Vísir - 23.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1928, Blaðsíða 2
VISIR Krydd: Pipap, iivítur* do. svapáiip, Kanill, Eitgiíer, Kryddblendingup. Galv. fðtup, Skógapn, Fiskihnífap með vöfðu skatti, Flatningslmffap og afhausunap. Vasalinífap, „Fislœ- kniv“ 2 sísepðip, A* öfoenli&Mpí* Sfmskeyti Khöfn 22. febr. FB. Skip ferst. Frá Osló er síma'S: Norskt strandferöaskip rakst á sker ná- laegt Haugasnndi og sökk. Senni- 'Jega hafa ellefu menn druknaö. HoldsveikismeðaliÖ. Frá London er símað: Blöðin skýra frá því, að breskir vísinda- ir.enn hafi fundið upp meðal við l'oldsveiki. Er sagt, að öllum sjáklingum á byrjunarstigi veik- innar, er nota meðal þetta, batni, en 30% sjúklinga á síðari stigum hennar. Utan af landi. —o— Borgarnesi 22. febr. FB. Á síðastliðnu sumri voru bygð- ar þrjár brýr yfir Bjarnardalsá í Norðurárdal, fyrir neðan Dals- mynni. Fyrir nokkra fór að bera á því, að farið var að grafast tmd- :<n einutn brúarstöplinum. Var dyttað að þessu eftir föngum, bor- ið að grjót og stöpullinn treystur. í snjóunum um daginn lagði mik- inn skafl undir brúna og stýflað- ist áin þarna. Er vatnsmegnið jókst reif hún með sér bráðabirgð- arhíeðsluna við stöpulinn og gróf svo áfratn undan honum. Brúin mun standa enn, en hefir sígið mikíð niður* Mikið rok um helgina. í dag géfck á með þrumum og eldingum t!m klukkan 5. Vestm.eyjum 21. febr.FB. ÖSinn kom inn með fjóra þýska togara á iaugardag, var einn þeirra frá Bremerhaven, Ernst Kuhling. Var hann sýknaður. Hinir eru ó- dæmdir enn. Illviðri svo rnikil síðustu daga, að oftast hefir verið ófært út í skipin og hefir það tafið rann- sókn. Héraðslæknirinn var í fyrra- dag sóttur til sjúklings í útlend- um togara og komst ekki í land aftur, en lcomst um borð i 'Óðinn og var veðurteptur þar í sólar- bring. — Algerð landlega i fjóra daga. F'pá Alþijagi* / Þessi mál voru til umræðu í gær: Efri deild. 1. Frv. til laga um byggingar og landnámssjóð, 2. umr. Hjá landbúnaðarnefnd, er málið hafði til meðferðar, vildi til það, sem nýnæmi má kallast í efri deild á Jtessu þingi, að skilað var einu nefndaráliti og'lagt eiuróma til, að írv. væri samþykt. Urðu þó urn það talsverðar umræður, einkum milli Jóns Þorlákssonar og dóms- málaráðherra. Komu ]>eir víða við og kastaðist sumstaðar í kekki, einkum er talið barst að stjórn- seminni á Reykjavíkurbæ á und- anförnum áratugum. Lét ráðherr- ann í ljós litla aðdáun á henni, en J. Þ. svaraði, að „forráðamönnun- um“ hefði þó tekist að gera bæinn svo vistlegan, að suraum þætti liorfa til vandræða, hve mikið væri aðdráttarafl hans á landslýð- inn. — Að umr. lokinni var frv. samþykt með nokkrum breyting- um frá landbúnaðarnefnd og sent til 3. umr. 2. Frv. til laga um heimild fyr- ir hreppstjóra til að framkvæma lögtak og fjárnám, 1. umr. Þetta frv., sem neðri deild hefir sam- þykt, fór til 2. umr. og nefndar. 3. Frv. til laga um eignamám á jörðinni Reykhólmn, 1. umr. Þetta frv. Ingvars Pálmasonar er um að heimila eignarnám á Reyk- bólum í Barðastrandarsýslu. Er ætlast til, að ]>ar verði læknissetur. Frv. var vísað til 2. umr. og nefnd- ar. Neðri deild. 