Vísir - 30.03.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 30.03.1928, Blaðsíða 5
VÍSIR Föstudaginn 30. mars 1928 Höfum fengið íslenskar kartöflur verulega góðai*. 4 Fy rír lí gg jandi: Verkamannaföt, jakkar, buxur, mjög ódýr, blá ctoeviot Matrosföt, með stuttum og löugum buxum. Fiiatoeinskamtoar. A. Obenliaupt. íslensksérleyfi. Eins og geta má nærri, hljóta sérleyfi. einstakra manna og félaga til stofnunar og reksturs fyrirtækja hér á landi, aS eiga ríkan þátt í framförum íslands, á þeim tímum sem fara í hönd. Til þess ber margt sem líkt er og skylt meS oss og öSr- um þjóSum. En mestu hlýtur þó þar um aS ráSa fámenni vort, strjálbýli og aldaeinangrun frá menning álf- unnar, sem mun, aS öllu athuguSu, mega teljast dæmalaus. pegar þannig er litiS á þau sér- leyfi, sem veitt hafa veriS hér til þessa, munu menn þó efalaust furSa sig á þeim kala og ímugusti sem virSist nú gera sín vart meSal vor gegn tihaunum nokkrum til þess aS draga auS og mátt inn í fábygSa landiS, á líkan hátt sem gerist og gerst hefi víSsvegar um heim. Vil eg í þessu samhengi einungis minn- ast á eitt atriSi. Almenningi er kunnugt, aS fossa- félagiS „Titan“ hafSi á sínum tíma fengiS leyfi til fossavirkjunar frá umboSsvaldi voru, þegar Einar Arnórsson var ráðherra. En leyfis- hafar munu hafa verið taldir á að snúa sér samt til þingsins, sem var að vísu óþarft að Iögum. Ut af því spruttu nú hinar miklu málalenging- ar og áradráttur þessa máls eins og kunnugt er. Lauk þó svo, að síðasta þing lögsamdi enn leyfi til félagsins. Var þá ekki annað eftir af hálfu ríkisstjórnar, en að gefa út skjal til leyfisins. Nú hefir fjöldi manna er- lendis lagt stórfé af mörkum til þess að framkvæma erfiðar og langvar- andi rannsóknir, semja um kaup og ítök á báðum bökkum pjórsár, á- ætla um kostnað járnbrautar, fram- leiðslu loftáburðar, flutning aflsins til Reykjavíkur o. s. frv. En þrátt fyrir alt þetta hefir það einatt heyrst meðal íslendinga utan lands og inn- an, einmitt nú þegar mest liggur á að rýra ekki um skör fram trú og álit erlendra manna á gróðavænleik og heilbrigði þessa fyrirtækis — að hér sé verið að spyrja leyfishafa, „hvort þeir hafi nóg fé“ — áður en leyfisbréfið sjálft er útgefið og und- irritað, samkvæmt lögum Alþingis. Hvort sem menn eru með eða móti Titan-fyrirtækinu, er slíkt fá- heyrð og óhæf aðferð, og síst til þess að auka tiltrú eða álit annara á réttvísi vorri gagnvart lögmætum hagsmunum viðskiftavina vorra er- ÍMftfc.; Lsyfebr’éf er ■Vtfkt þetm ein- ungis, sem ríkið hefir áður talið hæfa til þess að neyta þeirra. En áður en leyfisbréf er gefið út, hefir aldrei heyrst að leyfishafi sé kruf- inn um fjárhagslegar horfur fyrir- tækisins. Hér mætti og nefna eitt dæmi. pegar Arntzen og Warburg sóttu um leyfi til þess að stofna Is- landsbanka, þá var annar þeirra gjaldþrota. En fyrirspurn frá ís- landi til Hafnar nægði til þess að sinna erindi Dananna. Og það var fyrst löngu eftir útgáfu leyfisbréfs- ins, að fé fekst til bankans. Civis. Herra ristjóri! Mætti eg biðja >öur að ljá eftirfylgjandi línum rúm í hei'öru'Su blaöi yðar? MorgunlrlaðiS frá 28. þ. m. get- ur þess í þingfréttum frá degin- um áður, aö hagfræöingnum Héðni Valdimarssyni hafði farist svo orð undir umræöunum’um 25 °/o hækk- un á eigna- og tekjuskatti, — sem þessi virðulegi þingm. hefir borið fram í frv.