Vísir - 04.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1928, Blaðsíða 2
t VISIR Höfum tils saltaðar rflllupylsur mjög góða vöpu. Nýkomið: Handkoffopt 30/70 Ctm 2, teg. Strigaskór. Cólfmottur A. Obeohaupt. Veedol - V""*«»ahia «au. ■ THÍ LUBPiCANI'* IS»» 1LH V ;>Mrú».NÍrMpccii**ý:Í-3'. :J'°f Oa fó'N tvi'-vbiÍK: Nýjai* tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru konm- ar á markaðinn. pær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola þvi miklu meiri hita en aðrar bifreiðaolíur. pessar olíur er hyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að hafa reynt þær á bifreiðunum og á efnarannsóknarstofum sínum. Jóh. Ólafsson & Co. Sími 584. Reykjavík. Sími 584. Símskeyti —o—• London, 2. júni. FB. Viðtökur íþróttakvenna í. R. í London. Ógleymanlegar móttökur í London. Sýndum í dag kl. 3 i leikfimissal K.F.U.M. Viðstadd- ir voru fulltrúar frá sambandi bresku leikfimisfélaganna, Ling leikfimisfél., Chelsea íþróttahá- skólanum og íþróttafulltrúar borgarstjórnariunar í London, fulltrúar mentamálaráðs Queen Alexandra’s College o.s.frv. Auk þess 200 „profcssional“ léikfim- iskennarar viðsvegar að fráEng- landi. Margir þeirra ferðuðust dagleið til þess að geta verið við- staddir sýninguna. Margir urðu frá að hverfa vegna rúmleysis. Með nægum fyrirvara hefðum við getað fylt stærsta leikfim- issal Lundúnaborgar. íslenska kerfið og kvenflokk- urinn talinn framúrskarandi af sérfræðingum Englands. Förum til Edinborgar kl. 1% í fyrramálið. Ivliöfn, 3. júní. FB. Hemaðurinn í Kína. Frá Peking er símað: Norður- herinn hefir beðið mikinn ósig- ur við Liuliho. Féllu 4000 af liði þeirra í bardögunum. — Chang Tso-lin er fluttur frá Pelcing, sennilega til Mukden. Gerði hann fyrst ráðstafanir til þess, að þjóðernissinnar gæti tekið Peking á friðsamlegan hátt. Hersliöfðingjar þjóðernissinna hafa fallist á, að velferðarnefnd gæti reglu í Peking, þangað til þjóðernissinnar taka borgina. Júgóslavar og ítalir. Frá Berlín er símað: Stjórn- in í Júgóslavíu hefir svarað orð- sendingu Ítalíustjórnar og segist hafa fyrirskipað rannsókn út af æsingunum. Lofar hún því, að hinum seku verð refsað og að greiða Itölum fullar skaðabæt- ur. Verkfall í Finnlandi. Frá Helsingfors er símað: Hafnarverkfall Iiófst í gær í öll- um höfnum Finnlands. 12 þús- undir manna taka þátt í verk- fa-llinu, heimta samning fyrir allar hafnirnar. Nordenskjöld landkönnuður látinn. Frá Gaulaboi’g er símað: Pró- fessor Otto Nordenskjöld land- könnúður er látinn. Flugferð til Ástralíu. Frá Honolulu er símað: Ástralskur flugmaður að nafni Smitli flaug liingað frá Oakland í Californiu. Ætlar hann til Ástralíu. Athngasemd. (Reykjavik, 3. júní 1928. par sem ritstj. Morgunblaðs- ins hefir ekki enn þá birt eftir- farandi grein, samkvæmt til- mælum mínuin, þá leyfi eg mér hér með að senda yður. hana og biðja yður að gera svo vel að ljá lienni rúm í næsta blaði Vísis. Virðingarfylst. Jón Halldórsson). Herra ritstjóri ! Eg er ekki óvanur því, að sjá lítt vingjarnlega og órökstudda dóma frá liendi Sigfúsar Ein- arssonar, sem er nú söngdómari Morgunblaðsins, um samsöngva félags þess, sem leyfir mér að stjórna söng sinum (sbr. til dæmis söngmálablaðið Heimi). Mér hefir þó eldci þótt ómaks- ins vert að andmæla þeim. I þelta sinn hafði félagið fengið sér til aðstoðar 13 söngkonur og 2 hljóðfæraleikendur við samsönginn í dómkirkjunni 22. þ. m., og þykir mér því meiri ástæða en áður til andmæla, enda finst mér söngdómurinn gefa fult tilefni til þess. Söngdómarinn byrjar á því, að fara niðrandi orðum um tvær aðaltónsmíðarnar, sem fram voru fluttar, 95. sálm Davíðs, eftir Mendelssohn, og „Gallia“, eftir Gounod. Báðar eru tónsmíðar þessar frægar, og bera höfundum sínuin fagurt vitni. Um sálminn farast honum þannig orð: ....eins og veik- ur endurhljómur af kórsöngv- um ofurmenna fyrri tíða (Bachs og Hándels)“. Hvað meinar hann með þessum orð- uni? Meinar liann að sáhnurinn sé léleg stæhng á körsöngum Bachs og Hándels? Ef svo er ekki, því er liann þá að gera lítið úr Mendelssolm við liliðina á þeim? Var liann ekki líka of- urmenni í sönglistinni? petta verk Mendelssohns kalla pjóð- verjar „ódaúðlegt meistara- verk“ (Reinecke), og er eg fyr- ir mitt leyti því fyltilega sam- þylckur. — Mér er sama livað hann á við; uinmæli haus verða ekki skilin öðruvisi en sem máttlaust