Vísir - 17.04.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 17.04.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) gfem i Qlsem (( N oi*e gssaltpétup verðup afh ntuv á hafn»rbakkanum i dag og á morgun. Þýskur kalksaltpétur / sðmuleiðis Höfum einnig til Superfostat og Kalí. Fypipliggjandi: Rio—kaffl. A. Obenliaupt. gg eru meira virði en þær kosta. gg æ • æ Símskeyíi Khöfn, 16. april. FB. Norðurheimskauts flugið. Frá Berlín er síniað: Nobile er lagður af stað í heimskauts- ferðina. Loftskip hans flaug frá Mílanó í gærmorgun, en lenti í morgun nálægt bænum Stolp í Norður-pýskalandi. Hrepti loft- skipið óveður á leiðinni.og veitt- ist norðurförunum erfitt að rata. Siys í Berlín. í vesturhluta Berlinar varð mikið sporv'agnaslys. — Fimm menn biðu bana, en eitt hundrað og tuttugu meiddust. Umhverfir jörðina. Frá París er símað: Frakk- neskn fiugmennirnir, Coste og Letrix eru komnir úr flugferð sinni kringum linöttinn. peir fóru sjóleiðina jdir Kyrrahafið. }>eir voru sex daga á leiðinni frá Japan til Parisarhorgar. Landskjálftar í Rúmeníu. T\ær kirkjur og mörg íbúð- arhús i bæjunum Philippopel og Tschirpan hafa eyðilagst í land- skjálftum. 45 menn hiðu bana. Fi?á Alþiegi. í gær voru þessi mál til um- ræðu á deildafundum: Efri deild: 1. Frv. til laga um smíÖi og rekstur strandferðaskips, 3. umr. 2. Frv. til laga um dómsmála- starfa, lögreglustjóm, gjaldheimtu 0. fl. í Reykjavík, ein umr. — Bæöi þessi frv. voni afgreidd sem lög frá Alþingi. 3. Frv. til laga um hvalveiðar, 3. umr. Samþykt var brtt. frá Jóni JÞorlákssyni, þess efnis, aö heimta að hvalveiöastöövarnar noti ein- göngu íslensk skip til veitSarina. Frv. var samþ. meö 7:6 atkv. og endursent neöri deild. 4. Frv. til laga um bráðabirgða- ungmennafræðslu í Reykjavík, ein imir. 5. Frv. til laga um einkasölu á áfengi, ein umr. — Bæði þessi frv. voru afgreidd sem lög frá Alþingi. Neðri deild. 1. Frv. til laga um aö undan- þiggja íslandsbanka inndráttar- skyldu seðla árið 1928 (3. umr.) var samþykt og afgreitt sem lög irá Alþingi. 2. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn leigumála húsnæðis í Reykjavík, frh. síðari umr. Nokk- uö var enn rætt um þessa tillögu, meö og móti, en loks var umræð- unni frestað aftur, —- til næsta ] ings a. m. k. 3. Tillaga til þingsályktunar um eliitryggingar, ein umr. Tillagan er fram borin af Ásgeiri Ásgeirs- syni og Bjarna Ásgeirssyni og er um að skora á ríkisstjórnina aö undirbúa þaö, að upp verði komið t landinu almennum ellitrygging- um, og leggja fyrir næsta þing til- lögur í þá átt. Tillagan var sam- þykt sem ályktun neðri deildar. 4. Tillaga til þingsályktunar tun raforkuveitu til almenningsnota, ein umr. Flutningsmenn eru: G. Sig., E: J., Jóh. Jós. Er tillagan iini að skora á stjórnina að „láta undirbúa raforkuveitu til almenn- ings nota á því svæði, sem stað- bættir þykja bestir, með vatnsafli úr Arbæjarfossi eða Tungufossi i Rangám ytri og eystri.“ Tillagan var samþykt sem ályktun neðri deildar. 5. Tillaga til þingsályktunar um veðurspár, ein umr. Hún er flutt íí Jóh. Jós, og P. Ott. og hljóðar svo: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að rannsaka, hvað valda muni, að veöurspár Veöurstofunnar liafa gengið ver eftir nú en í fyrra og ráða bót á því, sem aflaga fer í þvi efni, eftir því, sem unt er.