Vísir - 10.06.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 10.06.1928, Blaðsíða 5
VlSIR 0*b <£>i II £ yjpipliggi andi i Þorður Sveiiisson & Co. w T4 í dOnsknm blöðum þann 17. f. m. birtist skeyti frá Helsingfors þar sem Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra, er talinn meðal þeirra Dana, sem forseti Finnlands sæmdi heiðursmerkjum. — I tilefni af þessu hefir sendiherrasveit Danmerkur bent hlutaðeigend- um á að ástæða væri til þess að sjá um, að slikar villandi frásagnir kæmi eigi fyrir. Hef- ir sendisveitin fengið eftirfar- andi upplýsingar i málinu: Símskeyti það sem hér um ræðir, var fréttastofuskeyti til Ritzau's fréttastofu í Kaup- mannahöfn, og ; afgreiddi fréttastofan skeytið óbreytt til blaðanna, en blöðin hafa eigi gætt þess, að leiðrétta hina miður heppilegu frásögn. Rit- zau's fréttastofu hefir verið bent á misfellur þessar. í þessu sambandi er rétt að gcta þess, að hér getur eigi verið að ræða um neinn ásetn- ing frá hendi dönsku blað- anna, þar eð þau í frásögnum sinum frá hinum opinberu há- tíðahöldum i Finnlandi hafa skýrl greinilega frá því hvern- ig þar var tekið tillit til þess að ísland er sjálfstætt og full- valda ríki. Getið var um, að þjóðsöngur Islands var leikinn þegar konungur steig á land, að tekið var sérstakt tillit til íslensku þjóðarinnar, þegar konungi var heilsað í ræðum forsetans og í þakkarávarpi til konungs, þegar hann hvarf heim. (Samanber fréttaskeyti sendisveitarinnar þann 16. og 21. f. m.). (Blaðatilkynning frá sendiherra Dana). —o— Eimskipafélagið auglýsir i blaðinu i dag, að Gullfoss fari héðan til Breiðafjarðar annað kveld, og komi aftur á föstu- dag. Er þetta tilvalin skemti- ferð fyrir fólk, sem vill fá sér nokkurra daga hvild frá dag- legum störfum og njóta góða veðursins á sjónum, enda hef- ir fargjald verið ákveðið með það fyrir augum, að sem flest- ir geti veitt sér þessa ánægju. Skipið fer héðan kl. 12 á miðnætti, og klukkan um sex um morguninn eftir verður verður farið þétt fram hjá Snæfellsjökli, og sjást þá jafn- fr-amt hinir einkennilegu Lón- dratí^ör nökleurj tíl austurs. Til Stykkishólms verður kom- ið um hádegi á þriðjudag, og þar geta menn skoðað sig um í kaupstaðnum og umhverfi hans, sem er mjög viðkunnan- legt, og ennfremur gengið upp á Helgafell, en þangað er klukkustundar hæg og skemti- leg ganga frá Stykkishólmi. Eins og kunnugt er, má maður þegar komið er upp á Helga- fell óska sér þriggja óska — sem allar eiga að rætast, að þvi er sagt er. Næsta dag verður svo siglt til Flateyjar og er siglingin þangað, milli eyjanna á Breiðafirði, sem sagðar eru ó- teljandi, mjög skemtileg og út- sýnið yfir eyjarnar og til lands sérstaklega fagurt. í Flatey verður staðið við nokkurn tima, en á heimleiðinni verð- ur komið við í Ólafsvík og Sandi. Þeir sem hugsa sér að taka þátt i þessari skemtiferð, ættu að gefa sig fram á skrif- stofu félagsins á morgun og panta farið. Þjóðbúningurinn. 