Vísir - 24.02.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 24.02.1928, Blaðsíða 3
ViSifí Þá er og bersýnilegt, a‘ð það er .•æði litið fyrir Reykjavík, að hafa , fiícki nema 2 kompur til að hýsa I' ölóða menn. — Er bæði ilt og broslegt að heyra mann, nývakn- .aðan úr drykkjusvefni i slíkri kompu, öskuvondan, ,,að ,hann eínn skýldi tekinn fastur; félagar hans fjórir hafi þó sannarlega ekki verið betri í gærkveldi, — og fá það svar eitt: „Það var ekkert rúm fyrir þá.“ Hitt er þó alvarlegra, að fyrir þetta rúmleysi geta næturverðir ,ekki tekið fasta suma þá menn, sem albúnir eru til að misþyrma konu og börnum, er þeir koma . ðl’óðir heim til sín. Verður þó varla ágreiningur um, aö miklu b'etra er að þeir „sofi úr sér“ í fangaklefa Æn láti eins og vitfirringar heima rhjásér. — — Frh. Veðurspárnar fyrravetur og nú. Samkvæmt fréttastofuskeyti frá Vrestmannaeyjum, sem nýverið Stóð i dagblöðum hér, hafa veður- spár þótt fætast þar miklu ver nú ;í vetur, heldur en um sarna leyti i fyrra. — Með því að undirritað- ur hefir samið langflestar veður- spárnar, bæði þær, sem vel reynd- ust í fyrra, og þær sem nú þykja illa gefast, tel eg mér skyldast að svara tíl sakar í þessu máli. í fyrsta lagi þarf að athuga, hvort ummælin virðast á rökum bygð, og í öðru lagi, ef svo reyn- ist, hvað muni þá valda afturför jnni. Til þess að fá hugmynd um fyrra atriöið, hefi eg borið veður spár, sem gefnar eru út að kveld- inu í jan. 1927 og jan. 1928, sam- ;an"við veðurskeyti frá Stórhöfða- vita í sömu mánuðum. Kveldspáin gildir fyrir nóttina og næsta dag „pg ef því eðlilega mestu varðandi fyrir þá, sem sækja sjó. — Sam „anburðurinn gildir vindátt og veð ttrhæð, en ekki úrkomu. Hefir verið farið eftir föstum reglum, sem of langt yrði að' greina hér frá. En að sjálfsögðu er hverjum, ;sem óskar, heimil aðganga að öll- ,um gögnum, sem að þessu lúta. 'Hvert dægur er tekið út af fyrir sig og einkunn gefin fyrir spána iim víndátt og veðurhæð. Rétt spá fær 3 í einkunn, nokkurn veginn rétt fær 1 og röng o. Með þessu móti er auðreiknað, hve margar spár af hverjum 100, sem út eru gefnar, mega teljast réttar. Sýna .sftirfarandi tölur hve margar spár af hundraði hafa reynst réttar i jan. 1927 og 1928: N æ t u r s p á: Vindátt Veðurhæð Jan. 1927 ... 86 71 Jan. 1928 ... 88 86 S p á f y r i r n æ s t a d a g: Vindátt Veðurhæð Jan. 1927 ... 65 59 Jan. 1928 ... 79 72 Þessar tölur benda ekki til þess, að afturför ha.fi orðið, heldur þvert á móti allmikil framför, einkum i spánni fyrir næsta dag. Var og ástæða til að vænta auk- ins árangurs, með því að veður- , skeyti berast nú oftar frá Græn- landi heldur en í fyrravetur. Hins vegar hefir janúar í ár verið enn jiá umhleypingasamari heldur en í fyrra og,j)ví erfiðari. í jan. í íyrra var 6 sinnum spáð hvössu veðri næsta dag, en í sarna mán- uði í vetur 14 sinnum. í fyrra kornu 4 hvassviðrisdagar (8—9 vindstig), sem ekki var gert ráð fyrir kveldið áöur. í vetur