-formi á þessu þingi, og áætlað að nema muni 200 þús. kr. tekjuauka fyrir landssjóð, —: „séu (þ. e. 200 þús. krónurnar) betur komnar í ríkissjóð, en ef þær verða i vörslum landsmanna“. Ályktun þessi er svo fávísleg, að lítt er hugsanlegt, að hún geti hafa hrokkið af vörum nokkurs þing- manns, og þó allra síst þingmanns með hagfræðingsprófi. Eg, fyrir mitt leyti, myndi að minsta kosti telja stundar- og framtíðarhag landssjóðs betur borgið með því, að þing og stjórn reyndi eftirmætti að efla efnalega getu þjóðarinn- ar, heldur en að beita þeim ráð- um, sem nú eru uppi á Alþingi, að stofna til misjafnlega þaHra, og sumpart ónauðsynlegra útgjalda, sem greiða á með stórauknum tolla- og skattaálögum, samtímis því sem allar aðrar þjóðir neyta allra ráða til þess, að draga úr skattaálögunum og koma þjóðfé- lögunum á réttan kjöl efnalega, — vitandi það, að hvert þjóðfélag á öruggari stoð í velmegandi borg- urum, ef eitthvað ber út af, en þótt miljónir króna lægi í ríkis- féhirslu, sem teknar hefðu verið með óbilgjörnum tollum og álög- um, af fjárhagslega rúnum borg- urum; Treysti H. V., og aðrir þm. með líku hugarfari, sér ekki til að færa sónnur gegn því, að krónan sé meira virði fyrir ríkissjóð og efna- lega afkomu þjóðarinnar, á meðan hún fær að vera kyr i vörslum at- vinnurekandanna, heldur en eftir það að hún er höfnuð sem eyðslu- té í ríkisféhirslunni, þá stendur ó- l.rakin kenning breska stjórnmála- mannsins Gladstone, sent -heldur kaus að láta „shillinginn" ávaxt- ast i vösum atvinnurekandauna bresku, en að hremma hann sem eyðslufé í ríkisfjárhirsluna. Vonandi verður þvi ekki meiri híuti bænda þeirra, áem nú sitja ó þingi, svo skyni skropnir, að þeir, þegar til kemur, láti H. V. eða aðra, draga sig út á hála og hættulega fjármálabraut, þvi alt slikt myndi urn siðir koma þeim sjálfum í koll, ef ekki nú þegar, að minsta kosti undir eins og jafn- aðannenn hafa náð undirtökunum í atvinnu- og fjármálum þjóðar vorrar. Þegar efnalegt sjálfstæði er far- ið, mun hið pólitiska fljótt fylgja á eftir, enda viröast refarnir til þess skornir. Reyndur borgari. Mám yestiitiir. Meðal margra annará mála, sem iyrir þinginu liggja, eru tvö næsta eítirtektarverð. Þessi mál snerta bæði Þingvöll, prestakallið og sveitina. Annað er um þaö, að gera refi friðhelga í Þingvallahrauni, liitt um það, áð gera prestinn ó- l’riöhelgan á Þingvallastaö. Brottrekstur prestsins er svo hneykslanlegur, aö menri standa undrandi yfir þvi, að til skuli vera svo andlega volaðir menn, að slikt beri fram á þingi af öðrum ástæð- um en þeim, að Þingvallasöfnuð- ur beiddist þess. En það er ekki kunnugt, að nein beiðni hafi kom- ið fram í þá átt. Hve margir jringmenn muni veröa með þessu hneykslanlega frumvarpi, er ekki kupnugt. Hitt er víst, að margir, fjær og nær, munu vera á móti þessari ómenn- ingu. Fyrst og fremst er þetta mjög óheppilegt fyrir söfnuðinn, að svo nriklu leyti, sem honum stendur ekki á sama um kristileg málefni. í ræðu og riti hefir því verið haldið fram, aö Þingvöllur hafi verið og sé enn nokkurskonar helgistaður, og er þaö að mörgu Jeyti rétt. Eg hygg, að kristnitak- an á Alþingi á Þingvöllum, hafi varpað mestum helgiljóma yfir staðinn og landið í heild sinni. Ætti ])ví kirkja og kristnihald á Þingvöllum að standa, meðan nokkur kirkja og kristindómur fyrirfinst í landinu. Þó að Þing- vallaprestakallið verði lagt niður, getur það ekki orðið mikill sparn- aður fyrir rikið. Við getum búlst við því, að ferðamannastraumur frá útlöndum fari ekki minkandi í framtíðinni; getur þá, ef til vill, komið til álita, hvort það lyfti okkur nokkuð upp á frægðartinda siðmenningar, að friða refina, en ófriða prestinn á Þingvöllum. Flér er verið að velja á milli kristindóms og villimensku, milli prestsins og refanna. Úrslit þes'sara mála sker úr um þ'að, á Kxmxmxmm»oooooooooo( Allan daginii getið þér reykt « 1TEOFANI | FINE * án þess að þær særi hálsinn. Mildar og ljúffengar. Seldar hvarvetna. 