nart. — „Gallia“ seg- ir hann að sé ærið misjöfn að gæðum, áhrifarík í blettum en þess á milli veigalítill skáldskap- ur. Öll eru þessi ummæli mjög óviðeigandi og óréttmæt, og gengur yfir mig, að Sigfús Ein- arsson skuli ekki liika við að knésetja þessa meistara söng- listarinnar vegna þessara tón- verka, til þess eins að kasta rýrð á samsönginn, því að auðvitað er leikurinn til þess gerður. Nú kemur að þeim kafla söngdómsins, sem fjallar um sönginn sjálfan, með hinum margvíslegu kostum eða ókost- um, sem á honum hljóta að vera. Ætti sá kafli að yera hlut- laus „kritik“ (lof og lasl eftir ástæðum) á þeim, sem með sönginn fara, og jafnframt leið- beinandi og fræðandi fyrir áhejæendur söngsins. Jh-iðji aðil- inn, sein hér á hlut að máli, er sönglistin sjálf. Ef eitlhvað er lofað, sem á ekki lof skilið, þá verður hún fyrir lasti, og áheyr- endur jafnframt afvegaleiddir. o. s. frv. Söngdómarinn leiðir þetta hjá sér að mestu á afar- einfaldan hátt, — hefir senni- lega ekki álitið samsönginn i lieild sinni þess verðan. Hann segir: „En flokkurinn var of liðfár, til þess að fara með þessa kórsöngva.“ Hann smíðar sér þarna trog, og sker sönginn nið- ur við það umsvifalaust, og leggurþessa fullyrðingu síðan til grundvallar fyrir öllum aðfinsl- um sínum. Hann gleymir þvi í svipinn, að til undirleiks var að eins („léleg“!) slagharpa, sem hlaut að takmarka söngmanna- fjöldann. Ef hann á við með þessum orðum, að öllum 29 manna söngflokkum, eins og þessi er (13 konur og' 16 karl- ar), sé ofviða að syngja þessi lög, þá er eg honum algerlega ósamdóma. Eg álit það beinlinis ranga staðhæfingu. Söngdóm- arinn er nýbúinn að segja að lögin (sálmurinn) séu „söng- ræn, slétl og feld“ (það er samt langt frá að þau séu það öll), en hann varar sig ekki á því, að þessi ummæli eru ágæt rök fyr- ir því að þau séu vel sönghæf fyrir lítinn söngflokk! Hvað er svona erfitt í lögunum? — Eigi hann að eins við söngflokk okk- ar, þá ber honum að finna orð- um sínum stað. Á meðan það er ógert, skoða eg þetta sem fullyrðingu út í bláinn. Spurn- ingin er einungis um, íivernig söngflokknum tólcst söngurinn, vel eða illa. Hitt er annað mál, að æskilegra hefði verið að söng- flokkurinn liefði verið miklu stærri, og góður orkesturundir- leikur í stað slaghörpu. Ef til vill ber að skoða áfram- haldið tih-aun til sönnunar þessu. Söngdómarinn segir: „Vantaði þvi fylling og mátt i sönginn.“ Sú fylling og máttur, sem við er að búast af 29 manna söngflokki var þarna i sæmi- lega ríkum mæli, en fýlling og máttur 50 eða 60 manna söng- flokks auðvitað ekki. Er það nokkuð tiltökumál? pað er eins og söngdómarinn liafi haft fyrir framan sig mynd af 60 eða jafnvel 100 manna kór, og bor- ið okkur svo saman við hann. — Söng'dómarinn gerir sig sek- an í þvi að rugla saman stærð og gæðum, sem eru gerólík hugtök. Enn fremur segir liann: „Jhirft hefði að minsta kosti af- armikla nákvænmi um tón- styrk einstakra radda og frá- bæra aðgæslu um liljóðbrigði (dynamik) til þess að bæta úr fyrnefndum liðskorti og liylja hann.“ pað má vel vera, að ein og ein mannsrödd hafi lieyrst í gegn þegar sterkt var sungið. slikt er algengt í smáum kór- um um forysturaddir, og er varla tiltökumál. pað eru til svo margar aðrar stærri smeldc- leysur, sem söngstjórinn verður að bægja frá. Samt dettur mér ekki í liug að amast við þessari aðfinslu. Hún gleður mig frem- ur, því að hún er eflaust rétt- mæt. Um liðskortinn er það að segja, áð eg hafði enga tilhneig- ingu til að bæta úr honum eða liylja liann, enda þekki eg ekki að „statistar“ séu notaðir í söngflokkum! Um liljóðbrigðin þykist eg hafa viðhaft þá að- gæslu, sem eg á til. Söngdóm- arinn lætur sér nægja að gefa í skyn, að hún hafi ekki verið frábær, og það verður áreiðan- lega skilið á þann hátt, sem hann ætlast til. — Eða hvað lief- ir liann út á þau að setja? Vill söngdómarinn ekki ganga beint til verks og skýra frá því? Hljóðfæraleilcendurna, Emil Tlioroddsen og Kjartan Jóhann- Ávalt mest úrval AF FALLEGUM OG VÖND- UÐUM VARNINGI FYRIR KARLA: Manchettskyrtur hvítar og misl. Sportskyrtur ljósar og dökkar. Hálslín lint og stífað. Hálsbindi og treflar. Sokkar og nærföt. Enskar húfur og hattar, fjölbreytt úrval. Regnfrakkar, Rykfrakkar og buxur. Vörur sendar gegn kröfu, hvert á land sem er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.