Vísir - 26.05.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 26.05.1928, Blaðsíða 5
VÍSIR Laugardaginn 26. mai 1928. Jón Jofuodsson fæddur 15. mars 1849, dáinn 2. nóv. 1927. Hvílir nú þögult lijartað ljúfa’ og góða höndin er stirðnuð, má ei lengur vinna. Æfin er liðin, sveipar sorgarmóða sólbjartar vonir konu og barna þinna. Lífsbraut þín gejunir marga minning kæra - margur þín saknar bæði i orði og verki, þess vegna liryggir hjartans kveðju færa hver og einn sá er fylgdi þínu merki. Fyr en oss varði, heljar bönd þig bundu, borinn til grafar, lifs var aflið þrotið. Saknaðar tár af augum döpur dundu dauðinn þá liafði lífsins knör þinn brotið. Hnigið i valinn liefir góður drengur lijálp sem að veitti og lið í mörgum þrautum. Syrgjandi vinir sjá þig ekki lengur, síðast þig kveðja nú á æfibrautum. Börnin og kona blessa minning þina, beðinn þinn kalda lauga sorgartárum. En gegnum harmahriðir bjart þeim skína hugljúfast geislaskin frá liðnum árum. Og hún sem áður lrvíldi i föður örmum með hjartað fult af æskuvonum bliðum langt burt i fjarlægð fellir tár af hvörmum föðurinn látna kveður orðum þýðum. Hvíl svo i friði, hjartans vinur kæri haf þökk frá öllum fyrir lifsins störfin, því meðan lifðir sífelt sástu færi að sefa’ og bæta þar sem mest var þörfin. Guðs englar vaki og verndi leiðið smáa og veiti ró uns ris upp fegri dagur. En gegnum ómar himins hvelfing bláa frá hástól drottins unaðssöngur fagur. Ágúst Jónsson. Wiikmsflugiö. Amerísk blöö ljúka miklu loís- oröi á ílugafrek George Ii. Wil- kins, er hann flaug frá Point Barrow í Alaska til Spitzbergen fyrir skömmu, en flugleiðin á milli þessara staða er 2,200 ensk- ar rnílur. Sum blööin halda því jafnvel fram, aö hér sé um mesta fiugafrek að ræða, sem sögur fara af enn sem komið er. Þetta var 3. tilraun Wilkins til þess að kanna á flugferðalagi hin lítt kunnu svæði á milli Alaska og pólsins. Ef hann fyndi land á þessu svæði, þá ætlaði hann að athuga mögu- leikana fyrir að hafa þar lending- arstöð fyrir flugvélar og veðurat- huganastöð. Vélarmaður Wilkins var lautinant Carl. B. Eielsson, ameriskur maður af sænskum ætt- um. f flugunni var loftkæld vél af sómu gerð og vélin i flugu þeirri, sem Charles A. Lindbergh notaði i hinu iræga Atlantshafsflugi sínu, frá Ameríku til Parísar- borgar. Ýms amerísk blöð benda á. að þótt afrek ýmissa annara fiugmanna hafi vakið meiri eftir- tekt og þeim hossað hærra, þá hafi enginn flugmaður gert meira fyrir vísindin en Wilkins. Starf hans og reynsla hefir líka farið i þá átt, að gera hann hæfan til þess að gera ýmsar mikilsverðar athuganir fyrír vísindin, en það verður um fæsta aðra flugmenn sagt eða enga. Wilkins var fyrst á norðurvegum með Vilhjálmi Stefánssyni 1915, en er hann kom úr þeim leiðangri, gerðist hann flugmaður í her Breta og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir af- rek sín. Hann var stýrimaður á éinní áf flugum þeirn, sem flogið var frá London til Ástraliu 1919. Hann fó.r könnunarferðir um auðnir Ástralíu og hann var næst- ur Sir Ernest Shackleton að völdum í seiuustu för hans til Suðurpólssvæðanna. Undanfarin 3 á.r hefir Wilkins haft aðalaðset- ur á Point Barrow og voru menn farnir að missa trúna á, að nokk- úr árangur yrði af veru hans þar, en nú stendur hann í fremstu röð flugmanna og landkönnuða. Það var þ. 15. april, sem Wilkins lagði af stað frá Point Barrow í „Lock- Heed-Vega“-flugu sinni. Hann hafði 370 gallon af bensíni með- ferðis og 12 gallon af vélaoliu og vóg þetta ásamt matvælaforða o. fl. 3,400 ensk pund. Þegar þeir lentu, var bensínforðinn að þrot- um kominn. Þeir hefðu aðeins getað flogið ca. 100 enskar milur tii. Þeir lentu fyrst á Dead Man’s Island, en sú eyja er í klasa eyja og skeria fyrir norðan Spitzberg- en. Þá var óveður mikið. Um sama leyti og þeir lentu á eyjunni, varð loftskeytamaður frá King’s Bay loftskeytastöðinni úti á milli stöðv- arinnar og þorpsins. Hann fraus í hel. Matvæli gátu þeir að eins haft með sér af skornum skamti, helst súklculaði, rúsínur, mialt- mjólk i dósum og þess háttar, en þeir