26. þ. m. hefir maður sá, er sig nefnir Þránd, ennþa fundið ástæðu til þess áfe birta speki sína í Vísi. Að þyí er frekast verður séð, álítur hann sig vera að svara grein minrii frá 20. þ. m., um þjóðbúninginn. Hann reynir að sýna fram á það, með staðhæfingum, — þótt rök heföu nú ef til vill verið nærri því eins hentug, ef til hefðu verið, — að búningurinn sé ljótur, óhentugur o. s. frv. Háttv. greinarhöf. telur það óvinnandi verk, að „sýna fram á með rökum" aö' búningur þessi sé „vafalaus eign íslendinga", og kemst loks að svofeldri niðurstöðu: „Mér finst það skifta litlu máli, hvort við höfum notað þá árinu eða öldinni lengur en aörir. Höfuðatriði málsins er það, að búningarnir eru erlendir að uppruna. Þeir voru eign annara þjóða áður en ísland bygð- ist." Þetta finst honum yíst afar viturlega mælt, sem ekki er að fur'Sa. Fræða má háttvirtan Þránd á því, að tungan, sem hann og við hinir íslendingarnir tölum, var eign annara þjóða áður en ísland bygð- ist. Það er sama tungan, sem allar aðrar þjóðir eru fyrir löngu búnar að „fleygja", og eg geri ekki ráð fyrir því, að nokkur önnur þjóð myndi taka það í mál, að taka hana upp aftur. — En er það af því, að hún sé ohenttígvi,' afkáralegri o£ Sunnudaginn 10. júní 1928. ljótari en það, sem kom í staðinn?? — Það er sama tungan, sem íslend- ingar sjálfir — ef annars er leyfi- legt að kaila þessa innfluttu þjó'ö því nafni, — voru í raun og veru búnir að íleygja. Að dómi Þrándar hefir þá Rask og Fjölnismenn „dottið ofan á" og innleitt í landið gamla og aflóga tungu framaridi þjóða, eins og hann kemst að oröi um litklæðin, sem nákvæmlega eins stendur á með. Þrándur er mér sammála um þa'Ö, að. við eigum að nota þjó'Öbúninga, en hann vill fleygja þeim, sem við eigum, og láta búa til annan út i loftið og ekki styðjast við neitt af því, sem til er og á rétt á sér. Vakir þar sjálf- sagt fyrir honum eitthvað annað, sem ekkert á skylt vi'Ö þjóðbúninga. Grein Þrándar ber vitni um þaö, að hann hefir ekki kynt sér uppruna þjóðbúninga, fremur en annað, sem snertir þetta mál. Hann segir: „Vit- anlega eru til sérstakir þjóðbúning- ar í ýriisum löndum, en þeir eru þá vafalaus eign þjóðanna, sem nota þá. Þœr hafa gert sér sjálf- stœtt klœðasnið, sem engir aðrir geta hclgáð scr"* l! Þetta er nú al- veg nýr vísdómur, og er óneitan- lega „Þrándur í götu'" þeirra, sem kynnu að láta sér detta í hug að taka hæstv. greinarhöf. alvarlega. Það er vafalaust vel gert, að gefa Þrándi upplýsingar um þetta atriði, ef þær mættu koma honum 'að liði þegar hann skrifar næst. Flestir þjó'öbúningar hafa einhverntíma verið tískubúningar, sem siðan hefir verið haldið við í sumum löndum eða héruðum eftir að aðrir hafa lagt þá niður. Þessar þjóðir hafa því alls ekki gert sér neitt „sjálfstætt klæðasnið". T. d. voru þjóðbúningar Færeyinga, Norð- manna, Svía og fleiri tískubún- ingar fyrir nokkrum mannsöldrum, og eru þó þessir þjóðbúningar við- urkendir. — Búningar Vík- ingaaldarinnar lögöust niður er- lendis um krossferðirnar (á 12. og 13. öld), en hér á landi.héldust lit- klæ'ðin fram yfir siðaskifti. Þau hafa þá verið þjóðbúningur vor um þrjár aldir og geta því með réttu kallast „vafalaus eign íslendinga". Greinarhöf. virðist ímynda sér það, að litklæðin hafi lagst niður af því, að þau hafi verið óhentugri en það, sem útrýmdi þeim. En honum skjátlast — aldrei slíku vant — ef hann álítur að breytingar tískunnar miði æfinlega að því aö gera fötin hentugri eða betri. Þrándur kveðst ekki ncnna að ræða um aðalatriði þessa máls, sem sé, hversu hentug- ur, ódýr og skjólgóður klæðna'ður þessi er, og „þykist" hafa „gildar heimildir"!! fyri'r hinu gagnstæða. Ó, sér er nú hver rökf imin! Lit- klæðin eru hentugri en jakkaföt af því, a'ð þau eru einfaldari að gerð og þrengja. hvergi að líkamanum. Hlýrri eru þau af því, að þau eru samfeldari og ekki eins aðskorin, og af þeirri ástæðu er einnig hæg- ara a'ð klæða sig misjafnlega mikið innan undir, og það án