Vísir - 05.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1928, Blaðsíða 2
VÍSIR m I ©LSBNl (( M Höfum til: saltaðar rúllupylsur mjög góða vöru. Fyjpipliggfandi Strásykui Hrísmjö á i • *, Kandís, 1, Kaffi. 4. Ob@nh.aupt* Símskeyti -—o— Khöfn, 4. júní. F. B. Frá ICína. Frá London er símaö: Búist er við að þjóðernissinnar haldi innreið sína í Peking einhvern næslu daga. J?eir ráða þá yfir mest öllu Kína norður að Man- sjúríu. Japan og Kína. Frá Tokio er símað: Her- stjórjiin japanska ber mikinn kvíðboga viðvíkjandi Mansjúr- íu, en vonar þó að þjóðernis- sinnar geri ekki tilraun til þess að ráðast inn í landið. Heimsmet í þolflugi, Frá Mílanó er simað: ítölsku flugmennirnir Ferraro og Prete hafa flogið hvíldarlaust í 58 klukkustundir. Settu þeir heims- met. Utan af landi. Vestmannaeyjum, 4. júní F. B. Botnvörpungarnir, sem Óðinn tók fyrir lielgina, fengu 12,500 kr. sekt hver, nema sá enski, er fekk 16,000 í sekt. Afli og veið- arfæri upptækt hjá öllum. Belg- isku togararnir, 3 og sá enski á- frýja ekki, en óvíst um pjóð- verjann. Isafirði, 4. júní. F. B. Flugvélin Súlan kom hingað vanalega skipaleið, settist utan- vert við tangann kl. 11,55, fór sjóleiðis inn fyrir og lenti ofan við bæjarhryggjuna kl. 12,20, fór héðan kl. 3,45 sjóleiðis út undir Arnardal, flaug yfir bæ- inn og síðan út fjörðinn og út úr ísafjarðardjúpi. Stærri bátar hafa fengið upp- gripaafla nálægt Horni síðustu daga. Togarar afla miður. Tún jafnvel sprottin í sýsl- unni og oft áður í júlíbyrjun. Látin í gærdag frú Hólmfríð- ur Pétursdóttir, kona Jóhann- esar Stefánssonar, á áttræðis aldri. Ennfremur fyrir skömmu látinn Halldór Bernharðsson, Vöðlum i Önundarfirði, faðir Jóns Halldórssoúar trésmíða- meistara í Reykjavík og þeirra systkina. Hann var á níræðis aldri. Iðnaðarmannafélag Ísíirðinga hélt 40 ára afmæli félagsins á laugardaginn með samsæti fé- lagsmanna. Viðtal við hr. porstein por steinsson skipstjóra. Slysavarnafélag íslands var stofnað hér i hænum 29. janú- ar í vetur, og munu allir á einu máli 'um, að þar hafi verið stofnað til eins þarfasta félags hér á landi. Um það félag verða engir flokkadrættir, og er þeg- ar komið i ljós, að það muni eiga vinsældum að fagna um land alt. þess er ekki að vænta, að ávextir sjáist af starfi þess þegar i stað, því að nokkur tími hlýtur að fara til undirbúnings. En með því að mörgum mun þykja fróðlegt að vita, livað fé- laginu líður, þá hefir Vísir hitt að máli varaforseta þess, hr. þorstein þorsteinsson skip- stjóra i pórshamri, og spurt hann, hvar starfi félagsins væri nú komið. Hann mintist fyrst á, að nokk- urra helstu viðfangsefna félags- ins hefði verið getið, þegar fé- lagið var stofnað og taldi eðli- legt, að fólk vænti þess, að úr þessu færi að sjást einhver á- rangur af starfí þess, enda yrði þess nú ekki langt að bíða. „En undirbúningur allur til þess að koma svona allsherjar landsfé- lagi vel á laggirnar er ærinn,“ sagði hann, „og að því höfum við nefndarmennirnir unnið síð- an á stofndegi, meðal annars með föstum fundum í liverri viku, til þess að koma skipulagi á félagið strandlengis um alt landið. Skilningur fólks á þess- um félagsskap hér á landi er mjög á einn veg, og allir, sem til hefir náðsl, hafa reynst fúsir til þess að gera eitthvað fyrir fé- lagið og greiða götu þess.“ Hefir nokkuð verið ákveðið um það enn, hvar fyrsti vænt- anlegur björgunarbátur verði? „Stjórnin hefir sent okkur tvo, mig og Jón Bergsveinsson, suður með sjó, til þess að velja stað fyrir hinn fyrsta væntan- lega björgunarbát félagsms, en eg liefi altaf álitið, að hann ætti að vera í Sandgerði. Við kom- umst líka að þeirri niðurstöðu, að hesta plássið fyrir bátinn væri einmitt á svæði einu í Sandgerði, sem lir. útgerðar- maður Haraldur Böðvarsson á. Við skoðuðum Sandgerðishöfn nákvæmlega, bæði um háflóð og háfjöru frá öllum sjónar- miðum, og var Haraldur með okkur, en hann er, vegna margra ára veru þar §yðra á vertíð orðinn þaulkunnugur öllu, er taka þarf tillit til og til greina getur komið í þessu tilliti, enda er liann svo velvilj- aður þessu félagi, að hann sagði, að oltkur væri velkomið, fyrir félagsins liönd, hvert það pláss, sem okkur iíkaði best, endur- gjaldslaust tíl Jieirra afnota, og væri liann fús til að veita fé- laginu alla þá aðstoð, sem liann gæti, ef til kæmi, og erum við honum ekki lítið þakklátir fyr- ir þessar hans góðu undirtekt- ir og hjálpfýsi, og liöfuni nú ákveðið plássið, sem við liugs- um okkur að nota.