Vísir - 03.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1928, Blaðsíða 2
)) HgBffl i öl Nýkomið: Sagðgrjún. KOrennur. Colman's mustarður. i Fjnpipligg jandi: Galv. fötup, skógara, fisltílinífaj? með vöfðu •kafti, flatningslinífar og afhausuaar, Vasa- hnifap, „FiskeSíniv" 2 ötæröir. A. Obenliaupt. Símskeyti Khöfn 2. mars FB. Deilur Breta og Egipta. Frá London er símað: Stjórnin, í Egiptalandi hefir felt uppkast að samningi milli Egiptalands og Englands. Reuters fréttastofan Lirtir yfirlýsing frá stjórninni og stendur í henni, að uppkastið' sé miðlunartillaga milli kröfu Breta og óska Egipta. Litlar líkur virð- ast vera á því, að um frekari til- slakanir verði atS ræða af hálfu Breta. Lindbergh hlýtur friðarverðlaun Wilsons forseta. Frá New York er símað: Stjórn sjóðs þess, sem ber nafn Woodrow Wilsons foiseta, hefir veitt Char- Jes Lindbergh flugmanni friðar- verðlaun Wilsons. Fór Lindbergh fyrir skömmu, eins og kumiugt er, í flugferöalag til ýmissa ríkja í Mexico, Mið-Ameríku og Suður- Ameríku og er það einróma álit manna, að hann hafi allsstaðar komið fram sem fulltrúi Banda^ ríkjanna á þann hátt, að afieiðing- m hafi orðið aukinn skilningur og samúð á milli Bandarikjanna og, suðlægari ríkjanna. Telja amerísk blöð, að flugferðalög Lindberghs hafi vakið öflugan samúðaranda um gervalla Vesturálfu heims og þakka það mikið persónulegum óhrifum flugmannsins. Námaslys í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Námaslys varð í Westfalen. Þrettán fórust, 3—4 meiddust. Utan af landi. Seyðisfirði 2. mars FB. Tjón af eldsvoða. Á Skjalþingsstöðum brunnu öll bæjarhus, nema gömul skemma, roatbjörg, fatnaður, eldiviður, bú- slóð, þar á meðal ágætt bókasafn, íiætlað 5000 króna virði, 30 hestar útheys, sjö hæns og einn köttur. Rúxnfötum var kastað út, en þau ónýttust að mestu. Fjósi, hlöðu og kúm tókst að bjarga. Alt óvátrygt. Tjón 10—15 þúsund. Hjónin eiga átta börn, elsta 10 ára. Aflabrögð og tíðarfar. Fiskvart á suðurfjörðunum. Sex vélbátar eru farnir héðan á vetrar- vertið til Hornafjarðar, en einn til Djúpavogs. Veðrátta ágæt. Carl Tiieodor Bramin andaðist hér í bænum 28. f. m. Hann var fæddUr 29. júní 1874 í Helsingór, af góðu fólki fcominn. Hann Iagði stund á niðursuðu og kom hingað til lands árið 1907 og var yfirmaður niðursuðuverk- smiðju Péturs M. Bjarnarsonar á Isafirði. Hann kvæntist 1908, Guðriði Árnadóttur, er þá hafði rekið, verslun á ísafirði um nokkur ár, Þau fluttust hingað til bæjarins, 1912 og stofnuðu þá verslunina „Fatabúðin", sem þau hafa síðan, rekið með dugnaði bg forsjálni. Jafnframt var Bramm um nokk- urt skeið skrifstofustjóri hjá Garðari Gíslasyni og síðar hjá h.f. Hrogn og lýsi. Bramm var óvenjulega vel að sér í tungumálum, talaði og ritaði, auk Norðurlandamála, þýsku, ensku og frönsku. — Hann var, þrotinn að heilsu hin síðustu árin og hafði árangurslaust kitað sér Iækninga bæði hér og erlendis. Bramm var hið mesta prúð- menni og ávann sér vinsældir og álit meðal allra sem kyntust hon- um. . Þau hjón áttu eina dóttur og hofðu