Vísir - 11.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.04.1928, Blaðsíða 2
HéiflN Leiftur eldspýtuF, Hrísgpjón, Haframjöl, íslenskap kaptöflup. Straiisyloii* O0 Rió—kaffiL með Selfoss. A. Obenliaupt, Sítnskeyti Khöfn, 10. apríl. F. B. Ráðabrugg. Frá Berlín er símað: Fregnir hafa borist hingað uní það, að stjórnirnar í Bretlandi og ítal- iu hafi mæist til þess við stjórn- ina i Grikklandi, að hún leggi það til, að Grikkland verði gert að konungsríki. Álíta þær það seinasta möguleikann lií bess að koma i veg fyrir, að komm- únistar geri byltingu í Grikk- iandi. Ef svo færi, búast menn við, að Júgóslafar gerðu þegar tilraun til þess að taka Saloniki herskildi. Mundu stórveldin neyðast til íhlutunar, ef komm- únistar gerðu tilraun til byll- ingar. Samkomuiag. Frá Stokkhólmi er símað: Saínkomulag hefir komist á i pappírsiðnaðardeilunni. Launa- kjör haidast óhreytt í aðalatrið- um. Heimskautsflug. Frá Ncw York er simað: Byrd, sem hýr sig undir Suður- pólsflug sitt, er kominn aftur úr reynsiuflugferð. Hrepti hann frost og liriðar, cn ferðin gekk að óskum. Utan af landi. -o---- Seyðisfirði, 10. apríl. F. Bí í vcrstöðvum á Austurlandi er góður afli þegar gefur. Fiskur er kominn undir Skálanesbjarg. Bátur héðan fékk þar þrjú skip- pund i gær á handfæri. Síldarvart flesta daga, í fyrri- riótt sex strokkar veiddir i sex lagnet. Hrognkelsaveiði nokk- ur, stykkið selt á 75 aura. porsk- kílóið 25 aura. Sigurður Jónsson, vélasmið- ur á Seljamýri, hefir nýlega keypt hifreið til afnota á bújörð sinni. Er það fyrsta bifreið sem flyst til Loðmundarfjarðar. Sumarveðrátta. F*á Alþixtgi. _j________VISIR_____________ Kassar sfórir og smáir. Fást með gjafverðl í Versl. B. H. BJARJÍASON. AnillitspnMr, I Andlitscream, 1 —— íí og Ilfflvötn | &r ávalt ódýrast og best i Laugavegs Apoteki. í gær voru þessi mál trl ura- ræðu: Efri deild. 1. Frv. til 1. um atkvæða- greiðslu utan kjörstaða við Al- þingiskosningar (3: umr.) var endursent neðri deild. 2. Frv. til 1. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að inn- heimta tekju- og eignarskatt með 25% viðauka, 3. umr. Fry. sætti engum breytingum í Ed. og var afgreitt sem lög frá Al- þingi. 3. Frv. til 1, um að undan- þiggja Islandsbanka inndráttar- skyldu seðla árið 1928 (3. umr.) var samþykt óbreytt og sent neðri deild. 4. Frv. til 1. um heimild fyrir veðdeild Landsbanka tslands til að gefa út nýja flokka banka- vaxtabréfa (3. umr.) var sam- þykt með mjög smávægilegri breytingu frá Ingvari Palma- syni' og Jóni porlákssyni. Fer það þvi aftur til neðri deildar. 5. Frv. til 1. um tilbúinn áburð, ein umr. Frv' var samþykt eins og Nd. gekk frá þvi, og afgreitt sem lög frá Alþingi. 6. Frv. til 1. um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, 2. umr. Sjávarútvn. lagði einróma til, að frv. þetta yrði að lögum óbrcytt. Var þvi visað til 3. umr. 7. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1927 (2. umr.) var visað til 3. umr. 8. Frv. til 1. um atvinnuleys- isskýrslur, 2. umr. Meiri hluti. allshn. (JBald og Iiigvar) vildi samþykkja frv. þetta óbreytt, en minni hlutinn, J. J?orl., vill gera á því allverulegar breyt- ingar. pó koma þær ekki til at- kvæða fyr en við 3. umr. Nú deildu þeir' Jónar, porláksson og Baldvinsson, allmikið um, hvort réttmætt væri að fela verkalýðsfélögum skýrslu söfn- unina. Taldi J.Bald.það sjálfsagt ákvæði, bæði vegna sparnaðar og þess, að þeir félagsskapir væri hag verkamanna kunnug- astir. En J. porl. sagði, að skýrsl- urnar mundu missa alla opin- bera tiltrú, ef þeim væri safnað af pólitiskum félagsskap, þar sem meðlimirnir hefðu auk þess fjárhagsmuna að gæta í þessu sambandi. — Frv. var vísað til 3. umr. óbreyttu. Fundur efri deildar var stutt- ur. Neðri deild. 1. Frv. til laga um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni ogviðauka við hana (ein umr.) var af- greitt sem lög frá Alþingi. 2. Frv. til 1. um hlunnindi fyr- ir lánsfélag (3. umr.) var sam- þykt og sent Ed. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um Landsbanka Islands, frh. 2. umr. Umræðum lauk loks skömmu fyrir miðnætti. Voru þá samþyktar allar brtt. frá meiri hluta f járhagsn., en engiu þeirra gat kallast veruleg ef nis- breytíng. Var meiri hlutinn frv. mjög fylgjandi í öllum aðalat- riðuiíi. Tveir nefndarmenn, Sig. Eggerz og Ólafur Thors vildu fella frv., en þó af nolckuð mis- munandi ástæðum, og skiluðu þvi sínu álitinu hvor. — FrV. var vísað til 3, umr. með all- miklum atkvæðamun. Sinápfstlar frá Noregi .