Vísir - 12.05.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) feimiNI I ÖLSEiNi (( Nýkomiö: Laukur í pokum. Bláber, Rúsínur, Þurkuð epli, Sagó. Símskeyti Kliöfn, 11. maí. FB. Ófriðurinn milli Kína og Japan. Tsinanborg tekin herskildi. Frá London er símað: Her Japana hóf skothríð á Tsinan og tók vopn frá mörg þúsund kínverskum hermönnunl. Tsin- an og járnbrautin til Tsington eru algerlega í höndum Japana. Kíhverjr segja, að 500 menn hafi verið drepnir i skothríð- inni og fjöldi húsa verið lögð í ■eyði. Frá Shanghai er símað til United Press, að utanríkismála- ráðherra þjóðernissinna ætli að fara þess á leit við stjórniná i Bandarikjunum, að hún reyni að miðla málum á milli Kín- verja og Japana. Frá Washington er siinað: pess er ekki að vænta, að stjórn- in í Bandaríkjunum geri til- raun til málamiðlmiar milli Japana og Kinverja, nema báð- ir málsaðiljar óski þess. Af bændaförinni. Frá Berlín er símað: Sam- kvæmt fregnum frá Rúmeníu virðist svo sem bændaförin til Búkarest hafi farið út um þúf- ur. Umhverfis jörðina á 33 dögum. Frá Tokio er símað: Japanski hlaðmaðurinn Araki hefir far- ið kringum hnöttinn á 33 dög- um. Notaði hann ýmis konar farartæki, m. a. flug\'élar. Setti hann met með þessu ferðalagi sínu. Ueikliiisid. „Æfintýri á gönguför", eftir C. fíostrup. Pað gildir einu hvernig tímar og tíska brev-tist í þessu umbrey.ting- anna landi, ]iað gildir einu hvaSa ,,ismar“ og stefnur ganga í boða- föllum yfir fólkið, róta burt gömlu og. skilja eftir nýtt. — „Æfintýr- ið“ stendur óhagganlegt eins og forngrýtisklettur í öllu því róti, mannsaldur eftir mannsaldur, eins og óbrigðul þrautalending í ís- lenskri leiksögu. Menn hafa ráðist ómjúklega á það, bent á auðsæja galla þess, fundið því alt til for- áttu, talið það ,,flatt“' og fábreyti- legt vegna þess að þar vanti and- ríki og speki, hnoðaða saman í stutt tilsvör á.máli, sem þykir því betra þess meira dulmál sem það er fjöldanum. En Æfintýrið helir kosti, sem vega þungt á metunum. Það er mannlegt og það er bjart og nota- legt yfir því, þó barnalega sé með efnið farið frá sjónarmiði síðari rithöfunda. Fólki hlýnar um hjartaræturnar við að horfa á það, og gleðin og vorkunnsemin skift- ast á svo oft, að áhorfandinn hefir jafnan tilbreyting. En svo er annað, og það eigi síður, sem veldur vinsældum Æt- intýrsins e.ða öllu fremur aðsókn að því, hér í Reykjavík. Það er orðið svo gamalkunnur gestur hér, að þorri manna þekkir þaö út og inn, kann það að heita má utan að, man úr þvt kvséðin og lögin, og hefir í minninu lifandi mynd af persónunum eins og þær voru leiknar fvrir tíu, tuttugu eða þrjá- tíu árum.jÞegar þessháttar leikrit eru sýnd í nýrri útgáfu, þykjast menn verða að sjá þau, til þess að gera samahburð — þeir sem áður hafa séð þau, en hinir sem sjá leik- inn í fyrsta sinnj til ]tess að sjá með eigin augurn það, sem þeir bafa áSur heyrt talaS um. Nýja útgáfan er góð. Sumuni persónunum tókst svo vel, aS ef þeim endist lif og heilsa, verSa ]teir „eigendur" aS hlutverkum sínum næsta mannsaldur. Má þar fyrst nefna Skrifta- Hans, IndriSa Waage. Þó var í fýrstu ekki sýnt hversu farnast mundi þessu hlutverki, leikurinn var í fyrsta þætti dálítiS hikandi , og .