1. Frv. til laga um lífeyri fastra starfsmanna Búnaðarfélags ís- lands, ein umr. Neðri deild félst á þá smábreytingu, sem efri deild hafði gert á frv., og var það af- greitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til laga um viðauka við lög um bændaskóla, 3. umr. í fundarbyrjun var útbýtt brtt. við frv. frá Bjarna Ásgeirssyni, og varö hún til þess, að málið var U'kið af dagskrá eftir nokkurar umræður, til þess að þingménn gæti áttað sig á brtt. 3. Frv. til laga um sölu prest- setursjarðarinnar Garða á Akra- nesi, 1. umr. 4. Frv. til laga um einkasölu á litfluttri síld, 1. umr. — Bæði þessi frv. komu frá efri'deild, og var þeim vísað til 2. umr. og nefnda. 5. Frv. til laga um breyting á yfirsetukvennalögum, 1. umr. Frv. þetta hafði einnig náð framgangi í efri deild, en neðri deild fanst cþarfi að láta tefjast af áhyggj- um út af launum yfirsetukvenna og feldi frv. umsvifalaust með 12' gegn 12 atkv., að viðhöfðu nafna- Icalli. Sýnist launabót þessarar stéttar ])á frestað uni eitt ár enn. 6. Frv. til laga um opinber rcikningsskil hlutafélaga, 1. umr. Frv. þetta f-lytur Sigurjón Á. Ól- afsson. Segir þar, að öll hlutafé- lög, sem hafa 50 þús. kr. hlutafé eða meira, skuli skyld aö birta út- drátt úr rekstrar- og efnahags- íeikningum sínum ár hvert, eigi síðar en mánuði eftir aðalfund, I blaði því, er flytur stjórnarvalda- auglýsingar. Aðalfundi hlutaíélaga skal auglýsa í víðlesnu blaöi, meö a; m. k. viku fyrirvara. Banka- stjórar innlendra banka og rit- stjórar stjórnmálablaða eða um- boðsmenn þeirra skulu liafa rétt til að sitja á fundunum og skýra frá því, sem þar gerist. í greinar- gerð segir; að frv. sé flutt fyrir þá sök, „hversu mikil leynd hvílir yfir rekstri og fjárhagslegri af- komu allra stærri atvinnu- og verslunarfyrirtækja í landinu. ... Við rekstur hlutafélaga er ekki bægt að koma fram eðlilegri gagnrýni, þar sem engum leyfist ■að sjá eða kynnast reikningum þeirra, öðrum en þeim fáu, sem að félögunum standa. Það verður að lita svo á, að öll slík fyrirtæki, þótt þau séu rekin af einstökum mönnum, varði alþjóð miklu, ekkii eíngöngu hvað viðvíkur lánsþörf J'eirra, heldur á einnig mikill hluti verkalýðsins í lándinu af- komu sína undir því, hvernig á relcstrinum er haldið.“ Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar með 13:7 atkv. 7. Frv. til laga um einkasölu á tóbáki, 1. umr. Héðinn Valdi- marsson flýtur þetta frv. um end- urreisn tóbakseinkasölunnar. Segir hann, að reynslan liafi sýnt, að einkasala sé hagkvæmasta skipu- lag á verslun nieð þessa vöruteg- tjnd, en jafnframt geti einokunin gefið ríkinu drjúgan skilding í ágóða, „varlega áætlaðar 200—300 þús. kr.“, auðvitað fram yfir þann toll, sem nú er af tóbaki. Magnús Jónsson og fleiri vildu ekki fall- ast á þessa útreikninga tóbaks- verslunarforstjórans, en ])ó gátu þeir ekki varnað frv. að ganga til 2. umr. og nefndar. 8. Frv. til laga um Fiskiveiöa- s]óð ‘fslands, 1. umr. Nokkurir beldri menn úr íhaldsflokknum í neðri deild flytja þetta frv. Er það um mikla stækkun á Fiskiveiða- sjóði, er stofnaður var með lögum árið 1905, og er Ræktunarsjóður tekinn til fyrirmyndar, eftir því, sem við getur átt, að sögn flm. Höfuöstóll sjóðsins á að verða all- ar þær eignir, er sjóðurinn á nú i d i getið þór reykt TEÓFAMl-FÍNE án þess að reykurinn særi hálsinn. TEOFANI má hvarvetna bjóða. Nafnið er trygging fyrir gæðum. 