Vísir - 09.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1928, Blaðsíða 3
VISIR Vcðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 8 st., ísafirði 5, Akureyri 8, Seyfe'isfiröi 5, Vest- iaaunaeyjum 8, Stykkishólmi 8, Blönduósi 8, Hólum í Hornafirði 6, Grindavík 10, (engin skeyti frá Raufarhöfn og Tvnemouth), Fær- Æyjum 8, Julianehaab 6, Jan Mayen o, Angmagsalik o, Hjaltlandi 10, Kaupmannahöfn 13 st. ■— Lítil lægð sunnan við Reykjanes. Djúp íægð yfir írlandi. Hæð yfir Græn- landshaíi. — Horfur: Suðvestur- Jand: í dag og nótt breytileg átt, víðast á austan. Sumstaðar skúrir. Faxaílói, Breiðafjörður og Vest- firðir: í dag og nótt hæg norðan- Og norðaustan átt. Þurt og bjart veður. Norðurland: í dag og nótt hægur norðaustan. Skýjað loft og -úrkomulaust. Norðausturland og Austfirðir: í dag og nótt norð- nustan átt. Sumstaðar allhvass. Skúrir og kalsaveður. Suðaustur- laud: í dág og nótt vaxandi norð- austan átt. Þurt veður. Vísir kemur út tímanlega á morgun. Tekið verður á móti auglýsingum í sunnudagEblaðið á afgreiðslunni (sími 400) fram til kl. 7 í kveld, en eftir þann tíma og fram til kl. 9 í Félagsprentsmiðjunni (sími 1578). Gullfoss kom hingað um kl. 8 í gærkveldi. Meðal farþega voru: Ólafur John- son konsúll, Brynjólfur Þórðarson listmálari, Garðar Gíslason stór- kaupmaður og dóttir hans, ungfrú Vigdís Jakobsdóttir, ungfrú Bene- dikta Eggertsdóttir, ungfrú Áslaug Gunnarsson, Þorlákur Sigurðsson, dr. L. Djörup, Pétur Einarsson, Stefán M. Benediktsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðlaugur Rosenkranz. Ennfremur Calais-fararnir: Björn Jakobsson, Tryggvi Magnússon og fimleikakonurnar Anna Guðmunds- dóttir, Jónína Jafetsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Gyða Sigurðardótt- ír, Hólmfríður Jónsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Halldóra Guðmunds- dóttir, Vilborg Jónsdóttir, Laufey Einarsdóttir, Vilborg Ámundadótt- ir, Hanna Gísladóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir. Súlan var feerðbúin kl. 5 síðd. í gær eftir viðgerðina og flaug þá þeg- ar til Stykkishólms. Fóru þeir pjóðverjarnir þrír og Dr. Alex- ander. Voru tæplega klukku- stund hvora leið. þeir flugu jTir Akra og sendu fólkinu kveðju, bréf og myndir af sér og flug- véhnni. — J?eim var tekið tveim höndum í Stykkishólmi og létu hið besta yfir förinni. Kl. 2 í dag flýgur Súlan til Vestmanna- «yja. Kattugla sást i vor á sveimi í móun- um upp af Safamýri. Fanst hreiður hennar fyrir utan holt- ið hjá Bjólu-hjáleigu og voru þar komnir ungar fyrir nokkru. Uglur hafa sést þar eystra ein- stöku sinnum á siðari árum, en það mun harðla fágætt að þær verpi hér á landi og komi upp „ ungum. Lostætur biti! í maganum á 8 pd. ýsu, sem veiddist nýlega af Norðmönnum hér í Jökuldjúpi, var 21 cm. (8 þuml.) Jangur rýtingur (dolkur), óskemd- ur, merktur K á skaftið. Ýsan hafði verið í besta standi, og því að lík- indum verið nýbúin að gleypa krás- ina. — Fróðlegt væri að vita, hver hnííinn mundi hafa mist í sjóinn. Hann verður til sýnis á Náttúru- gripasafninu. Leikhúsið. „Æfintýrið“ verður leikið annað kveld. -— Aðgöngumiðar seldir í dag og á morgun. — Friðfinnur Guðjónsson leikur Kranz birkidómara í stað Har- alds Á. Sigurðssonar, sem far- inn er úr bænum. Hjúskapur. Síðastliðinn fimtudag voru gef- in saman i hjónaband, ungfrú Guð- riður Pétursdóttir og Kristinn Jóns- son, bæði til heimilis á Brekku i Grindavik. Sira Árni Sigurðsson gaf þau saman. Brunaboði var brotinn , í ga i', á húsinu nr. 42 við Lauga- veg, og kom slökkviliðið þangað á svipstundu. Enginn eldur var sjá- anlegur þar í nánd, og enginn þótt- ist í fyrstu vita, hver kallað hefði á slökkviliðið. Eftir litla stund kom þó í ljós, að einhver hafði séð reyk leggja út úr húsi hinuni megin við götuna, og þóttust menn þá vita, að j)á hefði brunaboðinn verið brot- inn. — Athygli skal vakin á því, að ekkert segist á þvi, j)ó að bruna- boði sé brotinn, eí mönnum sýnist eldhætta á ferðum, j)ó að j)að komi síðar í ljós, að um misgáning hafi verið að ræða. En J)?gar