Vísir - 29.03.1928, Page 2

Vísir - 29.03.1928, Page 2
VlSIR Höfum iexxgid íslesskar kartöflnr verulega góðar. Fypii*ligg|andi: Hpismjöl. Með Goðafoss fæ eg póleruð ítölsk Hrísgrjón. A. Obenhaupt Símskeyti Banatilræði við stjórnmálamenn. Frá Chicagó er símað : Sprengi- kúlum var kastað á hús tveggja stjórnmálamanna í Chicago. Bá'öir .stjórnmálamennirnir eru lýðveldis- sinnar. Húsin skemdust, en engir særðust. Ekki hefir tekist að hafa uppi á óbótamönnunum. Menn ætla, að sprengjutilraunirnar hafi verið gei'ðar af pólitískum ástæð- um. Landskjálftar á ítalíu. Frá Ucline er sunað: Landskjálft- ar hafa komið i Udinehéraöi i Norður-ítalíu. Hús hafa víða skemst og sumstaðar hrunið. Fimm menn hafa farist og sjö meiðst. Utan af landi. ——o— Akranesi 29. mars. Ágætur afli í 3—4 daga. Bátar komu að í fyrradag, með fullar lestir og á dekki sumir, en hátt í Iest hjá öðrum. Góður afli í gær, en heldur minni en í fyrradag. Undanfarinn hálfan mánuð mis- jafn afli, og ekki altaf gefið á sjó, en jafnastur og bestur afli síðan á sunnudag. Heilsufar gott. Aðfaranótt sunnudags andaðist hér Sveinn Oddsson, barnakennari. aldraður maður. Hann var hættur ■kenslustörfum fyrir mörgum árum. Ffá Alþingi. í gær voru þessi mál til með- ferðar: Efri deild. 1. Frv. til I. um samstjórn tryggingarstofnana landsins, frh. 2 umr. (atkvgr.). Meiri hluti fjár- hagsnefndar lagði til að frv. væri samþykt óbreytt, en minni hlut- inn (J. Þorl. og B. Kr.) bar fram tiokkrar brtt. Feldar voru tillögur um að heimta, að forstjóri trygg- ingarstofnunarinnar skyldi hafa fullkonma sérþekkingu á trygg- •-ugarmálum, og að laun hans skyidu vera 5 þús. kr. í byrjun og hækka upp í 6 þús. í frv. eru laun- in 4 þús. kr., og hækka upp i 5 þús. á 9 árum. Hinsvejgar var samþ. brtt. frá mmni hlutanum. lim að lögin skulu koma til fram- kvæmda, þegar næst losnar for- stjórastaða annaðhvort við Bruna- bótafélag íslands eða Slysatrygg- inguna. En það verða aðal stofn- anirnar í Tryggingastofnun ríkis- ins. Frv. var vísað til 3. umr. 2. Frv. tii 1. um breyting á 1. um slysatryggingar (3. umr.) var samþykt óbreytt og endursent Nd. 3. Frv. til 1. um bfi'tíyting á 1. um bæjarstjórn ísafjarðar, 2. umr. Eftir till. allshn. var frv. samþykt óbreytt og vísað til 3. umr. 4. Frv. til 1. um varasáttanefnd- armenn í Reykjavík, 2. umr. Frv. þessu var einnig vísað til 3. umr. allsendis ágreiningslaust. 5. Frv. til 1. um laxveiði í Niku- lásarkeri 2. umr. Frv. þetta sýnist ætla að ganga með meiri friðsemi gegn um efri deild en neðri, því að engin brtt. var fram borin við það, og því vísað til 3. umr. 6. Frv. til 1. um atvinnurekstr- arlán, 2. umr. Fjárhagsnefnd virt- ist þríklofin um þetta mál. „Fyrsti minni hluti", J'. Þorl. og B. Kr„ lagði til að frv. væri samþykt, ó- breytt að mestu. „Aitnar mmni hluti", J. Bald., var sammála flm. frv. um nauðsyn þess að létta af, svo sem hægt væri, Iáns- og vöru- skiftaversluninni, og áleit, að til þess þyrftu landsmenn, hver í sínu héraði, að eiga kost á rekstrarlán- um með viðunandi kjörum. Hins- vegar þóttist hann sjá ýmsa agnúa á frv„ einkum þann, að ekki væri víst, hvort Landsbankinn fengist til að taka aö sér forgöngu máls- ins. Vildi þó fylgja frv. til 3. umr. — „Þriðji minni hluti", Ingvar og Einar Árnason, vildi vísa mál- inu til stjórnarinnar, en sú tillaga var feld með 7: 5 atkv. Síðan vqru samþyktar brtt. 1. minni hluta, og frv. vísað til 3. umr. Neðri deild. 