Vísir - 12.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 12.06.1928, Blaðsíða 3
V I 5 I R Höfum fyrirJiggjandi: Rúgmjöl og Hálfsigtimjöl frá Aalborg Ny Dampmölle. M. Bexiediktsson & Co. Sími 8 (fjórar línur). máske einhverntima gert sér í hugarlund að sjá þetta, en nú sjáum við það galdralaust, því að við erum upp úr því vaxn- ir að kalla farartækið okkar gandreið í sömu merkingu og gert var fvrrum. Tæpum klukkutíma eftir að við létum i loft, vorum við yf- ír Stykkishólmi. Við bevgðum nú nokkuð til austurs, yfir Hrappsey og inn eftir endi- löngum Gilsfirði og fvlgdum honum til enda. Þegar hér var komið, var skýjaþoka komin alt í kringum okkur, en flug- maðurinn liækkaði sig enn, svo að bráðlega vorum við yfir þokunni, og sá hvergi í jörð eða haf. En þetta var að eins skamma stund, og nú sá niður á Bitrufjörð gegnum göt í þessu „ullarreyfi“, sem hafði verið breitt þarna á hálsinn. Við flugum lágl norðaustur allan Húnaflóa og var skygni ágætt, einkum til vesturs. Þegar nálgaðist Skagaströnd mátti sjá Hornbjarg, en á hina hönd- ína höfðu LangjökullogEiríks- jökull verið eins og óbifanleg- ir leiðarsteinar alla leið sunn- an úr Faxaflóa, þangað til þeir hurfu fyrir Tindastól. Við fórum beint yfir Skaga- tá og þaðan beint á Dalatá yfir Siglunes og sem leið lá inn Eyjafjörð og lentum á Akur- eyri klukkan tæplega þrjú. Skygni var eklci eins gott þeg- ar kom austur fyrir Skagatá eins og áður hafði verið, en þó sæmilegt. Á Akureyri varð að eins tveggja stunda viðstaða. Þetta þótti ungfrúnni okkar of stutt, og nefndi til ástæður sem allir sanngjarnir menn urðu að taka gildar. Hún varð því eftir, en Ingvar Guðjónsson kom í staðinn til Siglufjarðar, og frá Siglufirði og' hingað Guðmund- ur Skarphéðinsson skólastjóri. Við fórum frá Akureyri kl. rúmlega fimm og frá Siglu- firði kl. 10 mín. yfir sex, og vorum sestir liér á höfnina kl. 12 min. fvrir níu. A suðurleið var flogíð sunnar yfir Skaga- fjörð og yfir Skaga þveran. Var skygni enn þá hetra á suð- urleið og sérlega gott útsýni suður yfir Húnaþing. Sól var lægra á lofli og komu þvi het- ur fram landslagseinkenni, og landið varð ekki eins „flatt“ að sjá úr mikilli liæð, eins og þegar sól stóð liærra. Hér skal ekki farið út í að lýsa í einstökum atriðum því sem fyrir augun bar á leiðinni, því að það verður gert í ann- ari grein. En þó að ekki liefði verið skygni nema rétl yfir Snæfellsnesi, liefði maður liaft endurminningu, sem ekki er liægt að gleyma, eftir ferðina. Sælin í farþegaklefanum eru þa'gileg, einkum aftursætin. En framsætunum fvlgir sá Fetkna úrval af enskum húfum nýkomlð. 5ÍMAR 15 BARNAFATAVERSLUNTIVI Klapparstíg 37. Sími 2035. Tau og prtónaf t fyrir drengi, eim iti telpukjólar og svuntur. kostur, að þaðan sér maður ávalt inn í vélarúmið og á mælahorðið lijá flugmönnun- um. Það getur verið gaman að fylgjast með vísirunum þar, einkum þeim, er sýna hraða vélarinnar, snúningshraða hreyfilsins og liæðina. Norður fórum við að jafnaði með 140 km. hraða, en suður með um 160 kílómetra. Vélin suðaði þarna sí og æ, svo að aldrei heyrðist nokkur misbrestur á, skrúfan snerist að jafnaði um 1400 snúninga á mínútunni og stundum meira. Og áfram rann „Súlan“ — þýðari en bifreið á sléttustu götunni i Reykja- vík. Þar sem lágt var flogið, vaggaði liún lítið eitt, en eigi svo, að hugsanlegt væri að fá loftveiki. Það eina, sem finna mætti að verunni þarna uppi, er skarkalinn í vélinni, en lijá honum er ekki hægt að kom- ast. Hann þreytir dálitið til lengdar, en draga má úr hon- um með þvi að troða bómull i hlustirnar. — — Ef „Súlan“ verður að jafn- aði eins veðurlieppin í norð- urferðum sínum og hún var i þetta skifti, þarf að minsta kosti ekki að kviða því, að þeir sem nota loftleiðina verði óánægðir með ferðimr. Akjós- anlegra farartæki er ekki hægt að kjósa sér, til þess að kom- ast leiðar sinnar fljótt. En svo er annað: Betri kenslustund í landafræði er ómögulegt að fá. Á þremur klukkustundum sér maður yfir liálft landið og fær ydirlit, sem ekki fengist með því að ganga á alla lielstu fjallatinda. Sk. Sk. 1 'zuma ~ vbszt’s Stór útsala i Laugavegs Apóteki, JÞar gefst tœkifasri að geia góð innkaup, því frá hinu lága verði á hinum ágætu fegurðarvörum iyfjabúðar- innar verður gefiun 33%, 20% og ÍO% afsláttup. ANDLITSCREAM. Dagcream og kvöldcream. Pounds coldcream og Vanishing cream, Mirage cream, Nebulla, Icilmá og Oatine cream, Hazeline Snow, Ró- sól Snow, Rósól cream, Eva cream, Varacream, augnstiftir o. fl. í túbum og krukkum. Tanncream, margar teg., Tann- burstar i miklu úrvali. Handsápur, Andlitssápur, mjög góðar og ódýrar. Svampar, fleiri tegundir. Cutex handsnyrtingarkassar með hinum þektu fegurðarvörum. .