Vísir - 18.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 18.06.1928, Blaðsíða 3
V I S 1 R Stúlka Upur og prúð getur fengið atvinnu í elnni af stærstu versiunum bæjarlns. Umsókn með upp- lýslngum um aldur, mentun, kaupkröfu og mynd, sem verður endursend, sendlst Vfsi fyrir laugardag, merkt ,, S T A Ð A“. að hann liafi lagt heldur rnikið að sér á æfingum undanfarið, Iritt veldur og nokkru, að eigi ei' eins auðvelt að lilaupa sér létt, ef hlaupið er fyrir. Jón liljóp aftur á móti laust, en ekki nógu „effectivt“; hann virðist kubba af hverju skrefi, í stað þess að lvfta linénu og teygja úr skrefinu. Þorsteinn virtist hafa hlíft sér um of í Maupinu, þvi hann hafði fulla krafta, er að marki ltom. % X 100 m. boðhlcuip: 1. varð 'I. sveit íþróttafélags Reykja- víkur á 48,8 sek., 2. Ármann á 49.0 selt., 3. II. sveit í. R. á 49,9 sek. — Sveit Knattspyrnufélags Reykjavíkur varð fvrir því ó- happi, að síðasti maðurinn datt og kom ekki að marki. Spjótkast: 1. varð Ásgeir Oiinarsson, 2. Helgi Eiríksson, 3. Magnús Einarsson. Kast- iengdir eru blaðinu ókunnar. íslensk gltma. — I. fl. 1. Jör- gen Þorbergsson, 2. Þorsteinn Kristjónsson. — II. fl. 1. Björg- vin Jónsson, 2. Stefán Krist- jánsson, 3. Björn Rlöndal. Veður var hið besta méðan á kappleikunum stóð, og gerði sitt til að auka ánægju áhorf- ænda. Leikmótið lieldur áfram í kveld, og verður þá kept i: 800 metra hlaupi, 5000 inetra Iilaupi, langstökki, hástökki og 'kringlukasti. Kirkjnhljdmleikar Fritz Dietzmann og Páls ísólfs- sonar i gær voru vel sóttir. Uppi var al- veg troöfult. Á skránni voru tíu iiöir, þar á meöal mörg vel þekt lög, sem og önnur er aldrei höföu heyrst hér áöur. Af þeim valcti e. t. v. mesta athygli „Andante“ eftir Locatelli. Sömuleiöis þótti Sara- hande eftir Johs Bach mikilfeng- legt. Var það leikið á selló ein- göngu. Endaöi leikuriun á hinu tagra alkunna „Litanei" eftir Schubert. — Síöustu kveöjuhljóm- ieikar þeirra Dietzmanns konsert- meistara og Folmer-Jensen veröa aunaö kveld í Garnla Bió. Viö- fangsefni veröa lög eftir Tschaj- kowsky, Beethoven og- Chopin (píanósóló) og auk þess „Svanur- inn“ eftir Sain-Saens og Ziegeu- nervveisen eftir Sarasate. Þeir fé- lagarnir halda heimleiöis á íslandi á miövikudaginn, og er þetta síð- •asta tækifæri til að hlusta á lista- ;mennina. Litklæðamaðurinn. 8. R. F. I. verið sjúkur í ellefu vikur áður en hann andaðist og var hjartasjúk- dóntur banamein hans. íslenkt smjör Tryggvi Magnússon er nú orö- inn Svo eykinn og úrillur,, að eg gæti trauðla fengiö mig til, að eiga oröastaö viö hann lengur, þó að mér væri heimilt nóg rúm hér 't blaöinu. — Eg hefi líka alt ann- aö að gera, en að deila orðum við angurgapa og flón. Eg hefi lengi veitt því athygli, aö Tryggvi gerir alt sem hann getur til þess, aö vekja á sér eftir- tekt. Hann er af þeirri tegund ntanna, sem altaf eru að trana sér fram, Og hann hefir sérstakt yndi af því, að sjá nafnið sitt á prenti. Þess vegna er hann sí og æ að troða því í blöðin. Og þess vegna á hann líka svo bágt með aö skilja, að nokkur maður skuli skrifa nafn- lausa grein. — Hann er andlegur bróðir kerl- ingarinuar, sem sagðist vilja gefa skyrtuna sína til þess, að fá að sjá nafnið sitt í „Þjóðólfi“.— „Þá vita þó allir, aö ég er til,“ sagði sú gamla. Tryggvi er ákaflega undrandi yfir því, að ég skuli ekki nenna að deila við hann urn skjólgæði og ágæti „litklæðanna.