Vísir - 15.04.1928, Síða 2

Vísir - 15.04.1928, Síða 2
VISIR Noregssaltpétutfinn ■iv kominn og verður afhentur á hafnarbakkanum á mánudag fjg þriðjudag. Þýskup kalksaltpétnp Verður afhentur á hafnarbalckanum i dag (laugardag) og á mánudaginn. Superfosfat og kalí einnig lil hér á staðnum. Fyi*ipligg|andi: A. Obenhaupt' Símskeyti Khöfn 14. apríl. FB. Flogið vestur yfir Atlantshaf. Frá Nevv íYork er símaö : Flug- vélin Bremen neyddist til þess aS lenda í nótt á Greenlyeyjunni í Canada, nálægt Quelæc. Benzín- foröinn var þrotinn. ÞjóSverjarn- ir Koehl og Huenefeldt og írlend- ingurinn FitzMaurice hafa þannig fyrstir manna flogiö yfir noröur- hluta Atlantshafs frá austri til vesturs. Frá ítalíu. Frá Rómaborg er símaö: Tvö húndruS menn hafa verið hand- teknir út af banatilræðinu viö ítalíukonung. Flestir þessara manna eru stjórnleysingjar. — Agenzia Stefani ber til baka þá fregn, að gerð hafi veriö tilraun til þess aö sprengja í loft upp lest J)á, sem Mussolini var i. F jár málasamtö k. Frá London er símaö: Voldugt J.reskt-amerískt fjármálafélag hef- ir veriS myndað undir forystu Al- freds Mond. Er sagt, aö félagið ráíSi yfir hálfum miljarð sterlings- punda. Tilgangur þess er að styrkja fjárhagslega iönaöarfyrir- tæki í Ameríku og Englandi og ef til viil nokkrum öörum Evrópu- löndum en Englandi. Utan af landi. —0— Seyöisfirði 14. apríl. FB... Niðurjöfnun úsvara nýlokið, upphæð 40 þúsund og 680 krónur. Gjaidendur 379. Firnrn þeir hæstu greiða samtals 10 þúsund og 300 krónur. Hæsta útsvar 4000 kr. Mjög tregur afli á Hornafirði og Djúpavogi. Er búist við bátum þaðan í næstu viku aftur. Rey.t- ingsafli í norðanverstöövunum. Sýslufundur Norðúr-Múlasýslu hefst í dag. Öndvegistíö. Smápistlar frá Noregi. Eftir IndriðaEinarsson. Sendiherra án skipunarbréfs. pað er sendiherra íslands í Noregi sem eg á við. Hann 'tók á rrióti okkur i Osló um kveld- ið og hafði tilbúin lierbergi handa okkur á „Hotel Regina“ og hafði útvegað herbergi handa Láru dóttur minni á sama stað. Hann Iiafði undirbúið, að við feðginin gætum setið saman í leiklnisinu, cn ]>að var á móti fyrirætlun liátíðanefndarinnar, sem vildi að boðsgestirnir allir væru í fyrstu röðum í leikhús- inu, en 96 manns hafði verið boðið. Villij. Finsen fylgdi okk- ur i gistihúsið og þar fengum við okluir kaffi saman. Hann sagði okkur að sér þætti ákaf- lega vænt um að sjá „livíta menn“. Hann er annars undir sömu örlögin seldur og aðrir Islendingar, sem erlendis eru búsettir: hann langar altáf Iieim. Heimþráin er þeirra stöð- uga mein, þ<) að þeim líði vel að öðru leyti. Hann liefir verið einskönar fulltrúi landsins í Noregi árum saman, og kynt ísland og Islendinga norskum blaðlesendum. Fyrsta árið mun liann hafa skrifað um 20000 lín- ur um ísland og íslensk mál- efni, og aldrei fengið neina þökk eða viðurkenningu fyrir það að beiman. það er lil bær einhvers- staðar í Arnessýslu, sem heitir Drumboddsstaðir. Finst mér óviðkunnanlegt hversu margir af landsmönnum virðast vera ættaðir þaðan. pessi sendiherra okkar, — án skipunarbréfs -— er eins og allir vita og nafnið bendir til, kom- inn aí einni af Iandsins bestu ættum. Hann stofnaði „Morgun- blaðið“, annað dagblaðið, sem stofnað var til í Reykjavík, og var fyrsti ritstjóri þess. Fyrir utan það, að sinna allskonar beiðnum frá íslandi, og sumum alleinkennilegum, er hann rit- stjóri við eitt af stærstu blöðun- um í Osló, og hefir báðar liend- ur fullar af daglegum verkefn- um, sem verða að gerast „fljótt, í snatri og' undir eins.