Vísir - 22.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1928, Blaðsíða 2
VlSiR mrn & QisemI Krydd: Pipar, livítur do. svartur, Kanill, Engiier, Kryddblendin gur. Fyrirliggjandi: Milka og Velma átsúkkulaði, Suchai»ds koniekt í fallegum umbúð- um. Sirius, Konsum og Huskoldning siikkulaði. A. Obenliaupt* ÁriS 192"7 hafði Chevrolet meiri sölu en nokkur Önnur bifreiða- verksmiðja i heiminum. Nýp Chevpolet kemur í mars mánuði. — Stærri, sterkapi, kpaftmeiri, fegurri, skrautlegri og þœgilegpi í akstri en nokkru sinni áður. Jóh. Olafsson & Co. Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir General Motors. TEOFANE - FINE cigarettur eru lóttar og IjúiTeDgar. Þær kosta minna en allar aðrar sambærilegar cigarettnr. Þór getið reykt þær allan daginn án þess þær særi hálsinn. 20 stk. kosta 25 aurum meira en algeng- ar Virginia cigarettur. „TE0FANI“ er trygging íyrir gæðum. 20 stk. 1,25. Fást hvarvetna. Utan af landi. —o— Akureyri 21. febr. FB. Bæjarstjórastaðan hér haföi ver- 58 auglýst taus. Umsóknarfrestur var útrunninn í gær. Tveir um- sækjendur, þeir sömu og síöast, Jón Sveinsson bæjarstjóri og Jóu Steingrímsson bæjarfógetafulltrúi. Akveðiö var á ‘bæjarstjórnarfundi í dag, aö kjósa bæjarstjóra á næsta reglulegum fundi þ. 6. mars. í gær var afspyrnu suö-suð- vestan rok og þeyr, meiri og minni skemdir á mannvirkjum. Hey fuku og menn meiddust lítillega. 'V’atnavextir miklir. Frá Alþingi. í>ar voru þessi mál til umræöu i gær: Efri deild. j. Frv. til 1. um tilbúinn áburö, 2. umr. Landbn. hafði klofnað um }:>etta mál. Meiri hlutinn, þeir Ein- ar Árnason og Jón Baldvinsson, vildi samþykkja þessa heimild til ríkisstjórnarinnar, til þess að taka í sínar hendur einkasölu á tilbún- um áburöi. Frv. gerir ennfremur ráö fyrir, aö stjórninni sé heimilt aö greiöa úr ríkissjóði kostnað af flutningi áburöarins, bæði frá út- löndum og hafna á milli, meðan einkasalan helst, en meiri hlutinn taidi eigi rétt að veita þessi fríð- indi lengur en til þriggja ára. Jóii- as Kristjánsson var í minni hluta og kvaðst ekki geta fallist á, að heppilegt væri að taka upp einka- sölu á tilbúnum áburöi, og taldi líklegt, að hann yrði, þegar til alls kæmi, notendum ódýrari í frjálsri samkepni. — Brtt. nefndarinnar var samþykt, og frv. vísað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um vörutoll, x. umr. Þetta frv. Ing- vars Pálmasonar, fer franx á að breyta vörutollinum að rnestu í sama horf og var eftir vörutolls- lögunum frá 1921, þ. e. að hækka aftur þá tollstofna, sem lækkaðir voru á þingi 1926. Á að þrefalda kolatollinn, eða láta hann verða 3 kr. á hverja smálest, hækka salt- tollinn úr 1 kr. í kr. 1,50, en olíu- tollur á að vera óbreyttur. Enn- fremur á að leggja á ab nýju tunnutoll og korntoll. Hyggur flm. að tekjuauki ríkissjóðs af þessu muni verða nálægt 42Ó þús. kr. Frv. var vísáð til 2. umr. og nefnd- ai. 3. Frv. til 1. um breytingu á 1. um verðtoll af nokkrum vörum, í. umr. Verðtollslögunum er ætlað að falla úr gildi nú í árslok, en í!m. telur ríkissjóð ekki mega verða af þeim tekjum, er verðtoll- urinn fær honum. Vill hann því framlengja lögin til ársloka 1930 ög jafnframt hækka tolliiin um þriðjung, þannig, að af þeirn vöru- tegundum, senx nú greiðist 20% xerðtollur, sé framvegis greidd 30%, og 15% af þeim, sem nú greiðast 10% af. Þess ætti að véra óþarft að geta, að Ingvar T’álma- son flytur frumvarpið. Var því visað til 2. umr. og nefndar. 4. Till. til þál. um hagskýrslur, íyrri umr. Tillaga þessi er borin fiam af Jóni Þorlákssyni, og er um að skora á stjórnina að sjá til þess, að skýrslur hagstofunnar komi venjulega ekki seiaua út en á næsta ári eftir lok þess tímabils, er skýrslan tekur yfir. Tillögunni var vísað til síðari umræðu. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um fræðslumála- nefndir, 1. umr. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. t;m þingsköp Alþingis, 1. umr. — Báðum þessum frv., sem Ed. hefir áður samþykt, var vísað til 2. umr. og nefnda. 