1. Frv. .til 1. um breyting á jarðræktarlögum (ein umr.) var samþykt eins og efri deild gekk frá því, og því afgreitt sent lög frá Alþingi. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um verðtoll á nokkrum vörum, 2. umr. Eftir samhljóða till. fjhn. var trumvarpið samþykt og vísað til 3. timr. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um'vörutoll, 2. umr. Eins og efri clcild samþykti þetta frv. var það um að þrefalda kolatollinn, úr 1 kr. á smálest í 3 kr„ og að koma aftur á tunnutolli, Fjhn. Nd. klofn- aði um málið. Þrír nefndarmenn, Iíannes, Iléðinn og Halldór, vildu samþykkja frv. óbreytt, en tveir, Ölafur Thórs og Sig. Eggeprz, vildu fella það. Töldu þeir þegar „seilst uógu djúpt í vasa skattþegnanna", og einkum væri óverjandi, að hækka kolatollinn svo gífurlega. Útgerðin væri ekki of vel stödd, og nógu dýrt væri að lifa í Reykja- vik,. þótt ekki væri hækkaö svo mjög verðið á eldsneyti bæjarbúa. Einnig var af þeim og öðrum bent á þá hættu, að yrði frv. samþykt, væri sennilegt, að bötnvörpungar nutndu fara að ieggja sig meira eftir ísfisksveiðum heldur en þeir hafa gert. Þá ná þeir kolunum i Englandi, án þess að borga eyri af tollinum. En með auknum veið- um í is mundi atvinna minka í landi, og því væri frv. hættulegt öllum almenningi. Jón Qlafsson þóttist sjá fram á, að ekki tækist að fella frv., og bar því frarri brtt. um að hækka kolatollinn aðeins um helming (í 2 kr. af smálest). Var sú tillaga samþykt og frv. vis- að til 3. umr. 4. Frv. til 1. um atvinnuleysis- skýrslur, 2. umr. Allshn. lagði til, að frv. væri samþykt með þeirri lireytingu, að’ skýrslunum skyldi aðeins safnað í kaupstöðum; í frv. var.gert ráð fyrir, að þeim væri einnig safnað í þeim kauptúnum, er liafa yfir 300 íbúa. Atkvgr. var frestað þangað til í dag. 5. Frv. til i. um bæjarstjórn á Norðfirði, 2. umr. Meiri hluti allshn. (G. Sig„ Héðinn, Bernh. St.) vildi fallast á frv. óbreytt. Minni hlutinn (Hákon og M. Guðm.) vil’di vísa því frá með rök- studdri dagskrá, en fela stjórninni að undirbúa löggjöf um sveitar- stjórn í stærstu kauptúnum lands- ins. — Forsætisrh. bar frafn brtt. um að kaupstaðurinn heiti Nes- kaupst^ður, en eigi Noröfjörður. Nú heitir þar að réttu lagi Nes- kauptún. Atkvgr. var fréstað, sök- um mannfæðar i deildinni. Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 4 st„ ísafirði 4, Akureyri 4, Seyð- isfirði 2, Vestmannaeyjum 5, Stykkishólmi 3, Blönduósi 4, Rauf- arhöfn o, Hólutii í Hornafirði 4, Grindavík 3, Færeyjum 5, Juliane- haab 5, Angmagsalik o, Jan Mayen ~ 7, Hjaltlandi 6, Tyne- mouth 3. Kaupinannahöfn 3 st. Djúp lægð yfir Breitlandseyjum á norðausturleið. Norðaustan á Sel- vogsgrunni. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: í dag og nótt norðaustan og norðan átt. Úrkomulaust. Norð- urland: í dag og nótt norðaustan átt, úrkoma austan til. Norðaustur- land, Austfirðir: í dag norðaustan. Bleytuhríð. í nótt allhvass norð- austan. Suðausturland: I dag vax- andi norðaustan. í nótt sennilega hvass norðaustan. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við útför móður okkar, Ragnheiðar Ámadóttur. Fyrir mína hönd, systra minna og annara aðstandenda. Sigurður Guðmundsson. Jarðarför dóttur okkar, Sigríðar, er andaðist 22. mars, fer fram laugardaginn 31. þ. m., kl. e. h., og hefst með húskveðju & heimili okkar, Þrastargötu 5. Vilborg Loftsdóttir. ólafur Guðnason. Félag frjálslyndra manna heldur aðalfund í Bárunni, uppi, annað kveld kl. 8yí- Fyrirlestur um Woodrow Wilson. Fyrir tilmæli ýmissa manna hér ætlar Thorkel J. Lövland, ræðis-, maður, að flytja nokkur erindi fyr- ir almeimiug. Verður fyrsta erind- ið flutt á morgun kl. 5, í Kaup- þingssalnum, og ræðir urn Wilson Bandaríkjaíorseta. Aðgangur er heimill fyrir alla. Síðar mun hr. Lövland flytja erindi um sam- bandsslitin milli Noregs og' Svi- þjóðar. Hefir hann rannsakað til- drög og atvik þess máls ítarlega og ritað um það fjölda blaöagreina. Góðup eiginmað- up gefup konunni Singers saumavél. imis Benjainiflssofl*Cs. Reykjavik. Dronning Alexandrine kom hingað að norðan í gær, og fer héðan kl. 8 annaö kveld, áleið- is til útlanda. Franskur botnvörpungur kom hingað í gærkveldi, til þegs að fá sér kol. Aðalfundur hf. Kvennaheimilisins, í kveld kl. 8/2 í Kaupþingssalnum. Stjórn- arkosning o. s. frv. -— Félagskonur beðnar að fjölmenna. Lyftan í gangi. Leiðrétting. í dánarminningu Bertels Guð- jónssonar, er nýlega birtist hér í blaðinu, gleymdist mér að nefna annan bróður hans, sem lífs er, heitir hann Óskar, ungur maöur, ókvæntur. Á heima á Útskálum. P. P. Landhelgisbrot. í fyrrakveld tók Óðinn enskan botnvörpung að veiðuni í land- helgi og fór með hann til Vest- mannaeyja. Hann heitir ,Sea King‘ og er frá Grimsby. Hann var sekt- aður í gær um 12500 kr„ en afli og veiðarfæri upptækt. Skipstjór- inn áfrýjaði dóminum. Guðm. Friðjónsson skáld, flytur fyrirlestur: Höfð- ingsháttur i ræðu og riti, í sam- komusal Hafnarfjarðar, kl. 9 í kveld, aö tilhlutun félagsins Magna. Njorður kom af veiðum í gær. Hafði tæpar 60 tunhur lifrar. Hólmfríður Þorláksdóttir. kveður rímnalög í Bárunni á föstudagskvöld. Jósef Húnfjörð kveður þar og kveðjuljóð til Jóns Lárussonar. Áður en þér fáið yður gleraugu, ber yður sjálfra yðar vegna að koma í sérverslun THIELE ÍO Klrkjustpœti IO Það er ekki sama hvaða umgjörðir og gler þér notið. Leitið yður upplýsinga í gler- augnasérverslun Thiele, sem er t Kirkjustræti 10 og hefur livergl annarsstaðar útsölu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.