“ Við heimsóttum liann þrjú og 'drukkum hjá honum kaffi. Frú Lára Finsen er hin ástúðlegasta húsmóðir, en skortir nú svo beilsu, að hún verður að fara undir læknishnífinn. Við dyrn- ar rálvum við okkur á litla stúlku, sem Iivorki vildi segja okkur til nafns síns eða aldurs. Inni fengum við þá skýringu, að þetta væri yngsta barnið á heimilinu, og frú Finsen sagði um litlu stúlkuna eittlivað, sem þýddi svona hér um bil: „hún er engillinn minn og púkinn minn.“ Osló. vVísindamennimir hafa verið að gera grein fjTÍr nafni bæjar- ins, og að jeg hygg komist að þeirri niðurstöðu, að bæjarnafn- ið væri eiginlega „lóin“ (lilað- an) við „ósinn“. Lítil á rennur um gamla bæinn sem heitir „Loen“, og þar við ósinn mun hlaðan hafa staðið. Osló var bær með 8000 íhú- um 1801. Árið 1828 hafði bær- inn sömu ibúatölu sem Reykja- vík hefir nú. Norðmenn búast við, að bærinn muni vaxa stór- lega i náinni framtíð, og mér þykir Hklegt, að norskir bæir vaxi mikið nú, þegar fólksút- flutningamir frá Noregi eru stöðváðir. það er alveg eins og á íslandi. I Osló eru margar miklar byggingar, sem prýða liæinn og gera Iiann virðulegan útlits. þeir Iiafa liaft tímann fyrir sér, Norðmennirnir, frá því 1811, að lagfæra ýmislegt lieima hjá sér. Islendingar liafa ekki Iiaft tima lil þess nemá síðan 1875. Konungshöllin i Osló var bygð frá 1828—1842. Frá henni liggur breið gata nið- ur að stórþingsbyggingunni. Sé gengið frá höllinni, er háskóla- hyggingin á vinstri höndina, og þjóðleikhúsið á liægri. Galan er kend við Karl Johan (Reriia- dotte). Rrynjólfur Rergslien gerði riddaralíkneski af Karli Jóhanni um 1870, og stendur það á torgi við götuna. Altítt er í Osló, að sjá bratta fjallshlíð fyrir götuendanuni. Rað minn- ir á Edinhurgh og Reylcjavík. Nú eru 250,000 niaims í Osló, en um 100,000 í Bergen. . (Frh.) Næsta jarðamat. —o— L’ar sem nú fer aö líöa aö næsta jaröamati, þá hefir mér dottiö í hug að henda á nokkra galla á Jarðamatsbókinni og slæmt fyrir- komulag, eöa gruudvöll þann, sem matiö er bygt á. Fg'var einn af þeim mönnum sem unnu aö síðasta jarðamati, hér í Gullbringusýslu. Viö matið, og þó sérstaklega síðan hefi eg rekið mig á hvaö landverð jaröanna er oáreiöanlegt og í slæmu hlutfalli. Eg býst viö, að mér sé óhætt að fullyrða, aö svo sé á öllu landinu. Iif borið er saman landverð jarða i sama lireppi, þá eru strax auð- sjáanlegar skekkjur, hvað þá ef lengra er á milli. Þetta er eðlilegt, ;í Síldarnætur Þeir sem háfa í hyagju að panta síldarnætur frá Johan Hansens Sönner A.s. Bergen, ætta að tala við okKur ná. þegar, því að öðrnm kosti verður ekki hægt að afgreiða þær nóga tímanlega fyrir síld- veiðar sökum þess hversu verksmiðjan hefir mikið að gera. Þórður Sveinsson & Co. x«aooí5ono;soö»c»oooí>ao«oooí!!0ooooocoooooooíxí0íxsoooooooí» þar sem matsmennimir hafa ekki á neinum föstum grundvelli að hyggja. Nú eru liðirnir í Jarða- matsbókinni aðeins 3: landverð, húsaverð og umbætur. Undir sið- asta liðinn geta heyrt margar um- bætur á jörðinni, ]>ó sérstaklega sé ef til vill átt við jarðabætur, en jarðabætur finst mér aö í hvert sinn sem mat fer fram, eigi að leggjast við landverðið. Eg vil því hafa liðina fleiri; t. d. húsaverð, landverð, rafmagns- og vatnsleiðsl- ur, girðingar og önnur hlúnnindi, og ef þau eru sérstaklega mikils virði, þá mætti-skýra þau í næstu linu við jarðarnafnið. Jarðamatið fór fram áður en