Vísir - 09.03.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1928, Blaðsíða 3
VlSlft Laugapd. ÍO. mars ©f sidasti útsðludagur- inn í Branns-Verslun Leikhúsið, Stubbur. Gamanleikur í 3 þáttum eftir Fr. Arnold og Ernst Bach. —o— Þorgils Balagils er maöur nefnd- .ur. Hann hefir grætt of fjár á lík- þqrnaine'ðalinu „Gilso“, sem frægt er um’öll Norðurlönd og þykir „mesta þing, þótt eigi hafi þaö náö líkþornunum aí sjálfum framleiö- andanum. Frú Balagils er mikið fyrir háheitin, henni þykir ekki Viógxi fínt að búa í Reykjavík, en iseyöir mann sinn til að byggja sér höll uppi í Mosfellssveit. Og svo vill hún endiiega ná i sjóliös- foringja cða aöalsmann handa einkadóttur þeirra hjónanna. Balagils fer i kaupsýsluérindum til Hafnar og fær sér herbergi á Paladshótelinu. Þar býr fyrir ung- ur íslendingur, sem Pétur Mjó- fjörð heitir; lifir hann þar í vel- lystingum af náð og peningum frænda síns, Magnúsar Tobíasar, aem er stórkaupmaður (áreiðan- lega síldarkaupmðaur, því maður- inn er svo unglegur, að hann get- ur ekki verið orðinn ríkur á öðru en síld). Tobías er kominn til Hafnar, til þess að hirða þennan unga frænda sinn, því hann er orð- ínn svo þungur á buddunni, að til vandræða horfir. Kemst Tobias fljótlega að því, að Mjófjörð hinn ungi hefir tekið saman við kven- mann, sem er dýr í rekslri, eins og útgerðarmenn segja um báta. Hún þarf marga kjóla, hatta, káp- ur, demantshringi og fleira. Pétur verður að skilja við hatia, og reyn- ist það ekki erfitt, en hitt er örð- ugra, að skilja við þrjú þúsund króna skuld, sem Pétur er kominn í stúlkunnar vegna. Þau hafa sem sé þótst vera gift, og því mæða reikningarnir á Pétri. En þá kem- ur Balagils eins og frelsandi eng- íll. Ilann hefir einsett sér að njóta íífsins þarna í Höfn, og til vonar og vara innritað sig á gistihúsið undir nafninu Stubbur, til þess að flekka ekki Balagilsnafnið. Hann kynnist ungfrúnni, og þó hann viti qkki betur en að hún sé frú, ger- i'st brátt með þeim mesta bliða. En ungfrúin, Massi Pedersen heit- ir hún, hefir hagað því svo til, að Pétur kemur þeim í opna skjöldu, þegar blíðulætin standa sem hæst; „maðurinnf* heimtar skilnað, og Stubbur verður að greiða ungfrú Massi 8000 krónur í sárabætur. En þarna á Paladshótelinu er íleira fólk. Þar er Veinholt amt- mannsfrú, sem m. a. hefir tekið að sér að útvega frú Balagils aðals- mann fyrir tengdason. Og þar eru tveir blankir greifar, frændur, sem heita Gyldenspjæt og Gyldensvans. Gyldensvans hefir ofan af fyrir sér með því að leika á fiðlu á gisti- húsinu, en Gyldenspjæt nennir tkki að vinna, þangað til hann loks i sárustu neyð gerist þjónn. Verð- ur árekstur milli þeirra greifanna og Stubbs Balagils. Þegar næsti þáttur hefst, er alt þetta dót komið til íslands. Amt- mannsfrúin hefir haft með sér unga greifann og lofað honum ríku kvonfangi, nfl. ungfrú Balagils, og hinn greifi.nn og Massi Peder- sen hafa slæðst með. Koma þau heim i Mosfellssveítarhöllina, og verður það úr, að þau spyrðast saman, ungfrú Balagils og greif- inn. En þegar Stubbur Balagils kemur heim, verður litill fagnað- arfundur hjá honum og gestunum, enda hefir