Vísir - 21.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 21.03.1928, Blaðsíða 2
v i a ; tt )) Mmnm & Olseini (( Bandalasta Bollapör, kriisir, skálar, könnur o. fl. í mörgum failegum litum. Lítið á sýnisiiorn lijá okkur. Brotnar ekki. Fyrirliggjsndi: Siriua, Konsum oa Husholdning sufiusúkkulaði. Mllka og Velma átsúkkulaðí. Suchards kon ekt í mjög fallegum öskjum. A. Obenliaupt. Frá Alþingi. —o í gær voru þessi raál lil um- ræðu: Efri deild. Frv. lil 1. um breyting á 1. um Landsbanka fslands, 2. umr. Umræða þessa máls stóð fram undir miðnætti, en atkvgr. var frestað þangað til í dag. Vísir liefir áður skýrt all itarlega frá efni þessa frv., og er óþarft að endurtaka það hér. Neðri deild. 1. Frv. til 1. um hvalveiðar, frh. 2. umr. (atkvgr.). Frum- varpið var samþykt með mikl- um atkyæðamun og vísað til 3. mnr. 2. Frv. til 1. um bann gegn dragnótaveiði. í landhelgi, 2. umr. Fiæ. þetta flytja Benedikt Sveinsson og Jörundur Brynj- úlfsson. Er efni þess að banna veiðar með dragnótum i land- lielgi, þar með talin kolanót (Snurrevaad), hér við land, nema eigendum og notendum jarða þeirra, er að sjó liggja. peir mega nota ádráttarnætur og draga þær á land. — Er það álit flutningsmanna, að drag- nólaveiði á grunnmiðum sé ein hin skaðlegasta veiðiaðferð, sem hingað til liefir þekst, „og jafn- vel verri en ailar þær til samans, er tíðkast iiafa hingað til, fyrir uppvöxt nytjafiska, ef þessi veiði er rekin með nokkurri verulegri atorku.“ Segja þcir hana aldrei hafa komið lands- mönnum að neinu gagni, cn nokkur skip Iiafi skarkað inni á vikum og vogum við Norður- iand, undir dönsku flaggi, „meira eða minna löglega“. Etin töldu flm. nauðsyn að banna þetta veiðarfæri vegna iandhelgisvarnanna. Ef fslend- ingar vildu halda viðurkenningu stórþjóðanna á siðferðilegum rétti til hinna háu sekta fyrir landhelgisbrot, yrði að taka fyrir veiðar jafnt útlendra sem innlendra manna í landhelgi með þeim veiðitækjum sem stórskaðlegust væru talin tímg- un og uppeldi hytjafiska. — Meiri hlnti sjútvn. (JörB, SÁÖ og SvÓ) vildu samþykkja frv. með óverulegum hreytingum, en tveir nefndarmenn, ,T. Jós. og Ó. Th„ féílust ekki að öllu á röksemdir fyrir frv. og háru fram hrtt. um að leyfa þessar veiðar 3 mánuði á ári liverju (sepl'—nóv.). Jón Ólafsson stóð upp úr liópi deildarmanna og andmælti því algerlega, að drag- nótin væri hættulegt veiðarfæri fyrir ungviðið eða botngróður- inn. Vildi ekki Jieyra minst á neinar liömlur á dragnótaveiði. Hún gæti vel orðið landsmönn- um að liði, og kolinn væri sum- slaðar svo mikill í landhelgi, „að til vandræða liorfði“. petta veiðarfæri liefði þann stóra kost, að það veiddi fiskinn lif- andi, og væri mjög mjúkt við- komu. Ylli þvi engum usla á sjávarbotni. Iívaðst liann hafa þetta eftir vísindamönnum. pað væri fáfræði og hlcypidómar að hanna mönnum að hjarga sér á þennan hátt. — Tólcust óhlíðar umræður með þeim J. Ól. og Ben. Sy-. um málið. Bar liaim fyrir sig þau rök, er að framan voru talin, en skaðsemi drag- nótar kvað hann hest sannast á því, að koli væri nær génginn til þurðar fyrir Norðurlandi, sem veiðin liefði inest verið stunduð, enda ágreiningur meðakvísinda- manna um dragnótina. Að lykt- um voru sámþyktar hrtt. beggja nefndarhluta, og þvi leyfð veið- in haustmánuðina, nema á þeim stöðum, isein liún er hönnu'ð með sérstökum samþyktum. 