Vísir - 07.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1928, Blaðsíða 2
VlSiR Höfum til: Fiskbursta mjög ódýra. Píanó frá konuniilefírí hollen kri verksmtðiu, mahogni, Kauhals mahogni me5 3 pednlum. — Lœg4a verð beint frá verksmiðjunni. — A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn 6. febr. FB. Bresk blöð ræða tillögu Kelloggs. Frá London er símað: Breslc blöS viröast vera hlynt þeirri hug- mynd, sem Kellogg utanríkis-, málará'öherra Bandaríkjanna hefir boriti fram, aö allar þjóöir geri meö sér samning um aö banna smíði kafbáta í hernaöarskyni. Hins vegar viröast þau telja vafa- samt, aö hin stórveldin muiii fall- ast á hana. Þjóðverjar og Frakkar. Frá Berlin er símað: Þjóöverj- ar virðast tilleiöanlegif til ein- hVers endurgjalds, ef Frakkar ikalla heim setuliðið úr Rínarbygð- unurn. Þó búast menn tæplega viö, að reynt verði til að komast að samningum um heimköllun setu- iiðsins, fyr en þá að loknum þing- kosningum í Frakklandi og Þýska- landi. Fjpá Alþingi. -o Efri deild. Þar voru þessi mál til umræðu í gær: i. Frv. til 1. um heimild fyrir iandsstjórnina að reisa betrunarhús og letigarð, 2. umr. Allshn. hafði klofnað um málið. Lagöi meiri hluti hennar, Jón Bald. og I. Pálm., til að frv. væri samþykt óbréýtt. En Jón Þorláksson lagði til, að málinu yrði vísað frá með svo- feldri rökstuddri dagská: „Þing- deildin skorar á landsstjórnina að rannsaka og undirbúa byggingu nýs bctrunarhúss fyrir landið og að rannsaka, hvort tiltækilegt muni að hafa letigarð í sambandi við þaö. í því trausti, aö rann- sókninni veröi lokiö fyrir næsta þing, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Þaö var alviöurkent i umræöunum, aö óhjákvæmilegt væri aö byggja nýtt betrunarhús alveg á næstunni. „Betrunar“-hús- ið viö Skólavörðustíg væri ger- Samlega ófullnægjandi. í fyrsta iagi svo lítið, að dæmdir fangar yrðu að ganga lausir, jafnvel í hópum, sakir húsnæðisleysis. Einn- ig hefði það fjölmarga aðra galla, sem gerðu það óhæft fyrir betr- unarstofnun. — Virtist deildin fall- ast á þá skoðun, sem telja má al- menna orðna meðal lagamanna, aö í mesta lagi sé liægt að nota „steininn“ til þess að stinga óróa- ípönnum inn í nótt og nótt; en crlendis eru .víðast sérstök hús í því skyni. — Það, sem J. Þorl. fann frumvarpinu til foráttu, var algerlega ónógtir undirbýningur. og sýndist það játað, að hann væn nær enginn. En dómsmrh. taldi ekki fjarstæðara að veita stjóru- inní heimild til að ráða þessu máli til lykta, heldur en t. d. byggingu strandvarnarskips, sem engar . teikningar væri enn gerðar af. — Þótti þó suníum ólíku saman að jafna. —- Þó var J. Þorl. einkan- lega andvígur því, að Eyrarbakka- „spítali" yröi tekinn til .afnota í þessu skyni, en þaö taldi dóms- málaráöh. ekki ósennilegt, með því aö mikið fé væri þegar kom- ið í þá stofnun frá ríkissjóði, og „spítalinn" sýndist til aíls annars ónýtur. En J. Þorl. fann það aö honufn, að hann væri fast við al- faraveg, \ útjaðri fjölmenns sjáv- arþorps, og næsta umhverfi afleit- lega til ræktunar fallið. Iiinsveg- ar væri hann of fjarri Reykjavík til að geta notið lögregluaðstoðar þaðan, ef á þyrfti að halda, og einnig til þess, að Reykvíkingar gætu notað hann til gæsluvarð- halds, sem mundi spara mikið fé. Fyrir þessar sakir allar vildi J. Þorl. að málið væri látið biða betri undirbúnings og frekari áætlana. Dómsmrh. kvað menn nú orðna svo hvekta á áætlunum, að ekki væri unt að bíða eftir þeim. — Jóhannes Jóliannesson talaði í mái- inu. Taldi hann það að vísu mjög lítiö undirbúið, en hinsvegar væri svo skjótra