Vísir - 01.05.1928, Page 2

Vísir - 01.05.1928, Page 2
VlSIR D KteiHm i Olseini ( flðfnm til: Rúgmjöl Hálfsigtimjöl Haframjöl Hpísgrjón Hveiti: Cream ofManitoba. Glenora. Canadian Maid. Onota. Buffalo. FyMrliggjandi: A* Obenliaupt, Símskeyti Khöfa, 30. april. FB. Kosningaúrslit í Frakklandi. Frá Paris er símað: Úrslit kosninganna í gær kunn í tæp- Iega 300 kjördæmum. Stuðn- ingsmenn Poinearé’s fengu tals- verðan meiri hluta. Leon Blum, foringi jafnaðarmanna, féll fyr- ir kommúnistanum Duclos. Flugmönnum fagnað. Frá New Yorkborg er símað: Atlantshafsflugmennirnir þýsku Köhl flugkapteinn og von Húnefeld barón, ásamt Fi.tz- Maurice, úr flugliði írska fri- ríkisins, komu til New York- borgar i gær og tók mikill mannf jöldi á móti þeim. Opin- her hátíðahöld til þess að fagna flugmönnunum fara fram og eiga þau að standa yfir í fimm daga. — (Flugmennirnir lögðu af stað í Ailantshafsflug sitt frá Baldonnel i írlandi þ. 12. apríl og lentu um hádegi daginn eflir á Greenly Island, fyrir norðan Newfoúndland). Manntjón af ofviðri. Ofviðri, hellirigningar og vatnsflóð hafa komið i suðaust- urhluta Bandaríkjanna. Sex þúsundir manna heimilislausar. 13 menn farist. Miljónatjón. Einkennilega miklar skemdir á baðmullarekrum. Knud Rasmussen kominn til Reykjavíkur. Hann heldur nokkra fyrirlestra hér um Eskimóa í Grænlandi og Canada og lifnaðarháttu þeirra, átrúnað og þjóðsiðu. Danir hafa lengi lagt mikla slund á að kynna sér landfræði Grænlands og jarðfræði, svo og sögu Eskimóa og siðu. ]?ó stjórn þeirra á landinu sé i mörgu til- liti ámælisverð frá sjónarmiði þeirra, er unna Eskimóum fulls mannfrelsis og góðra h'fskjara og trúa á mátt þeirra til að lifa undir svipaðri stjórn og hvitir menn, verður liinu ekkí neitað, að vísindastarfsemi Dana í Grænlandi er þrekvirki, ekki sist hinar miklu laudkönnunar- ferðir, sem gerðar liafa verið til þess að fá efnivið í sæmilegan uppdrátt af landinu. Frá þessari öld eru t. d. almenningi kunn nöfn þeirra Mylius-Erichsen, sem lét líf sitt í rannsóknarför til Norður-Grænlands, Einars Mikkclsen, Peter Freuchen og ýmsra fleiri manna. En víðkunnastur allra Gram- landskönnuða fyr og síðar, að undanteknum Eiríki rauða, er maður sá, er hér er staddur þessa dagana, Knud Rasmussen dr. phil. Mun eigi völ á neinum manni um víða veröld er jafn fjölbreytta og viðtæka þekkingu hafi á Eskimóum, högum þeirra, lundarfari, sögu og þjóðsiðum eins og hann, einkum þeim er í Grænlandi húa, enda hefir hann haft góða aðstöðu til þess að afla sér þeirrar þekkingar. Knud Rasmussen er fæddur í Grænlandi 1879, af grænlensku bergi brotinn í móðurætt, og ólst þar upp. Fór til Danmerk- ur og tók þar stúdentspróf alda- mótaárið, en tók þá þegar að gefa sig við mannfræðirann- sóknum. Árið 1901 fór hann til Lapplands til þess að kynnast Lapplendingum, en árið eftir fór liann í hina fyrstu Græn- landsför sína — með Mylius Erichsen — og hafði þá vetur- setu hjá Eskimóum í norðlæg- um héruðum í Grænlandi. Síð- an hefir hann starfað óslitið að Eskimóa-rannsóknum i 26 ár, og pftast verið á