3. Frv. til 1. um skattgreiðslu h.f. Eimskipafélags fslands (ein umr.) var afgreitt sem lög frá Alþingi. 4. Frv, til iaga um heimild hreppstjóra til að framkvæma lögíak (ein umr.) var einnig af- greitt sem lög frá AJþingi. 5. Frv. til 1. um smíði og rekstur strandferðaskips, frli. 2. umr. Loks tókst að ljúka þessari löngu umræðu, en ekki var á- liuginn meiri en svo fyrir mál- inu, að fresta varð atkvgr. sök- um mannfæðar í deildinni. — Út af þessu stóð Einar Jónsson upp og skoraði á forseta að skijia þingmönnum þeim, sem jafnan töluðu fyrir tómum helekjum, að eins fyrir þingtíðindin, að koma með skrifaðar ræður sin- ar og fá þær þingskrifurum þegjandi og hljóðalaust, en tcí'ja eklci aðra þingmcnn frá nauðsynlegri athugun mála með að lesa ræðumar fyrir þeim. Ætti gagnslaus mælgi að lialda áfram kvaðst Einar mundu soðla hest sinn og ríða heim. Ný titlaga. Halldór Stefánsson og Ingvar Pálmason flytja í SJ). till. til þál. um gildi íslenskra peninga. Olii Maria fililsson bæjarfógetafrú, ekkja Guölaugs sáluga bæjarfógeta, á sjötugsaf- mæli í dag. Frú María, sem er af góöu, sænsku bergi brotin, er fædd ái Skáni 2i. dag marsmánaöar 1858. Hún giftist GuÖlaugi Guömunds- syni cand. jur. áriö 1881, og' kom hingáö til lands 24 ára gömul með manni sírium vorið 1882 :i vinnu- hiúaskildaga og hefir veriö hér í vistinni síöan. Fyrsta ár þeirra hjóna hér á landi bjuggu þau í Dalasýslu, því aö Guölaugur var ])á settur sýslu- maður þar. Þaöan fluttust })au til Reykjavíkur og dvöldu ])ar þang- aö til 1891, aö Guölaugur var skipaöur sýslumaður Skaftfell- inga, en |>á settust þau aö á Ivirkjubæjarklaustri á Siött, og' þar bjuggu þau í 14 ár. Þegar Guö- laugur fékk veitingu fyrir bæjar- fógeta og sýslumannsembættinu á Akureyri Í904, fluttust þau þang- að noröur. Áriö 1913 misti frú María mann sinn og flutti svo búferlum hingaö suöur tveimur ámm síöar. Þeint hjónum varö 9 barna auö- iö og voru þau öll bráðvel gefin og hin mannvænlegustu, eins- og þau áttu ætt tib 4 þeirra dóu á besta skeiöi lífsins, en þau 5 sem eftir lifa eru: Karólína, gift Jó- hannesi iþróBakappa Jósefssyni, Ásdís, gift síra Friðriki Rafnár á Akuréyri, Ólafur, bóndi á Garös- skaga, Soffía Kvaran leikkona og Kristín, gift Magnúsi bæjarlækni Péturssyni. Frú María mun lítt hafa beitt sér fyrir félagsmálum, en þó mun 'l'ián hafa veriö ein af aðalfrum- kvöölum þess aö koma á fót Íisti- garðinum fagra á Akureyri, scm engan á sinn líka hér á landi. Frúin hefir veriö mikil fríöleiks- icona, cins og hún enn ber meö sér. Heimili sínu stjórnaöi hún meö mikluni myndarskap, var hjálpsöm og' gestrisin. Vinir hennar og- kunningjar