“-— „Hann vill ekki rökræða við mig, mannskratt- inn,“ sagði Gvendur „lúsakollur“ við prófastinn forðum. Síðasti vaðall Tryggva (Visir io. júní) er ekki á nokkum hátt svaraverður. Þaö skrif er ekkert annað en léleg „uppsuða“ af áður kunnum blekiðnaði mannsins. Eina uppgötvun hefir hann ])ó gert. Hann heldur þvi fram, að ís- lcndingar hafi „fleygt“ tungu feðra sinna — alveg eins og „litklæðun- um“ —, en svo hafi Rask og Fjölnismenn fundiö hana! — Iivað vill nú svona fáráöur vera að bulla um Fjölnismenn! Og skyldi honum ekki ganga erfiðlega að fá íslendinga til að trúa því, aö forfeður þeirra hafi glatað tungu sinni? — Eg geri ráð fyrir því. — Hitt er nokkurn veginn aug- Ijóst, að maðurinn hlýtur að verða að athlægi fyrir að liafa sagt þetta. — í mínum augum er full- yrðing Tryggva um það, að þjóð- in hafi glatað tungu feðra sinna, all-greinileg bending í þá átt, að ekki sé við hann talandi i alvöru. Tryggva brýs aö vonum hugur viö þeirri tillögu minni, að íslensk- ir karlmenn geri sér nýtt klæða- snið, ef þeir hugsi til þess, að eignast jijóðbúning. Hann vill heldur lifa á lánum og hirða gaml- ar sameignarflíkur. — Fram- hleypnir hugkvæmdaleysingjar kunna jafnan best við aö lalla troðnar slóðir. — Það er sitt hvað aö skapa óg apa, herra Tryggvi Magnússon! — Um það ber „Jes- úsar-ríma“ yðar órækt vitni. Þar er víst alt apað og aö láni tekið — nema það, sem eg kveinka mér við að nefna hér. — Þér látið eigi all-lítið yfir lær- dómi yðar og þykist þurfa að „fræða“ bæði mig og aðra. — Slík tómahljóðsdrýldni minnir mig á Jón heitinn „græna“. — Hann var niðursetningur og hálfviti fyrir austan, og sagði ógurlegustu tröllasögur af „lesningu“ sinni og lærdómi. — En hann þekti ekki siafina og hafði verið fermdur upp á „Faðir vor“ —- þegar hann var átján vetra. Sálarrannsóknafélag ís- lands heldur fund í Iðnó fimtudagskvöldið 21. júní 1928 kl. 8i/2. Hæstaréttárdómari Páll Einarsson flytur erindi unv „s k r i f C I e ó p h a s a r“ (Postulasöguna, sem rituð hefir veriÖ ósiálfrátt). Umræður á eftir. Stjórnin. „Vísir“ var svo gestrisinn, að leyfa yður að ausa yfir mig hroka- skömmum i tveggja til þriggja dálka grein. Mér vrar veittur ádráttur um rúm fyrir örstutta athugasemd. — Og ég ætla að láta þessar fáu lín- ur nægja. 12. júni. Þrándur. Ath. Deilu þessari er nú lokið hér í blaöinu. Ritstj. Utan af landi. Seyðisfirði 17. júní. FB. Þrír strákar á Vestdalsevri, einn þeirra fenndur á hvíta- sunnudag, flevgðu hundi í sjó- inn og eltu hann síðan með grjótkasti, uns þeir drápu hann. Dómsmálaráðherra kvað hafa fvrirskipað rannsókn á lyfjabúð Seyðisfjarðar, vegna afgreiðslu áfengis. Hefir bæj- arfógeti haft rétthöld þess vegna. Litlar gæftir vegna rosa, en góður afli á nýja beitu, þegar liennar nýtur. Mikill fiskur undir Skálanesbjargi. Síld kvað vera næg, heldur sig djúpt vegna kulda, enda veið- ist lítið af henni. Stefán Runólfsson trésmiður, ásamt fjölskyldu sinni, er ný- lega fluttur alfarinn til Reykja- víkur. Hefir verið búsettur liér marga áratugi. Veðrátta fádæma köld, lirið- arél daglega niður í bygð. Gróður framfaralaus. Menn ótlast grasleysisár, haldi slíku áfram. I uppsveitum er jörð allmikið kalin. Bæjarfréttir y Dánarfregn. Sigurður Halldórsson trésmið- ur og kona hans, Ingibjörg Magn- úsdóttir, Þingholtsstræti 7, urðu íyrir þeirri sáru sorg í gær, að missa fósturson sinn, Inga Sigtirð Ólafsson. Hann var kominn hátt á fjóröa ár, fæddur 5. ágúst 1924 og lcorn sex vikna gamall til fóstur- foreldra