Vísir - 10.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.03.1928, Blaðsíða 2
VlSIH Nýkoraið: Hveiti, Maísmjöl, Maís, heill, Biandad hænsnaföður, Kandíssykur, Kaffi' Fyrirliggjandi: Þykkar galv. fötur, Skógarn. Fiskihnífar melí vöfðu skafti, Vasahnífar „Fiskekniv" 3 stærðir. A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn 9. mars. FB. Friöarmálin. F'rá Genf er símað: Fundi ör- yggisnefndarinnar er lokiö. Nefnd- in heldur fund aö nýju í seinasta lagi í júnimánuöi. Nefndin hefir samið ýms uppköst aö samning- i.m, og er merkast þeirra uppkast r.ð alþjóðasamningi um gerðar- dóm og sáttatilraunir i deilumál- um. Ennfremur hefir hún gert upp- kast að öryggissamningi á milli tveggja eöa fleiri ríkja. Efast margir um, að uppköst þessi verði ahnent notuð. • Stríðið byrjað. Erá London er símaö: YVaha- hitar hafa byrjað ófriðinn og hafa þegar tekið herskildi nokkra smá- hæi i Transjordaníu. Landskjálftar á Sikiley. Frá Rómaborg er símað: All- mikil landskjálfti á Sikiley. Hús hafa skemst víða á eynni. Frá Alþingi. Þar voru þessi mál til umræðu 5 gær: Efri deild. ir Frv. til 1. um breyting á 1. um vörutoll (3, umr.) var samþykt og afgreitt til-Nd. 2. Frv. til 1. um breyting á iarðræktarlögum (1. umr.), sem samþykt hefir verið í neöri deild, var vísað til 2. umr. og nefndar. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka (1. umr) var einnig sent til 2. umr. og nefndar. 4. Frv. til 1. um dómsmála- starfa, lögreglustjórn, gjaldheimtu 0. fl., í Reykjavík, 2. umr. Meiri hluti allshn., Ingvar og Jón Bald., iagöi til aö frv. þetta væri sam- þykt meö nokkrum breytingum. Vildi hann, aö laun þeirra þriggja embættismaiyia (lögmanns, lög- reglustjóra og tollstjóra), setn koma eiga í stað núv. bæjarfógeta og lögreglustjóra, yröu 8 þús. kr., op; hækkuöu á 6 árum upp t 9 þús. kr. Eti í frv. er gert ráð fyrir 5 þús. kr. byrjunarlaunum, sem hækki upp (6 þús. kr. Einnig lagði tneiri hlutinn til, að sett væru skýr ákvæði um það, að alt fé, sem em- bættismenn þessir hafa undirhönd- um vegna embættis síns, skuli á- vaxtast til hagnaöar fyrir eigend- i.r þess. — Mitmi hlutinn, Jón Þor- láksson, lagöi á móti frv. Kvaö ai þvi nntndit ýerða 33.700 kr. aukinn kostnaö fyrir%rtkissjóð í emhættislaunum, ef núv. bæjarfó- geti og lögreglustjóri settust á biö- laun, sem yrðu meö dýrtíðarupp- hót 9.500 kr. fyrir hvorn þeirra. Einnig mundi jiessi nýja skipun á embættunum hafa stórutn aukiö mannahald í för meö sér, þar setn lögregla bæjarins yröi ekki leng- ur tiltæk til neinna þeirra starfa, er tollgæsluna snerta. Aukatekjur þær, er þessir embættismenn liafa haft, og fært gæti talist aö taka jtf þeim, heföu siöasta ár ekki verið svo háar, að vegið gæti á móti hinum aukntt útgjöldum. En sið- asta ár voru aukatekjur lögreglu- stjóra tæpl. 23 þús. kr. og bæjar- fógeta rúmar 15 þús. kr., en þar af væri mestur hlutinn, eða á 11. þús. kr„ innheimtulaun af uppboðs- skuldutn, er bæjarfógeti bæri á- Ijyrgð á að heimtust, og yrði því aö liafa nokkur innheimtulaun fyrir. Var meiri hluti nefndarinn- ar þvt sammála, að bæjarfógeti yrði að hafa nokkur innheimtu- laun af upphoðsskuldunum, en taldi annars líkur til sparnaðar af frv., gagnstætt því, sem útreikn- ingur J. Þ. benti til. Aukatekjurn- ar hefðu verið með lang-rýrasta móti s.l. ár ,hjá lögrcglustjóra, og allar líkur væri til, aö menn þeir, cr nú gegna embættunum, mundu setjast í tvö hinna nýju embætta, og biölaunin þánnig spárast. Einnig