muntt t dag minnast hennar meö þakklæti aí hlýjum huga og óska lienni góös og gleöilegs æfikvelds. Hin síöari árin héfir frúin húiö hjá tengdasonum síntun, ýmist hjá síra Friöriki Rafnar á Útskálum eöa hjá Magnúsi bæjarlækni Pét- ttrssyni, og' hjá hinum siöarnefnda dvelur hún nú á Grundarstig ro. G. J. ó. Heimln Kesiur-tslenioa 1930. I —O— FB. í tnars. Cunard-gitftiskipafélagiö mikla sendi ungfrú Þórstínu Jackson til Winnipeg, til þess aö kontá þar fiam fyrir félagsins hönd, á árs- þingi Þjóöræknisíélagsins, til þess aÖ ráögast viö þátttakendur á þinginu utn hina fyrirhuguðu ís- landsför 1930. Félagiö réði ungfrú Beck í þjónustu sína til 1930, lileft- irgrenslana og kynningarstarfs á ttteöal íslendinga, meö tilliti til há- tíöahaldanna á íslandi það ár. Mun fclagiö hugsa sér aö gera Vestur- Islendingum tilboö utn fólksflutn- ing til Islands 1930. Hefir félag þetta lagt sérstaka stund á slíka hópflutninga, og stóö fyrir 77 slík- um feröum síöastliöið ár. í sam- lcondi viö þessa starfsemi fer Mtss Jackson í íyrirlestraferöalög itm rikin Dakota, Illinois, Missouri og lndiana. Umtalsefniö er ísland, og sýnir hún ttm leiö myndir frá ís- landi. Viö setning þjóöræknis])ingsins geröi forseti ])ess grein fyrir ýms- utn störfum féiagsins á liönu ári. Konist hann svo að oröi í ræöu sinni: Heimfararnefndin hefir far- iö um flestar hinar mannfleiri Is- lendingabygöir og flutt þar erindi rin. Yfirleitt mun henni hafa ver- iö vel tekið allstaöar. Og itvar setn hún hefir komiö, heíir endirinn oröið sá, aö bygðarmenn hafa kos- iö meö sér nefnd manna, til þess aö standa i sambandi viö aöal- nefndina, og annast milligöngu á milli hennar og almennings. I tilefni af heimferöarmálinu gat séra Rögnvaklur Pétursson urn ])á hugmynd Guöniundar Grintssonar logmanns, ttm viðurkenningu Bándarikjanna á íslenskum Ame- ríkufundi. meö því aö senda er- indreka til Islands, og láta þá færa íslandi aö gjöf styttu af Leifi Ei- ríkssyni. Mr. O. T. Jolmson ltefir skrif- aö grein í Heimskringlu, sem hann kallar: „AÖ klæöa ísland skógi“. Ber hann fram hugmynd, sent hann vill aö Vestur-Islendingar lirindi í framkvæmd, í minningu ársins 1930. Vill hann aö Vestiir- íslendingar safni fé í sjóö, „Skóg- arsióð“, er afhendist íslandi viö lreimförina 1930. Síöan vill hann aö stofnaö verði til trjáplöntunar á íslandi í sem allra stærstum stil, meö tilstyrk landa vestra. I grein- inni segir ennfremur svo: „Biörn Magnússon- á heiöurinn af því, aö hafa fyrstur Vestur-I.s- lendinga hent á heppilegar leiöir í ])essu máli. (Flutti hann fyrir- lestur á þinginu um hugmvnd sina). I Löghergi er birt hréf frá Emile Walters listmálára, er fer 5 sömu átt. Hefir hann þegar ltafiö íramkvæmdir og fengiö loforö ýin- issa stofnana 5 Vesturheimi, til þess aö láta af hendi ókevpis fræ til skógræktunar á íslandi.