sinna. Hann var óvenju- bráðgert barn og yndi og eftirlæti fósturforeldra sinna, sem gengu honum í foreldra staö. Hann hafði Gullfoss fer til útlanda kl. 6 í ltveld. MeÖ- al farþega verða: Prófessorarnir Einar Arnórsson og Páll Fggert Ólason dr. phil., frú Matthildur Arnalds, ungfrúrnar Ruth Hanson, Karólina Lárusdóttir, Friða Guð- mundsdóttir, Jón Sigurðsson raf- fræðíngur og frú hans, Sigurður Skúlason magister, Snorri Arnar. Magnús Richardsson, Einar Stur- laugsson, Ragnar Halldórsson, Stykkishólmi, Jón Jakobsson stú- dent, Ólafur Hjálmarsson á leið til Ameriku. island kom frá Akureyri i gærkveldi. Meðal farþega var Guðm. Thór- oddsen prófessor. Fritz Dietzmann og Folmer-Jensen fara i dag til Vífilsstaða og leika fyrir sjúk- lingana þar og er það fallega gert. Þeir hafa ferðast nokkuð um hér, meðal annars farið til Þingvalla og austur yfir Hellisheiði. Eru þeir ákaflega hrifnir af náttúrufegnrð landsins og segja, að útsýnið á Þingvöllum og af Kambabrún muni verða sér ógleymanlegt. Leikhúsið. „Æfintýrið“ verður leikið i kveld. Alþýðusýning. Eins og áður er frá sagt, verða engin hátíðahöld á morg- un af hálfu landsspítalasjóðs- nefndarinnar. Það eina sem gert verður í þetta sinn er að selja merki fyrir sjóöinn. Vonar nefnd- ir. aö bæjarbúar taki þeim vel, og að á morgun Ijeri þá allir sem einn merki landsspítalasjóðsins. 17. júní var hátíðlegur haldinn liér i gær, og segir írá íþróttaúrslitum á öðr- um stað. Upp úr miðdegi tók fólk að safnast við Austurvöll og gekk þaðan með Lúðrasveit Reykja- víkur í fararbroddi, suður á Iþróttavöll. Staðnæmst var við leiði Jóns Sigurðssonar og blóm- sveigur lagður á gröf hans, en Tryggvi Þórhallsson forsætisráö- herra flutti ræðu. Á íþróttavelin- um mælti Knud Zimsen fyrir minni íslands og lét þess getið, að farið væri að grafa fyrir sund- lauginni fyrirhuguðu, sem verður við Hringbraut, suður af nýja barnaskólanum. Ben. G. Waage forseti í. S. I., setti síðan allsherj- armót og. þakkaði borgarstjóra dugnað hans í sundhallarmálinu. Þegar ræðu hans var, lokið, hóf- ust íþróttirnar, sem frá er skýrt á öörum stað í blaðinu. Lúðrasveit- in lék lög á undan og eftir ræð- unum og- á meðan íþróttamenn fóru skrúðgöngu um völlinn. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 16. júní ungfrú Kristín Hannesdóttir frá Stóru- Sandvík í Flóa og Sigurður Þoi'- steinsson verslunarmaöur frá Eyj- óifsstöðum í Vatsdal. Síra Gísli Skúlason gaf þau saman. Veisla fór franx á heimili brúöarinnar. Þorvarður Björnsson hafnsögumaður fer utan á Gull- fossi í kveld við áttunda mann, til þess að sækja hinn nýja dráttarbát og íslenskar kartöflnr fást i Yersl Vísir. Nýkomid: Toppasyknr, Púðursyknr. CíUifíl/uldí SIMAR 158*1958 ¥orur sem áttu að fara með „Esju“ til Vestinannaevja, fara meS „Gullfossi“ í dag, og megnið af vörunum til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar komust ekkí með „Esju“, en verða sendar með „Brúarfossi" 26. þ. m. B í. Hipalg fslanifs. sem þeir hafnarstjóri og Geir Sig- urðsson hafa keypt i Þýskalandí- Skipið verður afhent í Kaupmanna- höfn. Ljósmyndasýning Lofts Guömundssonar í glugg- um verslunar Egils Jacobsen vakti mikla athygli í gær, og var' jafnan margt manna aö skoöa myndirnar. Sýningin heldur áfram i dag og á morgfun. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá S. E„ 2 kr. frá N. N., 20 kr. frá Nóa í Dal, 2 kr, frá S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.