Vísir - 19.04.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 19.04.1928, Blaðsíða 6
Fyrsita sumardag, 19. apríl 1928. VlSIR Svarta liappdrættið. —0— peir sem gengu um pósthólf pósthússins síðustu daga, er skipsferð var frá útlöndum, urðu varir við óhemju milcið pappírsrusl, sem liólfa-eigendur höfðu fleygt á gólfið. Voru þetta auglýsingasendingar frá tveimur dönskum happdrættis-firmum, sem sent höfðu þetta fargan til tivers einasta nafngetins manns hér i bæ og liklega víðar út um alt land. Happdrætti er bannað með lögum hér á landi, svo lík- legt er að þessi dönsku firmu hafi sótt um undanþáguleyfi til yfirvaldanna, þar sem um svo stórfelda auglýsingaherferð var að ræða. Er mér þó allsendis ó- kunnugt uin það atriði, en lield- ur þykir mér það ólíklegt, því happdrætti það, sem hér um ræðir, „Dansk kolonial Klasse Lotteri“, er frægt fyrir svona sitt af hverju. Eg liefði þó ekki farið að skrifa þessar línur, ef greinileg tilraun til blekkinga liefði ekki komið fram i annari af umgetn- um auglýsingasendingum. par hefir umboðsmaðurinn leyft sér að nota orðið „velomskrevne“ i sambandi við þetta liappdrætti, en til þess að sýna mönnum, að það er eithvað annað en að „vel hafi verið skrifað“ um happ- drættið, þá ætla eg að leyfa mér að vitna i grein sem birtist i fyrra vetur í danska blaðinu „Nationaltidende“. Greinin er löng, svo hér verð- ur að eins um útdrátt að ræða, en hann er hér settur, til þess að menn láli ekki hlekkjast af auglýsingaskruminu. Blaðið skrifar: „Kolonial- happdrættið var stofnað árið 1906 í þeim tilgangi að afla fjár til þess að bjarga Vestur- Indíueyjum við. pað var ekki sérlega girnileg aðferð, en menn huggúðu sig við, að tilgangur- inn lielgar meðalið. pað tókst eklvi að bjarga eyjunum við, í stað þess seldum við (þ. e. Dan- ir) Ameríkumönnum eyjarnar fyrir slikk. pað bætti auðvitað ekki álit okkar í augum heims- ins, en á liinn bóginn tókst okk- ur að bjarga „svarta happdrætt- inu“ frá voða.“ Blaðið snýr sér nú að aðferðum þeim, sem um- boðsmenn þessa happdrættis beita til þess að koma hlutun- um út, segir að þýskt félag' hafi tekið að sér alla söluna og að eftirlit með sumum af umboðs- mönnum þess sé alveg útilokað, og að kvartanir yfir frekju og' ásælni þessara unxboðsmanna séu daglegt brauð í utanrikis- ráðuneytinu danska. Sem dæmi upp á ásælnina tekur hlaðið upp orðrétta klausu, sem birt- ist í „Sunday Times“ i Jóliann- esarborg í Suður-Afríku. Fyrir- sögn þeirrar klausu er: „Ný dönsk ránsferð“, og efnið er það, að firma i Kaupmanna- höfn, sem skrifar sig „The Burlington Export Co., Bankers, State authorished collectors for the Danisli Colonial Lottery“, hafi sent ýmsum mönnum í Suður-Afríku tilboð um að kaupa ákveðna lxluti i happ- drættinu. Fáir urðu til þess að sinna þessu og fengu menn þá bréf frá „íirmanú1 þar sem þeim var tilkynt það hátiðlega, að einmitt lilutur þeirra hefði kornið upp við happdrættið, en þar eð þeir hefðu elcki keypt hlutinn, þá liefði fúlgan, að uppliæð 40,000 frankar, lent hjá öðrum, en þá væri þó hægt að bæta ráð sitt og kaupa nýjan lilut i happdrættinu, o. fl. o. fl. í sama dúr. Blaðið tók sér nú fyrir hendur að bera saman