Vísir - 31.05.1928, Page 3

Vísir - 31.05.1928, Page 3
VISIR ur, ösklrður drengur. Væri fróðlegt að vita hvort nokkuð annað félag hér á landi hefði jafnungan mann fyrir félaga. Skömmu eftir félagsstofnun- ina var ýmsum málsmetandi mönnum úti um land skrifað og j>eir beðnir að gerast umboðs- menn félagsins, hver á sínum stað og í sínu nágrenni. pau svör sem félagsstjórninni hafa borist við þeirri málaleitun, bera öll með sér, að viðkom- endum er ljúft að starfa fyrir félagið. Á sumardaginn fyrsta var byrjað að skrifa skipstjór- unum á togurunum og þess far- ið á leit við þá, að þeir gerðust forgöngumenn að þvi að fá skipverja sína til þess að ger- ast félagar. Svörin, sem komin eru, bera vott um góðar undir- tektir sjómanna. Á flestum skipunum hafa allir gerst félag- &r, á einstaka vantar einn eða tvo, sem máske stafar af því, að þeir hafa ekki verið viðstadd- ir, þegar peningunum var safn- ,að. Jafnframt hafa konur sumra sjómannanna gerst félagar. Nií liafa dagblöðin í Reykja- vík sýnt félaginu þann velvilja, að taka á móti áskriftum og gjöfum til þess eftirleiðis. Einn- ig hafa ýmsir kaupsýslumenn í Reykjavik og Hafnarfirði tekið við áskriftarlistumog geta menn gerst félagar þar, ef þeim þyk- ir það hægra en að láta innrita sig á skrifstofu félagsins. Síðar verður auglýst hvar listamir eru. Alt þetta ber vott um góð- an hug til félagsins og að menn hafa trú á, áð það muni verða til gagns og blessunar, áð það muni stuðla að því að fækka dónartölu druknaðra manna á næstu árum svo að hún nálgist það, sem er meðal annara ná- grannaþjóða, er svipaða atvinnu atunda og vér. En til þess þarf að inna mikið starf af liöndum, starf, sem allir íslenskir menn og konur eiga að styðja með því áð gerast félagar og á ann- an liátt, sem hverjum einstök- um kann að hugkvæmast að best verði að notum. Stjórn S. V. í. heldur fund í hverri viku. hefir margt verið rætt og ráðgert á þeim fundum, ,og munu þess sjást ýms merki .áður langur timi líður. Ef þér sjáið eirihvém með falleg og góð gleraugu, þá spyrjið viðkomanda hvar þau séu keypt. Svarið mun verða: Farið þér í Laugavegs Apotek, þar fáið þér þessi ágætu GLERAUGU þar er trygging fyrir gæðum. par fáið þér mátuð á yður gleraugu endurgjaldslaust. — par fáið þér athuguð á yður augun og um leið að vita hvort þér þurfið að nota gleraugu. — Notfærið yður hina ókeypis tilsögn og komið strax í dag, því á morgun eru augun máske eyðilögð. Laugavegs Apotek, sjóntækjadeildin. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 12 st., ísafirÖi II, Akureyri 13, Sey'Öisfirfti 10, Vestmannaeyjum 8, Stykkishólmi II, Blönduósi 14, (engin skeyti frá Raufarhöfn), Hólum í Ilornafirði ■g, Grindavík 10, Færeyjum 8, Juli- anehaab 6, Angsmagsalik 2, Jan Mayen 3, Hjaltlandi 8, Tynemouth 7, Ivaupmannahöfn 11 st. — Mest- ur hiti hér í gær 13 st., minstur 9 st. — HæÖ fyrir austan land. LægÖ- ín fyrir suðvestan fer minkandi. Nor'ðaustan andvari á Stranda- grunni. — Horfur: Suðvesturland: í dag og nótt minkandi suðaustan vindur. Þykt loft og stundum rign- ing. Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: I dag og nótt hægur sunnan og suðaustan. Skýjað loft. úrkomu- litið. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: í dag og nótt hægur suðaustan. Þurt veður. Suðaustur- land: í dag og nótt suðaustan. Þykt loft. Úrkomulítið. Landskjálftakippur fanst hér í gær um kl. 6,20 siðd. 76 ára er í dag Kristófer Bárðarson, Baldurs- götu 4. Hann hefir verið hér í bænum í 44 ár. Af veiðum kom Njörður í gær. í nótt kom enskur línuveiðari, á leið til Grænlands; hann var að fá sér kol. Esja kom til ísafjarðar i morgun. Brúarfoss kom til Akureyrar i morgun. Enskur botnvörpungur kom í gær með mann, sem meiðst hafði á fæti. Botnia fór í gærkveldi áleiðis til Leith. Flugvélin verður að likindum dregin á flot um flóðið i dag, og væng- irnir festir á liana á floti. — Hún hefir hlotið nafnið Súlan, og er það málað á hana ásamt nafni Plugfélagsins, auk þess er íslenski fáninn málaður á liana beggja megin. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband síðastl. laugardag, af sira Bjarna Jónssyni, ungfrú Ingibjörg Jón- asdóttir Eyfjörð og Guðmund- ur Sæmundsson, klæðskeri. Annan hvitasunnudag voru gefin saman í hjónaband ung- frú Ingibjörg Lára Ágústsdótt- ir og Bergur Gunnarsson. Síra Gísli Skúlason gaf þau saman í Gaulverjabæjarkirkju. Hjónin komu hingað til bæjarins í dag og verður lieimili þeirra i ]?ing- lioltsstræti 15. Aðalfundur barnavinafélagsins Sumargjöf verður haldinn kl. 8 í kveld í Raupþingssalnum. — Félagar beðnir að fjölmenna, þvi að merkileg mál verða rædd. Tjörnin. Vænt þótti mér um „tjarnar- greinina“ í Vísi fyrir skömmu og vildi eg óska, að nú yrði hafist kanda um endurbætur þær, sem þar voru nefndar. Er ilt til ]iess að vita, að tjörnin skuli ekki hafa verið hreinsuS rækilega og dýpk- uö fyrir löngu. Hún er bænum til stórskámmar og hefir lengi verið. Þegar hitar ganga, leggur af henni megna fýlu og allir kannast viö grænu slýbreiöuna, sem þekur hana á hverju sumri. Hefir út- lendingum orðiö starsýnt á þann mikla gróöur, sem þarna hefir fengið aö vaxa í friði. Mun þeim hafa þótt undarlegt, að slíkt skuli látið viðgangast og ekki áður hafa haft kynni af neinni höfuðborg, er sætti sig við annað eins. — Eg hefi oft verið að furða mig á því, að ekki skuli einhver læknanna hér í höfuðstaðnum hafa orðið til þess, að rita um „tjarnar-óþrifnaðinn“ frá heilbrigðis-sjónarmiði, þvi að þess væri þó áreiðanlega ekki nein vanþörf. — Vamti eg þess fastlega, að búið verði að hreinsa tjörriina og dýpka og bera sandlag í botninn að ári um þetta leyti. Sennilega þarf að afla tækja til dýpkunarinnar frá útlöndum, og fer nokkur tími í það. Samt ætti þau að geta komið svo snemma, að verkið yrði framkvæmt í haust, eða í allra síðasta lagi snemma næsta vor. Til bráðabirgða ætti þó að mega hreinsa mesta óþverrann í burtu og er þess vænt, að byrjað veröi á því verki sem allra fyrst. J-J- Anna Bjamadóttir, ekkja Hjálmars Lárussonar, hefir flutt sig á Ránargötu 13. Fundur verður haldinn í Kvenrétt- indafélagi íslands föstudags- kveld kl. 8y2 í Kirkjutorgi 4. - Áríðandi mál á dagskrá. Innfluttar vörur. Fjármálaráðuneytið tilkymi- ir: Vöruinnflutningur í april: kr. 4488286,00, þar af til Reykja- víkur: kr. 2461866,00. (FB). Kappleiknum í gærkveldi milli II. flokks Iv. R. og Vikings, lauk þannig, að K. R. sigraði Víking með 5 : 0. Fyrri hálfleikurinn, sem cndaði með 1 : 0, var jafnari, en samt daufari en sá síðari. I seinni hálfleik tóku K. R.