3. Frv. til 1. um einkasölu á saltfiski, 1. umr. Frv. þetta er flutt af öllum jafnaðarmönnum i neðri deild, og er um ríkiseinkasölu á söltuðum og þurkuðum fiski. Hef- ir það margsinnis verið borið fram áður, en altaf verið felt við 1. umr. Er frv. einn þáttur í þeirri starfsemi jafnaðarmanna, sem þeir nefna „að koma skipulagi á at- vinnuvegina". Segja þeir, að einka- sala á saltfiski liljóti ekki einungis að hækka verðið, með þvi að lands- menn bjóði þá ekki fiskinn niður liver fyrir öðruffl, heldur geri einkasalan jafnframt mun hægra um vik að leita nýrra markaða, og jafnframt ab koma á nýjum verk- unaraðferöum. Jón Ólafsson og jón A. Jónsson töldu þessar ráð- stafanir ekki einhlítar til að hækka fiskverðið, með því að fiskifram- leiðendur hér ættu við fleiri að keppa en aðra íslendinga. Aðal- samkepnin væri frá útlendingum og ríkiseinkásala stæði illa að vígi i sámkepni viö þá, þar sem fisk- kaupendur, einkum Spánverjar, r.umdu vissulega gera alt, sem i þeirra valdi stæði, til aö koma einkasölunni á kné. Álitu þeir stór- kostlega áhættu fyrir ríkissjóð að fara að fást við . saltfisksverslun- ina, og væri vafalaust öllum betra, aö rekin væri samkepnisverslun með fiskinn, enda þótt einstakling- ar yrðu stundum fyrir nokkrum skakkaföllum í þeim viðskiftum. Annars ílutti Jón Ólafsson þá kenningu, sem sumum þykir sjálf.- sr.g-t fróðleg, ab islenskir franileiö- endur hefðu haft miljónagróða af „fiskhringnum" um árið. Umræð- unum varð ekki lokið, og verður enn ekld séð hvort frumvarpið á aö þessu sinni að fá aö fara til 2. umr. og nefndar. Sýndist flm. það mikið áhugamál, og sést ekki, að of dýrt væri borgað hlutleysið við stjórnina, ]>ótt hún sæi til þess að málið fengi a. m. k. að sofna i nefnd eða jafnvel að falla við 2. umr. Nýtt frumvarp. Bjarni Ásgeirsson flytur frv. til I. um eignarnám á Nikulásarkeri i Norðurá. Hegningarhúsvistin í Reykjavík. Eftir Sigurbjöm Á. Gíslason. —o—- I. Vænt þótti mér um, er bók dr. Björns Þórðarsonar „Um reísivist á íslandi 1761—1925“ köm út, í fyrra haust, og hin röggsamlegu og harðorðu ununæli Jóhannesar bæjarfógeta i Reykjavík, um hegn- ingarhúsið, er Morgunblaðið flutti skömmu síðar. Mér var fullkunn- ugt um, að þar var ekkert ofsagt. Nú er sá skriður kominn á það mál, að það verður ekki svæít Iengur. Rikisstjórnin hefir þegar sýnt, að hún vill flýta umliótum i þessu efni eftir því sem auðið er. Langar mig til að undirstrika umbótaþörfina, því að enn kunna cinhverjir að vera svo ókunnugir málinu, að þeir telji óþarfa „að fara nú að brjótast í að reisa nýtt betrunarhús“. Að vísu mætti segja, að i fyr- nefndri bók dr. Björns Þórðarson- ar sé alt sagt, sem segja þarf, til að sýna fram á livað hegningar- húsvistinni i Reykjavík er áfátt. Eg er honum alveg sammála um allar aðfinningar hans, sem eru niargar og alvarlegar, þótt hann 1 iti varlega og með prýðilegri nær- gætni í garð allra þeirra, sem hefðu íitt fyrir löngu að taka al- varlega í taumana, til umbóta. En hætt er viö, að bók hans sé ekki lesin jafnvíða og hún á skilið, og því verði almenningi ekki eins ljóst og vera 1>er, hve umbótanauðsyn- in er brýn. Það er langt síðan að mér var hún augljós, og hefi oftar en einu sinni á liðnum árum átt tal um bana við þá, sem færastir áttu að vera til forgöngu, en fékk þá ým- ist þau svör: „Það veröur bráð- lega farið að éndurskoða alla hegn- ingarlöggjöf vora, og þá verða um leið gerðar ráðstafanir til endur- bóta refsivistinni", — eða: „Það er óþarfi að gera galla hegningar- hússins að blaðamáli, stjórninni tr vel kunnugt um þá, en verkefn- in eru svo mörg, að engin tök eru á að sinna þeim öllum fyrst um sinn, og því hlýtur þetta mál að bíða um hríS ennþá.“ —• Því miður hefi eg látið slík um- mæli liamla mér frá árum saman að skrifa um hegningarhúsið. Aulc þess var mér kunnugt um, að harð- orðar greinar um fangelsisvistina, sem Nýtt Kirkjublað flutti 1914» frá sira Kjartani Helgasyni og Gtiðmundi Hjaltasyni höföu engan sýnilegan árangur borið.* Enn- íremur var eg hálfhræddur um aö tnér tækist ekki að skrifa nógu var- lcga, og berorð blaðagrein frá mér um hegningarhúsið yrði til þess * Sjá N. Kbl. 1914, 156. og 246; bls. — Sbr. og bréf Þórhalls bisk- ups og sr. Kjartans i N. Kbl. 5. tbl., 1915. cins, að niér yrði ekki framar leyfður írjáls aðgangur að fanga- klefunum, en það frelsi vildi eg ekki missa, — i annað sinn. Vonandi er engin hætta á því framar, þar sem eg hefi svo litlu við það að bæta, sem dr. Bj. Þ. hefir þegar sagt í bók sinni. — En að þvi leyti ber mér enn að tala varlegá, að fjölmargt hafa fangarnir sagt mér á liðnum ár- um tim hagi sina, sem rangt væri, þeirra vegna, að gera að blaða- niáli, — enda óvist, hvort alt þa‘S var bókstaflega satt, — en er mér persónulega sterkasta sönnun þess, hvað hegriingarhússvistin er ger- samlega óviSunandi aS ‘flestu leyti. Eg gæti sagt likt og maSurinn,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.