Vísir - 07.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1928, Blaðsíða 3
VISIR BARNAFAT A VERSLUNFN Klapparstíg 37. Sími 2035. Smekklegt urval af drengjaprjóua- fatnaði suður yfir Snæfellsfjallgarð austar- lega, og komu hvergi vi'ð. Þeir áttu stundarfjórðungs flug ófarið, ])eg- ar vélin bilaði. Voru þá 6000 fet yfir sjó og tókst auðvckllega að ná neyðarlendingu. í dag verður nýr mótor settur í flugvélina, og hjóst dr. Alexander við að hún færi reynsluflug til Stykkishólms á morgun. Leikhúsið. „Æfintýrið“ var leikið i gær- kveldi. Aðsókn var svo mikil, að allir aðgöngumiðar voru uppseldir laust eftir miðjan dag í gær. Sundhöllin. Veganefnd bæjarins hefir sam- þykt, að fara þess á leit við húsa- meistara ríkisins, að hann geri frumdrætti að fyrirhugaðri sund- liallarbyggingu, og að því verki verði lokið fyrir næstu mánaðamót. — Þá hefir og fjárhagsnefnd lagt til. „að boðið verði út skuldabréfa- lán til byggingar sundhallarinnar, að upphæð 100.000 kr., með 7% ársvöxtum, í skuldabéfum að upp- hæð 500 kr. hvert. Lánið endur- greiðist þannig, að út sé dreginn og greiddur minst y10 hluti lánsins á ári. i fyrsta sinn árið 1929. 'Skuldabréfin skulu seld fyrir nafn- verð.“ Veðrið í morgim. Hiti i Reykjavík 9 st., Vest- mannaeyjum 8, Akureyri 8, Seyðis- firði 4, Blönduósi 6, Raufarhöfn 4, Hólum i Hornafirði 8, Grindavík 10, Færeyjum 7, Julianehaab 9, Jan Mayen o, Hjaltlandi 9, Kaupmanna- höfn 11 st. (Engin skeyti írá Ang- magsalik og Tynemouth). Mestur hiti hér í gær 11 st., minstur 7 st. Hæð yfir Grænlandshafi. Lægð um Bretlandseyjar og Noreg. — Horf- ur: Suðvesturland: í dag og nótt víðast norðlæg átt. Sennilega skúr- ir á sumum stöðum. Faxaflói, Breiðafjörður og Vestfirðir: í dag og nótt norðankaldi og þurt veðúr. Norðurland, norðausturland og Austfirðir: í dag og nótt norðan og norðaustan átt. Skýjað loft. Úr- komulaust. Kalt. Suðausturland: í dag og nótt austan átt. Slcýja loft. Skúraveður á sumum stöðum. Dómar haía verið kveðnir upp i málum tveggja þeirra botnvörpunga, sem Óðinn kom með í fyrradag. Pastoor Pype og Courser voru sektaðir um 12500 kr. hvor, og afli og veiðar- færi upptæk hjá báðum. í dag kl. 3Ú verður kveðinn upp dómur í máli Sarpedon’s. Slcipstjórinn hefir einu sinni áður sætt sektuni, svo að búast má við, að hann sæti þyngri sektum. Af veiðum komu í gær: Mai, Trvggvi gamli og Snorri goði. Skipafregnir. GuUfoss kemur til Vestmanna- eyja i dag. Brúarfoss kom til Leith i gær. Sclfoss fór frá Hull til Leith í gær. Esja kom til Vopiiafjarðar kl. 4 í gær. H. STEFÁNSSON læknir. Laugaveg 49. Vonarstræti 12. Sími 2234. Sími 2221. Viðtalstími kl. 1—3 og 5—6. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag, á venju- Iegum tima. Átta mál á dagskrá. Dýrtíðin í Reykjavik. Samkvæmt skýrslum þeim um útsöluverð í smásölu, sem Hagstof- an fær í hvrjun hvers mánaðar, hef- ir smásöluverð í Reykjavik — mið- að við 100 í júlímánuði 1914 —- verið 223 i byrjun maímánaðar ]>. á., 224 í apríl, 230 í október f. á. og 231 i maí f. á. — Sainkvæmt þesssu hefir verðið lækkað ofurlít- ið í aprílmánuði (tæpl. /2%), og er 3% lægra en í október í haust, en 3)4% lægra heldur en i maí i fyrra. — 28 lifandi refir • hafa verið fluttir héðan til út- landa fjóra fyrstu mánúði þessa árs og er verð þeirra talið 7000 krónur, að ]>ví er segir í ,,Hagtíðindum“. — Á sama tíma í fyrra voru fluttir út 13 lifandi refir, og var verð þeirra 1740 krónur. 2000 flöskur af sódavatni hafa verið seldar til útlanda f jóra fyrstu mánuði þessa árs, segir i Hagtíðindum. Verð alls 280 krón- ur. Á sama tima i fyrra var ekkert útflutt af þessari vörutegund. Próf í forspjallavísindum. Dagana 1., 2. og 4. júní var próf i forspjallsvísindum i Háskólanum og luku því ])essir stúdentar: 1. Alfreð Gislason, stud. jur. II. betri eink. 2. Axel Dahlmann, stud. med. II. betri eink. 3. Bjarni Guðnumds- son, stud. mag. II. betri eink. 4. Dagbjartur Jónss., stud. med. I.