Vísir - 25.02.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1928, Blaðsíða 2
VISIR Höfum til: jPiskbuFSta Stormvax Þvottakláma Krystalsápu Sápuspæni Vito ræstiduft. Fyx*ipliggjandi: Milka og Velma átsúkkulaði, Suchards koniekt í fallegum umbúð- um, Sirius, Konsum og Husholdning súkkulaði. A. Obenliaiipt. X áttina. Rúgmjöl á 33,50 heilsekkurinn, hveiti á 23 kr. hálfaekkur, hrís- grjón 42 kr. heilsekkurinn, mais- mjöl 14 kr. halfsekkurinn, heil- mais, blandað hænsnakorn, dansk- ar kartöflur 11. kr. hálfsekkurinn. VON. Símskeyti —o— Khöfn 24. febr. FP>. Afsláttur á flotaauknin.gar- tillögunum. Frá Washirigton er síinaö : Flota- nefnd fulltrúadeildar þings Banda- ríkjanna hefit rætt um tillögur stjómarinnar viövíkjandi aukning ílotans, nefnilega aö bygö veröi sjötíu og eitt herskip. Nefndin leggur til, að aöeins veröi bygð fimtán beitiskip og eitt stöðvar- skip fyrir flugvélar. Nefndin leggur þaö til, aö engir kafbátar verði bygöir. Þýska stjómin úrskurðar gerðar- dóminn bindandi. Frá Berlín er símaö: Vérkbann- inu í málmvarningsiðnaðinum hef- ir verið afstýrt, meö því aö ríkis- síjómin hefir ákveöiö að úrskurö- ur geröardómsins í vinnudeilunni sc- bfndandi fyrir baöa aöilja. Utan af landi. Seyðisfirði 24. febr. FB. J>. 20. þ. m. brunnu bæjarhúsin á Skjalþingsstööum i Vopna- íiröi. Mannbjörg. .Nánari fregnir ókomnar. Tveir vélbátar eru farnir héöan til Hornafjaröar á vetrarvértiö, en fleiri báta er verið aö útbúa til farar þangaö. Asahláka undanfar- iS. Sauöhagar, Allir flokkar á einu máli um upp- sögn sambandssamningsins. Þegar samþyktur var sambands- sáttmáli íslands og Daipnerkur, 1918, var öllum íslendingum J)aö ljóst, aö meö honurn var ekki full- nægt sjálfstæöisþ.rá þjóöarimiar, eða réttmætum sjálfstæðiskröfum. F.kkert annaö en fullkomiö sjálf- stæði, i orði og á boröi, gat full- riægt þeirn kröfum. En í sáttmál- anum var gefið fyrirheit um slíkt siálfstæði, ef ])jóöiú vildi einhuga halda fast viö kröfur sínar. Þetta fyrirheit var gefiö með uppsagn- arákvæöinu, senr í raun réttri var aðalatriöi samningsins. — Þó var J)aö nrt svo, aö þegáf er sanrbandssamningurimr haföi ver- ið samþyktur, J)á var, úr ýmstirn áttum, tek'iö aö slá mjög eindregið á þann streng, aö ])ar með væri sambandsmáliö til lykta leitt, ög sjálfstæðisbaráttunni lokiö. Sjáíf- stæðisflokkurinn einn hélt uppi fánanum og brýndi það fyrir þjóð- inni, að halda fast um sjálístæöis- kröfur sínar. Hinir flokkarnir lögðust mjög á eitt um það, að bæfa niður þessa rödd hrópand- ans, og aö svæfa þjóðina værum sambandssvefni. En það hefir ekki tekisf. Þó aö sjálfstæöisflokkurinn hafi breytt um nafn, ])á er hann enn til. Hann er nr'i að vísu niinst- ur allra flokkanna í })inginu, en kann hefir þó getaö haldið þjóð- inni vakandi í sjálfstæðismálinu. Og þó að stofnaöur hafi veriö öfl- ugur stjórnmálaflokkur ’í landinu, sem lét sér alveg gleýmast aö geta sjálfstæöismálsins á stefnuskrá sinni, þá hefir þjóöin ekki gleynit þvi. í gær uröu þau tíöindi á Al- þingi, aö því var yfir lýst, af hálfu allra flokka, aö sjálfsagt væri aö segja upp sambandssamningnum, };egar er liðinn væri sá