varð einnig 4 sinnum hvass vindur, egar að eins var spáð allhvössu. í fyrra var tvisvar spáð hvössu, tegar veöurhæðin varö að eins 4—7 vindstig, en í vetur hefir Jtað komið þrisvar fyrir, er spáð var hvössu, að veðurhæðin varð aö eins snarpur vindur (7 stig). Er hér sem fyr að eins átt við janúar- mánuð. Nú kann einhver að segja, að Samanburður við veðurathuganir frá Stórhöfða sanni lítið um gildi veðurspánna, vegna ])ess að veður- hæð sé þar meiri, heldur en við siávarflöt. — En þetta ltreytir vitanlega engu um samanburðinn milli beggja áranna. Athuganirnar hafa verið gerðar á sama stað og f sömu mönnum. Því má og við bæta, að Stórhöfði er, þrátt fyrir alt, einhver besta veðurstöðin, sem sendir skeyti til Veðurstofunnar, vegna þess, að vindur nær sér þar jafnt af öllum áttum. — Við rann- sókn á sjósókn og veðurhæð í •Vestm.eyjum á vertíöunum 1925 og 1926 kom ])að í Ijós, að ein- ungis „fáir“ bátar sækja sjó úr jví veðurhæðin er orðin yfir 7 stig, og tel eg vafalítið aö það verði oft slarkferðir með lítinn afla og veiðarfæramissi. (Shr. „Ægi“, 4. tbl. 1927, bls. 76—7S). Annars er það margreynt, að venjulegir vélbátar geta ekki ver- iö að veiðum í rúmsjó úr þvi veð- urhæðin er orðin 6—7 vindstig, og smábátum er ]tá hætta búin, ef nokkuð ber af leið. Hér að framan cr stormfregn því að eins talin liafa rætst að fullu, ef veðurhæð- in á Stórhöfða verður 8 (hvass vindur) eða rneira. — Það væri æskilegt, að þeir sem kvarta yfir veðurspánum gefi um leið bend- ingar um það, hvort mistökin liggja einkum í því, að veðurhæð- in sé áætluð of lítil eða of mikil. Veðui'stofan mundi þiggja slíkar leiðbeingar méð þökkum (einkum ef þær væru sendar henni á und- an Fréttastofunni). Að lokum skal ]>að tekið fram, aö eins og hér hagar til, er ómögu- legt að komast hjá því með öllu, að.eigi skelli á illviðri, án þess að hægt sé að vara við því i tíma. Ef engar fregnir eru fyrir hendi, sem benda á hættu innan þess tíma, sem veðurspáin gildir, væri ]>að auðvitað óös manns æði að spá ill- viðri, því að það væri út í bláinn gert. í öðru lagi getur einstök íregn bent á, að illviðri sé í að- sigi, án þess aö hægt sé þá að vita með vissu um hraða þess eða stefnu. Þegar svo ber undir, fylgi feg að minsta kosti þeirri reglu, að vænta heldur hins versta og liaga veðurspánni þar eftir. Að öllu þessu samanlögðu verð- ur ekki séð, að spárnar séu i raun og veru lakari nú, heldur en um svipað leyti i fyrra. — Mundu um nýmæli, sem litlar kröfur voru gerðar til, og þótti þvi gefast von- um framar, en í vetur hafi hins vegar verið vænst meira af þeim heldur en þær geta uppfylt? Jón Eyþórsson. Dánarfregn. í gærmorgun andaðist í Borgar- nesi Halldór Bjamason, hrepp- stjóri frá Gröf i Miklaholtshreppi. Hann veiktist snögglega á mið- vikudagsmorgun, og var Ingólfs iæknis þegar vitjað og flutti hann Halldór þegar til Borgarness með sér til uppskurðar, en þá var hann orðinn svo aðfram komin, aö ekki varð að