“ — Eins og kunnugt er, mótmælir Jón Eyþórsson veðurfræöing-ur því harðlega, aö spárnar hafi gcngið ver eftir. Þó var tillagan samþykt sem ályktun neðri deildar. 6. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um vátrygging sveitahæja, cin umr. Tillaga þessi cr flutt af Bjarna Asgeirssyni, og sést aðalefniö af fyrírsögninni. Hún var afgreidd sem ályktun neðri deildar. 7. Tillaga til þingsályktunar um endurskoöun berklavarnalaganna, ein umr. Tillagan er flutt af Jör. B. og J. 61. Er hún um að skora á stjómina ,,aö taka til ihugunar, hvernig berklavömuin verði kom- ið fyrir á tryggilega-n hátt, en þó jafnframt dregið úr hinum gífur- lega kostnaði, er ríkissjóður hefir nú af ráðstöfunum í þeim efnum, og leggja lagáfrumvarp um það efni fyrir næsta þing.“ Tillaga þessi var einnig samþykt. 8. Frv. tii laga um vemd at- vinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum (3. umr.) var samþykt Qg afgréitt sem lög frá Alþingi. 9. Tillaga til þingsályktunar um útvarp, ein umr. Atkvæðagreiðslu um þessa tillögu varð að fresta vegaa þess, að deildin var ekki ályktunarfær. Sameinað þing. Þar hófst fundur kl. 4 í gær. Vo.ru þessi mál tekin fyrir: 1. Kosning utanríkismálanefnd- ar; sainkv. iögum frá þessu þingi. Voru þessir alþingismenn kosnir: Benedikt SveinssOn, Ásgeir Ás- geirsson, Bjarni Ásgeirsson, Jón Þorláksson, Sigu-rður Eggerz, Ól- aiur Thors, Héðinn Valdimarsson, — Hefir B. Sv. verið kjörinn for- nmður nefndarinnar og Asg. Ásg. skrifari. 2. Kosning 3 yfirskoðunar- mnnna landsreikninganna. — Þess- ir hlutu kosningu: Pétur Þórðar- son í Hjörsey, Gunnar Sigurðs- son alþm.,.Árni Jónsson frá Múla. 3. Kosning mentamálaráðs ís- lands. Kosningu hlutu: Sigurður Nordal prófessor, Ragnar Asgeirs- son garðyrkjumaður, Stefán Jó- iiann Stefánsson hrm., Ingibjörg H. Bjarnason, Anii Pálsson bóka- vörður. 4. Kosning Þingvallanefndar, samkv. nýafgreíddum lögum um iriðun Þingvalla. Kosnir voru: lónas Jónsson ráðh., Jón Baldvins- snn, M’agnús Guðmundsson. 5. Kosning 15 manna í Lands- bankanefnd til næstu 6 ára, og jafnmargra varamanna. Kosnir voru í nefndina sem aðalmenn: Sveinn Ólafsson, Þorleifur Jóns- son, Guðmundur Ólafsson, Lárus Helgason, Ingólfur Bjarnarson, Einar Árnason, Halldór Stefáns- son, Jón Þorláksson, Magnús Guð- mundsson, ólafur Thors, Ingi- björg H. Bjamason, Iíalldór Steinsson, Björn Kristjánsson, Héðinn Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson. — F.ins og kunn- ugt er, er nefndin kosin til þess, að vcrnda bankann frá því að lcnda inn í stjórnmála-hringiðu, og til þess að gera hann óháðari þing- fíokkunum. Sér það á kosning- unni, því að í nefndinni eru ein- tómir aJþingismenn. — Varamenn voru kosnir: Iiannes Jónsson al- þm., Bjarni Ásgeirsson, Gunnar Sigurðsson, Bjarni Bjarnason skólastjóri í Hafnarfirði, Björn Birnir í Grafarholti, Hannes Jóns- son dýralæknir, Helgi Bergs, Pét- ur Ottesen, Jón A. Jónsson, Jón- as Kristjánsson, Jóhann Jósefsson, Hákon Kristófersson, Jón Sigurðs- son, Stefán Jóhann Stefánsson, Sigurjón Á. Ólafsson. 6. Kosning milliþinganefndar í tolla- og skattalöggjöf landsins. Giímmíboltar* 2V< á 30 aura. Versl. B. H. BJARNASON. Kosnir voru: Ilalldór Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Þor- láksson. 