Vísir


Vísir - 04.04.1928, Qupperneq 2

Vísir - 04.04.1928, Qupperneq 2
VISIR Hveiti: Cream of Manitofoa, Glenora, Canadian Maid, Onota, BufFalo. Rúgmjöl frá Hatnemöllen. do. frá Bleg damsmöllen. Hálfsigtimj öl. iFyrÍPliggpndi s Alpacca matskeiðar, te3keiöar, hnífar. Alumíníum gafflar, huífar, teskeiðar matskeiðar, fiskispaðar, potlar, kat'ar. A. Obenliaupt, Símskeyti Khöfn, 3. apríl. F. 15. Bretar og Egiptar. Simað er frá London: Stjórn- in í Egiptalandi hefir scnt Bret- landsstjórn nólu, og er tilefnið það, að Bretar höfðu sent nótu til Egiptalandsstjómar til þess að mótmæla nýjum egipskum lögum viðvíkjandi opinberum samkomum, þareð Bretland beri ábyrgð á öryggi útlendinga í Egiptalandi. Nóta egipsku stjórnarinnar hefir ekki verið birt. Fiins og kunnugt er, heimta Egiptar fullkomið sjálfstæði og segja, að Bretar haft ekki rétt til þess að vernda útlendinga. Neita þjóðernissinnar, sem nú eru við völd í Egiptalandi, að Bretar hafi yfir höfuð nokkur réttindi í Egiptalandi. Sáttatilraunir Pólverja og Lit- haua. Frá Königsberg er símað: Ráðslefnu Pólverja og Lithau- enmanna er Iokið. Árangurinn varö að eins sá, að skipaðar voru þrjár nefndir til þess að ræða um ágreiningsmál Póllands og Lithauens. Frá Alþingi. í gær voru þessi niál til um- ræfiu : Efri deild. 1. Frv. til 1. um nokkrar breyt- ingar til bráðabirgða á hegningar- löggjöfinni, og viðauka við hana (3. umr.) var samþykt og endttr- scnt Nd., með því að nokkrar Irreytingar urðu á því í deildinni. 2. Frv. til 1. um bæjarstjóm í Neskaupstað á Norðfirði, ein umr. Deildin félst á nafnbreytingu kaupstaðarins, og afgreiddi frv. sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til 1. um heimild fyrir xíkisstjómina til þess að innheimta tekju- og eignaskStt með 25% við- auka, 2. unir. Meiri hluti fjárhags- nefndar. vildi samþykkja frv. ó- breytt, en minni hlutinn, íhalds- menn, vildi fella ]>ah. Telja Jseir ekki brýna þörf á auknuni tekj- um, fram yfir það, er leiðir af öðrum frv., er samþykt hafa verið, og telja auk þess líklegt, að lítill eða enginn tekjuauki . verði af þessu frv., því að það sé reynsla annarsstaðar, „að þegar beinir skattar séu orðnir óeðlilega háir, þá byrji menn á því að beita að minsta kosti öllum löglegum ráð- um til að borga ekki skattinn, og sennilega mundi eins verða hér“. Auk ])ess lýsir minni hlutinn sigal- ment andvígan háum, beinum sköttum. — Frv. var vlsað til 3. umr. 4. Frv. til 1. um atkvæða- greiðslu utan kjörstaða við al- þingiskosningar (2. umr.) var, að tillögu allshn., vísað til 3. umr.. með litlum breytingum. 6. Frv. til 1. um atvinnurekstr- arlán (3. Umr.) var rætt nokkra stund. at ,atkvgr. frestað. Neðri deild. Frv. til laga um stofnun síldar- bræðslustöðva, ein umr. Ólafur Thors bar frarn brtt. um að fella niður ]>aö ákvæði frv., að sam- þykki beggja deilda Alþingis þurfi til sölu síldarbræðslustöðvar, er reíst kynni að verða af ríkinu. Efri deild bætti ])essu ákvæði inn 1 frv., er það var þar í síðara sinn, 0g hafði neðri deild áður neitað að samþykkja ])að. — Önnur brtt. lá fyrir frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Bjarna Ásgeirssyni, um samlag það eða samvinnufélag síldveiði- manna, er kaupa kynni stöðina, skyldi rekið eftir samvinnulögun- um frá 1921. Á það að verða til Rauðhetta. Lofið börnunum að sjá Rauðhettu í Iðnó í dag kl. 61/,- A.bgöngum., barna, kosta aðeina 1 kr. •ess að sjá um, að allir síldar- framleiðeindur geti geugið í sam- lagiö. Báðar voru ])essar