hafst. — Halldór var mesti sæmdar- og atorkumaður. \;ar lengi póstur á hinni örðugu póstleið milli Grafar, Ólafsvíkur cg Sands. Hann lætur eftir konu og fimm börn, Sigmund, trésmið, sem nú stundar nám í húsgerðar- list í Kaupmannahöfn, Sigurborgu, gifta hér i bænum, Jóhönnu, gifta og búsetta í Miklaholtshreppi, og Guðmund og Unni, sem bæði eru heima. Halldór var injög vinsæll maður og heimili hans orðlagt fyrir gestrisni. Vísir kemur út tímanlega á sunnudaginn. Aug- lýsendur eru vinsamlega beðnirað koma auglýsingum i sunnudags- blaðið á afgreiðsluna i Aðals'træti 9 B (sími 400) fyrir kl. 7 annað kveld, eða i Félagsprentsmiðjuna fyrir kl. 9 annað kveld. — Eins og allir vita, er langbest aö aug- lýsa í Vísi. Leikhúsið.. Schimeks-fjölskyldan verður leikin í kveld, Alþýðusýning. DýraverndunarfélagiS lieldur aðalfund sinn í kveld kl. 81/0 í húsi K.F.U.M. N orðmannafélagið heldur fund á sunnudaginn kem- ur kl. 8)4 • Þar flytur Matthías Þórðarson þjóðminjavöröur erindi um íslensku listsýninguna erlend- is, ungfrú Svanhildur Þorsteins- dóttir les upp og.ungfrú Ásta Jós efsdóttir syngur. Athygli félags- manna skal vakin á því, að sam- koman verður haldin á Hótel Heklu, en ekki í Iðnó. ólafur ólafsson kristniboði ílutti í gærkveldi fyrirlestur um Kína í Nýja Bíó. Var þar nrargt áheyfenda og er- indið prýðilega flutt og glögglega samið. Því fylg-di og fjöldi ágætra skuggantynda frá Kína. Trúlofun. 18. þ. m. hirtu trúlofun sina ungfrú Sæunn J. Jóhannesdóttir frá Jófríðarstöðum og Þorsteinn A. Ásbjörnsson prentari. Skipafregnir. Tveir enskir togarar komu inn í nótt, báðir bilaðir. — Hilmir kom frá Englandi í gær. Goðafoss er væntanlegur hing- að i fyrramálið. Silk Floss þetta viðurkenda afbragða hveiti seljum við nú meb óheyrilega lágu verði. F.H Kjartansson & Co, Hafnapstp. 19. Sími 1520 og 2013. 1 Botnvörpungarnir, sem Óðinn tók i landhelgi og flutti til Vestmannaeyja, hafa nú allir fengið dóm. Einn var sektað- ur um 16.000 kr. (ítrekað btot), hinir um 12.500 kr. hvor. Afli og veiðarfæri þessara þriggja upp- tækt. Fjórði botnvörpungurinn var sýknaður. — (FB.). Skíðafélagið fer til Kolviðarhóls næstkom- andi sunnudag, ef veður leyfir. Menn geta skrifað sig á lista hjá L. H. Múller, Austurstræti 17, til kl. 6 annað kveld. „Bogmaðurinn" heitir afar „spennandi" leyni- iögreglusaga, sem 'á að koma út vikulega í heftum (Vikuritið). Kemur fyrsta heftið út á laugar- daginn. Höfundur Bogmannsins heitir Edgar Wallace og hefir skrifað margar „spennandi“ æfin- tvra og leynilögreglusögur. - \' ikuritið fæst á afgreiðslu Vísis. Aheit á Strandarkirkju, afhent Visi: to kr. frá S. ekki vonbrigði þau, sem gert liafa vart við sig í Vestmannaeyjum, geta stafað af þvi, að þegar Björgunarfélagið tók að birta veð- ttrspárnar í fyrra voru þær flest- F ommannabúningurinn. Vönduð skartkiæði í fonium stil eru sýnd þessa dagana í skemmuglugga Haralds. Verður mörgum starsýnt á þau. Gjöf til Bókasafns sjúklinga á