Vísir - 15.04.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 15.04.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Lítið í gluggana í dag Itjá Vilcar Laugaveg 21. „ráögjaf i“ risavaxins fyrirtækis, sem hefir biljón dollara í veltunni, íélags þess, sem lætur smíöa meir en helming allra bifreiöa, sem íramleiddar eru i Bandaríkjunum. Rascob hyggur, aö aukin véla- notkun muni ieiða þaö af ,sér, a'ð hæg-t verði að framleiða alt það, sem íbúar jarðarinnar þarfnast, þótt enginn maður vinni lengur •en fimm daga á viku. Kemst eitt ameríska blaðið að orði á þá leið, að sannarlega væri það mikil gæfa bilum mönnum, ef fullkomnari vél- ar og aukin vélanotkun yfirleitt gæti hvorttveggja í senn aukið framleiðsluna eftir vaxandi þörf- tim og velmegun manna, svo að þfcir verði eigi til neyddir, að vinna :Sex' daga á viku hverri, eins og nú. William Green, forseti Verka- ilýðssambands Bandaríkjanna, seg- ir i blaðinu New York Evening 'World', að sambandið hafi tekið ■fimm vinnudaga vikuna upp á ■stefnuskrá sína, eftir margra ára •athuganir og reynslu, er hafi leitt 'það í Ijós, að þessi stytting vinnu- tíinans myndi hagkvæm og — mannúöleg. Mr. Green — og einn- tg Mr. Davis, atvinnumálaáðherra Bandaríkjanna, hallast að þeirri skoðun, að með fimm vinnudaga ■vikunni verði ráðin bót á atvinnu- leysismeininu. En báðum er þeim Ijóst. að fyrstu skrefin til þess, að lcoma á fimm vinnudaga viku í ameriskum verksmiðjum, sé að gera avinnurekendum það alnrent Ijóst, hversu heillavænlegar afleið- ingar þessi stytting vinnutímans myndi hafa.Blaðið „AlbanyKnick- erbocker Press" lætur í ljósánægju •sína vfir skoðun Mr. Rascob’s. Kveður blaðið hann eitt srnn hafa verið óbreyttan verkamann. Þótt sum blöðin, sem um mál þetta hafa skrífað, ali nokkrar áhyggjur um það, hvernig menn alment rnuni nota hina auknu hvíldardaga, þá virðist tónninn í blöðunum' yfirleitt vera sá, að af- leiðingarnar af stytting vinnutim- :3,ns muni verða heillavænlegar, en -að ]rað rnuni taka nokkuð langan ■tima, þangað til hægt verði að stytta vinnutímann alment i finim vinnudaga á viku. Það gcti jafn- ■vel orðið mannsaldursbarátta, uns •markinu er náð. Þó má geta þesn, :að í fjölda verksmiðja í Bandarikj- itnum vinna menn aðeins til kl. 12 á laugardögum. Blöðunum er Ijóst, að ýmsir örðugleikar eru á leiðinni að markinu, en það sé cng- in ástæða til ])ess að vera vonlitlir ■um úrslitin. Eitt blaðið rninnir menn á, að þegar barist var fyrir því, að stytta vinnustundafjöldann úr 12 í 10 stundir á dag, þá hafi ýmsir haldið, að af rnundi leiða „hrun lýðveldisins" og þar fram eftir götunum. Nú mun almennast unnið átta eða átta og hálfa stund á dag, í amerískum verksmiðjum’, en frámleiðslan per capita rneiri heldur en þegar unnið var io ;stundir á dag. (FB). Frú Annie Leifs. Frá París er F. B,. skrifað: Frú Annie Leifs, kona íslenska tónskáldsins og hljómsveitar- stjórnandans Jóns Leifs, var gestur philliarmoniska músik- félagsins hér í