mikið má þó að öllu gera. Margar setningamar sagði hann snildarlega vel. Konu hans leikur frú Guðrún Indriðadóttir; er það lítið hlutverk en ágætlega leikið, ekki síst þar sem frúin hef- ir uppgötvað æfintýri mannsins síns. Valur Gíslason leikur æsku- vin þeirra hjónanua og gerir úr honum bráðskemtilegan karl. Leikur dansmærinnar (Arndís Björnsdóttir) er látlaus og gefui' ekki tilefni til neinna afreka. En unnusti hennar, Baumann trésmið- ur, er nokkuð í molum hjá Tóm- asi Hallgrimssyni. Hann gerir úr honum þvældan og lúinn erfiðis- mann, boginn í baki og alls ékkí þ.ess legan, að dansmærin geti /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.