hann íremur óþægileg- ar endurminningar um þá flesta: stúlkan hafði haft af' honum stór- fé, eldri greifimi prakkað upp á hann fölsuðum tíu króna seðli, og sá yngri brúkað kjaft við hann. Þorir hann þó ekki að láta á neinu bera, af hræðslu við að þetta hyski ljósti upp ástaræfintýri Stubbs í Höfn. En hann er sannfærður um, að þetta fólk sé þjófahyski af verstu tegund, og hringir til Reykjavíkur eftir forstöðumanni leynilögreglufélagsins „Velvak- andi“. Þeir eru vinir, Stubbur og Tobí- as. Kemur þeim saman um að koma þeim saman í hjónaband Pétri Tobíasarfrænda og ungfrú Balagils. Þarf því ekki aö spyrja að því, að Stubbur vill ógjarnan láta „greifann" vera að daðra við clóttur sína. En þegar Pétur Mjó- fjörð kernur Balagils fyrir sjónir, batnar ekki í efni, þvi það var ein- mitt Pétur, sem haföi snúið verst á Stubb forðum á Paladshótelinu. Tjáir ekki að segja þessa sögu lengri. En leikurinn endar með því, að lejmilögreglumaðurinn ljóstar því einu upp, að Stubbur og Balagíls er sama persónan. Frú Balagils hafði áöur fengið að heyra um afrek Stubbs, og má því nærri geta, hvcrnig henni verður við. Leikurinn mæðir lcngstum á Síubb eða Balagils, sem leikinn er af Haraldi Sigurðssyni. Fas hans alt og tilburðir er á þann veg, að jafnan er gaman að horfa á hann. Hann bindur sig ekki við reglur og virðist sjaldan leggja mikla vinnu í hlutverk sín, en kemur tií dyranna eins og hann er klæddur, lætur alt fjúka, sem honum dettur i hug. Látbragð hans verður eðli- legra fyrir bragðið og lipurra. Veröur ekki um það deilt, að vin- sælli skopleikara en honum er ekki völ á, og að öllu samantöldu cr þetta hlutverk best af hendi leyst, þeiiæa, er hann hefir farið með i vetur. Betri helmingur hans er leikinn af frú Mörtu Kalman, og verður að segja, að hún gefi mann- inum ekkert eftir. Frú Balagils er ogleymanleg persóna. Þóra Borg leikur dóttur þeirra, er það hlut- verk nákvæm eftirlíking af hlut- verkum, sem þessi sama leikkona hefir haft í tveimur öðrum leikj- um undanfarið, og væri vel til fall- ið, að hún væri látin breyta til. Það sama má segja um Indriða 'W'aage, sem leikur Pétur Mjófjörð. Greifana leika Valur Gíslason og Br. Jóhannesson, báðir laglega. Frú Guðrún Indriðadóttir gerir skemtilega „fígúru" úr amtmanns- frúnni, sem áður dansaði í Figaro, en setti upp hjónabandsskrifstofu, þegar hún fór að eldast; sú amt- mannsfrú hlýtur að vera svona. Tobías stórkaupmaður hlær skemtilega og hefir ágætt gerfi, ef hann á annað borð má vcra svo ungur, sem hann er gerður. Sið- ast en ekki síst skal getið Massi Pedersen. Hana leikur ungfrú Arn- dís Björnsdóttir. Hún fer ágætlega með hlutverk „útigangsstúlkmin- ar". Um heildarleikinn er svipað að segja og undanfarna skopleika: hann má heita góður. Veturinn sem er að líða, mun verða eitt mesta skopleikaárið í sögu Leikfélagsins. I>vtí ber ekk( að neita, að meðferö slikra leika ■ gerir fullar kröfur til listrænnar meðferðar eigi síður en alvarlegir leikar. Ef til vill meiri kröfur. Og lönguin hefir þcssi tegund leik- listar setið á hakanum hér. En innihald þessara Ieika er oft litil- íiörlegt, en víða um lönd eru