tillögur feldar. Gegn hinni síðari var ])ó sú röksemd ein borin fram, að frv. yrði að fara í sameinað þing, ef hún næði fram aö ganga. Þar þyrfti þaö % atkvæða til að ööl- ast samþykki samkvæmt þing- sköpum, en fylgismenn frv. töldu ólíklegt, að það ætti svo góðu gengi að fagna. Hins vegar haföi atvinnumálaráðherra tekiö tillög- unni vel, taliö hána sjálfsagða, og f.im. þá tekið hana aftur, en Jón Sigurðsson tók hana upp að nýjn, og kom hún því til atkvæða. Um- ræður stóðu til kl. 7 í gærkveldi og snerust um flesta hluti fremur en síldarbræðslustöðvar, er á leið. Sigurður Eggerz, sém var ein- cheginn andstæðingur frv., hafði sagf nokkur orð um það, að hon- um þætti þingbændur láta teygjast furðu langt út á einokunarbraut- ina af jafnaðarmönnum, og brýndi fyrir ])ingmönnum að gjalda var- huga við að leggja fé ríkissjóðs í áhættufyrirtæki. Út af ])essu sagöi t’orsætisráðherra, aö sér væri fariö að leiöast ábyrgðarlaust glamur Sigmrðar, og bað hann blessaðan aö vera ekki aö tala um samband við jafnaðarmenn, því að sjálfur hefði hann margkropið fyrir þeim í liðsbónum. Sigurður bar af sér bæði þær sakir og aðrar, en for- sætisráðherra fékk þá liðsauka, 1 þar sem voru fjarmalaráðherra og Iiéðinn Valdimarsson. Ráðherrann veittist einkum að Sigurði fyrir að liafa kömið skaðlegu ákvæði inn i lögin um Brunabótafélag íslands á Alþingi 1907, en raunar kom Sigurður ekki á l>íng fyrr cn 1912, svo að surnum þótti undarleg sú ákæra. E11 Héðinn bar það á Sig- urð, að hann hefði látið jafnaðar- menn kúga sig til að náða Ólaf Friðriksson forðum. 'Sigurður kvað það ósannindi einber, að hann hefði i því máli látið stjórn- ast af ööru en því, er hann taldi rétt frá sjónarmiði lögfræði og skynsamlegrar mannúðar., Þar haíi engar pólitískar ástæður ráð- ið geröum sínum. Jafnaðarmenn hafi bæði fyrr og síöar veriö sér andvígir, og hann vel vitað, að náðun Ó. I7. yrði mjog illa þokk- uð meðal ýmissa pólitískra and- stæðinga Ölafs. Kvað hann um- mæli Héðins sýna furðulegan ódrengskap. Viö þessi orö hringdi forseti nokkuð bjölluniii, en Héð- inn stóð it])p til andsvara. Kvað hann Sigurð fara með „upplognar sakir". Þraut ])á forseta þolin- mæðina. Hringdi hann sterklega á tæðumann, stóð up]> og vítti ■ ó- sæmilegt orðbragð hans; kvað ]-að hart, að þingmenn ræddu eigi þau mál, er til umræðu væru, en sleptu sér i skömmum um alóskyld efni. Lauk svo þessari deilu, sem vafalaust er hin harðasta, er háð hefir verið á þessu þingi. Þótt hér hafi að eins verið sagt af viðskift- um þeirra, er verst áttust við. fengu ])ó ýmsir aðrir nokkrar Hnútur eða sendu frá sér, svo sem Ólafur Thors og Jón A. Jónsson, er glímdu sinn við hvorn ráðherra. Er umræðu var lokið var frv. sam- þykt, og afgreitt sem lög frá Al- þingi. Enn uin Þingvelli. —o-- pegar eg skrifaði gréiu mína uin „friðun pingvalla", þá, sem birtist í Vísi 17. mars, var mér það fullkomið alvörumál, sem eg skrifaði, ekki vegna mín sjálfs, því að eg' hafði ekkert á bak við eyrað, eins og kallað er, heldur vegna þjóðarínnar, sem landið byggir. Eg er þvi algerlega mótfall- inn, að þetta fyrirlmgaða þjóð- garðsbákn komist á, því að nrin skoðun er sú, að það komi að engu lialdi, og að þjóðin liafi ckki efni á að koma garðinum upp og lialda honum við. Eg er hríeddur ríð, að mcmtið ráði hér of miklu. Óliikað held eg þvi fram, að þjóðinni sé það vansæmd, ef prestsembættið á 'pingvöllum verður lagl niður. Eg lit svo á, að þeir sem unna sögu lancls- ins og helgi pingvalla, geti