óviss, en fór síbatnandi eftir því sem á leiS, svo aS i síSustu ])áttunum var liann afbragS. Veik- asta hlið leiksins var jafnan, er Hans bregöur fyrir sig bónda- gerfinu, þaS má sýna miklu vægi- ltgar en Waage gerir. Eigi aS síS- tir vann hann stærstan sigur allra í ]>essari sýningu. KammerráSiS leikur Har. Á. SigurSsson. ÞaS er auSsjeS, að hann hefir lagt meiri vinnu í þetta klutverk en flest önnur, sem hann liefir leikið í vetur, en þó er sigur hans ekki full unninn. HinsVegar ci það eflaust, að Haraldi tekst að gera afltragðs persónu úr kamm- erráðinu, með nokkru mleiri æf- ingu; hann á ráð yfir miklu meiri vaddbrigðum en hann' sýndi á frutnsýningunni og gæti notað þau hlutverkinu til ómetanlegra bóta. Og svo undarlega brá viS í þetta sinn, aS Haraldur, sem ann- ars verSur manna minst skotaskuld úr aS fylla úpp í au'ðu bilin í hlut- verki sínu, virtist í ]>etta sinn láta sér leiSast stundum, er hann haföi ekkert sérstakt aS gera, meðan hann var á sviSinu. Mér er nær aS halda, ,aS hann hafi ekki veri'S laus viS ,,nervösitet“ á fyrstú sýn- ingtmni, og fundiS um of til þess, aS hanu átti aS lyfta þungurn arfi. Og þarf eigi aS efa, aS Krans hans verSi í annálum hafSur marga aratugi. Brynjólfi Jóhannessyni tókst á- gætlega að gera réttan mann úr assessornum. ÞaS er sama aS segia um hann eins og Waage, aS leik- urinn batnaSi eftir ])ví sem á leiS og voru þar víða afbragðs tilþríí. Ungfrúrnar á Strandbergi voru báSar i nýjum höndum. Ungfrú Þóra Borg lék Jóhönnu, fjörlega og skemtilega, en Láru lék frú L. Beck, sem mun vera alveg ný á leiksviSi, og má segja, aS hún fari óvenjulega vel á staS. Hluc- verkiS krefst’ ekki sérstakra til- þrifa, eSa réttara sagt gefur ekki tilefni til ])eirra, en meSferS frú Beck var mjög látlaus og eSlileg og tilsvarameSferS yfirleitt mjög góS, þó einstöku sinnum bæri út af. Frú Marta Kalman lék frú Krans og fór vel meS, þó ekki væri hún þar t essinu sínu. Sigurður Waage lék hiS van- J.akkláta hlutverk Vemiundar skógfræSings. Hann mun vera nýr leikandi, en eigi verSur annaS sagt, en aS honum hafi farist meSferö- in myndarlega úr hendi. Stúdent- ana léku sömu leikendur og síðast þegar æfíntýriS var sýnt, þeir Einar E. Kvaran og Oskar Norð- mann. Þessir þrír leikendur hafa hver öSrum betri söngrödd og fallegri, og á þaS ekki síst þátt í, aS gera ÆfintýriS hugnæmt. Smá- lilutverk Péturs bónda lék Valur Gíslason og fór ntjög vel meS, en gerfiS var álíka grófgert og hjá Kaupm.hafnar leikhúsunt, þegar þau þykjast vera aS sýna íslenska bændur. Leikurinn gekk fremur fljótt, en þó var enn sem fyr, aS óþarflega var dreginn á langinn söngurinn sem sunginn er, þegar fólkiS er aS horfa á eftir Skrifta-Hans út í skipiS. Hann verður að bruna á- frant viSstöSulaust, því annars á maSur bágt meS aS trúa því setn fram á að fara fyrir utan. Áhorfendur skemtu sér ágæt- lega og var þrásinnis tekið frarn í fyrir leikendunum meö lófa- klappi. Undirtektirnar voru í allra besta lagi. Og eftir leikinn varS að draga tjaldið upp tvívegis fyrir leikendahópnum og loks fýrir Skrifta-Hans einum. Sk. hélt fund i fyrrakveld, til þess aS ræSa um útvarpsmáliS. Þar flutti Gunnl. Briem verkfræSingur fróS- legt erindi um langdrægni loft'- skeytastöSva. SíSan hófust um- ræSur. Félag þetta átti upptökin aS því. aS útvarpsnefndin var skipuS en samikv. tiilögum þeirrar nefndar samþykti Al])ingi lög i vetur, sent heimila landsstjórriinni aS taka nægilegt lán til þess aS koma upp fullkominni útvarps- stöS. ÞaS var eindreginn vilji fundarmanna, aS vinna kappsam- lega a'S því, aS fá stjómina til aS i.ota þessa heimild. Laridssíma- stjóri er nú utanlands og mun m.a. vera aS greiSa fyrir framgangi ])essa máls, méS> því, aS tryggja ísi. stöSinni langa bylgjulengd, sem mjög er nauSsynlegt. Fundar- menn vildu flýta málinu sem mest og fá semi allra fyrst bráSabirgSa- útvarpsstöS, langdrægari en ])á, sem nú er. Töldu líklegt, aS hana mætti fá á leigu hjá félagi þvi, er siSar seldi hingaS hina nýju stöS. — Félag VíSvarpsnotanda var stofnaS til þess aS gæta hagsmuna útvarpsnotanda og hefir, sem kunnugt er, nokkur ágreiningur orSiS milli þess og h.f. Útvarps. En ]>egar samkomulagstilraunir urSu árangurslausar, beitti félagiS sér fyrir því, aS ríkiS tæki útvarp- iS í sínar hendur. A fundinum var samþykt svolátandi tillaga: „Félag Víðvarpsnotanda skorar á ríkis- síjórnina, að hefja nú þegar undir- búning til að reisa útvarpsstöð, er dragi urn alt land. Til bráðabirgða telur félagið mjög æskílegt, aS nauðsynleg útvarpsstarfsemi verSi framkvæmd með aflminni stöð, t. d. með því að breyta Loftskeyta- stöðinni í Reykjavík þannig, að hún geti einnig útvarpað, þar eö þetta mun vera kleift meS tiltölu- lega litlum kostnaSi." Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11. Prest- vígsla. Engin síðdegismessa. 1 fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigur'ðsson. I Landakötskirkju: Hámessa kl. t) árd. og kl. 6 síðd. guðs- þjónusta með predikun. — I spítalakirkjunni í Hafnarfirði: kl. 9 árd. bámessa, og kl. 6 síðd. guðsþjónusta með predikun. I Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 síðd. Sjómannastofan. Guðsþjón- usta kl. 6 síðd. Allir velkomnir. Prestsvígsla í dómkirkjunni á morgun kl. 11. Biskup vigir kandídatana Björn Magnússon aðstoðarprest að Prestsbakka á Síðu, Eirík Brynjólfsson skipaðan prest að Otskálum, Jón Pétursson settan prest að Kálfafellsstað og Sigurð Stefánsson skipaðan prest að Möðruvallaldaustursprestakalli. - Dómkirkjuprestur síra Bjarni Jónsson lýsir vígslú. Sigurður Stefánsson cand. theol. hefir verið skipaður prestur Möðruvallaklaustursprestakalls. Kaupendur Vísis, sem flytjast búferlum þessa dagana, eru vinsamlega beðnir að segja til þess á afgreiðslunni, helst skriflega. Vísir kemur út tímanlega á morgun. Tekið verður á móti auglýsingum í sunnudagsblaðið á afgreiðslunni (sími 400) fram til kl. 7 í kveld, en eftir þann tíma og fram til kl. 9 í Félagsprentsmiðjunni (simi 1578). Leikhúsið. Æfintýri á gönguför ' verður leikið kl. 8 annað kveld. — Sjá augl. Magnús Torfason sýslumaður og alþm. er sex- tugur í dag. Dr. Knud Rasmussen flutti síðasta háskólaerindi sitt í Nýja Bíó í gærkveldi fyrir hús- fylli. Samkvæmt áskorun sýnir hann myndir í Nýja Bíó kl. 4 Kappleikur á íþtóttavellinum kl. 8l/i í kvöld milli sjóliða af enska umsjdnar- skipinu, Doon og K. R. Fasteignastofan Vonarstæti 11. Heíir enn til sölu stór og smá hús hér í bænum með lausíun íbúðum nú þegar. Ennfremiu* nokkur liús í Hafnarfirði, sum þeirra með tækifærisverði. Og íbúðarhús, ásamt stóru landi, í Vestmannaeyjum. íbúðarliús- í Grindavík, sem fylgir tún og* matjurtagarðar, og grasbýli í Árnessýslu. Er við frá 5—7 og oft á öðr- um tíma. Fljótir nú! Jonas H. Jönsson. Sími 327. 14-16 ára drengur óskast til verslunarstarfa, tilboð auðkent: „Fpamtfðarvinna“ sendist Yísi fyrir 15. þ. m. á morgun. — Dr. Knud Rasmus- sen liefir átt meiri aðsókn að fagna en nokkur útlendingur, sem liingað liefir komið. Hon- um hafa borist áskoranir um að koma til Isafjarðar og Akur- eyrar. Háskólaráðið bauð hon- um í dag til Ölvusár. Laxamýri, eitt mesta og fegursta liöfuð- ból á Norðurlandi, hefir Jón H. porbergsson á Bessastöðuni keypt, og er liann á förum þangað norður. Hann liafði áð- ur fest kaup á Bæ í Borgarfirði, en samkvæmt samningi verður ekki af þeim kaupum. Félag útvarpsnotanda á íslandi. Útvarpið í kveld: Kl. 8 veður- skeyti. Kl. 8,10 ræða (Jakob Möller). Kl. 8,30 fiðluleikur (P. O. Bernburg). Kl. 9 upplestur. KI. 9,30 endurvarp frá útlönd- um. Kappleikur verður í kveld kl. 8(4 á íþróttavellinum milli sjóliða af breska varðskipinu Doon og K. R. Má búast við góðri skemtun. Skipafregnir. Gullfoss kemur að vestan 1 dag til HafnarfjarSar. Lagarfoss fór frá Kaupmanna- höfn í gær. Selfoss fer frá Hull í dag, áleið- is til Reykjavíkur. Esja fór héöan í gærkveldi kl. íor/2, fjöldi farþega. Botnia fór frá Færeyjum kl. V11 í gærmorgun. Væntanleg hingað í fyrramálið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.