Vísir - 10.06.1928, Side 5

Vísir - 10.06.1928, Side 5
VISIR Sunnudaginn 10. júní 1928. I M fypipliggj andi: Þórður Sveinsson & Ce. í dðnsknm blöðum þann 17. f. m. birtist skeyti frá Helsingfors þar sem Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra, er talinn meSal þeirra Dana, sem forseti Finnlands sæmdi heiSursmerkjum. I tilefni af þessu hefir sendiherrasveit Danmerkur hent lilutaSeigend- um á aS ástæSa væri til þess aS sjá um, aS slílcar villandi frásagnir kæmi eigi fyrir. Hef- ir sendisveitin fengiS eftirfar- andi upplýsingar í málinu: Símskeyti þaS sem hér um ræSir, var fréttastofuskeyti til Ritzau’s fréttastofu í Kaup- mannahöfn, og afgreiddi fréttastofan skeytiS óhreytt til blaSanna, en hlöSin hafa eigi gætl þess, aS leiSrétta hina miSur lieppilegu frásögn. Rit- zau’s fréttastofu hefir veriö bent á misfellur þessar. í þessu sambandi er rétt aS gcta þess, aS hér getur eigi veriö aS ræSa um neinn ásetn- ing frá hendi dönsku blaS- anna, þar eS þau í frásögnum sínum frá liinum opinheru há- tíSahöldum í Finnlandi hafa skýrt greinilega frá því hvern- ig þar var tekiS tillit til þess aS ísland er sjálfstætt og full- valda ríki. GetiS var um, aS þjóSsöngur íslands var leikinn þegar konungur steig á land, aS tekiS var sérstakt tillit til íslensku þjóSarinnar, þegar konungi var heilsaS í ræSum forsetans og í þakkarávarpi til konungs, þegar hann hvarf lieim. (Samanber fréttaskeyti sendisveitarinnar þann 16. og 21. f. m.). (Bla'Öatilkynning frá sendiherra Dana). miiriar. -o— Eim skip af élagiS auglýsir í blaSinu í dag, aS Gullfoss fari héSan til BreiSafjarSar annaS kveld, og korni aftur á föstu- dag. Er þetta tilvalin skemti- ferS fyrir fólk, sem vill fá sér nokkurra daga hvíld frá dag- legum störfum og' njóta góöa veSursins á sjónum, enda hef- ir fargjald veriS ákveSiS meS þaS fyrir augum, aS sem flest- ir geti veitt sér þessa ánægju. SkipiS fer héSan kl. 12 á miSnætti, og klukkan um sex um morguninn eftir ver'Sur verSur fariS þétt fram hjá Snæfellsjökli, og sjást þá jafn- framt hinir einkennilegu Lón- dralígar mjklcuS til austurs. Til Stykkishólms verSur kom- iS um hádegi á þriöjudag, og þar geta menn skoSaS sig um í kaupstaSnum og umhverfi lians, sem er mjög viSkunnan- legt, og ennfremur gengiS upp á Helgafell, en þangaS er klukkustundar liæg og skemti- leg ganga frá Stjkkishólmi. Eins og kunnugt er, má maSur þegar komiS er upp á Helga- fell óska sér þriggja óska -—- sem allar eiga aS rætast, aS því er sagt er. Næsta dag veröur svo siglt til Flateyjar og er siglingin þangaS, milli eyjanna á BreiSafiröi, sem sagSar eru ó- teljandi, mjög skemtileg og út- sýniS yfir eyjarnar og til lands sérstaklega fagurt. í Flatey verSur staSiS viS nokkurn tíma, en á heimleiSinni verS- ur komi'S viS í Ólafsvík og Sandi. Þeir sem hugsa sér aS taka þátt í þessari skemtiferS, æltu aS gefa sig fram á skrif- stofu félagsins á morgun og panta fariS. Þjóðbúningurinn. 26. þ. m. hefir niaður sá, er sig nefnir Þránd, ennpá fundiS ástæ'Su til þess a'Ö hirta speki sina i Vísi. Að því er frekast verður séð, álítur hann sig vera að svara grein minrii frá 20. þ. m., um þjóðbúninginn. Hann reynir að sýna frarn á það, með staðhæfingum, — þótt rök hefðu nú ef til vill verið nærri því eins hentug, ef til hefðu verið, — að búningurinn sé ljótur, óhentugur o. s. frv. Háttv. greinarhöf. telur það óvinnandi verk, að „sýna fram á með rökum“ að búningur þessi sé „vafalaus eign íslendinga", og kemst loks að svofeklri niðurstöðu: „Mér finst það skifta litlu máli, hvort við höfum notað þá árinu eða öldinni lengur en aðrir. Höfuðatriði málsins er það, að búningarnir eru erlendir að uppruna. Þeir voru eign annara þjóða áður en ísland bygð- ist.