Vífils- síöðum afhent stjórn sjóðsins af frú Margréti Björnson: 50 kr.'frá N. N. Leikkveld Mentaskólans. Mentaskólanemendur sýndu fimtudaginn var leik þann, er þeir hafa æft i vetur, fyrir fullu húsi. Leikurinn — „Ást og auður“, eftir F.elicien Mallesille — er bráð- skemtilegur, enda spillir ekki meö- ferö leikenda, því að þeir leika af hinu mesta fjöri og er reglulega gaman aö horfa á meðferð sumra leikenda á hlutverkum sínum, og þó hafa fæstir þeirra nokkurntíma áður sýnt sig opinberlega, eða leik ið nokkttð fyrr svo menn viti. Sér staklega er ástæða til að geta Petrínu Jakobsson, sem leikur þar gantla hefðarfrú svo veþ að enginn gæti trúað, sem ekki vissi betur ?.ð hún kæmi ]>arna í fyrsta sinn fram á lciksviði. Annars fara allir leikendur vel með hlutverk sin, og er það ásamt ágæti leiksins nóg áslæða til að hvetja hvern þann, sem ann sönnu æskufjöri, til að sjá leikinn. — Skólanemendur hafa áður aldrei sýnt sjónleiki sína nema einu sinni opinberlega, en í þetta sinn þótti stjóm skólans ekki astæða til að leyfa ekki nemend- um að sýna leik sinn einu sinni cnn, þar eð nú höföu komið fleiri áskoranir en nokkuru sinni fyrr urn það, að endurtáka leiksýning- una. Ágóðinn af sýningunum renn- ur sem fyrr í Bræðrasjóðinn, en sá sjóður starfar að því, aö styrkja með fé fátæka nemendur skólans. — Úbúnaður leiksins er hinn vandaðasti, og spillir það ekki ánægjunni og skemtuninni, að Kórsöngur Guldbergs kórlnn hinn fallegi norski karla- kór hefir nieðal annars sungið á plötu: Olav Trygvason — Naar Fjor- dene blaaner - Gamle Nor- ig, Ja vi elsker dette lan- det. Sænski O D. kórinn Hör os Svea, Sveriges flagga, Syngið við hörpu hreimfagurt lag o. fl. Sixtinskakórið (kirkjukór páfans) Ave Maria, Laudate dominum o. fl. Royal Chopal Society með Albert Hall Orchestra (800 manna kór), Handel: Messias o. fl. o. fi. — Plötuskrá ókeypis. HLJÓÐFÆRAHÚSH). I Rúgmjöl á 3H,50 heilsekkurinn, hveili á 23 kr. hálfsekkur, hrís- grjón 42 kr. heilsekkurinn, mais- mjöl 14 kr. hálfsekkurinn, heil- mais, blandað hænsnakorn, dansk- ar kartöflur 11. kr. hálfsekkurinn. VON. hljómsveit Bernburgs leikur á undan sýningu og milli þátta. Leikurinn verður endurtékinn á laugardagskveldið. G. G. Hitt oí þetta Flug yfir Atlantshaf í sumar. Komið við á íslandi. Sænskur vísindaniaður, sem stundar framhaldsnám við há- skólaim í Chieago og heitir H. Vadell hefir sent stjórninni sænsku erindi um, að hann hugsi iil að fljúga yfir Atlants- haf í sumar, frá Svíþjóð tíl Bandaríkjanna. Hefir sænskur auðmáður vestra hoðið honunf að styrkja liann að nokkuru til fararinnar, en þann féstyrk sem' á vantar, býst hann við að fá í Sviþjóð. Til fararinnar gerir hann ráð fyrir að nota vél með 3 hreyflum og fjögra manna á- höfn. Leiðin á að hggja um ís- land, Grænland og Labrador. Hér mun vera um sama mann- inn að ræða, sem ásamt öðruof manni sænskum gekk yfir Vatnajökul sumarið 1921.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.