yrði skiítingin borgurun- um til hagræðis á ýmsa lund. — J. Þ. kvaðst álíta leyfilegt aö taka ýmsar af aukatekjunum af þessum embættismönnum með einfaídri lagasetningu, en um þaö er þó ágreiningur méðal lagamanna. Eti til þess er vitanlega leikurinn ger, að mikltt leyti, að ríkissjóður nái til sin því af tekjum þeim, er nú fylgir þessum embættum fram yfir það, er hæfilegt megi teljast. — Að umræðu lokinni voru sam- þyktar brtt. meiri hlutans og frv. vísað fil 3. umr. Neðri deild. t. Frv. til laga utrt heimild fyr- ir landsstjórnina til að reisa betr- unarhús og letigarð, 3. umr. — Sa'mþykt var brtt. frá Ásgeiri Ás- geirssyni, jtess efnis, að ekki skyldi nefndur í frv. ,,letigarður“, htldttr „vinnuhæli“. Væri það t samræmi við tilgang stofnunar- innar að hún héti þvi nafni. — Síðan var frv. samþykt og endur- sfcnt efri deild. 2. Frv. til laga um viðauka við lög um bændaskóla (ein umr.) var sarríþykt og afgreitt sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til laga tnn nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegn- itigarlöggjöfinni og viðauka við ltana, 3. unir. Siguröttr Eggerz har fram nokkrar brtt., sem allar vorti samþyktar. Hin fyrsta var þess efnis, að liflátshegniog væri úr lögum numin, en „hvarvetna þess, er glæpur varðar lifláti, komi í þess stað typtunarhúss- vinna a»filangt.“ Líflátsdómur hef- ir ekki vcrið framkvæmdur hér á landi síðan 12. febrúar 1830. Aðr- ar brtt. S. E. voru um aö gera hegningarlögin íslensk að því leyti, að í staö „hins danska ríkis“ o. s. frv. skitli koma hið íslenska ríki o. s. frv. — Síðan var frv. samþykt og afgreitt til efri deild- ar. 4. Frv. til laga ttm Strandar- kirkju og sandgræðslu í Strandar- landi, 2. umr. Landbúnaðarnefnd lagði með frv. meö litlum breyt- ingum. Var þaö og samþykt af deildinni, þótt Magnús Jónsson maldaði nokkuð í móinn, nema ffcld var niður sú grein, er segir, aö endurreisa tnegi hin fornu Sel- vogsþing sem sérstakt prestakall. Fór frv. síðan til 3. ttmr. 5. Frv. til laga um breyting á lögum itm hvíldartíma háseta á ísl. botnvörpuskipum, frh. 2. utnr. — Lmræöur þessa máls tirðu bæöi langar og heitar, þótt svo sé sann- ast frá sagt, að ekkert þaö kont iram i málinu, er eigi var áöur t itaö. ■ Meiri hluti sjávarútvegs- nefndar taldi lögboöinn hvíldar- titna eigi tnega skemri vera en 8 klst., ef ekki ætti aö ofþjaka vinnuþoti hásetanna. Minni hluti nefndarinar, 'Ólafur Thors og Jó- hann Jósefsson taldi hins vegar óþarft að lögbjóða 8 stunda lág- markshvíld. Ef hún væri réttmæt, yröi hún upp tekin fljótlega án valdboös. Varaöi tninni hlutinn menn sérstaklega við því aö álíta, að nú væri daglega unniö 18 klst. i sólarhring á botnvörpuskipunum. Svo langur vinnutími kæmi að eins fvrir fáa daga á ári. Ásgeir Ás- geirsson talaöi meö frv. af Fratn- sóknarmanná líálfu. Fréttaritari þessa blaðs var þá ekki viöstadd- ur, en Jón Ólafsson sagöi, að Ás- geir heföi komist svo langt frá eíninu, að hann hafi veriö farinn aö tala uni sálarlíf sjómannanna. —•• Loks kom frv. til atkv. undir miönættið. Var 1. gr. samþykt, aö viðhöfðu nafnakalli, með 16: 10 aíkv. Já sögðu: Sig. Eggerz, jafn- er besta átsukkuladi, sem selt er á landinu. Fæst hvarvetna. aöarmenn og Framsóknarmenn nema Lárus Ilelgason. Nei sögöu íhaldsmenn og L. H. (M. Guöm. og H. Stef. voru ekki við). Aðrar greinar frv. voru samþ. og því vís- að til 3. umr. 6. Frv. til laga utn varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðr- ir