“ Þetta finst honurn yíst afar viturlega mælt, sem ekki er að furða. Fræða má háttvirtan Þránd á því, að tungan, sem hann og við hinir íslendingarnir tölum, var eign annara þjóða áður en ísland bygð- ist. Það er sama tungan, sem allar aðrar þjóðir eru fyrir löngu búnar aö „fleygja", og eg geri ekki ráð fyrir því, að nokkur önnur þjóð myndi taka það í mál, að taka hana upp aftur. — En er það af því, að hún sé óhentugri, afkáralegri og ljótari en það, sem kom í staðinn?? j — Það er sama tungan, sem íslend- '■ ingar sjálfir — ef annars er leyfi- ■ legt að kalla ]>essa innfluttu þjóð ; ])ví nafni, — voru í raun og veru búnir að fleygja. Að dómi Þrándar hefir þá Rask og Fjölnismenn „dottið ofan á“ og innleitt i landið gamla og aflóga tungu framaridi • þjóða, eins og hann kemst að oröi j um litklæðin, sem nákvæmlega eins stendur á með. Þrándur er mér sammála um það, að. við eigum að nota þjóðbúninga, en hann vill fleygja þeim, sem við eigum, og láta búa til annan út i loftið og ekki styðjast við neitt af því, sem til er og á rétt á sér. Vakir þar sjálf- sagt fyrir honum eitthvað annað, sem ekkcrt á skylt við þjóðbúninga. Grein Þrándar ber vitni urn það, að hann hefir ckki kynt sér uppruna þjóðbúninga, fremur en annað, sem snertir þetta mál. Hann segir : „Vit- anlega eru til sérstakir þjóðbúning- ar í ýmsum löndum, en þeir eru þá vafalaus eign þjóðanna, sem nota þá. Þœr liafa gcrt scr sjálf- stœtt klœðasnið, sem cngir aðrir gcta hclgað sér“*!! Þetta er nú al- veg nýr vísdómur, og er óneitan- lega „Þrándur í götri" þeirra, sem kynnu að láta sér detta i hug að taka hæstv. greinarhöf. alvarlega. Það er vafalaust vel gert, að gefa Þrándi upplýsingar um þetta atriði, ef þær mættu koma honurn að liði þegar hann skrifar næst. Flestir þjóðbúningar hafa einhverntíma verið tískul)úningar, sem síðan hefir verið haldið við í suraum löndum eða héruðum eftir að aðrir hafa lagt þá niður. Þessar þjóðir hafa því alls ekki gert sér neitt „sjálfstætt klæðasnið". T. d. voru þjóðbúningar Færeyinga, Norð- manna, Svia og fleiri tiskubún- ingar fyrir nokkrum mannsöldrum, og eru þó þessir þjóðbúningar við- urkendir. — Búningar Vík- ingaaldarinnar lögöust niður er- lendis um krossferðirnar (á 12. og 13. öld), en hér á landi. héldust lit- klæðin fram yfir siðaskifti. Þau hafa þá verið þjóðbúningur vor um þrjár aldir og geta þvi með réttu kallast „vafalaus eign íslendinga". Greinarhöf. virðist ímynda sér það, að litklæðin hafi lagst niður af þ.ví, að þau hafi verið óhentugri en það, sem útrýmdi þeim. En honum skjátlast — aldrei slíku vant — ef hann álítur að breytingar tískunnar miði æfinlega að því aö gera fötin hentugri eða betri. Þrándur kveðst ekki nenna að ræða um aðalatriði þessa máls, sem sé, hversu hentug- ur, ódýr og skjólgóður klæðnaður þessi er, og „þykist" hafa „gildar heimildir" !! fyrir hinu gagnstæða. Ó, sér er nú hver rökfimin! Lit- klæðin eru hentugri en jakkaföt aí þvi, að þau eru einfaldari að gerð og þrengja hvergi að líkamanum. Hlýrri eru þau af því, aö þau eru samfeldari og ekki eins aðskorin, og af þeirri ástæðu er einnig hæg- ara að klæða sig misjafnlega