Vísir - 25.02.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 25.02.1928, Blaðsíða 6
Laugard. 25. febr. 1928. VÍSIR og notum fyrirheit sambands- laganna? En hvi á að hreyfa máhnu nú? Liggur nokkuð á því, fyr en nær dregur þeim degi, sem úrslitin liggja undir atkvæði voru? — Eg spyr þá aftur: Er þetta mál ekki svo mikils virði, að einsætt sé, að það verður að tryggja undirstöðu þess þannig, að víst sé, að vér fáum eignar- rétt yfir landinu í vorar hend- ur? Eru til nokkrir þeir Islend- ingar, sem þyrðu að standa upp og segja, að þeir vildu ekki eiga landið einir, en þeir vildu eiga það með Dönum. En hitt er vit- anlegt, að til skamms tíma hafa verið fáir, sem hafa viljað segja það hreint og ótvírætt, að þeir vildu segja sambandslögunum upp. — Og i þessu felst hin mikla hætta. þetta er eitt af því, sem fyllir mig geig, áð ís- lendingar skuli vera dulir á að segja, að þeir vilji segja sam- bandssamningnum upp. pví að ef sá beygur grípur ýmsa af bestu mönnum þjóðarinnar nú, — hvernig verður þá, þegar nær dregur 1943? Mér er það með öllu Ijóst, að ef yfirlýsing fengist bæði frá stjórnarflokknum og öðrum flokkum, um að þeir teldu sjálfsagt að segja sambands- samningnum upp á sínum tíma, þá er sigurinn unninn. En ef engin yfirlýsing fæst um þetta, þá virðist mér, áð vér séum í voða staddir. Auðvitað rnundum vér, sein vitum, að þetta er þjóð- arinnar stærst mál, reyna að vekja trú þjóðarinnar á sjálfri sér. J?ví að ef þjóðin vanrækir svo skyldu sína í þessu efni, þá er hún áð svikja sjálfa sig. — Ein af ástæðum þeim, sem færðar hafa verið gegn upp- sögninni, er að svo mikill kostn- aður mundi fylgja því, að vér tækjum utanríkismálin í vorar hendur. Eg hefi i fyrirspurn- inni Iagt áherslu á það, að liæstv. stjórn vildi sem fyrst láta íhuga, hvernig þessuin málum yrði komið fyrir, bæði á tiygg- an liátt og þó jafnframt með sem minstum kostnaði fyrir oss. pað liggur nú i hlutarins eðli, að þegar um fyrirkomulag og undirbúning svo stórra mála er að ræða, sem vér þar að auki höfum fremur litla sérþekkingu á,er ekki ráð nema í tíma sé tek- ið. Auk þess þarf með þessari í- liugun fyrirfram að kveða niður þá grýlu, sem áreiðanlega verð- ur notuð í þessu máli, að vér kostnaðarins vegna getum ekki tekið þessi mál í vorar hendur. Sú grýla mun óspart verða not- uð. Eg held, að rannsóknin muni sýna, að sá kostnaður, sem af þessu leiðir, sé smáræði í samanburði við það, / sem i aðra hönd kemur, er vér meg- um sjálfir ráða þessum málum. Auðvitað mundi ekki þurfa að fjölga ráðherrum vegna ut- anrikismálanna. Og með hag- sýni mætti væntanlega komast af með þann starfsmannaf jölda, sem nú er í stjórnarráðinu. En auðvitað þjTfti sú breyting að verða á, að menn með sérþekk- ingu á utanrikismálum yrðu að koma inn i stjórnarráðið. En á þeim er þörf hvort sem er, nú Veggfódur Fjölbreytt úrval mjög ódýrt, nýkomið. Guðmondor Asbjörnsson, SlMI 1 700. LAUGAVEG 1. xx5cwc«;t;í>íít>íit ooíJotxioíiocíiOíJísíscooosicoooooííOGGtoooooooow: Húsmæbur, gleymiö ekki að x biðja kaupmenn yðar um O ísleusku gatfalbitana. - x Þeii hljóta einróma lof allra. Nýjar vöiur. B Verdið stór iœkkað, B iOOOQOOOOOOOOt iOOOOOOOOOOOOOt >OOOOOOOOGOOOOOOOt ÍOOOOOOOOt Erlendis, dettur mér í hug, áð ekki þyrfti að bæta við sendi- lierra, nema einum i London. Sendilierrann í Höfn ætti að geta verið fyrir Norðurlönd og pýskaland. Á Spáni geri eg ráð fyrir að fiskierindrekinn, sem nú er, fengi „diplomatiskt" er- indisbréf, og þyrfti þá engum að bæta við þar. Auðvitað mund- um vér hafa staðarræðismenn, sem ekkert mundu kosta landið, og mætti með góðu vali skapa þar hring af velviljuðuin er- lendum mönnum um hagsmuni þjóðarinnar. Auðvitað eru þessar íhuganir að eins settar fram til bráða- byrgða, án þess að eg hafi getað bygt þær á þeirri rannsókn, sem fara verður fram sem fyrst um þessi mál. I Norðurlandi eru til klettar, sem Hljóðaklettar eru kallaðir. Er mikil unun að lieyra berg- málið inni i klettunum. — peg- ar