höfðu og með sér tjald, riff- il og 350 skot, tvo prímusa, o. fl., ef þeir yrði að halda kyrru fyrir á ísnum einhversstaðar, um skeið. Loftskeytatæki höfðu þeir og, en þau biluðu, og urðu þeim lítil eða engin not af þeim. Blaðið Norfolk Virginian-Pilot bendir á, að Wilkins sé fyrsti flugmaðurinn, sem flogið hafi yf- ir Norðuríshafið, frá Ameríku til Evrópu, flugleið hans hafi verið 700 enskum milum lengri en flug- leið Byrd’s, er hann flaug frá Spitzbergen til pólsins og sömu leiö_ til baka — og loks hafi flug- ieið Wilkins verið lengri en flug- leið Þjóðverjanna, sem flugu írá Irlandi til Ameríku á dögunum. Frá Spitzbergen simaði Wilk- ins til landfræðifélagsins i Wash- ington, að hann hefði hvergi séð land og er nú talið nærri fullvist, að á rnilli Alaska og pólsins sé hvergi land. Vilhjálmur Stefáns- son lýsti yfir því, er hann hafði iesið um aírek Wilkins, að nú færi menn kannske að athuga betur spár sinar um flugleiðir yfir norð- uriiöí, en Vilhjálmur skritaöi um þessi mál fyrir nokkurum ármn i tímarit landfræðifélagsins i Wash- ington (The National Geographic Magazine) og spáði því, að i fram- tíðinni yrði aðal-flugleiðir til Kina og Japan yfir norðurhöf, þvi að þær leiðir væri þúsundum milna styttri en þegar yfir land er farið, en það mundi koma í ljós, að flug- íerðir yfir norðurhöf yrði eigi hættusamari en aðrar flugleiðir að sumarlagi. Vafalaust hefir Wilk- ins orðið fyrir áhrifum af skoðun- um Vilhjálms í þessu efni, enda gefur Burt M. McConnell,, sem var í sömu Vilhjálmsförinni og Wilk- ins, það fyllilega i skyn i „The Elks Magazine“. Minnist hannn m. a. á áhuga Wilkins fyrir að fara tilraunaflugferðir um norðurhöf i þessu augnamiði og minnist enn- fremur á, að hann hafi mikinn hug á að fá sem flestar þjóðir á uorðurhveli jarðar til þess i sam- einingu að koma upp veðurathug- anastöðvum sem viðast í hinu „nyrsta norðri“. (F.B.). Kveðja, — Undarleg eru örlög. — Enginn skilur það dulda. Veikur er mannsins máttur og megnugur alvaldskraftur. — Strá erum vér í vindi. — Víður er 'himingeimur. Veður úr áttum öllum auðnu og gæfu ræður. Þó eru stórar stundir stöðugt í lwers manns æfi, — slundir, sem gefa gildi guði og manni sjálfum því er oss létt að líða, að lífið jer sigurganga, — en markið er finnum fjærra — fullkomleiki vor sjálfra. Oft eru erfið sporin yfir á nýjar leiðir. Þá verður margs að minnast — munaðar bæði og annars. Þá er oft þungt að skilja, ; þeim, sem að innra mættust. — Sárindi fylgja sælu og söknuður vinarkveðju. En hugur er liafi dýpri og hjartað er álfum stærra, — því eru þúsund leiðir þangað, sem hugir mætast, og ekkert megnar að meina munendum endurfunda, eftir að andinn flytur „út yfir gröf og dauða“. Sigursteinn Magnússon, ólafsfirði. G. M. C. (General Motors Truck). Kr. 3950,00. Kr. 3950,00 G. M. C. vörubíllinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, loftlireinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn i vélina, loft- ræstingu i krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- olíunni í vélinni mátulega kaldri og dregur gas og sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki olíuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarliúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlíf framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund í ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á hverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrmn bil- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met í bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú bebning allra bifreiða í veröld- inni. Pantið í tíma, því nú er ekki eftir neinu að bíða. öll varastykki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en i Chev- rolet. Simi 584. Simi 584. Jóh. Ólafsson & Co, Rey kjavllí. Umboðsm. General Motors bila. ææææææææææææææææææææææææææ Besti Hvítasunnuvindillinn er æ AMSTERDAM I BANK“ 79 fæst í V4 og V2 kössum í Teggfódur. Fjölbreytt úrval mjög ódýrt, nýkomið. Guðmnndnr Asbjörnsson, SÍMI 1700. LAUGAVEG 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.