mikið innan undir, og það án þess, að það sjáist eða sé til óprýði. Saum á lit- klæðum er svo auðvelt, að hver og einn getur saumað þau, og ennfrem- ur eru þau meira en helmingi ódýr- ari en tískufötin. Að öllu þessu hafa áður verið færð fullgreinileg 'rök, og þar eð hvorki Þrándur né aðrir hafa reynt að hrekja neitt af því, þá sé eg ekki ástæðu til að endur- taka það hér. Þótt erfitt sé að deila Besta Cigarettan i 20, stk. pökknm, sem kostar 1 krönn er Commander, Westminster. Virginia ciaarettur -i | -W3£" Pást t öllom verslonum. ææææææssæseææææææææææææææseæás HeidFuðn húsmæðui*! Sparið fé yðan og notið eingöngu lang- besta, drýgsta og því ódýrasta skóáburðiim gólfábupðinn Fæst í öllum helstu verslunum landsins. rrnmmmímmimmmmmmtamimstsm mhmtmasmemmammm * ‘Leturbreyting mtn. um það, hvað ljótt sé eða fagurt, þá er það víst, að alt,. sem ósam- ræmi er í, er ljótt. Því verður ekki neitað af neinum, nema ef vera skyldi Þrándi, að það er afkáralegt og í algerðu ósamræmi, er karl- maður á „kjól“ sést við hliðina á konu í skautbúningi. Einmitt þetta er ein aí helstu ástæðunum íyrir því, að reynt hefir verið að endur- vekja þennan forna, íslenska þjóð- búning karla. Geta má þess einnig, að allir hinir islensku kvenbúning- ar eru útlendir að uppruna og sum- ir þeirra ekki einu sinni norrænir. • Þótt háttv. Þrándur verji til þess allmiklu erfiði að telja sér trú um að honum og öðrum þyki búning- urinn ljótur, þá er ekki ástæða til þess, aö taka mark á þeirri kenn- ingu hans. Skikkjan hefir t. d. hald- ist við mjög lítið breytt og verið notuð hér og um alla Evrópu fram á þennan dag, og það aðeins vegna þess, að hún heíir altaf þótt fögur og hentug flík. En hún heitir á nú- tíðarmáli „slag“, en ef hún' er köll- uð skikkja, þá þykir Þrándi hún afkáraleg og óhentug. Höf. segir að reynslan muni skera úr um það, i hvor okkar fari nær skpðun megin- | þorra þjóðarinnar um það, hvort þjóðbúningurinn sé ljótur eða ekki. Hann ætlar eftir því að láta greiöa um það ])jóðaratkvæði. Ekki virð- ist hann eiga alllítið undir sér! Þrándur er, að því er séð verð- ur, dauðhræddur um það, að hann verði tekinn einn góðan veðurdag og færður úr hverri spjör og í lit- klæði. Honum til hughreystingar lýsi eg þvi hér með hátíðlega yfir, að cg skal reyna hvað eg get til þess, að koma i veg fyrir að slíkt ofbeldi verði frarnið. Greinarhöf. <■ þykist geta dregið það út úr orðum mín- um, að mér finnist heldur lítið til um „orðsins íist“ og „andlega 'Í:W Kriatalsápa Grænsápa Handsápa Stangasápa JJrottaduft höfðingj a“ þessa lands. Eg gæti svo sem vel trúað Þrándi þessum til þess, að telja sig einn á meðal þeirra. En ef hann að öðrum kosti getur lesið slíkt út úr orðum mín- um, þá hlýtur hann að eiga meira en lítið bágt með geðsmunina, og þætti mér það leiðinlegt, þótt ekki sé það mér að kenna. Annars mun eg enn sem fyrri vísa heim til föð- urhúsanna öllum þessháttar skradd- araþönkum, sem ekkert koma mál- inu við, og sömuleiðis öðrum útúr- snúningum og vandræðaskap höf. um aukaatriði þessa máls. Eg sé ckki ástæðu til að fara út í slíkt. En hvað, sem annars rnætti segja um greinar þessa huldumanns, þá virðist hann hafa einhvern vott af velsæmistilfinningu, þar sem hann, af eðlilegum og skiljanlegum ástæðum, ekki vill láta bendla sitt rétta nafn við þessar ritsnúðar sín- ar. 29. maí 1928. Tryggvi Magnússon.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.