Vísir - 02.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1928, Blaðsíða 2
VÍSIB D Htem i ÖLSBHi (( Lakkrís, margar tegundir. ískex. Súkkuladi. Eidspýtur, Leiftup. tslenskap kartöflup. Grænar baunlr, Snittebaunir, Vaxbaunir, Carotter, Spinat, Tomat, Pureé Champignons, Prima epla og hindberja Gelee. A. Obenhaupt, Símskeyti Khöfn i. apríl. FB. Páfinn og Mussolini. Frá Berlín er símaö : Samkvæmt íregn frá Rómaborg hefir páfinn kvartaö yfir ]>vi í ræöu, aö Fas.c- istar fjarlægi æskulýöinn frá kirkjunni. Mussolini hefir strax svarað meö því'aö leggja fyrir ráöherrafund tillögu um aö banna yms kaþólsk æskulýösfélög. Voru tillögur Mussolinis samþyktar á ráöherrafundinum. Flugferð um ísland til Ameríku. Frá Berlín er símaö: Þjóöverj- inn Loosi ráögerir flugferö til Ameríku og hefir hann í huga aö ieggja leiö sína um ísland. Látinn forseti. Frá Genf er símaö: Gustav Ador, fyrrverandi forseti í Sviss, forseti Rauða Krossins, er látinn. Landskjálftar í Litlu-Asíu. Frá Konstantínópel er símað: Landskjálftar hafa komið í vestur- hluta IJtlu-Asíu. Mörg hús í Smyrna og bæjunum t nágrennfnu hafa hruniö. Fjpá Alþingi. Þessi mál voru til umræöu á laugardag: Efri deild. 1. Tillaga til þingsályk.tunar um skipun milliþinganefndar til aö xhuga tolla- og skattalöggjöf landsins, síöari umr. Tillagan var samþykt tneö 8:4 atkv. og af- greidd til neöri deildar. 2. Frv. til laga um hvíldartíma háseta á íslenskum botnvörpuskip- um (3. umr.) var samþykt óbreytt, eins og þaö var upphaflega frant borið í neðri deild. Var því afgreitt sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til laga um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegn- ingarlöggjöfinni og viðauka við hana, 2. umr. Allsherjarnefnd lagöi öll til, aö frv. væri samþykt meö litlum Ixreytingum, sent sant- þyktar voru. Fór frv. til 3. umr. 4. Frv. til laga um heimild fyr- ir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út nýja flokka banka- vaxtabréfa (2. umr.) gekk óbreytt til 3. umr. 5. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1929, 2. umr. I'járveitinganefnd l;ar fram 58 brtt. ýmist til hækk- unar eða lækkunar á útgjöldum, og einstakir þingmenn báru fram 3/ brtt. Umræöur stóðu fram und- ir miönætti, og var Páll Her- mannsson íramsögumaöur fjár- veitinganefndar. — Atkvæöa- greiöslu var lokið urn kl. 1. Af brtt. fjárveitinganefndar, er samþyktar voru, má nefna þessar: 10 þús. kr. lokastyrkur til bygg- ingar hælisins í Kristnesi, 2 þús. kr. til Jóns Kristjánssonar veit- ingamanns á Akureyri, vegna skaða, er hann beið af völdum sóttvarnarráöstafana áriö 1924; 1 þús. kr. til hjálparstöðvar Rauðakrossdeildar Akureyrar, til ■ steinsteypukenslu við bændaskóla 4 þús. kr., til Siguröar Greipsson- ar í Flaukadal 3 þús. kr. til bygg- ingar íþróttaskóla; til Guörúnar Björnsdóttur á Knarrarbergi í F.yjafiröi 1200 kr. til garðyrkju- kenslu og húsmæðrafræðslu. Til Fornritaútgáfunnar 150 kr. á kverja prentaða örk, alt aö 5'þus.' kr., enda hafi safnaö veriö til út- gáfunnar eigi rninna en 25 þús. kr. Utanfararstyrkur til Ólafs Hyanndals til þess aö læra mynda- ínótagerð