frestur, senr ákveöinn er í samningnum. — Fyr- ir fáum mánuðum fengust engin svör um þetta frá tvéimur stærstu flokkununi. í gær var því lýst yfir af hálfu síjórnarinnar, aö hún og þing- flokkur liennar væri fús tíl þess að fara að vinna að því, að sam- bandssamtiingtiuni veröi sagt upp —'' og aö undirbúa það, aö vér tökum utanríkismálin í vorar hend- ur. Af háh'u íhaldsflokksins og jafnaöarnianna var því lýst yfir, að þeír væri þessu einnig eindreg- ið fylgjandi. —- En tilefnvö tíl þessara yfirlýsinga, var fyrir- spurn Siguröar Eggerz, senr nú á einn sæti á Aíþingi af hálfu frjáls- lyíida fTokksins. Fyrir atbeina frjálslynda flokks- ins hefir þannig tekist aö sameina alla flokka um þaö, að fylgja fast franr fylstu sjálfstæöiskröfum þjóöarinnar og aö hefja nú ])egar undirbúning undir þaö, aö þeim veröi hrundið í framkvæmd. Frá Alþingi. Þar voru þessi mál til umræðu i öær r Efri deild. Frv. til I. um byggingar- og landnámssjóð, 3. umr. Frv. var umræðulaust afgreitt til neðri deildar, og stóö fundurinn aöeins stutta stund. Neðri deild. 1. Fyrirspurn til rlkisstjórnar- innar um uppsögn sambandslaga- svtmningsins. Umræöur nm þessa íyrirspurn eru prentaöar á öðrum siaö i blaöinu. 2. Frv. til 1. um löggilding verslunarstaða, 2. umr. Allshn. ls'gði til aö frv. væri samþykt meö þeirri breytingu, að jáfnframt væri löggiltur verslunarstaöur á Vatt- arnesi í Suður-Múlasýslu. En um það haföi Sveinn Ólafsson áður horiö fram sérstakt frv. — Þessi- b'rtt. var samþ. 0g frv.' vísað til 3. umr. 3. Frv. til 1. um aukna lana- helgisgæslu, 2. umr. Sjávarútvn. lagði eindregiö til aö þetta frv., sem Halldór Steinsson bar fram i Ed., um byggingu nýs strand- varnarskips; yröi saniþykt ól)reytt. Var því vísað til, 3. umr. 4. Frv. til 1. um breyting á I. um laun embættismanna, 1. umr. Frv. þetta er flutt af Haraldi Guð- mundssyni, og er uffl þaö, aö sett verði ný gjaldskrá fyrir héraðs- kckna, þar eö sú, setn nú gildir, sé orðin úrelt. Fór frv. umræöu- laust til nefndar. 5. Frv. til 1. úm eignarnám á Nikulásarkeri í Norðurá, 1. umr. Frv. þetta flytur Bjarni Ásgeirs- son, eítir tilmæhun Laxveiöafélags Noröurár, og er þaö ætlun félags- ins, að fá Nikulásarker, seni er hylur undir Laxfossi, friöaö fyrir laxveiðum. Er ])ess ])á vænst, að laxinn gangi meira upp fyrir Lax- foss en nú er. Sakir þess, að fé- lagið hefir ekki getað komist aö samningum við prestinn í Stafholti um afhendingu á kerinu, fer þaö fram á aö mega taka þaö eignar- námi. — Á það var Ijent í umræö- um, aö heídur væri óviöfeldiö aö taka fossinn eignarnámi írá hinu cpinbera, þar sem hann væri nú kirkjueign. Þótti sumuin rétt aö athuga, hvort ekki mætti ná márki frv. á einhvern annan hátt. Frv. var vísaö til 2. umr. og allshn. X HESSIAH 50 fypirliggj andi. 99 Þórönr Sveinssoo & Co. n 6. Frv. til 1. um einkasölu á saltfiski, frh. 1. umr. Umr. um máliö varö enn-eigi lokið, og- bíöur frekari frásögn síðari tíma. H e gningarliús vistin í Reykjavík. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. —-o— IV. Föngunum er ætluö hálf stund til útivistar, tvisvar á dag, í garö- nfivm bak við hegningarhúsið. En þar er sá stórgalli á, aö auðvelt er að'komast upp á g-iröinguna aö utanveröu, og • varpa hverju sem er, inn i garöinn til fanganna. — í haust sém leið fundust þar t. ck 2 áfengisfloskur. — Fyrir nokkru var gaddavírsgiröing, sem er ofan á steingarðinum, endur- bætt til að koma i veg fyrir aö óviökomandi menn færu alla leið cftir girðingunni og upp á hús- þakið, en þrátt fyrir það snarað- ist þó einn bæjarmanna alla leið inn í garöinn, meö 2 flöskur til eins leynisalans, sem nú er í hegn- ingarhúsinu, -— og kornst til baka aftur, — og óvíst að upp hefði komist, ef óviökomandi fólk heföi ekki séð til feröa hans. Menn geta ímyndað sér, hvern- ig „einangrunin“ er, þar sem slikt getur komið fyrir. Mér kæmi þaö ekki á óvart, þótt sendingar kæmu stöku sinnum inn um einn klefa- gluggann, og aö einhver flugufót- ur sé fyrir gömlu sögunni unt „vatns og brauðs fangann“, sem var svo fengsæll, að hann gat gef- iö hinum föngunum ávexti! Þá hætir ekki útivistina, aö nú eru háreist hús rétt utangarös aö l.cita má; ur gluggum þeirra blas- ir.viö alt, sem fram fer x garöin- um, og kvarta fangar oft unt, að veriö sé aö glápa á sig úr þeim gluggum, er þeir séu éiti viö. Mér cr næst skapi aö kalla það ófyrir- gefanlegt hugsunarleysi fólksins, því að auðvitað er þaö ekki af llígirni gert. — Þótt menn lendi „í steininum" um stund, er engan veginn víst, að öll sómatilfinning sé horfin, og þaö ætti aö vera ljúf og sjálfsögö skylda allra, sem beinlínis eöa óbeinlínis ná til fang- anna, að forðast alt, sem lamað getur sómatilfmningu Jteirra eða fylt þá nýrri gremju og hatri við þjóðfélagið. En kærulaust gláp forvitinna manna er vel lagað til hvorstveggja. — Ef einhver efast um þetta, þá má nefna fáein dæmi af mörguni. Góður eigmmað- uf gefuF konmmi Singers saumavél. Reykjavík. I’aö var einu sinni stúlka lengi i fangaklefa, cr alveg neitaöi að fara út í garðinn. Hún sagöi ekk- ert utn ástæðuna, gu kunnugur gest.ur sem vissi um þctta, færöi henni hlýja vetrárkápu og sagði: „Nú getið þér farið út i garö,þegar dimt er orðið, nú þoliö þér kuld- ann á kvöldin." Ilún grét þakkar- tárum yfir þeirri nærgætni, og fór út á kvöldin eftir það. Söngflokkur bama fór eimi sinni á sumardaginn fyrsta, og söng fyrir fangana. Þegar þeir heyröu að von væri á söngflokkn- um, tóku þeir því sumir ótrúlega fálega. Börnin ætluðu að syngja i garðinum, og föngunum skildist lyrst, aö þeim væri ætlaö að fara þangað einnig. En fáleikurimi hvarf fljótlega, er þeim var tjáð, að það væri alls ekki tilætluiiin. Þeir gætu verið í þeim herbergj- um, er vissu að garðinutn, og hlust- aö á sönginn, án þess aö börnín sæu ]>á, þótt þeim væri frjálst að koma út, ef þeir vildu. Peir fangar einjr, sþm lengst vöru að komnir (frá Þýskalandi), komu út í garðinn, en hinir hlust- uðu engu aö síöur, og sá eg aldrei , meiri svipbrigöi hjá þeim, en með- an sungiö var. —• Væri vel, ef miklu oftar væri sungiö fyrir fang- ana en gert er. Enda þótt slileir söngflokkar megi ekki ætlast til •aö fangarnir kveöji þá meö handa- bandi, þá þakka þeir sönginn samt í hljóöi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.