til- boð og bréf frá þessu firma og konxst þá upp, að bréfin voru samhljóða. púsundir manna liefðu eftir þvi átt að vinna á söiíxu löluna (in casu 31036), og meira að segja þóttust fleiri firmu liafa haft yfir þessai’i tölu að segja. í tilefni af þess- um svikum kemst Afrikublað- ið að þeirri niðurstöðú, að það liljóti að búa þó nokkrir „dirty Danes“ (skitnir Danir) i Kaup- mannahöfix. Út af þessum skrifum sneri „Nationaltidende“ sér til danska ráðuneytisins, og tók þá ekki betra við, því enginn þóttist bera ábyrgð á gerðum unxboðsixxann- anna. Krossganga Ixlaðsins var þessi: I utanríkisráðuneytinu könnuðust xxxeixn við svipáðar umkvartanir, „en þær lieyrðu undir fjármálaráðuneytið“.Eixg- in skrifstofa í fjármálaráðu- íxeytinu þóttist hafa nxáhð nxeð liöndum, og var oss vísað til ráðherrans sjálfs. Fjármálaráð- herra vísaði oss til Koefoed, forstjóra, en Koefoed neitaði að láta nokkúð uppi og vísaði oss til Muntlie-Bruun, formaixns liappdrættisst j órnarinnar. „Málið kemur (skam! sic.) nxér ckkert við,“ sagði Mxxntlxe- Bruun foi’stjóri, „það heyrir undir þýska félagið!“ Samtalið var nokkru lengra, og forstjórinn upplýsir xxxeðal annars, að enginn ráði við það, þó umboðsmennirixir reyixi að selja hlúti i happdrættinu jafn- vel i löndum, þar sem happ- drætti er bannað að löguixx, sömuleiðis, að stjórn liapp- drættisins standi yfirleitt ráð- þrota gagnvart hrekkjabrögð- um umboðsixxannanna, og lxann getur þess að einasta ráðið til þess að uppræta ósómann. sé að nema liappdrættislögin úr gildi. Blaðið bætir því við, áð eng- um geti dulist hvað gera skuli — „því álit þjóðai’innar er ann- ax’svegar“. Skyldu ]>essi og' svipuð skrif * eiga heima í þeim flokkinum, sem danski umboðsmaðurinn kallar „velomskrevne“? L. S. Hákarlsskrápur. —O— Fyrir nokkrum árum var allmik- i5 um þa'ö ritaö í amerisk blöö, aö leöurvinsla úr hákarlaskráp væri sifelt aö aukast, og aö lik- urnar væru . þær, a'ö hér væri um ínikið framtíðarmál að ræöa. Þess- ar spár eru nú aö rætast. Og lik- urnar eru þær, aö ýmsar sjóskepn- ur aðrar en hákarlinn,* verði i framtíðinni veiddar í stórunx stíl i þessu augnamiöi. Tvær nxiklar hákarlaveiðistöövar hafa þegar verið reistar á eyjum við Florida- skagann, og er ekki ófróðlegt að lesa um hákarlaveiðar suður þar og iðnaðinn, senx starfræktur er í sanxbandi við þessar stöðvar. Mað- ur að nafni Hamilton Wriglxt skrifar ítarlega um þetta i tíma- ritið „Popular Mechanics", sem gefið er út í Chicago. Minnist hann fyrst af öllu á það, að ef einhver hefði spáð því fyrir nokkrum ár- um, að í hafinu væri óþrotlegar uppsprettur af efni til leðurvinslu, þá myndu menn hafa kallað slík- an spámann draumóramann. En samt sem áðwr sé nú svo komið, að daglega komi á nxarkaðinn miklar birgðir af ágætis leðri, unnu úr hákarlsskráp. Leður úr skrápnunx er haidbetra en leður luxnið úr húðunx. Þegar allri nxeð- ferð og sútun er lokið, er það mjúkt og áferðarfagurt og hald- gott. Aðrar leðurtegundir eru ekki taldar hentugri til skófatnaðar- gerðar. Það er einnig mikið notað i bök og setur á stóla og legu- bekki og er talið næstum óslitan- legt. Leður, sem unnið er úr skráp hins svokallaöa leopard-hákarls