eg, sem stend hér einn í flokki, ber þetta mál fram, þá er það ekki af því, að eg trúi svo á mátt minn og megin, að eg ætli að eg ráði nokkru á þessu háaAlþingi,en hitt er eg að vona, að á. fulltrúaþingi þjóðarinnar séu pólitískir hljóðaklettar, sem bergmála þær raddir, sem í ein- lægni koma fram, til þess að vekja hug þjóðarinnar á þvi að vernda sig frá öllu illu.. í einlægni játa eg, að mér finst eg vera of lítill, til að bera svona stórt mál fram hér í liinu háa Alþingi. Ef Aiþingi bæri giftu til að taka þessu máli ein- huga, þá yrði þessi dagur mik- ill dagur í sögu þjóðarinnar. petta inál er i sannleika mál málanna. pað ætti að gnæfa hátt yfir öll önnur mál. Meiri lilutar skapast í þinghiu og verða aftur að minni hlutum. Nýir meiri hlutar ltoma í stað- inn. petta mál ætti ekki að vera háð slíkum straumskiftum í stjórnmálum vorum. Allir flokkar ættu að strengja þess lieit, að lyfta því upp yfir allar flokkadeilur. pá væri sigurinn viss. Sigurinn á að vera viss. Hvergi erlendis éða innanlands ætti að leika vafi á því, livað þjóðin gerir, er hinn mikli dag- ur atkvæðagreiðslunnar rennur upp. Vér vitum allir, að jafn- an hefir það verið giftuvottur, þegar þjóðerniseldurinn hefir brunnið sem skærast á altari þjóðarinnar. I bjarmanum frá þeim eldi liafa oft skapast stærri mál og stærri menn. Svo hefir það ver- ið hér. Svo hefir það verið ann- ars staðar. Svo verður það alls staðar. pegar eg lít úr minni póli- tísku einveru hér á Alþingi yfir stjórnmálasviðið, þá finst mér, að aldrei hafi ef til vill verið meiri þörf á þvi en nú að ýmis- legt mætti stækka.Og trú mín er sú, að ef hugsjónin um að eign- ast landið verður nógu rílc i liugum manna, þá rnuni alt stækka. Hæstv. stjórn getur unnið mikið verk með því að segja hið rétta orð. Hið rétta orð mundi vekja þjóðina. Og þé er sigurinn vis. — Svar forsætisráðherra við fyrirspurninni var á þessa leið: „Fyrirspurnin á þingsltj. 120 er i tvennu lagi, um uppsögn sambandslagasamningsins og um fyrirkomulag utanrikis- málanna, þegar til kemur. Nú er svo kveóiö á í 18. gr. sam- bandslaganna, að „eftir árslok 1940 getur Rikisþing og Alþingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafist að byrjað verði á samn- ingum um endurskoðun laga þessara“; þvi næst koina áltvæð- in um, að ef nýr samningur er ekki gerður innan 3 ára frá þvi að krafan kom fram, þá geti Ríkisþing eða Alþingi, livort fyr- ir sig, samþykt, aó samningur- inn sé úr giidi feldur. Og loks koma ákvæðin um atkvæða- greiðslur, sem fram eiga að fara, til þess að sú ályktun sé gild. pað eru þvi meir en 12 ár þang- að til fyrstá framkvæmd að uppsögn sambandslagasamn- mgsins getur farið fram, sam- kvæmt sambandslögunum. Nokkur tími virðist því til stefnu til þess að taka ákvarð- anir i þessu efni, enda getur enginn sagt um það fyrir, hver- ir þá fara með hin æðstu völd og þingmensku á íslandi. — Engu að síður er mér ljúft aö svara nú þegar báðum þeim at- riðum, sem um er spurt í fyrir- spurninni á þingskjali 120. Og eg tek það fram, að eg svara peim ekki einungis af hálíu ríkisstjórnarinnar, sem fyrir- spurninni er beint til, neldur og af liálfu þess flokks, Fram- sóknarflokksins, sem myndaö hefir og styður stjórnina, og stöndum við allir einhuga ao þeirri yfirlýsingu: Rikisstjórnin og Framsókn- arflokkurinn telur það alveg sjálfsagt mál, að „sambands- lagasamningnum verði sagt upp svo fljótt og lög standa til“ og þarafleiðandi er rikisstjórn- in og flokkurinn reiðubúin til „að vinna að því“. Rikisstjórn- in og Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að sambandslaga- samningnum eigi að segja upp meðal annars til þess að „vér tökum utanríkismálin að fullu í vorar liendur“ og þar af leið- andi er ríkisstjórnin og Fram- sóknarflokkurinn reiðubúin til þess að „íliuga eða láta íhuga sem fyrst, á hvern hátt utan- ríkismálum vorum verði komið fyrir bæði sem haganlegast og lryggilegast“, enda telur ríkis- stjórnin sér skylt, að gefa því máli alveg sérstakan gaum.