þess, a'ð það sjáist eða sé til óprýði. Saum á lit- klæðum er svo auðvelt, að hver og einn getur saumað þau, og ennf rem- ur eru þau meira en helmingi ódýr- ari en tískuf ötin. Að öllu þessu haf a áður verið færð fullgreinileg 'rök, og þar eð hvorki Þrándur né aðrir hafa reynt að hrekja neitt af því, þá sé eg ekki ástæðu til að endur- taka það hér. Þótt erfitt eé að deila Besta Cigarettan f 20 stk, pölkum, sem kostar 1 krónn er Comm Westminster, VirgiBis, .a^* ciaarettnr ¦££" Fásf t ölium verslmnun. æææææææææææææææææææææææææi MeiðFuðn húsmæöuiVI Sparið fé yðat» og notið eingöngu lang- besta, drýgsta og því ódýrasta skóábupdinn gólfábupðinn mPOUSHINC FLOORS. LINO ^FURNITURE /)l*£C1IONS: *PPLYWfTM * l fíÁMNtLANO flKlSH WITH Kj •cn- CLOTK Fæst í öllum helstu verslunum landsins. "Leturbreyting mtn. um það, hvað ljótt sé eða fagurt, þá er það víst, að alt,. sem ósam- ræmi er í, er ljótt. Þvi verður ekki neitað af neinum, nema ef vera skyldi Þrándi, að þaS er afkáralegt og í algerðu ósamræmi, er karl- maður á „kjól" sést við hliðina á konu í skautbúningi. Einmitt þetta er ein af helstu ástæðunum fyrir því, að reynt hefir verið að endur- vekja þennan forna, íslenska þjóð- búning karla. Geta má þess einnig, að allir hinir íslensku kvenbúning- ar eru útlendir að uppruna og sum- ir þeirra ekki einu sinni norrænir. • Þótt háttv. Þrándur verji til þess allmiklu erfiði að telja sér trú um að honum og öðrum þyki búning- urinn ljótur, þá er ekki ástæða til þess, aS taka mark á þeirri kenn- ingu hans. Skikkjan hefir t. d. hald- ist við mjög lítið breytt og verið notuð hér og um alla Evrópu fram á þennan dag, og það aðeins vegna þess, að hún hefir altaf þótt fögur og hentug flík. En hún heitir á nú- tíb'armáli „slag", en ef hún' er köll- uð skikkja, þá þykir Þrándi hún aíkáraleg og óhentug. Höf. segir að reynslan muui skera úr um það, hvor okkar fari nær skoðun megin- þorra þjóðarinnar um það, hvort þjóðbúningurinn sé ljótur eða ekki. Hann ætlar eftir því að láta greiSa um það þjóðaratkvæði. Ekki virð- ist hann eiga alllítið undir sér! Þrándur er, að því er séð verð- ur, dauðhræddur um það, að hann verði tekinn einn góðan veðurdag og færbur úr hverri spjör og í lit- klæði. Honum til hughreystingar lýsi eg því hér með hátíðlega yfir, að eg skal reyna hvaö eg get til þess, að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi verði framið. Greinarhöf... þykist geta dregið það út úr orðum mín- um, að mér finnist heldur lítið til um „orðsins Hst" og „andlega * Existalsápa Grœnsápa Handsápa Stangasápa )?Tottaduft «ESB höfðingja" þessa lands. Eg gæti svo -sem vel trúað Þrándi þessum til þess, að telja sig einn á meðal þeirra. En ef hann að ö'örum kosti getur lesið slikt út úr oi'ðum mín- um, þá hlýtur hann að eiga meira en lítið bágt með geðsmunina, og þætti mér það leiðinlegt, þótt ekki sé það mér aÖ kenna. Annars mun eg enn sem fyrri vísa heim til föð- urhúsanna öllum þessháttar skradd- araþönkum, sem ekkert koma mál- inu við, og sömuleiðis öðrum útúr- snúningum og vandræðaskap höf, um aukaatriði þessa máls. Eg sé ekki ástæöu til að fara út í slíkt. En hvað, sem annars mætti segja um greinar þessa huldumanns, þá virðist hann hafa einhvern vott af velsæmistilfinningu, þar sem hann, af eðlilegum og skiljanlegum ástæðum, ekki vill láta bendla sitt rétta nafn við þessar ritsmíðar sín- ar. 29. maí 1928. Tryggvi Magnússon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.