þeir taldir mesta sælgæti, á þessum timum. Áhorfendur skemtu sér ágætlega og hlógu mikiö. Leikendur voru kallaðir fram að lokum, og Stubb- ur sérstaklega. Sk. Fundur raisiiriiilÉi. í gærkveldi var haldinn mjög fjölmennur fundur á Hótel Skjald- breið um síldarmálefni. Mættir ■voru á fundinum útgerðarmenn eða umboðsmenn fjTrir 151 síld- veiðaskip og 21 sildarsaltanda og umboðsmenn þeirra. Samsvarar þetta um 75% af þeim, sem viö síldarútgerö og síldarsöltun fást hér á landi. Fundarstjóri var kosinn Jakob Möller. Síldarbræðsla var fyrsta mál, sem tekið var fyrir. Menn voru nijög á einu máli um nauðsjm hennar. \'ar kosin nefnd á fundin- um til að orða álit fundarins, á sildarbræðslunni, og hlutu kosn- ingu: Óskar Halldórsson, Otto Tulinius og Magnús Sigurösson bankastjóri, og baðst sá síöast- nefndi undan kosningu. Fór álit nefndarinnar í þá átt, að meiri áherslu bæri að leggja á að fá af- kastamikla verksmiðju, en á það, b.vernig rekstrarfyrirkomulagi hennar yrði háttað. Síldareinkasala lá næst fyrir fundinum. Fyrstur talaði Steindór Hjaltalín frá Akureyri móti sild- areinkasöht og síldarsamlagi. Ósk- ar Halldórsson áleit síldareinka- sölu, í hvaða mynd sem væri, ó- framkvæmanlega nema í sambandi við síldarverksmiðju. Ingvar Guð- jónsson útgerðarmaður frá Akur- eyri mælti með síldareinkasölu- írumvarpi jieirra Ingvars Pálma- sonar og Erlings Friðjónssonar, sem nú liggur fyrir Alþingi og áleit það miklu aðgengilegra, en síldarsamlagslögin frá 1926. Jakob Möller kvað vándræði síldarútvegsins ekki liggja í fyrir- komulaginu, heldur í þröngum markaði. Þess vegna yrði að reyna að rýmka markaðinn og halda >eim markaði sem við hefðum, jafnframt því sem síldarbræðslu- rekstur í höndum innlendra rrtanna yrði aukinn. í sama strengtókólaf- ur Gíslason framkv.stjóri í Við- ev. Kristján Bergsson sagði, að ef við takmörkuðum sildarframleiðslu i landi, myndu Norðmenn þeir, sem salta síld utan landhelgi, auka framleiðslu sína, sem þvi svaraði, og sama hætta væri á of mikilli íramleiðslu eftir sem áður. Við ættum að leggja aðaláherslu á vöruvöndunina og vinna á þann hátt markað frá Norðmönnum. Þegar sildarmatrið væri komið í fult lag, yrði síld okkar eftirspurð vara á heimsmarkaðinum. Sveinn Bene- diktsson stud. jur. áleit Norð- lendinga liafa meiri völd samkv. einkasölufrumvarpi I. P. og E. F., en þeim bæri að réttri tiltölu við aðra landsmenn, þar sem ekki ncina % gufuskipa og % mótor- skipa þeirra, sem sildveiði stunda, væri frá Norðurlandi, en samt kvsu Norðlendingar 2 fulltrúa 1 einkasöluna, en réttur annara síld arútvegsmanna væri fyrir borð borinn. Ennfremur áleit hann, að kosning í stjórn einkasölunnar ætti að eins að gilda til eins árs, en ekki til þriggja. Helgi Ilafliða- son var á móti einkasölu og sam- lagi, sem hann sagði að yrði til að lyfta undir Norðmenn, en íslend- ingar sjálfir hrektust út fyrir land- helgi til Norðmanna. Kvað liann sig af eigin reynslu geta borið um það, að eins vel mætti verka síld um borð í skipunum utan land helgi og í landi. Auk þess töluðu Jóhann Jósefsson alþm., Beinteinn Bjarnason útgerðarm., Haukur Thors, Otto