aðgerða þörf, að enga bið þyldi. Því kvaðst hann greiða frv. atkv. í því trausti, að skjótt yrði ráðist i framkvæmdir og aö leitaö yrði ráöa bestu manna um hvað eina. — Að umræðu lokinni var feld dagskrártillaga J. Þ., og málintt vísað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um lífeyri fastra starfsmanna Búnaðarfélags ís- lands, 1. umr. Þessu litla frv., sem samþ. hefir verið í Nd., var um- ræðulaust vísað til 2. umr. og fjhn. Neðri deild. Þar voru þessi 8 frv. til untr.: 1. Frv. til I. um eftirlit með verksmiðjum 0g vélum (3. umr.). var afgreitt til efri deildar óbreytt, eins og það kom frá stjórninni. 2. Frv. til 1. um veiting ríkís- borgararéttar, 3. umr. Þetta frv., um að veita dr. Björgu Þorláks- dóttur íslenskan ríkisborgararétt, var einnig afgreitt til efri deildar. í tilefni af því gerði Benedikt Sveinsson nokkrar athugasemdir um það, aö vafasamt hnoss væri að öðlast þennan ríkisborgararétt, meðan svo væri frá íslenskum vegabréfum gengið og sá væri kunnugleiki erlendra stjórnarvalda á íslandi, að íslendingar væri i mörgum löndum emi taldir dansk- ir þegnar. Nefndi hann þess dæmi, að mcnn hefði orðið að sætta sig við að kallast danskir, til þess að komast ferða sinna eða fá að setj- ast að erlendis. Gat hann þess og, að nýlega hefði verið sagt frá því í stórblöðum breskum, að Dana- konungur hefði sæmt breskan út- gerðarmann nokkurn Fálkaorðu, en það væri heiðursmerki, sem danska stjórnin sæmdi þá menn, er g-agnlegir væri viðskiftum Dan- merkur og hjálendna (dependenci- es) hennar. Þessi væri kunnugleiki stærstu blaða lieimsins af sjálí- stæði íslands; meðan svona væri ástatt í þessu efni í flestum lönd- um, mætti það vafalaust fremur teljast bjarnargreiði að fá fólki, er þurft gseti að fara utan, Islenskan ríkisborgararétt. 3. Frv. til 1. um nauðungarupp- boð á fasteignum og skipum (3. umr.) var einnig .afgreitt til Ed. óbreytt. ií >OÖ«OOQCOÍ>OtiOOCK JOOOOOOOCOOOOOGt 50000000000« B Amerískar síldaroætnr Yiö útvegum amerískar síldarnætur með lægsta verði og góðum greiðsluskilmálum. Þeir sem kynnu að vilja íá tilboð á þessum nótum eru beðnir að tala við okkur hið íyrsta. Þörður Sreinsson & Co. .OOGOOCOOOOÍÍOOÍÍOOOÖOOGOOOOíSOOOOOOOCOOOOtÍOtíCOOOOOOOOOOÍ Ingvar Pálmason og Erlingur Friðjónsson flytja till. til þál. um skipun nefndar til aö rannsaka bréfaskifti milli stjórna Spánar og íslands. Ingvar Pálmason flytur frv. til ■ 1. um dómsmálastarfa, lögreglu- stjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykja- vík. Magnús Jónsson flytur t'ill. til þál. um gagnfræöaskólann á Ak- ureyri. Sami þm. flytur till. til þál. um hinn almenna mentaskóla í Rvik. Sveinn Ólafsson flytur frv. til 1. um eftirlit meö loftskeytanotkun íslenskra veiðiskipa. Friöun Þingvalla. Tj Heitur og góður karlmanna- vetrarnær- latnaðar á kr. 6,55 settið. r~ *v r~ —i SÍMAR 158-1958 JOQOOOOOOOt X X X ÍOOOOOOOQOOOC Ú rsmiðastofa GuOm. W. Kristláusson. BhI ursgfttu 10 XXXXXXXXXXXX X X X XSQOQOQQQCX 4. Frv. til 1. um sölu á landi Garðakirkju í Hafnarfirði, 2. umr. Nefnd'sú, er málið skyldi athugá, félst á að heimila sölu þeirra land- 'skika, 'Sem hér um ræðir, qg var ,frv. visaö til 3. . umr. 5. Frv. til 1. um heimavistir við hinn almenna mentaskóla, 1. umr. Frv. þetta flytur Magnús Guö- niundsson, og er'þaö heimild til aö reisa heimavistahús handa Mentaskóíanum fyrir 40—50 nem- endur. Þar eiga heimavistanemend- ur aö fá ókeypis húsnæöi, ljós og hita. Samhljóöa frv. va.r felt í Ed. í fyrrá. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. 