20 stk. 1,25 — hvapvetna. TEOFANI á íiveirs manns vörum. Þakjápn og slétt allra beslu teg. getum við nú þegar sell til afhendingar í apríl 11. k. fyi-ir að mun lægra verð en nokkur annar, og GALV. pAKSAUM afhentan nú þegar 35—40% undir almennu verði. J7að eru margar byggingarvörur sem hafa lækkað stórum í verði á heimsmarkaðnum t. d. skrár o. fl,, sem við þegar höf- um keypt í stórum stíl, og vonum þannig að geta fullnægt vel kröfum allra, sérstaklega þó þeirra, sem keypt geta gegn greiðslu út í hönd. peir sem seint og il!a greiða það sem þeir fá, verðskulda ekki góð kaup — og fá ekki. Höfum umboð fyrir Portmadoc brotin, sem búa tii hiuar heimsfrægu „Portmadoc“-þakhellur, sem taka öllum öðrum langt fram, að endingu og gæðum - enda lieyrist aldrei skrjáf- ur, þótt livast sé, i húsum sem þakin eru með „Portmadoc Best Old Vain“. }?essi tegund þakhellna verður því í reyndinni sú varanlegasta, besta og þó einnig sú ódýrasta. Um verð og alt annað fá rnenn ýtarlegar upplýsingar með því að snúa sér til undirritaðs. Hagsýnir menn, sem byggja ætla á næsla sumri, ættu ekki að fresta káupum á byggingavörum, þvi alt útlit er til að margt muni hækka í verði að miklum mun nú með vorinu. Versl. B. H. BJARNASON. •ncxxíoonotsc x x x xxjcxsoocKXJorw MSOOOOOOQOOOC X X X soooooooocx og auk þess 100 þús. króna árlegt tillag úr ríkissjóði í næstu 5 ár. 1 il að afla honum enn meira fjár skal honum heimilað að gefa út ' vaxtabréf, og má vera í umferð af þeim í einu svo að nemi alt að ferfaldri upphæð höfuðstóls. Fé sióðsins má lána til að kaupa skip, alt að að 60 smál. að stærð, cg til stofnsetningar iðnaðarfyrir- tækja í sambandi við íiskiveiðar eða til eflingar þeim. I aðra hluti lánar sjóðurinn ekki fé sitt.Trygg- ingar lánanna skulu vera fast- eignaveð eða 1. veðréttur í skip- inu, og má leggja slíkt veðband á fyrir helming virðingarverðs skipsins. Þessi veðréttur ^skal ganga fyrir sjóveði því, er skips- hafnir hafa nú í skipum fyrir kaupi síuu, og er því sjómönnum gerð mikil réttarskerðing í frv., írá því sem nú er. Lofa flm. að koma með einhverjar tillögur til að bæta það upp síðar. — Eftir stuttar umræður var frv. vísað til 2. umr. og nefndar. Nýtt frumvarp. Hannes Jónssbn flytur frv. til lag-a um breyting á lögum um sendiherra í Kaupmannahöfn. HegningarhúsvistiB í Reykjavík. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. II. Hegningarhúsið í Rvík er orðið hálfsextugt að aldri. í leslcu þótti það mikil f)ygging og vegleg, en samt er mér tjáð, að sumum hafi íundist ófært, hvað það var „langt frá sjó“, fjarri verslunarbúðum, og því „óþarflega erfiðir allir að- drættir". En aðrir bentu á hvað föngum væri holt að dvelja í lcyrS og næði sveitarinnar, „lengst upp í holti“. — En það er liðin tíð. Húsinu þarf ekki að lýsa að ut- an, fyrir Reykvíkingum, og efri bygð þess er þessu máli óviðkom- andi, en í stofubygðinni eru 8 fangaklefar og 2 drykkjumanna- kompur. — Fyrram var ekki um aðrar dyr að ræða inn í fanga- ganginn, en um bestu stofu fanga- varðar; var þar farið með ölóða menn jafnt sem aðra, og það jafnt ;i nótt sem degi. Nú er full endur- bót á því fengin; komnar nýjar „fangadyr“, enda hafa undanfarin 20 ár verið gerðar ýrnsar umbæt- ur á húsinu, og þá um leið á fanga- vistinni. — Ekki er rétt að gleyma því, ])egar bent er á gallana. Rúmfletin voru fyrram ærið ó- vistleg, bretti, undin upp að vegg allan daginn, svo að fangi gat aldrei lagst út af á daginn, og hafði ekki annað sæti en múrfast- an borðstúf, sem raunar er þar enn. Nú eru trérúm 5 öllum klef- um, og sé fanginn þrifinn, lítur rúmfatnaður vel út. — Heyrt hefí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.