- menn að hafa betri samleik og gerðu skæðari upphlaup en i þeim fyrri, en Víkingar aftur á móti gáfu sig, enda skoraði K. R. þá 4 mörk. Var auðséð, að Vikinga vantaði betri samæf- ing, því að þeir áttu góðum mönnum á að sldpa. Verður gaman að sjá þá keppa við Val annað kvöld, þvi að báðir munu hafa liug á að vinna, þvi að vinni Valur þetta kvöld, þá vinnur hann bikarinn, sem kept er um, í 3. sinn, og þar með til eignar. K. R. liefir unn- ið hann einu sinni. Þst. Félag útvarpsnotanda ætlar að fá leyfi til að útvarpa erindi, sem lir. Einar H. Kvaran flytur kl. 81/2 i kveld i S. R .F. í. súkkulaði er ómissándi í öll foröalög. ææðægsæsææææææææææææs Nokkur erindi eftir Pál Ólafsson hefir Gladys Oaks þýtt, og eru þau prentuð i einhverju viðkunnasta vikuriti Bandarikjanna, „The Nation“. Erindin eru endurprentuð í vikuritinu „The Literary Dig- est“, en i þvi riti eru endurprent- uð úrvalskvæði úr öllum tima- ritum á viku hverri. (FB). Dánarfregnir. p. 14. apríl andaðist í Akra- bygð, Dakota, Jóhann Erlends- son frá Kaupangi i Eyjafirði, f. 1844. Hann var kvæntur Sigur- björgu Guðlaugsdóttur, frá Steinkirkju í Fnjóskadal, og lif- ir hún mann sinn. Fluttust vest- ur um liaf 1886. Eignuðust eina dóttur og sjö syni. Einn sona þeirra er Eggert, ritstjóri í Graf- ton, Dakota. — Jóhann hafði verið skarpgáfaður maður og víðlesinn. Bókband hafði liann numið á íslandi og stundaði það eitthvað vestra, en annars bóndi i Akrabygð lengst af. p. 20. des. 1927 andaðist í Swan River dalnum i Manitoba konan Friðrikka Jónsdóttir, f. 1841 á Hvarfi i Bárðardal. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson og Bótliildur Björnsdóttir. — Föður sinn inisti hún á sjöunda ári, en móðir liemiar giftist aft- ur Ásmundi Sæmundssyni, en sonur þeirra var Valdimar heit- inn Ásmundsson ritstjóri. Frið- rikka giftist Ólafi Mikael Jóns- syni, og fluttust þau vestur um haf 1888. Friðrikka liafði verið vel gef- in til sálar og líkama, ráðvönd til orða og athafna, gestrisin og skemtileg í samræðum. Jón Jónsson Homfjörð, fædd- ur að Setbergi á Nesjum *í Hornafirði, lést 1. april þ. á. —• Fluttist vestur um haf 1890. Bjó um 10 ára skeið i ísafoldar- bygð, Man., en fluttist svo til Framnesbygðar i sama fylki. Hann var kvæntur Guðleifu Ámadóttur, ættaðri úr Múla- sýslu. pau hjón eignuðust sex böm. — Árið 1922 fluttust þaU hjón vestur i Saskatchewan. — Banamein Jóns var blóðeitmn. \ Hann hafði verið dugnaðarmað- ur, greindur vel og bókamaður mikill. p. 8. maí andaðist i Wynyard, Sask., Guðlaugur Kristjánsson* Hann var maður á áttræðisaldrí, Hann var fóstri Emil Walters, listmálara. Fjölmennur íslendingafundur. p. 1. maí s.l. var fundur hald- inn i Winnipeg til þess að ræða um styrkbeiðni heimferðanefnd- ar pjóðræknisfélagsins i sam- bandi við heimferðina 1930. Engar tillögur voru samþyktar, en málið mikið rætt. Fundinn sóttu 1000—1200 íslendingar, og mun aldrei hafa verið haldinn fjölmennari fundur í Winnipeg á meðal Islendinga. Síra Kolbeinn Sæmundsson hefir fengið köllun frá söfnuð- unum í Nýja íslandi norðan- verðu, en einnig hefir hann fengið köllun frá lúterskum söfnuði enskumiSeattleiBanda- ríkjunum, og mun hann eiga kost á að þjóna íslenska söfn- uðinum þar jafnframt. Óvist er hvoru tilboðinu síra Kolbeinn tekur. (Lögb.).

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.