er mjög skrautlegt og er einkum not- íið á skrautlega stóla og legu- bekki. Iiinn svonefndi „sawfish" (sagskata), er einnig veiddur í þessu skyni. Leðurvinsla úr há- karlsskráp er nú svo vel á veg komin og er rekin í svo stórum stíl, að menn ætla, að hér sé um iðnað að ræða, er hafi alheimslega þýðingu. Hákarlamergðin í suður- höfunx er talin óþrotleg og veiðin er tiltölulega auðveld, eiixs og henni er nú hagað. Hákariaveiðistöðvarnar á Flor- ida-eyjununx Big Pine Key og Key West eru starfræktar i stórurn stil. Veiðin, sem daglega berst á land þar, nemur miljónunx punda. Há- karlinn er veiddur í „gill“-net (tálkn-net, svo kölluð eftir lögun- inni). Net þessi eru nokkur hundr- uð nietrar á lengd, og tuttugu feta djttp, eða svo. Eru þau þannig gerð, að þatt lykjast saman, er hákarlaþvaga lendir í þeim og fyllir þau. Eru þá miklar hamfar- ir í hákörlunum, eins og geta má nærri, og hendast þeir langar leið- ír með netin, og láta að lokunx líf sitt í ærslunum og þrengslun- ttm. Netjununx er lagt að kveldi til, og nemur einnar nætur veiði á Big Pine Key hundruðum há- karla, þegar vel veiðist. Sagsköt- urnar eru líka veiddar í net, en þær eru venjulega lifandi, þegar „vitj- að er um“. Eru þær dregnar á þilför hákarlaskipanna og lamdar kjdfum til bana. Skötur þessar eru 600—1900 ensk pund á þyngd og * Hákarlategund sú, er hér um ræðir, mun ekki vera hin sama sem algengust er í nor?Hjrhöfum, MBBBHBBaannni Fyrirlifigjandi: Eldavélar, grænar og hvít- emaillefaðar og svartar. — Ofnar, enxailleraðir og svart- ir. Ofnrör úr potti og smiða- járni. Eldfastir steinar og leir, sótrammar, Miðstöðvar- tæki ávalt til. Gasvélar nxeð bakaraofni og aðrar tegund- ir. Gasbaðofnar, Gasslöngur, Baðker, Vatnssalerni, Eldhús- og Fayancevaskar, Skolp- og Vatnsleiðslupípur, Handdæl- ur, Gúmmíslöngur, Gólf- og Veggflísar, miklar birgðir. - Linoleum, Filtpappi, Panel- pappi, Asfaltpappi, og Þak- pappi, Korkplötur, Vírnet, Asbestplötur og Asbest- sementplötur 0. m. fl. ■ 1. ElIiflSH k fll. JOtÍOÍSÖOOOÍÍÍStJÍSÍÍÍiWSÍíOÍÍÚOÍSÍÍOÍ .« .* — 5J ob 5?« | Gleðilegt Jj I sumar! 8 5000000000000SK5000COOO : Gleðilegt sumar! Þftkk fyrir við-kiftin. BraunS'VersIun. 13—20 feta (enskra) langar, þeg- i\r „sögin“ hefir verið söguð eða höggvin af. Þegar veiðimennirnir lenda, liéngja þeir fyrst af öllu net sin til þerris, enda þurfa þatt stöðugra aðgerða. Þegar affenxxing hákarlskipanna er lokið, er skrápurinn fleginn af og hreinsaður, saltaður og breidd- 11 r til þerris, unx sólarhringsskeið. Um frekari aðgerð er svo eklci að ræða, fyrr en i sútunarverk,- smiðjunum. A stöðvunx þessunx er alt notað aí skepnunni, sem notaö verður. Kjötið er notað til eldis, lýsi unnið úr lifrinni, lxausarnir soðnir til límvinslu og úr kirtlum (the pan- creatic glands) er unnið i n s u I- i n, til lækninga. Loks eru beinin varðveitt og seld til smíða ýmis- konar gripa. — (F. B.). i , Góður eiginmað- ui* gefur konunni Sing v 8 saumavél. Gleðilegt sumar! ÁmundiÁrnasonJ Gleðilegt £ sumarl ^ Matarbúð l Sláturfélagsins. I .-iiignveg tíl ^ Gleöilegt sumar! Þ*ikk fyrir viðskif iu. Guðm. B. Vikar. je ÍU!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.