svo ber undir, eiga menn ekki aö hlaupa frá brunaboðanum, heldur biða slökkvi- liðsins og segja því satt frá mála- vöxtum. Annars getur langur timi farið í ój)arfa leit fyrir slökkvilið- inu. ísland fór kl. 10 í gærkveldi frá Fær- eyjum og Botnia fór þaðan kl. 5 síðd. í gær. Bæði skipin vænt- anleg á morgun. Dansk-íslensk ráðgjafamefnd. Fundir nefndarinnar hefjast hér í bænum eftir helgina. Dönsku nefndarmennirnir, J)eir Arup pró- fessor, Borgbjerg fyrv. ráðherra, Kragh ráðherra og Hendriksen fólksþingismaður, eru væntanlegir hingað á íslandi í fyrramálið. Fyrirlestur um ísland ætlar lir. Rudolf K. Kinsky að flytja í útvarp í Vínarborgámorg- un, sunnudag, kl. 6 síðdegis. Er- indið heitir „Islands Natur- und Menschenwelt" og verður flutt að tilmælum félagsins Die Wiener Radio-Gesellschaft. Þeir, sem eiga viStæki hér í bæ, ætti aS reyna aS hlusta eftir erindinu, ef vera mætti aö þaS heyrSist hingaS. — Þess skal getiS, aS sá, sem skrifar Vísi, segir ekki, hvort miSað sé við ís- lcnskan eSa austurrískan miStíma, og má því vera, aS erindiö verSi flutt kl. 4 eftir íslenskum tíma. Kappróðrarbátar Sundfélags Reykjavíkur verða vigðir og skírSir næstkomandi mánudagskveld kl. 8 út við sund- skála. Guðm. Björnson landlæknir heldur ræðu og skírir bátana, stjórnir í. S. í. og Sundfélagsins vígja bátana með því að róa þeini dálítinn spöl. Að því loknu verður fjölbreytt sundsýning er þeir stjórna sundkennararnir Ólafur og Jón Pálssynir. BARNAFATAVERSLUNTN Klapparstíg 37. Sími 2035. Fyplrliggjandi Barna-flúnelsteppi, svif, Kjólar, hosur og sokkar. Gipdingavip. Kristalsápa Grænsápa Handsápa Stangasápa þrottaduft Húsmasður DOLLAR stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkri fyrir fötin og hend urnar en nokkur önnur þvottasápa. Fæst víðsvegar. I heildsölu hjá Halldóri Elrtkssyni. Hafnarstræti 22. Sími 175. Sirius kakóduft errhoít og nærandi og drjúgt í notkun. íþróttamót mikið verður á Alafossi á morgun. Ræður verða fluttar og leikið á lúðra. Sunnudagslæknir á morgun verður H. Stefáns- son (símar 2234 og 2221), í stað G. Thoroddsen. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (fjórar lírnip). mjög fjölbreytt úpval. Nýjar kartöflur koma í dag. Lækkað vecð. fiUislIuUii K. F. U. M. Almenn samkoma annað kveld kl. 8>/i. Allir velkomnir. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Anna Guðmundsdóttir og Hallmundur Eyjólfsson í Hafnar- firði. Reikaingur H.f. Eimskipafélags Islands um áriö 1927 liggur frammi á skrif- stofu félagsins, hluthöfum til sýn- is. Sjá augl. • Hnísa var nýlega skilin eftir á nýja hafnargarðinum og hefir engimi vitjað hennar síðan og er hún nú farin að grotna niður og þyrfti að flytja hana burtu hið bráðasta. Útvarpið í kveld. Kl. 8: Veðurskeyti. Kl. 8,10: Fiðluleikur (P. O. Bernburg). Kl. 8,40: Upplestur (Guðm. G. Hagalín rithöf.). Kl. 9,10: Fyr- irlestur um útvarpið (Iíristján V. Guðmundsson). )>ar á eftir fréttir. Mitt og þetta. Gullforði Englandsbanka. 5. ágýist áriS 1925 nam gullforSi Englandsbanka 164,500,152 sterl- ingspundttm;, og hefir bankinn aldrei átt meira gull í einu. Sama ár, i apríllok, þegar fariS var aS leysa inn seSla meS gfulli, nam forSi bankans nærri 156 miljónum sterlingspunda. Minsti gullforSi bankans síSan var 20. janúar 1926, 147,711,895 sterlingspund. — Mesti forSi, sem bankinn átti fyr- ir styrjöldina var röskar 53 milj- cnir sterlingspunda. ÞaS var í jan- úar 1914. Árekstur. í fyrra mánuöi rakst breskt hjálparskip á grískt flutninga- skip í Ermarsundi í kolsvarta Jxiku. NeySarmerki voru send á svipstundu, og komu 13 skip til bjargar, en þó fórust tólf menn af flutningaskipinu. Hjálparskip- iS misti engan mann, en laskaöist svo, aS þaS var ekki feröafært og var dregiö í höfn. Fjallkona skósvertan gljáir skóna best. Mýkir og styrkíf leðrið. Ótal meðmæli fyrirliggjand£- Biðjið um Fjallkonu skósvertuna, Fæst alstaðar. H.f. Efnagerð Reykjavíkur, kemisli eerksmiöiá Sírui 1755. Uppað Álafossi allan daginn á morgnn frá Steindóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.