alið upp fósturbarn, sem þau reyndust eins og bestu for- eldrar. Vinur. FFá Alþingi. í gær voru þessi mál til um- ræðu: Efri deild. x. Frv. til 1. um sölu prestsset- ursjarðarinnar Garða á Akranesi (ein urnr.) var afgreitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til hjúalaga, 2. umr. Eftir tillögu allsherjarnefndar var frv. vísað til 3. umr. óbreyttu. Neðri deild. i. Frv. til 1. um viðauka við 1. um prentsmiðjur (3. umr.) var afgreitt til efri deildar óbreytt. 2. Frv. til 1. um mentamálaráð ____________VÍSIR____________ íslands (3. umr.) var, einnjg, sami- þykt óbreytt og endursent, efri deild. 3. Frv. til 1, umverlíakaHpsveS (1. umr.), sem sámþykt hefir ver- ið í efri deild, fór til. 2, mur. og nefndar. 4. Frv. til I. um atkvæðagreiðsl- ur utan kjötstaða við alþingis- kosningax,, 3. umr. Enn voru sam- l'yktar smábreytiiigar á frv., og; það afgreítt til efri deildar. S- Frv. til fjárlaga fyrir árið 1929, 2 umr. Eins og frumvarpið kom frá stjórnninni, var áætlaðui- tekjuafgangur rúml. 28 þús. kr. En fjárveitinganefnd þykist um raargt hafa fengið betri uppíýsing- ar en fyrir lágu, er frv. vai- sam- ið. Leggur hún til, að ýmsir tekju- liðir sé hækkaðir um 600 þús. kr., en aðrir lækkaðir um helming þeirrar upphæðar. Eimiig leggur hún til, að útgjaldaliðir sé feldir niður, er samtals nema 15 þús. kr. En nýir gjaldaliðir og hækkanir á þeim, sem fyrir eru, nema eftir till. nefndarinnar rúml. 305 þús. kr. — Eins og fjvn. ætlast til, að frv. verði samþykt, mundi tekjuaf- gangur verða rúml. ^y þús. kr. — Svo sem venja er til, er frv. rætt í tvennu lagi, og var fyrri kaflinn, lS~!ií- gr,. ræddur í gær. Framsm. var Ingólfur Bjarnarson, og gat ftann þess, að nefndinni þætri að yísu of lágar upphæðir ætlaðar til ýmislegra verklegra framkvæmda, síma, brúa, vita o. s. frv. En nefnd- in vildi ekki tekjuhalla í fjárlög- um og því mætti ekki hækka þessa liöi fyr ,en séð yrði, hvort nokk- urt tekjuaukafrv. kæmist fram. — Fjármákráðh. taldi ekki ósenni- legt, að á árinu kynni eitthvað að verða notuð heimild laganna um brúagerðir, um að taka lán til þeirra. — Atkvæðagreiðsla fór fram um þenna kafla nálægt kl. 9 í gíerkveldi. Voru samþyktar all- ar brtt. fjrv., flestar mótatkvæðis- laust. Var þar gert ráð fyrir hækk- un á áætlun ýmissa tolla og skatta, en fárra verulega, nema tóbaks- tolls um 150 þús. kr, og verðtolls um 225 þús. kr. Hinsvegar var aætlun um áfengistoll, — sökum minkandi drykkjuskapar, — lækk- uð um 175 þús. kr. (úr % miljón) og tekjur af víneinkasölunni um 100 þús. kr. (úr 300 þús. kr.). NySr g-jaldaliðíir, sem samþyj^tir -^oru í gær, eftir till. nefndarinnar, voru helst framlög til Kleppsspí- tala, 50 þús. kr. til að Ijúka við- bótarbyggingu og 50 þús. kr. til aukins rekstrarkostnaðar.