París, er það hélt 7. konsert sinn á þessu ári. Frúin spilaði við þetta tæki- færi i stærsta hljómleikasal Parísar, „Grand Salle Playel“, eingöngu verk eftir Mozart. Dómarnir á þá leið, að frúin hafi unnið mikinn „sigur“ með hljómleik sínum. Píanóleikur hennar þótti fagur og kvenlega fínn og vakti mikla eftirtekt og aðdáun áheyrendanna, sem áttu þarna yndislega stund. Á söng- skránni var liún kölluð is- lenskur pianóleikari og varð hún okkur tii sóma og landi voru og vakti eftirtekt 4 þjóð- erni voru. Eftirtekt mentaðra Parísarbúa liefir hún vakið á ís- lenskri list. og ekki liefir neinn listamaður betur lialdið heiðri íslands á lofti á músíksviðinu, síðan Eggert Stefánsson söng hér tvisvar 1925. Jón Leifs var hér með konu sinni og fóru þau hjónin héðan til Baden-Baden, en þar liafa þau bækistöð sína. Vinnur Jón þar mikið að tón- smiðum og ggrir mikið til þess að víðfrægja ísland. Væntanlega gefst Reykvíkingum bráðlega kostur á að hlusta á pianóleik frú Leifs. ]>að er lcitun á jafn sálargöfgandi list og píanóleik- ur hennar er. — Danski sendi- herrann var á hljómleikunum og óskaði frúnni til hamingju með sigurinn og lét í Ijós ósk um, að hún færi til Kaupmanna- liafnar og héldi þar liljómleika. Bæjarfréttir Dánarfregn. Jón Torfason frá Hákonarbæ, Aijóstræti io, andaðist í fyrradag eftir langa legu, og er þar góður og gamall Reykvíkingur til mold- ar hniginn. Hann átti heima hér í bænum alla æfi og forfeður hans höfðu búið hér mann fram af manni. Jón heit. var óvenjulegur dugnaðar- og ráðdeildarmaður, liinn vandaðasti maður til orðs og æðis, vinsæll og vel metinn af öllum scm hann þektu. Hann var mikill maður vexti, skörulegur i sjón og svipmikill. Kona hans, Guðríður lielgadóttir, lifir eftir hann og einn sonur þeirra, Ág'úst hús- gagnasmiður, en tvö börn sín mistu þau hjón uppkomin fyrir nokkrum árum, Jón og Guðriði. Jarðarför Þorkels Guðntundssonar fer íram á morgun, frá heimili hans, I.okastíg 9, kl. i e. h. Hjúkrunarfélagið „Líkn“ heldur skemtun í Nýja Bíó kl. 2 í dag. Eins og venja er til um góð- gerðafélög, á ,,Líkn“ við þröngan liag að búa og væri æskilegt, að skemtunin yrði svo vel sótt, að ekkert sæti væri óskipað. Vandað verður til skemtunarinnar eftir föngurn. Meðal annars les Einar H. Kvaran þar upp nýja skáld- sögu eftir sjálfan sig. Er nú nokk- uð umliðið, síðan er ný saga hefir komið frá hans hendi. Mun „Móri“ vera eitt hið síðgsta, sem úv hefir komið eftir hann af því tæi, en um þá sögu hafa staðið miklar deilur, svo sem kunnugt er. „íslandshús“ í Osló. Um nokkur undanfarin ár liafa ýmsir áhugasamir menn í Osló unnið að þvi, mest fyrir forgöngu I. Eyjólfssonar, ljós- myndara, að komið yrði upp „íslandshúsi“ þar í borginni. Allmargir Islendingar eru þar nú (og víða í Noregi) og sækja þangað árlega ýmsir til náms, er hafa ekki átt að ákveðnum stað að hverfa og þykir for- göngumönnunum það ilt. Vilja þeir koma upp i Osló sæmilegu húsi„ er orðið geti miðstöð ís- lensk félagslífs