ág. eink. 5. Finnnbogi Valdimarsson, stud. jur. I. ág. eink. 6. Garðar Svavars I. ág. eink. 7. Garðar Þor- steinsson, stud. theol. I. eink. 8. Guðmundur Gislason, stud. med. I. cink. 9. Guðmundur Þórðarson, stud. jur., I. eink. 10. Halldór Vig- fússon, stud. med. I. ág. eink. 11. Haraldur Bjarnason, stud. jur. I. eink. 12. Hörður Þórðarson, stud. jur. II. eink. betri. 13. Jóhann Sveinsson II. eink. betri. 14. Jón P. Geirsson, stud. med. I. eink. 15. Jón Þorvarðsson, stud. tlieoí. I. eink. 16. Kristján Guðlaugsson, stud. jur. II. eink. betri. 17. Kristján Harin- esson, stud. med. II. lakari eink. 18. Lisbeth Zimsen I. eink. 19. Matth. Mattthiasson, stud. med. II. betri eink. 20. Ólafur Sveinbjörns- son, stud. jur. II. eink. betri. 21. Ólafur Jóhannsson, stud. med. I. eink. 22. Pétur H. Jakobsson, stud. rned. I. eink. 23. Ragnar Jónsson, stud. jur. I. eink. 24. Sigurður Schram, stud. med. I. eink. 25. Þorst. Símonarson, stud. jur. I. ág. eink. Innfluttar og útfluttar vörur fjóra fyrstu mánuði ]). á.: Sam- kvæmt símskeytum lögreglustjór- anna til Stjórnarráðsins, og afhent- um skýrslum úr Reykjavík til Hag- stofunnar, hefir verðmæti innfluttu vörunnar í aprilmáituði ]). á. num- ið 3.799.771 kr.. auk 688.516 kr. írá fyrri mánuðum, sem ótaldar voru áður. Hefir þá innflutningurinn til aprilloka þ. á. numið samkvæmt þessu 12646.892 kr. (þar af til Rvíkur 6.773.472 kr., eða 54%). Þar við bætist svo innflutningur í pósti, en samkvæmt skýrslum þeim, sem um hann eru komnar, hefir hann verið 685.499 kr. til aprílloka þ. á. Að því viðbættu verður inn- flutningurinn alls 4 fyrstu mánuði ársins 13 332 391 kr. Er það 17% mcira en samskonar innflutningur var talinn um sama leyti í fyrra (11,4 milj. kr.). — Samkvæmt skeytum lögreglustjóranna til Geng- isskráningarnefndarinnar hefir út- flutningurinn 4 fyrstu mánuði þ. á. numið alls 13.585.800 kr. eða um 250 þús. kr. hærri upphæð, heldur en innflutningurinn. En í rauninni mun vera orðinn nokkur halli á hina hliðina, ])ví að töluvert af inn- flutningsskýrslum mun enn ókomið fyrir þessa mánuði. (Hagtíðindi). Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 2 kr. (gamalt áheit) frá veiðimanni. ItMna 09 BBlitir. —o— Eg hefi fundið upp drifstimpla- ];étti í vélar, sem mikið tekur fram því sem áður hefir tíðkast. Menn hafa fundið upp afarmik- inn fjölda af þessu tæi, en ávalt hefir strandað á þvi, að eigi hefir hepnast að koma í veg fyrir, að stipilþöttið sliti stimpHlhylkinju misjafnt, ]). e. meira á miðju, en minna á endunum, sem oft eru þau hrögð að, að mikið tap á sér stað, enda er það kunnugt, að uokkurra ára gamlar vélar eru oft orðnar mjög eyðslufrekar, en það á rót sína að rekja að þessu og ástandi gufukatlanna. Eg hefi fundið og sannað ástæð- 111151 til misslitsins, sem er sú, að á endum stimpilhylkisins verður núningurinn 100% minni eu á miðju, nema ^timpilþéttið gangi út úr slitfletinum. Það má sanna það á ýmsan hátt, t. d. með þvi að nota tvo trélista, 40 cm. langan og ic cm. langan, merkja lengri list- ann í 4 jöfn l)il; með því að færa styttri listann af endabili á enda- bil, kemur i Ijós, að hann vinnur tvivegis á hverju miðbili, en einu sinni á hvoru endabili, ]). e. færist á og af miðbilunum: lengri listinn sýnir lengd slitflatar stimpilhyjkís- ins, sá stvttri lengd stimpilþéttisins og að færa hann af endabili á enda- bil sýnir stimpilslagið; eðlisfræðis- lega séð yrði því stimpilþéttið að ganga út úr slitfletinum við báða enda stimpilslagsins. ef slitið ætti að yerða jafnt. Uppgötvun mtn er grundvölluð á ])essari sönnun, og er því þannig: Hvor undangangandi þéttihring- ur gengur að nokkuru leyti út úr slitfletinum við báða