alidýrasjúkdómar berist til landsins, 1. umr. Áður en frv. var vísaö til 2. umr. stóðu þeir upp Pétur Ottesen og Jörundur Brynj- ^ólfsson og víttu efri deild harölega fvrir gálauslega aöferö um þaö, að vilja leyfa innflutning hættuleg- ustu hluta, eins og eggja og græn- metis, þótt þeir væru alóþarfir og að eins til að „seöja fýsnir manna og sælkeralanganir". Hélt Jörund- ur, aö óhjákvæmilegt væri aö skera efri deild niður, ef verjast ætti veikinni. — Fleiri þm. töluðu, en ekki eins kföftuglega og þess- ir. — Þegar umr. lauk var kl. 12 á íniðnætti. Athugasemd. Herra ritstjóri! Eg ætla ekki aö blanda mér t deilú þeirra Sigfúsar Einarssonar og Þóröar Kristleifssonar. Þar veitir hvorugutn betur, og er rétt aS láta þá sjálfa á sjást og eina um glímuna. — En citt atriöi í grein Sigfúsar er Jiann veg vaxið, að mér þykir hlýða, að gera við ■Jiað litla athugasemd. Hr. S. E. segir, aö hver sá, sem ritar ttm hljómleika hér í bæ af „fullri hreinskilni ogsamviskusemi veröi aö vera viö aököstum bú- inn“. Þctta er vafalaust rétt. En greinarhöfundinum hefir alveg láðst aö geta þess um leið, aö slíkum „aðköstum“ verði menn að taka með fullkominni hugarrósemi og kurteisi. Sérstaklega ætti þetta að vera auðvelt þeitn mönnum, setn ráðsettir ertt orönir og hafa ger( sér Jiess fulla greitt, að „að- kastanna“ kunni jafnan að vera von úr ýmsttm áttum. Slíkum mönnum ætti ekki að vera óklcift að ræða ágreiningsmálin af fullri skynsemi og kurteisi. — Hið satna verður trauðlega heimtað af ung- lingum og angurgöpum. Hr. S. E. fttllyrðir, að í öðrum nienningarlöndutn sé reglan sú, að þlööin bægi frá sér öllum „aö- köstum“ í garð þeirra manna, er um hljótnleika rita „af fullri hrein- skihti og samviskusemi". — Þetta getur vel veriö og veit eg þó ekk- ert um þaÖ tneð vissu. Hugsast gæti samt, aö full-örðugt kynni að reynast stundum, að vinsa úr „samviskusömu" höfundana. Skilst mér, að hitt og anuað gæti komið til álita við þvílíkt mat, og ekki æfinlega > auövelt úr því aö skera tueö öruggri vissu, livort greinar- höf. væri samviskusamur eða ekki. Viö hrein|skilnina væri sjálfsagt hetra að fást, Jiví aö sú hliö máls- ins liggur fremur í augum uppi. Þeir, sem lesiö hafa hljómlistar- dóma í blööumun hér, munu ekki geta á þaö íallist, að rétt sé aö binda opinberar umræöur um hljómlist viö nöfn einhverra á- kveöinna matina. Dómarnir hafa ckki veriö með þeim hætti, að slikt geti talist æskilegt. Hitt mundi réttara og vænlegra til árangurs, aö gefa sem flestum hæfum mönn- um kost á því, að láta álit sitt í ljós. — Eg er algerlega mótfall- irtn allri cinokun — ekki síst í mati á andlegum verðmætum. Eg vil að allir hæfir menn og fróð- ir hafi fult leyfi til að segja óörum til vegar. En þeir eiga að gera Jiað á prúðmannlegan hátt, og þeir eiga að rökstyðja mál sitt, hvort sem Jieir skrifa lof eða last. Stóryröi og hróp út i loftið, rakalausar fttllyrðingar, háskýja- lof eöa níð um einstaka menn og geðvonsku-raus, á ekki aö eiga neinn rctt á sér. Þeir, sem þvílíkum vopnum beita, fella á sjálfa sig þunga dóma. Listavinnr. 70 ðra reynsla og visindalegar rannsóknir tryggja gteði kafCbætisins VEROl enda er hann heimsfrægnr og hefur 9 s i n u u m hlotið gull- og silfurmedaliur vegna fram- úrskarandi gœða sinna. Hér á landi hefur reynslan sannað að VEBO er miklu betrl og drýgrl en nokkur annar kaffihætir, Notið aðeins VERO, það marg borgar slg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.