ferðalögum. Árið 1912 lagði liann í hina 1. „Thule-för“ sína, vfir jökulinn til Pearylands, 2. förina fór hann 1916-18 til norðurstranda Grænlands og þannig koll af kolli, þangað til liann gerði út hinn merkasta og stærsta leið- angur frá Græniandi vestur yfir nyrstu landflæmi Canada og Alaska, alla leið til vesturstrand- ar Ameriku. Var hann í þeirri ferð frá 1921 til 1924 og varð förin fræg um allan heim. Má nefna, að munir þeir, sem Ras- mussen hafði heim með sér lír þeirri ferð, eru hið stærsta safn til þjóðsiðasögu Eskimóa, sem til er í heimi. Hefir það verið á- nafnað þjóðmenjasafni Dana. Fjölmörg rit eru til eftir Knud Rasmussen, og er hann eiiikar skemtllegur rithöfund- ur. Kru það ýmist ferðabækur, þjóðlýsingar eða útgáfur Eski- móa-þjóðsagna og skáldskapar. Um þcssar mundir er að koma út bók hans um förina miklu um Canada, eru tvö hindi kom- in, en hið þriðja væntanlegt innan skamms. pessi bindi sem komin eru af ferðabókinni þykja afbragð að skýrri fram- setning og ritsnild. En auk þess verður gefið út á ensku vísinda- legt rit um förina, eigi minna en tólf hindi. Vísir hitti doktorinn að máb i gær. Hann er hér ásamt konu sinni og börnum, og komu þau hingað frá Skotlandi. Rásmus- scn hefir í leiðinni frá Dan- mörku komið við í Lundúnum og haldið þar fyrirlestra, enn- fremur hélt hann fyrirlestra á St. Andrews-liáskólanum í Skollandi. — Hafið þér ekki komið hingað áður, á ferðum yðar til Grænlands? Nei, það hefir aldréi I>or- ið svo uudir, að skipin seni eg hefi farið með vestúr, hafi komið við hér. En árið 1900 var eg í dönsku stúdentaferð- inni hingað. Þá eignaðist eg Iiér marga kunningja og þótt- ist þekkja bæinn í krók og kring þegar eg fór. En það segi eg yður satt, að þó eg telji mig engan rata, þá rata eg ekki um Revkjavik núna. Þetta er alt annar bær. Nýr bær. En livað sem því líður, þá hefir mig langað hingað aftur i 28 ár, þó eg liafi ekki haft tækifæri til þess að láta það eftir mér fyrr en nú. Eg hefi haft í ýmsu að snúast. Og það eru mörg ár síðan eg lofaði konunni minni og krökkunum íslandsferð. Svo gafst tæki- færið loks i vor og ferðin var afráðin. — En þér eruð ekki kominn liingað i skemtiferð eingöngu? -— Ónei. Það er nú önnur saga að segja frá því. Eins og kunnugt mun vera hér, var á síðastliðnum vetri afráðið, að í stað þess að liafa faslan sendikennara frá Dönum við liáskólann liér, skyldu fengnir menn til að fara hingað og lialda hér nokkra fyrirlestra um vísindi og listir á liverju ári. Nefndin, sem á að sjá um framkvæmd þessa verks í Danmörku, fékk veður af því, að eg ætlaði hingað, og fór ])ess á leit, áð eg byrjaði þetta fyrirlestrahald, og var það mér vitanlega ljúft. En vegna þess, að eg varð að fara á ákveðnum tíma, mín sjálfs vegna, var tíminn naumur lil undirbún- « k « tt tt Togara-manilla *V’ vönduð teg. fyrirliggjandi. Þörður Sveinsson & Co. » u u u u u ings af nefndarinnar hálfu, og það er að eins örstutt síðan háskólinn hér fékk að vita um ferð mína. Nú hefi eg bitl rektor liá- skólans liér, Sigurð Sívertsen ])rófessor, og þó