fyrir litmyndaprentun 1500 kr. Styrkur til undirbúnings fiugferöa hækkaöur um 3 þús. kr., í 8 þús. Styrkur til gistihúss Hjálpræðishersins á Seyðisfirði 3 þús. kr. Til Aöalbjargar Siguröar- dóttur, 'ekkja Haralds prófessors Níelssonar, 1200 kr. — Allar þess- ar tillögur miða til aukinna út- gjalda, en af sparnaö-artillöginn fiárveitinganefndar, er samþyktar voru, voru þessar helstar: Feldir uiður styrkir til listaverkakaupa og til Guömundar Báröarsonar til jarðfræðirannsókna.Ætlast nefnd- in til, að Menningarsjóður greiöi þetta af áfengistekjum. — Einfiig íeldur niöur 2400 kr. styrkur til Guöm. Kambans og 2000 kr. til Stefáns frá Hvítadal. Styrkur til innflutnings sauðnauta, 20 þús. kr., feldur niður.. Ennfremur 10 þús. kr. styrkur til Sláturfélags Suöurlands til aö koma upp niöur- suöuverksmiðju Framlag til Kjal- arnessvegar var lækkað um helm- ing, í 10 þús. kr. Þá gat nefndin og klipiö 200—500 kr. af fáein- um stúdentum o. íl. Fáéinar tillögnr frá nefndinni voru feldar. Má þar fremsta nefna tillögu um aö lækka greiðsluna til Jóhannesar L. L. Jóhannssonar urn 2100 kr., i 4200, og láta hann sjálfráöan um hvort hann starf- -aði nokkuð eöa ekkert. Einnig var íeld tillaga um aö fella niöur upp- bótina til Jóns Ófeigssonar kenn- ara vegna starfs viö orðabók Sig- fúsar Blöndals, og tillaga um aö hækka styrk til dr. Helgá Péturss um 2 þús. kr. Allmargar af tillögum einstakra þingmanna voru samþyktar, t. d. 15 þús. kr. til Stykkishólmsvegar, 12 þús. kr. til Langadalsvegar. AIl- margir námsstyrkir voru sanx- þyktir, t. d. til Björns Gunnlaugs- sonar læknis, til stúdentanna Árna Björnssonar, Jóns Blöndals, Agn- ars Noröfjörðs og Skúla Þóröar- sonar, til Axels Guðmundssonar og Þórarins Jónssonar tónlistar- nema, til frú Ingibjargar Stein- Bjarnason til framhalds listmál- aranámi. Hver þessara styrkja var 1000 kr. Loks voru samþyktar nokkrar lánsheimildir úr viðlagasjóði og ábyrgöarheimildir. Tekjuhalli á frv. er nú allmikill, en búist er við aö hann lagfærist viö 3. umr. Ekki er þó talað um aö lækka útgjöld, heldur á að hækka tekjuáætlunina, þegar séö er, hvað fram nær aö ganga af tekjuauka- frumvörpum. Neðri deild. 1. Frv. til laga urn atvinnuleys- isskýrslur (3. umr.) var afgreitt til efri deildar. 2. Frv. til laga um bæjarstjóm í Neskaupstað í Norðfirði (3. um- ræöa) var einnig samþykt óbreytt og endursent efri deild. 3. ' Frv. til laga um einkasölu á áfengi (1. umr.) var vísað til 2. umr. og nefndar. 4. Ffv. til laga um Menningar- sjóð, 2. umr. Aö tillögu menta- málanefndar var frv. samþykt breytingalítiö og vísað til 3. umr. Eins og menn munu minnast, á Menningarsjóður að „lifa á áfengi“, þ. e. á sektum fyrir brot á áfengislöggjöfinni, andviiiSi upp- tæks áfengis,- sem selt er o. s. frv. En hlutverk sjóösins er „aö styöja ahnenna menningu í landinu, rann- sókn íslenskrar náttúru og þróun íslenskrar listar.“ 5. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á sundskálabyggingu og aðstöðu til byggingar al- þýðuskóla í Reykjanesi í Norður- ísafjarðarsýslu, ein umr. Flutn- ingsmaöur, Jón A. Jónsson, tók aítur þessa tillögu, með því aö dómsmálaráðherra hefði tekið mál- (inu vel og lofað aö íhuga það. 6. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á hafnarbótum að Sæbóli í Aðalvík, ein umr. Þessi tillaga var samþykt sem ályktun neöri deildar, ásamt viðauka frá flutningsmanni hennar, Jóni A. Jónssyni, um að rannsaka jafn- framt lendingarbætur í Arnardal viö Skutulsfjörö. 7. Frv. til laga um friðun Þing- valla, 2. umr. Meiri hluti allsherj- Cheyiot nýkomin. Braiins-Versluii. Fyrirlestur T. J. Lövlands í kaupþingssalnum í gær, var einkar fróölegur og vel fluttur. Rakti hann nákvæmlega tildrög sambandsslitanna milli Noregs og Svíþjóðar, og hversu haldið var í. þeim málum 1905, er Noregur náöi fullu sjálfstæði. Aösókn var góö. Próffyrirlestur ílytur Ólafur Marteinsson sem er aö ljúka háskólanámi í íslensk- uni fræöum, á morgun, þriðjudag, kl. 6 síöd. í Háskólanum. rrnefndar lagöi til aö frv. væri samþykt, en minni hlutinn, Ilákon og M. Guðm., vildi fella það, með því að hið friðlýsta svæöi ætti aö verða alt of stórt. Magnús Torfa- son o. fl. báru fram nokkrar brtt. er samþyktar voru og lítiö rösk- uöu frv. í aðalatriöum, og var því vísaö til 3. umr. □ EDDA. 59284B7 = 2. Skólahlaupið fór fram í gær, eins og til stóö, þrátt fyrir ilt veöur og allslæma færð. Allir auglýstir keppendur, rcmá einn, komu til leiks. Keim- araskólinn vann meö 11 stigum; átti 2., 4., og 5. mann. Næstur varð IÖnskólinn með 18 stigum; átti 3., 7. og 8. mann. Þriðji varð Bai-na- skólimi meö 28 stigum; átti 1., 12. og 15. mann. Fjóröi Verslunar- skólinn meö 45 stigum og síðastur Mentaskólinn meö 48 stigum. — Fyrstur að marki varö Geir Gígja á 10 mín. 4,5 sek. Annar Jón Þórð- arson á 10 mín. 4,8 sek. Þriðji Þorbrandur Sigurðsson á ca. 10 min. 8 sek. — Hlaupið fór vel írarn, en þaö sást á sumum kepp- Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 4 st., Isafiröi 3, Akureyri 7, Seyöis- firöi'6, Vestmannaeyjum 4, Stykk- ishólmi 3, Blönduósi 2, Raufarhöfn 4, Hólum í Hornafirði 6, Grinda- vík 4, Færeyjurri 4, Julianehaab 7, (eugin skeyti frá Angmagsalik), Jan Mayen o, Hjaltlandi 4, Tyne- rnouth 3, Kaupmannahöfn 4 st. — Mestur hiti bér í gær 7 st., minst- ur 2 st. Úrkoma 7,5 mm. —• Djúp •lægð fyrir suðvestan land, á leið til norðausturs. — Horfur: Suð- vesturland: Stormfregn. í dag hvass austan. Rigning. í nótt all- hvass austan og norðaustan. Faxa- flói, Breiðafjörður: Vaxandi aust- anátt. I nótt allhvass austan og norðaustan. Vestfirðir, Norður- land: í dag hægur austan. í nótt allhvass austan. Sennilega rigning. Norðausturland, Austfirðir, suð- austurland: Stormfregn. í dag all- hvass austan. í nótt hvass austan. Rigning. er nafn á TANNPASTA, sem þykir taka fram allri annari samskonar vöru. paö er bragðgott og hress- andi, lireinsar tennurnar afar- vel, og drepur sóttkveikjur þær, sem eyða tönnunum. TANNLÆKNAR bæjarins mæla ákveðið með K ó 1 y n o s og ráðleggja notk- un þess. Kolynos fæst víða, þar á tneð- al í báðum lyfjabúðum bæjar- ins; ennfreinur í verslun niinni, sem hefir umboð fyrir Kolynos liér á landi. Q Ul

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.