— Styrk- ur til geitnlækninga var lækkað- ur um helming, í 1000 kr. — Brtt. einstakra þingmanna við þennan kafla voru fáar. Voru þær ýmist teknar aftur eða feldar, nema till. t'rá Héðni Valdimarssyni um 500 kr. aukinu styrk til hjúkrunarfé- lagsins Líknar. — Af þeim, sem feldar voru, má helst nefna till. trá jafnaðarmönnum um að fella niður skólagjöld. Féll hún með 15:" atkv. — Að þessari at- kvæðagreiðslu lokimii hófst um- ræða um síðari kafla frv. Var henni frestað, er frsm., Bjarni As- geirsson hafði talað fyrir brtt. nefndarinnar, sem eru 33 við síð- ari kaflann. Ný tíllaga. Jóhann Jósefsson og Pétur Otte- sen flytja till. til þingsályktunar um veðurspár. CHEVROLET ÁriS 1927 hafði Chevrolet meiri sðlu en nokkur önnur bifreiSa- verksmiðja l heiminum. Nýr Chevpolet kemur í mars mánuði. — Staarsi, sterkari, kpaftmeii*!, fegurpi, skpautlegri og þaojjilegri í akstri en nokkru sinni áður. Jóíi. Olafsson & Co« Aðalnmboðsmenn á íslandi fyrir General Motora. eigapettan. með Þópsmerkinu. 25°/„ 25°/, meiri gæöi. Kostar fló aðeins l kr. 20 stk Leikhúsið. Á morgun er enn nýr leikur í; boði hjá Leikfélaginu. Schimeks- fjölskyldan hefir fengið lausn í náð eftir dyggilega þjónustu í þarfir gleðinnar í bænum. Sá, sem tekur við, heitir stuttu nafni og laggóðu; nýi leikurinn heitir nefnilega hvorki meira eða minna en Stubbur. Vitanlega má Iengi deila um hvort þetta sé skáldlegt nafn eða andagift þrungið. Sveitamenn eru vanir að nota þetta nafn á hvolpa, sem fæðast í þennan heim, svo illa úti látnir af náttúrunnar hendi, að tvo þriðju vantar á rófuna á þeim sog þaðan af meira. Þá veit eg um hest, sem heitinn var þessu nafni, þó taglið væri skósítt á klámum, nema þegar skelt var af því. Skal eg taka fram, að það var afburða hestur. Og enn veit eg stöku menn, sem hafa ýmist verið skírðir þessu nafni eða uppnefndir, og það meira að segja hjá stórþjóðum, eins og I>önum. Samanber Kort og Stub. Tveir menn hafa lagt saman hugvit sitt í Stubb, og heitir ann- ar Arnold, en hima Bach. Veit eg eigi deili á, hvort sá síðarnefndi er skyldur þeim, sem búið hefir til lögin, sem Páll spilar, en svo mikið er víst, að þýskur er hann og þeir báðir. En svo hefir þriðji listamaðurinn, sem fjölhæfastur er þessara allra, snúið leikntun á ís- lensku. Og meira en það. Hann hefir gert úr honum íslenskan leik, og úr persónunmn íslenska menn cg konur, „lökaliserað" leikinn, sem lærðir menn kalla. Stubbur er vitanlega æðsti maðurinn í Stubb; bann er forríkur, því hann hefir fundið upp íslenskan iðnað og grætt á. Þessi iðnaður er nýtísku líkþoma-plástur, sem farið hefir sigurför um 511 Norðurlönd, ejns og leikfimisfólkið í fyrra. Vitanléga þarf Stubbur að bregða sér til útlanda, eins og allir íslenskir kaupsýslumenn. Gengur leikurinn aðallega út á það að sýna, hvernig hann og hans ndta* haga sér, þegar þeir eru komnir út fyrir pollinn. Leikurinn er eins konar alþýðufræðslufyrirlestur til skýringai- því orðtaki, sem margir kannast við hér, og heitír „að hegða sér eins og giftur maður í siglingu". En þaðskal tekiðfram, að hann er mun skemtilegri en slikir fyrirlestrar gerast, — og er þá mikið sagt. Haraldur Sigurðsson talar víst einna mest í þessum leik; þó fá ýmsir að skjóta orði og orði ínö í, bæði konur og karlar. ' i A jax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.