tún og garðar voru mældir, sem að sjálfsögðu hefði átt að verða á undan. Það, sem matsmennirnir höfðu aðallega að styðjast við, voru skýrslur þær, sem bændur gáfu sjálfdr, eftir því skýrsluformi, sem þeir fengu, en þær voru víða illa gerðar og sum- staðar ekki <til, Það, sem þvi aðal- lega var stuðst við, var hið eldra jarðamat. Það var svo hækkað víð- ast hvar. Þeir, sem vildu hafa hærri virðingu, lýstu öllum gögn- um og gæðum í frekasta lagi, en liinir, sem ekki kærðu sig um hátt mat, drógu úr gæðum jarðanna. Svo var nokkuð farið eftir áhöfn og afrakstri búanna á úndanförn- um árum, en þar fer auðvitað eftir dugnaði og framtaki hvers eins, en ekki eftir því, hvað jörðin getur gefið af sér. Fg býst við að mönnum þyki gaman að vita, hvaða jörð er hæst metin að landverði á Jæssu landi. Jörðin er Þorlákshöfn í ölfus- hreppi. Hún er 1180 hndr., eða sem næst ýj móts við allar jarð- irnar i hreppnum, 70 að tölu, og eru þar þó margar ágætar jarðir. Þarna sést eitt dæmið um mistök- in, þótt þau séu ef til vill hvergi eins áberandi. Eg álít, að eigi sé hægt, svo vel sé, að meta landverö jarðanna, svo að hlutföllin verði nokkuð lík milli þeirra, néma því aðeins að löndin séu mæld upp og svo t. d. tekinn Yi hektar af túni 0g görðtim, 2 hektarar af engjum, 5 hektarar af vel ræktanlegu landi og 10 hektar- ar af heitilandi í hvert hundraö. IT.ðlilega þarf á landflæmis jörð- um að takmárka við það land, sem jörðin getur hagnýtt sér, og það sem þá er umfram teljast afrétt með 15—30 hekara í hundrað, eft- ir því hvað landið telst arðberandi. Það verður máske talið nokkuð erfitt og kostnaðarsamt að mæla upp' land allra jarða, en þar sem til eru mælingar af túnum og görð- um, má að líkindum fara eftir ]>eim. Svo er herforingjaráðskort- ið, sem að miklu leyti má styðjast 0 co Sími 249 (2 línur). Rvík- Okkar viðurkendu NIÐURSUÐUVÖRUR: Kjöt .... í 1 kg. og kg. ds. Kæfa ... - 1---y2------ Fiskbollur-1----------- Lax............ ------- fást í flestum verslunum. Kaupið þessar í s 1 e n s k u vörur, með því gætið þér eigin og alþjóðar hagsmuna. viö, ef glöggir menn eru látnir setja inn á þau landamerki jarð- anna. Þar sem víðast hvar eru til búnaðarfélög í hreppunum, þá mætti. fela þeim útmælingu land- anna og skýrslugerðina, annars hreppsnefnd, en ekki bændum, því að með því yrðu réttari og gleggri skýrslur gerðar. Eg vil leyfa mér að skora á hátt- virt Alþingi að láta athuga, hvort eigi sýnist þörf á, að lagður sé fastari og gleggri grundvöllur fyr- ir næsta jarðamati. Það virðist lika að þessi fyrsta bændastjórn larrds- ins ætti að liafa hug á þvi, að feng- ið yrði rétt verðgildi allra jarða á landinu, því hvergi í heiminum mun landverð jarða vera rnetið eft- ir ágiskun, nerna hér á landi. Setbergi, 3. april 1928. Jóh. J. Reykdal. Stytting vinnutíina. Jolm J. Rascob, forseti fjárhags- ráðs „The Ceneral Motors Corpo- ration" spáir því, að í framtíðinni þurfi amerískt verksmiðjufólk ekki að vinna nema fimm daga á viku hverri; að hver einasti verka- maður fái tvo heila hvíldardaga á viku hverri. Henry Ford, bifreiða- kóngurinn, kvað vera sömu skoð- unar. Ýmsir verkamannaleiðtogar vestra hafa lengi haft „fimrn vinnu- daga viku“ á stefnuskrá sinni, en nú benda blöðin á, hve mikil áhrif það muni hafa til þess að hrinda málinu áleiðis, að maður eins og Rascob hefir látið í ljós þessa skoðun, Því hann er aðalfjármáta-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.