“ En livað er að segja um kostn- að af fyrirhuguðu starfi fé- lagsins og hverju má spá um tekjur þess? „petta kostar alt mikla pen- inga, en við erum ekki i nein- um vafa um, að landsmenn láti oklyu' á sínum tima nóg fé í té, en þetta þarf alt langan tíma. En þegar peningarnir fara að hrúgást að okkur, þá kaupum við livern bátinn á fætur öðr- um og setjum á þau svæði, sem slysin hafa orðið tíðust við strendur landsins. —■ Eins og áður er sagt, hafa undirtektir alstaðar verið mjög vinsamleg- ar og talsverðir peningar farn- ir að koma inn, en vegna ýmsra ástæðna má ekki búast við að sjá hinn glæsilega árangur af félagatölu og greiddum pening- um fyrr en að áliðnu sumri. Fyrst um sinn má búast við mestri þátttöku meðal sjó- manna og útgerðarmanna, en sjómenn hafa verið mjög önn- um kafnir síðan félagið var stofnað. Með haustinu vona eg, að hægt verði að sýna, að fé- lagið telji nokkur þúsund fé- lagsmenn. En svo ætti að vera hægt að fá fé á ýmsan annan hátt en með æfi eða árstillögum, t. d. með frjálsum gjöfum, sem þegar eru vel byrjaðar, þá með erfðaskrám ríkra manna, er enga nákomna erfingja eiga, og loks ætti að liafa einn fjársöfn- unardag fyrir þenna sjóð um alt land, með merkjasölu eða þvi um líku. Islendingar hafa sýnt það oft og einatt, þar sem þeir vilja leggja fram fé, þá bæði geta þeir þáð og gera, það kom m. a. mjög vel í ljós nú fyrir skemstu, þegar gjöfum var safnað handa liælinu í Krist- nesi í Eyjafirði.“ Hefir stjórnin gert nokkurar ráðstafanir til þess að reyna að draga úr slysum eða drukn- unum á sjó eða við sjó, eða Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolium eru komn- ar á markaðinn. p:er eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri hita en aðrar bifreiðaolíur. pessar olíur er liyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að hafa reynt þær á bifreiðurum og á efnarannsóknarstofum sínum. Jóh. Ölafsson & Co. Sími 584. Simi 584 Reykjavik;. hvaða öryg'gisráð teljið Jiér til- tækilegust? „Félagsstjórnin hefir falið erindreka sínum, hr. Jóni Bergsveinssyni, að safna sem allra áreiðanlegustum skýrsl- um um druknanir og aðrar slysfarir, sem liér liafa orðið, bæði úti á liafi og við strendur landsins og verður jafnframt leitað eftir, Iivaða orsakir hafi valdið hverju slysi. Þetta er fyrsta sporið til þess að hægt sé að ráða bót á ýrnsu, sem upplýsast kann um að ábóta- vant liafi verið. Ennfremur vill félagsstjórn- in fá lögtekið, að settir séu loftjiéttir, liæl'ilega stórir og margir málmkassar i livern einaála opinn vélhát, sem stundar fiskiveiðar eða ferða- lög um útsæ. Við liöfum farið Jiess á leit, og' vonum að það beri árangur, að næsta strand- varnaskip verði sérstaklega vel útbúið með tilliti til bjarg- ana úr sjávarháska, ef á þyrfti að lialda. Við höfum gert nokkuð til að fá reynslu fyr- ir, livaða björgunarbelti, flot- vesti, gúmmíföt o. fl. slík tæki sé best og öruggust til þess að lialda mönnum sem lengst lifandi á floti, og viljum fá, og höfum von um fá þau flot- vesti, sem við getum brýnt fyrir mönnum að vera altaf í við vinnu sína á sjónum. Eins og frá liefir verið skýrt, hafa þegar verið reynd ýms björgunarföt, og eigum við eftir að fara aðra reynsluferð með Jiau, og verður ]>á skýrt frá árangrinum. Björgunarbyssu höfum við fengið eina, en svo kallast hyssa, sem til Jiess er notuð að skjóta langri línu til strandaðs skips, annað hvort úr landi eða frá öðru skipi. Eg tel mjög nauðsynlegt, að slíkar hyssur væri til á hverju skipi með öllu tilheyrandi, og þær þyrftu einnig að vera til á bæjum með sjó fram, þar sem menn kunna með þær að fara. H. STEFÁNSSON læknir. Laugaveg 49. Vonarstræti 12. Sími 2234. Sími 2221. Vi'Stalstími kl. 1—3 og 5—6. Þær eru ekki þyngri en svo, að Jiað má bera þær með sér langar leiðir, og liafa þær reynst afbragðsvel erlendis og Jieirra vegna hefir mörgu mannslífi verið bjargað, og eg er ekki i neinum efa um, að þær muni oft geta reynst vel liér við land.“ Ætlar félagsstjórnin að senda nokkurn mann til að kynna sér stjórn björgunar- báta erlendis? „Enn sem komið er, hefir enginn maður verið ráðinn til utanfarar í því skyni, en það verður nauðsynlegt á sínum tima að senda mann til Eng- lands til Jiess að kynna sér björgunarstörf, Jiví að Eng- lendingar liafa mikla reynslu í Jieim efnum og björgunar- starfsemi þeirra er fyrir löngu orðin fræg um víða veröld.“ 70 ára reynsla og visindalegar rannsóknir tryggja gœði kaffibœtisins \VE|RO/ enda er hann heimsfiægur og hefur 9 sinnum hlotið gull- og silfurmedalíur vegna fram- úrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefur reynslan sannað að VERO er mlklu betri og drýgrl en nokkur annar kaffibætir. Notlð aðcins VERO, það inarg borgar sig. 1 heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Ilafnarstræti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.