6. Frv. til 1. um atkvæða- greiðslu utan kjörstaða, við al- þingiskosningar, 1. umr. Frv. þétta ei flutt af Harakli Guömundssyni og á að koma í veg fyrir ný „Hnífsdalsmál“ á næstu árum. Veröur væntanl. síöar tækifæri til aö ræöa efni þess nánara. Því var vísað til 2. umr. og nefndar. 7. Frv. til 1. um breyting á vegalögum, i. umr. Það er venjait, þegar slík frv. sem þetta koma fram, að strax rignir niður breyt- ingartillögunum, — öllum um að gera fleiri vegi aÖ þjóðvegum en nú eru. — Frv. var vísaö til 2. umr. og samgmn. 8. Frv. til 1. um hvalveiðar, 1. umr. Frv. þetta var flutt í fyrra af Ásgeiri Ásgeirssyni, og felt i efri deild. Kemur hann nú meö þaö aftur. Er þaö um að ófriöa aö nokkru leyti hvali viö íslands strendur, þannig, að heimilt verði að veita sérleyfi til hvalveiða frá nokkrum stöðum á landinu. — Frv. var vísað til 2. umr. umræðu- laust. Ný frumvörp og tillögur. Sveinn Ólafsson flytur frv. til 1 um löggilding verslunarstaðar á Vattarnesi í Suður-Múlasýslu. Illa líst bændum i Þingvallasveit og víðar, á frumvarp stjórnarinn- ar um friðun Þingvalla. Meðal annars fá þeir ekki skiliö, að unt verði að g'iröa landið svo, aö veru- legt gagn verði aö. Vegalengdin er mjög mikil, og á löngu svæöi hlýtur giröingin aö sligast undan fönn á hverjnm vetri. Mundi þaö veröa mikið verk og kostnaðar- sanlt árlega, aö gera girðinguna fjárhelda. Meö þessu móti yröi og sveitinni raunverulega skift í tvent og hlyti afleiöingin að verða sú, að Þingvallahreppur legðist niö- ur, sem sérstakt sveitaríélag. Henda menn ganian aö giröinga- braskinu og segja sem svo, að fyrr megi nú girða allmyndarlega og þannig, aö eftirtekt veki, en að fariö sé meö girðinguna upp á Ár- mannsfell, norður á Meyjasæti og austur undir Hrafnabjörg! Þætti þeim nær hófi og skynsamlegra, að giröa minna svæði, ef nauðsyn- legt þykir á atinað borö, að leggja gaddavírs-fjötra um helgasta stað þjóðarinnar. Þá þykir það og ekki sem best til fundiö, að gera Þingvelli og umhverfi þeirra aö friölýstum reit fyrir refi og grenlægjur. En kunn- ugir vita, aö eitthvað af gTenjum er á svæöi því, sem stjórnin vill nú fríða. Þykir mörgum fara heldur illa á því, að sauðfé bænda sé hrakið úr Þmgvallahrauni, en melrökkum heimilaður þar ævar- andi griðastaður. — Það er nú að visu svo, að nfcfnd sú, sem máliö hefir fengið til meðferðar í þing- inu, mun líta refina ómildari aug- um en stjórnin, og er jafnvel mælt, að hún muni vilja leyfa refadráp í „helgidóminum sjálfum", en ekki þylcir sýnt, að stjómin taki slíku meö þökkum. En mikil mundi íjölgunarvon refanna þar í Þing- vallahrauni, ef stjórnin fengi aö ráöa, og hæg mundu skolla heima- tökin, að gripa lömb bænda utan girðingarinnar eða innan. Þá er og nokkur hluti Þing- vallavatns talinn í frúmv. innan hins friöhelga svæðis, og má þar fráleitt veiöa „eina bröndu", hvað sein við liggur. Nái frv. stjórnarinnar fram að ganga óbreytt eða lítiö breytt, mun afléiðing þess verða sú, að Þing- vallasveit hverfur úr sögunni sem sérstakt sveitarfélag. Gii-ðingin um'landið kostar of fjár og verð- ur aldrei að gagni. Árlegur við- haldskostnaður verður gífurlega mikill, svo að nema mun mörgtun þúsundum króna. Umsjónarmenn og verðir, vitanlega hálaunaðir, verða þavna á hverju strái, og munu hinir ótignari þeirra liafa ærinn starfa alt sumaríð, að smala fé bænda úr girta svæðiuu. — Verður það ónæðissamt verk og gagnslaust, en ríkissjóður borgar. -----Hann munar ekki um þaö! X. Skyndisalan heldur áfram Jessa viku. Atliugið vör- up og verð. Komið og gev- ið góð kaup.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.