“ Lögherg og Heimskringla eru ])ess mjög hvetjandi, aö unniö sé aö framkvæmdum í þessu máli. Loks er, i sambandi viö heini- feröarmáliö, hirt grein í Heihis- kringlu. sem heitir „Drengileg á- skorun“. Er í henni birtur kafli úr ræðu, sem J. S. Woodsworth, leiðtogi verkamannaþingmanna á samhandsþingi Canada, hélt 31. jan. Sagöist Mr. Woodsworth svo: „Eg sé, að samgöngumálaráðherr- ann er í sæti sinn. Mig- langar til þess aö skjóta aö honum tillögu í samhandi viö Hudsonflóa-járn- In'autina, og eg mætti þá kannske um leiö segja, aö eg hygg aÖ hann. cigi lof skiliö fyrir það, hve fljót- ur hann var að útvega sér ágæta aöstoð sérfróðra manna, til þess aö taka ákvörðun um endastöö luautarinnar. A meðal þeirra inn- flytjenda, sem allra mest eru virt- ir í Vestur-Canada, eru íslending- arnir, setn hingaö fluttust fyrir riímum fimtíu árum. Sumir okkar •nnina ef til vill ekki eftir því, aö hýsna sterkar sönnur eru á þeirri staðhæfingu þeirra, aö þeir hafi í raun og veru íyrstir fundiö Ame- tíku, þegar Leifur Eiríksson sigldi vestur um haf. Aö tveimur árurn liönum gerir hin i.slenska þjóö ráö íyrir, aö halda hátíölegt Jtúsund ara afmæli nútíöar-þingskipulags a íslandi. Margir ísiendingar fara 1 á héöan til ])ess aö taka ])átt í J.essum hátíðahöldum. Eg vilcli stinga upp á þvi viö sámgöngu- ntálaráöherrann, aö þótt ekki væri netna til þess a'Ö vekja sem víö- ast eftirtekt, þá ætti hann aö bjóö- ast til þess aö veita far til íslands flokki þessara manna, á einu skij)i úr kaupflota stjórnarinnar, frá l'ort Churchill viö Hudson Bay. ÞaÖ myndi áreiöanlega koma„Fort GlrurchiH“ „á lapdabréfiö“, eins og þeir seg'ja i hlööunum." I sambandi við þessa uppástungu segir ritstjóri Heimskringlu: „Mehn mega gjarnan gera sér þaö ljóst, aö þaö er ekkert náðarbrauö, J'ótt Canadastjórn eða önnur stjórnarvöld vildu aö einhverju leyti, heinlinis eöa óbeinlínis, stuöla aö þvi, aö heimförin 1930 } röi sem veglegust. Meö þvi er ekki einungis sómi sýndur ís- lenskri starfsemi hér vestra, og fimtiu ára borgaraskyldu, vel af hendi intri, heldur menningarland- inu íslandi, siglinga- og bókmenta- ];jóöinni íslensku, er fann Ame- ríku, og ritaöi kafla úr sinni eig- in sögu og annara, svo aö „geymi- legt er, meðan hyggist heimur“. Því aö þaö er alment viöiírkent í samþjóðlegum viöskiftum, a<5 þess hetur sem sendimenn eru úr garði geröir, j)ess meiri er sæmd heggja t'íkja: Þess, er heiðra skal, og ]iéss, er heiðursvottinn sýnir“. Aldarminning Henriks Ihsens var hátíöleg halditt í lönó í gærkveldi. Hátíöin hófst á ])ví, aö hljómsveit Nýja Bíó lék nokkur lög eftir Grieg (Anitras Dans, I Bergkongens hall og Morgenstemning). Þá flutti Lövland ræöismaöur stutt er- indi, en aö því loknu hélt Ágtist H. Bjarnason fyrirlestur um Ibsen cg skáldskap hans. Á eftir erindi prófessorsins skemti Óskar Norö- mann með söng, en þar næst vár hlé um stund. Eftir hléið flutti Þorlákur Helgason stutta ríeöu á norsku, en frú Liv Lövland las upp hið mikla og fræga kvæði Ib- sens „Þorgeir í Vík“. Aö loknum upplestri frúarinnar lék hljóm- sveitin nokkur norsk lög. Siöasta fe

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.