að undirbún- ingstíminn hafi verið naumúr, er saml alt undirbúið og eg byrja fyrirlestrana á miðviku- daginn. Þeir verða 5 talsins og fjalla allir um Eskimóana, og sýni eg skuggamyndir með þeim. Sá fyrsli verður inn- gangsfyrirlestur um Eskimóa alment og land þeirra, þjóð- félagsskipun og ýmsa ein- kennilega hætti þjóðarinnar. Annar fyrirlésturinn verður um lífsskoðanir og heimssjá Eskimóa, hið frumlega innræti þeirra og áhrif þau er þeir tiafa orðið fyrir frá öðrum þjóðurn, svo og um trúarbrögð þeirra. Þriðji fyrirlesturinn verður um hugmyndalíf Eski- móa, þjóðsagnir þeirra, þjóð- kvæði og vísnagerð. Það er sennilega engin þjóð í heimi, sem yrkir eins mikið og syng- ur og Eskimóarnir; þeir sem ólæsir og óskrifandi eru, ekki síður en liinir. — Þá verður fjórði fyrirlesturinn um sær- ingamenn, lækna og spekinga eða spámenn Eskimóa, þessa merkilegu menn, sem hafa svo mikið vald yfir fólki, að gerð- ir þeirra verða kraftaverk. — Loks verður síðasti fyrirlest- urinn um viðskifti Eskimóa og íslendinga í Grænlandi til forna og sagnir þær, er enn lifa á vörum Eskimóa um „livítu mennina“. Galu báruláro oo slétt. Mlklap birgðir. Mest gæðl. Lægst verð. Galv. þaksaumur 2Va” á kr. 10,00 pp. þús. Nýkomið. Versl. B. H. BJARNASON. JO<SWC^OOOO Bæjaríréttir u 5*0 OOOO Veðrið í morgun. Iiiti um land alt. í Reykja- vik 11 st., ísafirði 7, Akureyri 11, Seyðisfirði 5, Vestmanua- eyjum 8, Stykkishólmi 9, Rtönduósi 11, (engin skejii Frá Raufarhöfn), Hólum í Horna- firði 9, Grindavík 10, Færeyj- um 9, Julianehaab 2, Jan Mayen 2, Angmagsalik 0, Hjaltlandi 12, Tvnemouth 7, Kaupmannaliöfn 10 st. Mest- ur hiti liér í gær 13 st., minstur 7 st. — Lægð (750 mm.) fyrir sunnan land. Austan kul á Iivalbak. — Horfur: Suðvest- uiiand: í dag og nótt alllivass suðaustan. Dálitil úrkoma. Faxaflói: í dag og nótt austan átt. Sennilega þurt veður. Breiðaf jörður, Vestfirðir, Norð- urland: í dag og nótt suðaust- an. purt og lilýtt. Norðaustur- land, Austfirðir, suðausturtand: I dag og nótt sunnan átt. Sum- staðar þoka, en úrkomulítið. Það má heita sjaldgæft tækifæri sem bæjarbúum gel'st í þetta sinn: að heyra um Eskimóa og Grænland af vör- um þess nianns, sem af svo miklu liefir að miðla i þessum efnum. Háskólafyrirlestrarnir verða haldnir í Kaupþings- salnum og er öllum heimill að- gangur þar ókeypis meðan rúm leyfir. En eigi mun van- þörf á, að minna fólk á að koma snemma, ef þvi er um- hugað um að komast í sæli. Fyrsti fyrirlesturinn verður, eins og áður er sagt, á morg- inn kl. 8i/2 siðd. Síðai verð- ur tilkynt hvenær liinir fyr- irlfestrarnir fara fram. ! 70 ápa peyn sla og visindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins <2_5> enda er hann heiinsfrægur og liefur 9 sinnum hlolið gull- og silfurraedalíur vegna fram- úrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefur reynslan sannað að VEEO er mlklu hetri og drýgrl en nokkur annar kaffibætir. Notið aðeins VERO, það marg borgar sig. í lieildsölu hjú IIALLDÓRI ELRÍKSSYNI Hafnarstræti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.