enda, þ. e. slitflöturinn er gerður það styttri en vanalcga, svo að hvor eftirgang- andi þéttihringur gengur nokkuð á ])aö bil, sem hvor undangangandi þéttihringur hylur á enda stimpil- flatarins, og fyrirbyggist því að brúnir myndist, þar sem'hvor eftir- gangandi þéttihringur endar slag sitt. Þrýstingurinn verkar inni i hvor- um undangangandi þéttihring á báðum endum slitflatarins, í þá átt, að auka. fremur núninginn á end- iinum. Besta Cigarettan i 20 stk. pökknm, sem kostar 1 krönn er Commander, Westsnmster. fJirginia, c i g a r|e 11 n ri Fást i öllnm verslnnnm. Þetta hjálpar hvað öðru, svo að endar slitflatarins fylgi eftir miðj- unni með slit. Þéttihringirnir cru tveir, og hvor tvöfaldur, til að fjaðrast jafnara að slitfletinum, samlagsfletirnir eru skámyndaðir og leitast ])ví hring- irnir við að smokkast hvor úr öðr- um og haklast því ])éttir í grópun- um. Næsta uppgötvun mín miðar tiT umbóta á eklröra-gufukötlum, og fjallar um aS útrýma rörunum. Af ketilrörunum stafar mesta ó- hagræði, bæði með það, að ketilbil- anir eru lang tiðastar á rörunum, og enn verra er þó, að steinhúð safnast á þau, en þat| eru svo þétt saman, að hreinsun er ómöguleg; safnast ])ví á ])au smám saman svo þykk steinhúð, að hún ritilokar algerlega leiðslu hitans, en gert er ráð'fyrir að ]/s hluti af hita þeim, er leiðist við kyndinguna til ketilvatnsins, leiöist gegnum rörin. Því til sönnunar, að ketilrörin séu vanalegast hulin svo ■ þykkri steinhúð, að enginn hiti leiðist gegn- um þau, skal eg nefna það, að á gömlum ketilrörum, sem tekin hafa verið úr kötlum, er einlægt ca. 5— 8 mm. þykk stéinhúð, og aldrei þynnri eða þykkari. Sýnir það, að þá er steinhúðin búin að ná þeirri þykt, sem útilokar leiðslu hitans, en ])á hættir náttúrlega steinmynd- unin. Uppgötvun min grundvallast á þcssari staðhæfingu og er því þannig: I stað röranna koma þunnir kass- ar og snúa upp og niöur og lárétt; járnlistar eru soðnir á hverja kássahlið með stuttu millibili og koma tveir hvor að öðrum og mynda hillur, þegar búið er að setja kassann saman, eru þeir til þess, að verja kassahliðarnar frá því að bogna undán þrýstingnum; rönd hvers lista er þannig, að á hverri hillu myndast göt með stuttu milli- bili, þegar randir listanná koma saman, er það lil þess, að koma i vcg fyrir sótsöfnun; kössunum er fest til eudanna með hnoðsaum þannig, að vinkiljárn er beygt utan um enda þeirra og flatt járn er beygt inn í endana. Þaö sem ])essi tilhögun hefir til síns ágætis er: Af kössunum er auðvelt að sþrengja steinhúðina, en það er ekki hægt af rörunum, og vinst því hitatap það,' sem áður hefir átt sér stað á rörum. ásgarðnr. Giimmístlmplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Bilanir, sem eru mjög tiðar á rörum, eiga sér ekki stað, því að umbúnaður kassanna er margfalt sterkari. Sótsöfnun á sér ekki stað. Meiri hitaflötur fæst með köss- unum en með rörum. Eg hygg, að erfitt sé að rengja kosti þessara uppgötvana, fram yfir það sem nú er í notkun. Þaö er ómögulegt að forsvara, að nota það sem úrelt er, þegar sannanlegt er, að margfalt betra býðst. Þá fyrr- greindu uppgötvun verður óhjá- kvæmilegt að nota í hverja einustu vél. Hin er sjálfsögð í hvern gufu- ketil. af ])essari gerð, sem smiðað- ur verður að nýju. Uppgötvanir þessar ætla eg að selja jafnskjótt og rannsökun þeirra, hverrar fyrir sig, er lokið, og býst ekki við, aí) þess verði langt að biða. Þegar uppgötvun hefir verið rannsökuö i einhverju landi, fæst i hvaða landi sem er einkaleyfi til framleiðslunnar, gegn þvi að sýna sönnun ])ess, að uppgötvunin hafi verið rannsökuð. Sömu uppgötvun- ina má ])vi selja í hlutum þannig, að hver sem kaupa vill og starf- rækja, útvegi áér einkaleyfið i við- komandi landi. Pctur' J óhannsson, vélstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.