20 stk. 1,25. ~UOOQOOOOOOOQOCiOOaOOOO»OOOQV<. hvaða menningarstigi þingmenn vorir standa. Þótt Þingvellir sé háheilagur staður, yfirleitt, þá er þó kirkjan og sá staður, sem hún stendur á, allra helgust á Þingvöll- um. Miklu helgari yrðu Þingvellir ekki, ])ó að þar yrði komið á fót refarækt. Lægi því næst, að gera kirkjuna svo vistlega, að við gæt- um boðið hverjum, sem að garði bæri, iifn í hana, innlendum og út- lendum, til að hlusta á fagnaðar- erindi frelsara vors, og bjóða alla þangað velkonma í hans nafni. Leikið hefir orð á því, að sið- ferðið á Þingvöllum á sumarsam- komum- þar, hafi ekki veriö til neinnar fyrimyndar; hefði þvi átt vel við að þingið hefði komið sér saman um að setja þangað lögreglu á sumrura, til að útrýma þar ýmsu siðleysi, sem þjóðinni er nú til van- virðu. Sömuleiðis hefði átt vel við áð útrýma refunum úr Þingvalla- hrauni, og íá til þess góðar skytt- ur. Að minsta kosti ætti það bet- ur við, en að flæma prestinn af staðnum. Mosfellsheiði getur verið ófær mikinn hluta vetrar. Flestum mun vera orðið frill ljóst, að kirkjumál okkar eru kominn í ó- göngur með fækkun presta og kirkna. Mörgtun kirkjuræknum mönnum er orðið ókleift að sækja kirkjur, vegna vegalengdar, sér- staklega kvenfólki og gamalmenn- um. Og þó að Þingvallakirkja eigi að fá að standa að nafni til, þá er söfnuðurinn sviftur prestsþjón- ustu mestan hluta ársins, þar sem Mosfellspresti er ætlað að þjóna kallinu. Til þess að koma kirkjumálum okkar í betra horf, vona margir að biskup vor- gangi nú fram, á- samt þeim prestum landsins, sem láta sig kristin trúmál nokkuð varða, og berjist ósleitilega fyrir því, að koma kirkjumálum okkar i betra horf, en nú er. Það, sem fvrst liggur fyrir að gera, er að standa á móti fækkun presta og prestakalla (kirkna) og svo að líða engan í prestsstöðu þjóðkirkjunn- ar, sem ekki heklur sér fast við trúarjátningu kirkjunnar. Ekki þarf að efa, að margir lærðir og ólærðir leikmenn styddu þá af fiemsta megni. Taki nú hver og einn til máls, sem hann er drengur til, með og Vfsis-killjð oerír alla olaða. lOQOOQOQQQC X X X XXXXXXXXXXXM Brunatryggingar | Sími 254. | Sjóuátryggingar 1 Sími 542. fj KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX móti kirkjunni og refunum, með hliðsjón af því, hvort gagnlegra muni þjóðinni. Guðjón Pálsson. Fálkinn, hið nýja vikublað þeirra Vilh. Finsen, Svavars Hjaltested og Skúla Skúlasonar, kemur út á morgun í fyrsta skifti, og fram- vegis á hverjum laugardegi. Hlut- verk blaðs þessa er fyrst og fremst það, að verða heimilisblað, til skemtilesturs og fróðleiks, jafnf handa ungu fólki og gömlu, körl- um og konum. Stjórnmál leiðir blaðið alveg hjá sér. Blaðið verð- ur fjölbreytt að efni til, sögur og annar skemtilestur, fræðandi grein- ar um útlend efni og innlend, fróð- leiksmolar ýmiskonar, sérstakar deildir um kvikmyndir, útvarp og ýmsar iðnfræðilegar nýjungar, um ýmislegt, sem kvenfólkið varðar og svo skemtidálkar handa börnum. Þá verður í hverju blaði stutt sunnudagshugleiðing, eftir ein- hvern kennimann íslensku kirkj- unnar. Bókafregnir og lista flytur blaðið einnig. Blaðið mun flytja rneira af myndum en nokkurt ís- lenskt blað hefir flutt áður, bæði útlendar og innlendar, og er svo vel vandað til pappirs og prentun- ar, að þær njóta sín fyllilega. Get- raunir ýmiskonar flytur blaðið, og- hefst ein þeirra i fyrsta blaði. Er lagt fyrir þátttakendur í henni að þekkja tólf fræga staði hér á landi og verðlaunum heitið fyrir réttustu svörin. Einnig ætlar blaðið frarn- vegis að veita verðlaun fyrir vel teknar og skemtilegar Ijósmyndir og birta þær. Blaðið er stórt, á hérlendan mælikvarða, 16 sxður í stóru broti. og kostar aðeins 40 aura.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.