þar, og ódýrt en skemtilegt hæli þeim íslending- um, sem þar eru á ferð. Telja þeir réttilega að gagn nokkurt mætti að slíku verða og gam- an og hafa ýmislegt gert til að vinna fyrir þessa liugmynd sína í Noregi og safnað allálitlegri uppliæð. Hér hefir þessu síður verið sint, enda i mörg liorn að lila lieima fyrir, en nú munu forgöngumennirnir sækja um nokkurn styrk til fyrirtækisins liéðan. peir eru áhugasamir og maklegir þess, að þeim yrði ein- liver viðurkenning veitt. Ó. S. Mosfellsprestakall í Grímsnesi er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 24. mai n. k. — Síra Ingimar Jónsson, sém þar hefir verið prestur, hefir fengið lausn frá embætti. Dýralæknisembættið í Reykjavík er auglýst til um- sóknar. — Umsóknarfrestur til I. júlí. Síðasti sunnudagur í vetri er í dag. Sumardagurinn fyrsti er á fimtudag. Öndvegistíð hefir verið um land alt að undanförnu, svo að menn muna varla aðra eins. Tún eru farin að grænka og víða farið að að vinna á þeim. Selfoss fór á miðnætti i nótt vestur og norður um land til útlanda. Meðal farþega til Stykkishólms var Hannes Jónsson dýralækn- ir. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Unnur Hildiberg og porsteinn J’órarinsson, Melum við Sellandsstíg. Þingfréttir frá í gær verða aö b'rða næsta blaðs. — Telja má víst, ab þingi veröi lokið næstk. miSvikudag. »ÍX500000O00tXXXXXXXXXXiO0CS«0000Q0000000QO0000QO0QO00« Sumargjafir Alt sem eftir er af Messingvörum, Veggmyndum, Mynda- römmum, Barnaleikföngum og fl. verður selt næstu daga með miklurn afslætti. Þópunn Jónsdóttip Klapparstíg 40. SOOOOOOOOOÍiOOOÍXXÍOOOOOOOOÍXSOOOOOOOOOOÍXiOtiOOOOOOOOOOÍ FERMINGARGJÖFIN: Framsýnir foreldrar gefa börnum sín- um ekki hjólhesta, fögur klæði eða því um líkt,-muni sem eru ekki lengur til eftir nokkur ár. Þeir velja því aðeins það,« sem endist til að ylja og þroska göfugustu* kendir anda þess, vera förunautur þess jafnt í gleði og sorgum alt lífið út x gegn, það sem heldur þakklátri minningu gef- andans ávalt sí-úngri. Þeir velja STEINWAY. Avalt fyrlrliggjandl hjá: Sturlaugur Jónsson & Co. Hafnarstræti 19. Sími 1680. ÍOOOOtlOtXÍOOtiQOOOOOÖtÍOOeOOOtÍOOtXiOOtÍCOOOtÍtÍtXiOOOOOtÍOOOtlOC Skinn og tanhanskap í fjölbpeyttu úrvali. | VersL B]ó2*n Kpistjánsson, Jón Björnsson & Go, iooíiooootioetiotxxiixiooooöotxxioaotitxiooooooootiooooootiooooi Aðgöngumiðar að söngskemtun Jóns Guð- mundssonar verða seldir í Gamla Bíó eftir kl. i. Stúkan Einingin lieldur dansleik í G. T.-húsinu í lcveld kl. 9. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 6 kr. frá þremur piltum, 3 kr. frá S., io kr. frá Th„ 2 kr. frá X., 25 kr. frá N. N„ 1 kr. frá N. N„ 2 kr. frá „Laufer“. Gjöf til fátæku ekkjunnar 4 kr. frá Þ. Gjöf til gömlu koniumar í Bjarna- borg 10 kr. frá Þ. B. Góður eiginmað- ur gefur konunni Singers saumavél. Magnðs Mimrn«Co. íleykjavik. Notuð lslensk fíímerki keypt hæsta verði í Bókabáölnnl Laugaveg 46.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.