7. Kosning 3 manna fyrir tíma- bilið frá 15. apríl 1928 til jafn- lengdar 1931 og jafnmargra vara- manna, í útflutningsnefnd samkv. nýafgreiddum iögum um einkasölu á síld. Kosningu hlutu sem aðal- memi: Böðvar Bjarkan lögfræö- ingur, Erlingur Friöjónsson al- þm„ Björn Lindal útgerðarmaður. — Varamenn: Jakob Karlsson bankaritari, Guðmundur Skarp- líéðinsson baniakennari á Siglu- firði, Guðfnundur Péstursson. 8. Tillag'a tii þingsályktimar urn einkasölu á steinolíu, ein umr. Til- laga Jiessi er frá Haraldi Guð- mundssyni og þrættu þeir Magn- ús ájuðmundsson nokkra stund um Shellfélagið og um það, með hve stórum herskipum yrði barist í næsta ófriði. Síðan var umræðu um tillöguna frestað. Smápistlar frá Noregi. Eftir Indriöa Einarsson. ------------o— 100 ára Ibsens-hátíðin í Osló. pað má óhætt fulhT'ða, að Ibsens-liátíðin er einsdæmi 1 sög- únni. Hún stendur yfir í sex daga í Osló og tvo daga í Berg- en. Ótal menn og félög vinna þetta verk, og allir leggjast á eitt. Allir eiga sinn þútt í þess- ari stórkostlegu hátíð, og full- trúum fjölda þjóða er boðið til veislunnar. Konungurinn er ú liverju kveldi í. leikhúsinu, og veitir öllum gestunum áheyrn. Utanríkisráðherra Mowinckel Iieldur veislu fyrir ríkisinshönd. Oslóarbær heldur veislu, rithöf- undafélagið lieldur veislu, lista- manna- og leikarafélagið hefir hoð inni, og Gyldendals bóksali Henrik Ibsens lieldur veislu. All- ar ern veislur þessar haldnar eftir að komið er úr leikhúsinu Hðfum fyrirliggjandi margskonar sænsk jarðyrkju- verkfæri sem ómissandi eru á hverju heimili, þ. á. m. af- bragðs stunguskóflur á 3,85. — Garðræktarverkfæri margskon- ar, þ. á. m. margar nýungar sem spara mönnum mikla vinnu við hirðingu garðanna. Ennfremur mulnings- og sand-skóflur, steypuskóflur og girðinganet. Hjá okkur njóta menn þeirra kosta sem bestir þykja, að fá bestu vörurnar fyrir lægra verð en greiða verður fyrir miðlungs vörur annars staðar. Versl. B. H. BJARNASON. og standa fram undir morgun. Háskólinn heldur hátiðlega út- nefning fjögurra heiðursdoktora erlendra, og þar hafa verið haldnir á hverjum degi fyrir- lestrar um Ibsens leikritin, sem sýnd skyldi að kveldi. Alstaðar eru gestirnir boðnir, og síðustu dagana má heyra á blöðunum, að nú sé gyllingin farin að falla af þeim og fjörið að dofna fyrir þreytu sakir. Og blöðin höfðu rétt að mæla frú minu sjónar- miði. Gestirnir voru i „boðum“ á hverjum degi frá 2—5, úr leikhúsinu frá 7—11 að kveldi, til að sjá leikrit eftir Ibscn, sem ekki eru neitt andlegl léttmeti. Og svo var þeim hoðið til kveld- fagnaðar frá kl. 11 um kveldið og til kl. 3—5 að morgni. pað var ekki langt frá sannfæringu minni talað, þegar cg sagði i vcislu utanrikisráðherrans, að „hefði eg ekki verið hindindis- maður í 40 ár, þá lægi eg' nú dauður einlivers staðar í Osió.“ í Osló voru hátíðahöldin klykt út með því, að leggja blóm- sveiga á gröf Ibsens. Var það gert kl. 11 að morgni, en um kveldið kl. 11 var bíysför stú- denta til leikhússins. Varð þá þröng á þingi og ætluðum við ekki að komast úr leihkúsinu vegna hlysfararinnar. pjóðleikhúsið lagði mest til þessara hátíðahalda af öllum stofnunum. Hugur minn flaug fram í tíinann og fil þúsund ára af- mælis Alþingis 1930, Eg hygg, að þar eigi að verða „tjaldahá-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.