Tulinius, Jón Lofts- son og- Jón Bergsveinsson. Að lokum var samþykt svohljóð- andi tillaga frá Óskari Halldórs- syni: a. Fundurinn mótmælir ríkis- einkasölu á síld í hvaða mynd sem er, meðan útgerðarmenn liafa ekki aðgang að fullkomntun sildarverk- smiðjum. b. Ennfrcmur skorar fundurinn á Alþingi að stuðla að því, að slík- um verksmiðjum verði komið á fót hið bráðasta. A-liður tillögunnar var sam- þyktur með 89 atkv. gegn 37, en b-liðurinn í einti hljóði. I fundarbyrjun varð nokkurt þras út af fyrirkomulagi atkvæða greiðslunnar. Vildu sumir draga atkvæðamagnið f heðdur síldar kaupmanna og láta síldveiðaskip- in hafa minna að segja, en fund- arboðendur höfðu ætlast til. Magnús Sigurðsson bankastjóri kvað lang-eðlilegast, að útgcrðar menn skipanna hefðu atkvæðisrétt tun þetta málefni, en ekki síldar- kaupmennirnir, sem margir væru taldir leppar útlendinga. Merkileg uppgötvuu ef sönn reynist. Hugvitsmaður einn í Bandaríkj- um Norður-Ameriku hefir nýlega smiöað merkilegan mótor, sem gengur fyrir rafsegulmagni úr jörðinni. Hann hélt sýning á þess- um mótor fyrir skömmu og bauö þangað merkum flugmönnum, þ. á m. Charles Lindbergh. — HingaS til hafa allar hreyfivélar þurfi orku frá eldsn;eyti (kolum, olíu eða bensíni) eða verið knúðar með rafmagni frá þar til gerðum orku- stöðvum. En þessi vél sækir alla orku, sein hún þarfnast, beint úr jörðinni eöa loftinu, en þar eru 1 afsegulstraumar í sífeldri hring- rás, en hingaö til hefir ekki tekist að nota þá. Flugmennirnir vildu engaii dóm leggja á þessa upp- götvun, og virtust nokkuð vantrú- aðir á gildi hennar. Einn þeirra sagði, að hún væri „mjög furðu- leg, en nálega ægileg“. — Hug- vitsinaðuriim heitir Leslie J. Hen- dershot og er 29 ára gamall. Hann segir, að „galdurinn“ liggi í þvi, að liann noti vöf (vírvindinga) af sérstakri gerð, sem ekki hafi verið notuð áður. — Sumir segja, að hann hafi dreymt þessa vél, áður en hann bjó hana til. — Afarmik- ið umtal hefir orðið um þessa uppfunding í blöðum austan hafs og vestan, og mun bráðlega koma í ljós, hvort hér er um stórmerka fcða fánýta nýjung að ræða. iQCZXXK Bæjarfréttir Slys við Vestmannaeyjar. Vestm.eyjum 9. mars FB. Tveir menn duttu út af vélbátn- um Braga og druknuðu báðir. Þeir hétu Sigurður Böðvarsson frá Bólstaö í Mýrdal og Guðjón jónsson frá Skeiðflöt í Mýrdal. Vegleg gjöf. I gær sendi ríkisstjórnin síra Bjarna Jónssyni fimm þúsund lcrónur til úthlutunar handa sjó- mönnunum, sem björguðust af Jóni forseta. Mun þessi hugulsemi mæl- r.st vel fyrir. I.eikhúsið. „Stubbur" kveld. verður leiklnn í Guðspekifélagið. Fundur í Septímu í kveld kl, 8y2 stundvíslega. Efni: Hugtakí|S „gentleman" E.s. ísland kom að norðan og* vestan i gær með margt farþega. Lyra fór héðan í gærkveldi. Auk £ar- þega, sem áður er getið, voru FríB- finnur Guðjónsson og Jón Árua- son framkv.stjóri. Víslr kemur út timanlega á sunnudagínn. Aug- lýsendur eru vinsamlega beðniraS Til 20 0. m. gegna læknarnir ólafur Jónssan, Kirkjustræti 10, simi 139 pg Daníel Fjeldsted, Lækjargötu <2, sími 272, læknisstörfum fyrir tmg. Matth. Einarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.