ekki hugsað sér, að brotið sé svo í bág við aldavenjur, og eg hygg, að vér i augum annara þjóða verðum minni menn fyrir. pað er einnig áreiðanlegt, að fjölda- mörgum eru minningarnar um pingvelli kærari vegna þess að þar liefir verið prestssetur, þar sem vel hefir verið tckið á móti innlendum og erlendum gestum, og áreiðanlega mun mörgum finnast tómlegt þegar það er horfið. Eg kenni sárt til, er eg hu,4sa til þess, að jarðirnar séu lagðar i eyði, því að þær bafa öldum samn heyrt pingvöllum til, og þar liafa margir búið góðu búi og búa enn, því að enn ltafa bændur þar fé svo bundr- uðum skiftir. Hvaða ástæða er til að flæma þá burt fyrir ónýt- um þjóðgarði? Veit eg, að því er barið við, að fé bændanna skemmi skóginn; en að mínu viti veldur það lajigt um meiri eyðingu, hve skógurinn hefir verið óskynsamlega feldur til skamms tima. pað befir þótt sjálfsagt að rjóðúrfella hann, að skilja ekki eina einustu hríslu eftir þar sem liöggvið hcfir ver- ið. Geta má og þess, að skógar- maðkur liefir eytt meira* eða minna skóginum á stórum svæðum. Sjálfsagt er að láta friða og græða upp þann liluta Jdngvalla, sem að réttu má lteila fornbelg- ur sögustaður, því að það tel eg framkvæmaniegt, og gæti að lialdi komið. petta er mín skoðun, og um þetta eru margir góðir og gætn- ir menn mér samdóma. En nú liefir lir. barnakennari Guðmundur Davíðsson riíað grein og birt í Vísi 29. mars, og kallar „pingvallamál“. par er í stað röksemda um mikilsvert mál beinst persónu- Þeic sem vílja fá blaðiO borið helm á langardaginB og gerast fastír kanpendnr, ern góöíúslega beðnlr að gefa sfg fram i dag á skrif- stofnnnl, Austurstrœti 6 Sími 2210. leg'a að mér, og þar sést sá rit- liáttur, sem vonandi er, að börnin læri ekki af kennaran- um. Sem betur fer er þessi að- ferð Guðmundar ekki einkenni kennarastéttarinnar íslensku, og gleðiefni er mér það, að marg- ir kennarar bafa lýst sárri gremju yfir grein Guðmundar. Honum skjátlast, ef hann hekl- ur að persónulegar skanxmh* glepji skynsömum mönnum sýu í þessu máli. Honum er velkomið að álcæra m i g harð- lega, en skvldi sú ákæra geta sannfært menn urn aðalmálið? Eg læt mig hinar persónu- legu skammir litlu skifla, þær lýsa manninum, sem sendir þier frá sér, en skýra ekki aðal- málið. Benda vil eg þó ókunn- ugum á, live bamakennarinn rennur þarna liratt á refavaði ósannindanna. Hann segir, að eg liafi átt Val- iiöll fram að árinu 1919. En hið sanna er, að það var hlutafélag í Reykjavik, sem átti hana. Jafnframt gefur liann í skyn, að veitingamaðurinn í Valliöll hafi átt yfir ölium pingvelli að segja og liirða hann allan. En hið sanna er, að veitingamaðurinn liafði hvorki rétt né skyidu til að skifta sér af neinu fyrir ut- an lóð Valhallar sjálfrai’, og lóðin var ekki nema 12 álnir út frá húsinn á alla vegu. Veit- ingamaðurinn liafði engan rétt til að skifta sér af þvi, þó að liópar af ferðafólki kæmu með matarbirgðir og skildu eftir dósir og annað rusl úti um hrauuið, vellina og gjárnar. Af þessu má siá, liversu sann- söguleg lýsing Guðmundar er. Og þó svo að alt væri satt, sem G. D. segir um óþrifnað piinn á pingvölum, livað kæmi það þjtið- gai'ðsmálinu við? En luifi eg nítt pingvelli, meðan eg var þax% þá liggur ofur nærri að spyrja: Hvað hefir Guðmundur gert í verki til að prýða pingvelli? Ekki eykst fegurðin þar, þó að Nýjar vörur: Silkinærfatnaðnr kvenna, Sllklsokkar, miklð á'yal, Barnasokkar, Prjónaföt fyrlr börn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.