Vísir - 09.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) MafgHaw i Otwm (( Hðfum fengið: Ullapballa 7 lbs Gaddavír Gauchada, VíPlykkjup do. Fypirliggjandi: Ríó~kaffL Hrísmjel. A. Obenhaupt Menja sokkin. Skipverjar bjargast. Botnvörpuskipið Menja sökk kl. 4 í nótt vestur á Halamiði. Skipverjar björguðust allir og komust í Imperialist, en siðar tók Surprise við þeim og kem- ur með þá lil Hafnarfjarðar í nótt. Óstöðvandi leki hafði komið að skipinu alt í einu, en að öðru leyti er ókunnugt umþetta slys. Menja var eign hlutafé- lags hér í bænum. Skipstjóri var Kolbeinn Þorsteinsson. Símskeyti Khöfn, 8. júní. F. B. Poincaré flytur ræðu. Frá París er símaS: Poincare hefir haldið stefnuræSu sína í þinginu'. Fór hann fram á, aS sljórninni yrSi veittur stuSningur til þess aS leiSa til lykta vi'Sreisn fjármálanna. KvaS hann Frakk- land reiSubúiS til þess aS rétta óvinum sínum höndina, ef þeir héldu samningana. Frá Genf. Frá Genf er símaS: RáSsfund- urinn hefir haft til umræSu deil- una milli Pólverja og Lithauen- manna. ; Fulltrúar sitórveldanna létu í ljós vonbrigSi yfir því, aS samningatilraunirnar á milli þess- ara þjóSa hefSi hingaS til ekki boriS neinn árangur. SkoruSu þeir á báSa aSila málsins aS jafna deil- una áftur en rá$ bandalagsins kemur aftur saman, en þaS verSur í septembennánuSi. Frekari aS- gerSum ráSsins frestaS til þess fundar. Rússar leita að Nobile. Frá Moskwa er símaS: Rúss- neskir flugtnenn hafa veriS sendir af staS aS leita aS Nobile. Eru þeir komnir til Arkangelsk, en halda þaSan til Franz Jósefslands. Utan af landi. Þjórsá 8. júní. FB. Tíðarfar ágætt undanfarið, en menn kvarta alment undan of miklum þurkum. Útlit með sprettu er þó ágætt á túnum og valllendi, en miður á mýr- um. Yfirleitt má telja, að kom- inn sé Jónsmessugróður. Sauðburður gekk ágætlega hér eystra. Heilsufar gott. Ákvörðun var tekin á sýslu- f undi Árnessýslu i vor, að odd- vitum hreppanna í sýslunni yrði skrifað viðvíkjandi fjár- framlögum og samskotum til væntanlegs skóla. — Fundur sá, sem ráð var fyrir gert, að sýslunefndir beggja sýslnanna liéldi um skólamálið, hefir enn ekki verið haldinn. Keflavík 8. júní. FB. Tiðarfar gott og ágætis fisk- þurkur. Fimm bátar komu að i gær og fyrradag, en höfðu enga síld fengið, og því ekkert aflað. Einn "bátur hefir farið tvær ferðir til skerjanna við Eldey og aflað vel. Tveir bát- ar farnir norður til fiskveiða og 2—3 í undirbúningi að fara. Skálholti 8. júní. FB. Bliðviðri, sólskin og þurkar undanfarið. Spretta góð, en framfarir heldur litlar vegna þurka. Raklend tún ágætlega sprottin. Næturfrost hafa verið alt til þessa, en afar miklir hit- ar á daginn, svo þess eru ekki dæmi síðan 1907, og þó seinna á vorinu. — Sláttur mun vart byrja hér fyrr en í fyrsta lagi viku fyrr en vanalega. Fyrir nokkru var byrjað að grafa fyrir skólabyggingunni á Laugarvatni. Siglufirði 8. júní. FB. i Fiskafli góður, 8—12 skip- pund á bát. Óvenju mikil haf- sildarveiði, meðalafli 30—40 tunnur á bát. — Fremur köld veðrátta. — Nýlega er tekið til starfa kúabú, er bæririn rekur með 22 kúm. Förin til Calais. Fimleikaflokkur Björns Jak- obssonar kominn heim. Gullfoss var kominn hér að hafnarmynninu kl. 8 i gær- kveldi, og var það nokkru fyrr en búist var við. Nokkurir menn stóðu þá á hafnarbakk- anum, en þegar skipið lagðí að landi, hálfri stundu siðar, höfðu þúsundir manna safnast þar saman og leyndi það sér ekki, að flestir voru komnir til þess að sjá fimleikaflokkinn, sem var að koma heim frá Ca- lais. „Nú ætti flugvélin að koma," voru þeir að segja, sem fyrstír komu á hafnarbakkann, og það var „eins og við manninn mælt"! Oti við sjóndeildar- hring sást dökkur depill, sem óðum færðist nær. Það var Súlan að koma úr Stykkis- hólmi. Hún sveif inn yfir bæ- inn, fór tvo hringa og settist skamt frá Gullfossi, og var komin inn í höfn á undan hon- um. Þegar fimleikaflokkurinn gekk á land, kom Ben. G. Waage, forseti I. S. I., móti honum og flutti slutta ræðu, og mannfjöldinn hrópaði fjórfalt húrra. Vísir hitti Björn Jakobsson að máli í gærkveldi, og farar- stjóra Tryggva Magnússon, og létu þeir afbragðsvelaf förinni. Viðtökurnar voru hinar bestu, eins og þegar er kunnugt orðið af skeytunum. Flokkurinn hélt fyrstu sýninguna í Aberdeen, en fór þá til Calais. Þar var honum tekið ágætlega, fyrst í skrúðgöngunni um borgina og síðar, þegar hann sýndi íþróttir