— Einnig öll laus tæki, svo sem: Nagla- skæri, Naglaþjalir, Naglahnífar o. fl. ANDLITSPÚÐUR. Að eins egta franskar tegundir. Perlupúður í litlum og stórum öskjum, Dorinpúður fast og laust, margar tegundir, Cotypúður í falleg- um gullöskjum með kvasti,, fleiri tegundir, frá kr. 1,00, hér frá pró- centur. Andlitspúður í lausri vigt. Talcumpúður o. fl. tegundir. Púðurkvastar, fleiri tegundir. Hár- greiður, svartar og hvítar. Hárburst- ar, mjög fallegir og góðir. Nagla- burstar, sérlega góðir. Eau de Cologne. Rósól-Hárelexír. Rahrym. Isvatn. Brilliantine, crystall og fljótandi. Ilmvötn i stórum og smáum glösum frá kr. 1,00. Einnig smjög skrautlegir ilmvatnskassar alt að kr. 68,00. Kappreiðarnar I. júlí og töltið. Það er afráðið, að Hesta- mannafélagið Fákur efni til kappreiða 1. júlí n. k., með enn fjölbreyttara fyrirkömulagi cn áður hefir átt sér stað. T. d. skal eg nefna, að nú stendur til að bætt sé við tölti, sem er að verða uppálialds gangtegund lijá okkur. Töltið er fögur gangtegund, sé það hreint, og lyftingin í sporunum mátuleg. Það fer fjarri því, að alt sé tölt, sem svo er nefnt. Eg hefi talað við inenn, sem hafa hald- ið því fram 1 hjartans einlægni, að hreinn brokkari væri tölt- ari, einungis af því, að hestur- inn var fimari á brokki heldur en upp og niður kýrbrokkarar eru. I bókinni „Hestar“, er við Einar Sæmundsson skrifuðum, leitaðist eg við að lýsa tölti, eins og mér liafði komið það fyrir sjón og reynd. Út af þeirri lýsíngu varð eg að lenda í blaðadeilum við nokkra ágætis menn, en þeirra skrif færðu mér ekki heim sanninn um, að eg hefði haft á röngu að standa. Það, sem aðallega hneyksl- aði þá góðu menn, var það, að eg hafði sagt, að mér virtist töltið vera sambland af skeiði og brokki. í fyrra rakst eg á rit, þar sem sagt var, að Ameríkumenn iðk- uðu tölt í sumum af sínum hest um, og segja þeir að töltið sé sambland af skeiði og brokki (Pace and Trot). Það er orðið algeng't hér, að lieyra menn spjalla um, að til sé margskonar tölt, svo sem: Brokktölt, skeiðtölt, hopptölt og lulltölt. Þeir um það. Eg þekki ekki nema eina tegund af tölti, en auðvitað tölta ekki allir tölthestar eins, — vakrir hestar skeiða lieldur ekki allir eins, og sama gildir um allar gangtegundir; þær eru mis- munandi að gæðum og útliti. Á tölti lireyfa líestar aðra liliðina í senn’, eins og vekring- ar gera, en þó er framfóta- hreyfingin á tölti önnnr en á skeiði, — sporið styttra og Ivft- ingin hærri. Eg efast ekki um, að nú, 1. júlí, verði á skeiðvellinum sýndir snillings töltarar; má því fullvrða, að það verður til- vinnandi fyrir almenning að koma þangað, þótt ekkert væri þar annað að sjá, en þar v.erð- ur einnig margt annað sér til gamans gert. Dan. Dan. XXX Bæjarfiréttir Dánarfregn. í fyrrakveld andaðist í far- sóttahúsinu hér í bænum Árni Jónsson þriðji stýrimaður á Goðafossi, að eins þrítugur að aldri, mjög gerfilegur maður, og er að honum mikill mann- skáði. Ilann var ættaður frá Árnanesi í Nesjum í Horna- firði, og var bróðir Lúðvíks Jónssonar búnaðarkandidats hér í bænum. Veðrið í morgim. Hiti í Reykjavík g st., ísafirði 8, Akureyri 6, Seyðisfirði 4, Vestm.- eyjum 9, Stykkishólmi 9, Blöndu- ósi 8, Hólum í Hornaf. 5, Grinda- vík 12, (engin skeyti frá Raufar- höfn og Hjaltlandi), Færeyjum 5, Julianehaab 4, Angmagsalik 5, Jan Mayen o, Tynemouth II, Kaupm.- höfn 12 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st., minstur 3 st. Hæð fyrir suðvestan land. Grunn lægð yfir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.