“ Magnús Guðmundsson: Sem einn úr hópi Ihaldsmanna skal eg lýsa í fám orðum afstöðu þess flokks til þessa máls. Get eg alveg tekið undir það, sem hæstv. forsætisráðherra sagði umuppsögnsambandslagasamn- ingsins. Eg held, að engum hafi blandast hugur urn það, að við ættum að nota uppsagnará- kvæðið. — Um utanríkismálin vil eg benda á það, að meðan íhaldsflokkurinn var við stjórn, gerði hann sér far um að sjá fyrir því, að þegar fram i sækti yrðu menn til taks að taka við þessum málum. Eg skal t. d. minoa ó, að flokkurixm hefir iiáð talsvert harða baráttu fyrir þvi, að hafa sendiherra í Kaup- mannahöfn, en það mál hefir sætt andstöðu hæstv. núv. forsrh. og flokks lians. Eg skal ennfremur benda á, að þaö var lyrir ílialdsfloldtsins tilstilli, að efnilegur, íslenskur iögfræðing- ur komst að i utanrikisráðu- neytinu danska, til þess að kynna sér þessi mál, svo aö nann gæti tekiö shk störf að su fyrir Islendinga, ef á þyrfti aó halda. Var fariö fram á þetta saina vió fleiri menn; og man eg sa-staklega eftir einum ung- um manm, sem serstaklega póiti til þess liæfur, en svör uans voru þau, aó hann treysii ser ekki (.h þess eiJls og 'sakir stæöu. — Út af nokkrum orð- um, sem féllu hjá liv. þm. Dal. vil eg ioks segja það, aö paó sem hættuiegast má telj- ast við samband landanna er það, ef danskir stjórnmála- menn fara, að seilast hér til valda með þvi vopni, sem bitr- ast er, sem sé peningunum. Eg tek þetta fram til að undirstrika orð hv. þm. Dal., að shkt er óhæfa. Héðinn Valdimarsson: Eg vil segja nokkur orð fyi’ir liönd jafnaðarmanna út af þessari fyrirspurn. Við getum alveg fallist á svör hæstv. forsrh. (Trp), svo langt sem þau ná. Við erum ásáttir um það að segja upp samningnum við Dani og að „láta ihuga sem fyrst, á hvern liátt utanrikismálum vor- um verði komið fyrir, bæði sem haganlegast og tryggileg- ast, er vér tökum þau að fullu í vorar hendur.“ Að þessu leyti erum við algerlega sainþykkir svörum hæstv. ráðh., en við vildum bæta þvi við, að það er okkar áht, að konungssamband- inu milli Islands og Danmerk- ur eigi að slíta að fullu svo fljótt sem hægt er. — Jafnframt vil eg bema þeirri fyrirspm'n til annara flokka hér á þingi, hvort þeir séu ekki mér sammála i þvi efni. Eftir sambandslögun- um og stjórnarskránni er lög- gjafarvaldið i höndum ltonungs og Alþingis og framkvæmdar- valdið i höndum konungs. Lög- in eru borin upp fyrir ltonungi og þarf hann að undirrita þau, til þess að þau fái gildi. þvi er auðsætt, V6 ekki verður kallað 1. fl. sanmastofa. Hin margeftirspurðu, bláu cheviot, ásamt kamgarni í kjóla og smokingföt, eru kom- in aftur, ásamt góðum, hlýjum vetrarfrakkaefnum. — Verðið lækkað. u Guðm. B. Vik.ar Laugaveg 21. Simi 658. Geir Konráðsson SRólavördustíg 5. biml .264. Kjiniiiui, 1 ni.t.aii a oft myiui- .r. — liiaroiuiiiuu a s-ina sl.ö. VíiaUaðu h tgttiigur. j;j óðræði i landinu, meðan við höfum konung yfir okkur, og ennþá siður, meðan svo stend- ur á, að sá konungur er jafn- framt þjóðliöfðingi annars rík- is. — Eg geri ráð fyrir, að ann- að tækifæri geíist til að svara því, sem háttv. 1. þm. Skagf. (MG) talaði um saniband danskra og íslenskra stjórn- málaflokka. A. m. k. ætti sá liv. þm., er sem ráðherra hefir flötið á dönskum styrk og fé frá dönskum mönnum her í landi, sem fæst að taka um slíkt. Sig. Eggerz þakkaði hin útví- ræðu svör forsætisráðherrans, og sagði að þau mundu vekja bergmál í liugum þjóðarinnar. Hann þaltkaði og framsögu- manni ihaldsfiokksins og fram- sögumanni jafnaðarmanna fyrir liinar ótvíræðu undirtektir. Að þvi er snerti tillögur framsögu- manns jafnaðarmanna, Hjeðins Valdimarssonar, um stjórnar- fyrirkomulagið eftir uppsögn- ina, leit hann svo á að það væri ekki til umræðu. Lauk hann ummælum sínum á þá leið, að eftir að þessar ein- róma yfirlýsingar væru fram komnar, væri sýnt, að söguleg- ur viðburður hefði gerst hér i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.