sinar. Hlaut hann stöðugt lóf a- klapp, og af kvenflokkum, sem þar voru, var engum jafnvel tekið. Það sem hér.fer á eftir er haft eftir lauslegu samtali við fararstjórann. í Calais komst flokkurinn í kynni við breska fimleika- kennara, sem vildu greiða götu hans, þegar til Lundúna kæmi, og létu þeir ekki lenda við orð- in ein. Þar voru haldnar tvær sýningar, og voru þar viðstadd- ir helstu leikfimiskennarar Englands, sem sumir höfðu komið langar leiðar, til þess að horfa á flokkinn. Luku þeir mjög miklu lofi á leikfimis- kerfið, og þótti það fegurra en önnur kvennaleikfimi, sem nú tíðkast. Mikill fjöldi mynda var tek- inn af flokkinum, og birtust þær í öllum helstu blöðum borgarinnar. Eftir fjögra daga dvöl í Lundúnum fór flokkurinn til Edinborgar og hélt þar eina sýningu og hlaut ágætar við- tökur. Voru þar viðstaddir leikfimiskennarar víðsvegar að úr Skotlandi, og má svo að orði kveða, að flokkurinn sé nú kunnur orðinn leikfimisfröm- uðum um alt Bretland og mundi eiga þar vísar góðar viðtökur öðru sirini. Ekki varð nema einn Islend- ingur á leið flokksins. Það var fæst hvarvetna af mörgum tegundum. Bergur,sonur Garðars Gíslason- ar stórkaupmanns. Hann er í London, og sá myndirnar í blöðunum og spurði flokkinn uppi. Margir sérfræðingar í leik- fimi létu í ljósi aðdáun sína á leikfimiskerfinu, og ætluðu að skrifa um flokkinn, og má vænta blaðaummæla með næstu skipum. Öruggara að fljújja. Dr. Frederick L. Hoffmann, einn af hagfræðingum hins al- kunna líftryggingafélags í Bandarikjunum, „The Pruden- tial Life Insurance Company", hefir safnað skýrslum um flug- slys í Bandarikjunum undan- farin ár. Er frá .þessu sagt nokkuð í „The Daily Science News Bulletin". Árið 1926 komu fyrir í Bandarikjunum 160 flugslys, sem fólk beið bana i, en 1927 biðu 164 menn'bana í flugslysum, og var þó flogið langtum meira það ár en árið á undan. Tiltölulega fátt þess- ara manna voru farþegar. — Árið 1927 voru á að giska 1500 flugvélastýrimenn i Bandaríkj- unum, sem höfðu opinber flug- skirteini. Ellefu þeirra biðu bana i flugslysum, eða sem svarar 7 af þúsundi, en það þykir lág tala, þegar tekið er tillit til þess, hve flugferðir hafa aukist, og margar nýjar flugleiðir eru kannaðar. Sam- kvæmt skýrslum Dr. Hoffmans er stöðugt að verða öruggara að fljúga. Flugslys verða nú flest í re^'nsluflugferðum, æf- ingaflugferðum (i her og flota) og rannsóknaflugferðum, á áð- ur lítt könnuðum svæðum. Hoffmann segir, að árin 1925 1926 og 1927 hafi breska flug- félagið „Imperial Airways" flutt 52.000 farþega 2.500.000 mílur, án þess nokkurt alvar- legt flugslys yrði af. Til sam- anbúrðar getur hann þess, eft- ir „London Times", að árið 1842, á bernskuárum járn- brautanna, hafi 10.000 manns ferðast á járnbrautum Bret- lands alls 3.500.000 mílur, en 22 menn beðið bana af völd- um járnbrautarslysa. I skýrslu frá flugmáladeild verslunarráðuneytisins amer- iska er sagt, að af 200 alvar- legum flugslysum hafi aðeins sex orðið a áætlunarleiðum flugfélaga; af völdum þessara sex flugslysa hafi sjö menn beðið bana, en aðeins einn þeirra verið farþegi. (FB.). Messur á morgun. i dómkirkjunni kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson. KI. 5 safnaðarfundur. I fríkirkjunni hér kl. 5 síra Árni Sigurðsson. I fríkirkjúnni í Hafnarfirði kl. 2, síra Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 siðd- guðs- þjónusta með predikun. — í spítalakirkjunni í Hafnarfirði: hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónústa með predikun. I Hafnarfjarðarkirkju kl. 1, sira Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur. — Safnaðarfundur eftir messugjörð. Sjómannastofan: Guðsþjón- usta kl. 4 (ekki kl. 6). Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Samkoma á morgun kl. 11 árd. og kl. Sy2 síðd. Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. 2 Hin mjög þekta og brautrySjandi GLERAHGNASALA SJERPRÆÐINGSINS LAUOAVEG 2 er einasta gleraugna-sérverslun á Islandi, þar sem eigandinn og stjórnandinn er sérfræðingur. Hann hefir fyrstur allra hér stofn- aS hina framúrskarandi góðu og nýju aðferð: „SJERSTÖK RANNSÓKNAR- & SKOÐUNARBORÐ". Þar (Laugav. 2) verSa gleraugu mátuð meS nýtísku áhöldum, nákvæmt og ÓKEYPIS. MeS fullu trausti getiS þér snúiS ySur til elsta og þektasta sér- fræðingsins: AÐEINS LAUGAVEG 2. — FariS ekki búSavilt!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.