«%, *>* Eftir Indriða Einarsson. —«>— Norðmenn herða og þjálta ungu kynslóðiná. Sæluhúsið við Finse. Sæluhúsið er jafnframt járn- brautarstöð, og þar er 10 mín- útna viðstaða. pað er all um- fangsmikið timburhús, með stórum sölum þegar inn kem- ur. Fremur öllu minti það mig á Valhöll á pingvelli. Inngang- urinn i húsið dró mig með óstöðvandi mætti, því að hann minti mig á Norðurland 1859, þegar snjóinn kembdi slélt fram af bæjarburstunum og fólk varð að grafa sig út úr bæjunum. Langur snjórangali var fram af fordyrinu i Finse, sjálfsagt 6 —7 faðmar á lengd, og þegar kom næst dyrunum sjálfum, var snjó og klakaveggurinn fullar 4 álnir á hæð. pað var þessi snjórangah,.sem valcti hjá mér svo gamlar og kærar, en kaldar, ejidurmiiiningar, áð eg varð að ganga eftir honum. Eg mætti þar stúlku og spurði hana, hvort timi væri til að fá sór einn bolla af kaffi, en hún sagði það ekki vera. Eg ætlaði að hafa þetta kaffi til afsökun- ar fyrir að vera "þarna inni. Fjöldi ferðamanna var þarna á reiki, sumir komu úr vetrar- híðunum sinum, sumir voru að fara í þau. Allir gengu kai'lmenn ]>erhöfðaðir í 8 stiga frostinu. Alstaðar þar sem einhver sljetta sást á leiðinni, var hún prýdd þvert og endilangt strikum og voru altaf tvö og tvö samsíða. pau voru eftir skíði Norð- manna. Eg ímynda mér að eng- in þjóð í heimi stæli sig eins mikið og hugsi eins mikið um líkamsíþróttir og Norðmenn. Inn í brautarldefann til okkar porsteins Gislasonar kom heil fjölskylda; frúin var eirrauð í andliti af frostinu, sem hún hafði verið úti í, maðurinn mjög veðurbitinn. Fjögra—fimm ára gamall drengur var með þeim, rauður og veðurbitinn, sem móðir hans hafði reifað svo í prjónlesi og utanhafnarfötum, að ekki var hugsanlegt að hon- ur yrði kalt. pegar búið var að vcfja af honum reifana, tók hann blað, vafði það saman og blés í það eins og lúður. Frúin var klædd sem karlmaður á knébuxum, sem án efa er besti búningur er gengið er á sldð- um, f arið upp brattar brekkur, kafáð í ófærð o. s. frv. Með þessu fólki komu all- miklir blaðabunkar inn til okk- ar. Eg lét þá eiga sig, en for- steinn Gíslason byrjaði að fletta þeim. Iíann þrífur alt i einu í mig og sýnir mér stutta fregn í blaðinu. — pað var andlátsfregn Haralds Níelssouar, sem kom mér mjög óvænt. JJrjár óskir. Áður v en eg fór af stað að heiman, var eg eins og hver annar unglingur, að óska mér ýmislegs og flest af þvi snerti Noreg. Fréttirnar um skemd- irnar á Bergensbrautinni höfðu Iwrist til íslands í ríkum mæli, og eg óskaði þess, að Norð- menn yrðu búnir að gera við brautina, þegar eg færi um hana, og það varð. Brautin var komin i samt lag: f Noregi var fev héðan í kveld ltl« lO til Breiðafjapöar. ný stjórn komin á laggirnar fyrir nokkru; sumum heáala leist illa á þá stjórn, og sögðu við mig: „HVað viltu vera &8 fara til Nóregs, þegar syona stjórn ræðúr þar lögum og lofum." Eg óskaði með sjalf- um mér, að Mowinckel yrði kominn til Aiilda þcgar eg væri kominn' til Noregs, þvi að hann er eini stjórnmálamaðurinn þar, sem eghefi talað við. Ilanu var orðinn forsætis- og utan- ríltis-ráðherra, þegar eg kom til Noregs. Eg hitti hann í veislu, sem Oslóárbær hélt Ibsensgest- unum, og sagði við hann: ,$$£ eruð ávalt orðinn forsætisráS- hcrra þegar eg kem til Noregs." „í 'þetta skifti varð eg það of , snemmas" svaraði hann. Fólkið mitt vildi ekki, aö eg væri einn míns liðs í Noregf, og lagði drög fyrir að Lára dóttír mín kæmi frá Danmörku og hitti mig þar. Vilhjálmur Fin- sen i Osló hafði verið miJli- gongumaður milh olíkar feðg- inanna. Við hittum hann, J'or- steinn Gíslason og eg, þegar rið komum til Oslóar um kröidið þann 13., og hann áleit að Léí-a mundi koma þann 14. og ha£ði pantað herbergi handa henni á Hotel „Begiua", þar sem við porsteinn höfðum fengíð her- bergi. Um morguninn þann 14. ætt- uðum við porsteinn út oklcur iil gamans. pá vindiu* sér ferða- klædd kona með liattinn niður i augum inn lil okkar, og rekur að mér rembingskoss. Eg Iiafði ekki fyrst í stað hugmynd uro hvcr þetta væri og varð forviS5a, en þetta var þriðja norska óskíh sem uppfyltist. Lára dóttir niín var komin. Ef þú vilt fá óskir þínar upp- fyltar, vil eg ráða þcr til þess að fara til Oslóar. Frk. Fyyjg snmagid: Fallegt og fjölbreytt úrval af Kven-kápum og k|ólum. Einnig unglínga- og barnakápar til sýnia og sðlu í dag og næstu daga- — Eltthvað við allra h»fi. J UamCdw'írina&Qn V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.