Vísir - 19.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1928, Blaðsíða 2
)HHTHHH*QLSBt( Höfum tU: Svínafeiti í Itvaiftilum og kðssum. Kartöflu^ Lauk. Nýkomid: Príma, galv. þaksaumur með mjög stórum haus Ferðakoffort 30x70 ctm., 2 tegundir mjðg ödýrar, A. Obenliaupt, Símskeyti Khöfn, 18. júní, F.B. * Frá Kína. Frá Nanking er símaS: Nan- kingstjórnin hefir birt yfirlýsingu og er í henni kveSiS svo aS oröi, aC sameining Kína sé fullkomnuS. Ennfremur, aS Nankingstjórnin ætli sér aS vinna aS friSi á grund- velli jafnréttis á milii Kína og annara þjóSa. Frá New lYork-borg er símaS: Associated Press skýrir frá því, aS fulltrúi Nanking-stjórnarinnar hafi beSiS stjórnina í Bandarikj- unum um aS gangast fyrir því, aS gerSur verSi nýr samningur, sem veiti Kina fjárhagslega sjálfstjórn og afnemi sérréttindi útlendinga í Kína. Nobile í hættu. Frá Kingsbay er símaS: Nobile- flokknum er hætta búin vegna storms og leysinga og bjarndýra. Hefir Nobile beSiS um, aS reynt verSi aS koma skotfærum til flokksins hiS bráSasta, svo aS þeir geti varið sig fyrir bjarndýrunum. Nýtt Atlantshafsflug. Frá London er. símaS: Amerísk- ur flugmaSur, Shulltz aS nafni, og Miss Earhart flugu af staS frá Newfoundland í gær til Evrópu. Utan af landi. F.B. 19. júní. ísafirSi, 18. júní, F.B. Venjuleg skemtisamkoma var haldin hér þ. 17. juní, meS ræSu- höldum og íþróttasýningum, söng og sjónleik. Bæjarfógetinn setti samkomuna meö ræSu. Kristján Jónsson frá GarSssröðum mælti fyrir riíinni Jóns SigurSssonar, en Hannibal kennari Valdimarsson flutti tölu um íslenska þjóSmenning. í íþróttakepninni báru þessir sigur úr býtum: í ioo metra hlaupi: Þorhallur Leós, verslunarmaöur, 12.8 sek. í 1000 metra hlaupi: ASalsteinn Jónsson, versl.m., 3 mítt. 17 sek. í spjótkasti: Á'gúst Leós, póst- þjónn, 39.43 metrar. í stangarstökki: Kristján Leós, 2.48 metrar. í langstökki: Jóhann Jóhannsson, verslunarmaSur, 5.33 metrar. KnattspyrnufélagiS HörSur fékk 3 vinninga, Vestri einn vinning. DágóSur afli hér nærlendis, en jsíld hefir ekki veiSst til beitu und- anfariö. Togaramir hér báíSir hættir þorskveiSum. KuldatíS und- anfariS. Frá D«mnörku (Úr tilkynningti frá sendiherra ' Dana). -Eftirmaður dr. Finns Jónssonar.. „Politiken" skýrir frá því, aö prófessorarnir Finnur Jónsson og Bröndum-Nielsen muni mæla meS því, aS dr. Jóni Helgasyni verSi veitt prófessors-embætti þaS í norrænni málfræSi viS háskólann í Kaupmannahöfn, sem nú er laust orSiS viS brottför Finns Jónssonar frá háskólanum. Sandfeld prófes- sor telur sig og hlyntan þessu, en vill þó, aS málinu verSi til lykta ráSiS meS tilliti til embættis þess, sem dr. Valtýr GuSmundsson hef- ir gegnt og gegnir enn viS Hafn- arháskóla, sem prófessor í tungu íslands og bókmentum. Prófessor- arnir Vilhelm Andersen og Hans Brix vilja láta keppa umembættiS. Skjalaskiftin. MeS Brúarfossi voru send til Is- Iands síSastlíSinn föstudag skjöl þau, úr ríkisskjalasafni Dana, sem samkomulag hefir orSiS um aS hingaS ætti aS fara. Er þaS all- mikil sending, um 900 þykk bindi °g „möppur". Skjöl þau, sem héö- __________VISIR____________ an áttu að fara í skiftum til Dan- merkur (Det islandske Ministeri- ums Protokoller fra 1848—1904) éru nú komin þangaS. — Þykir ríkisskjalaverSi Laursen stórt skarS höggviS i safniS, er hin ísr lensku skjöl eru þaSan horfin, og fyrirferSin nokkuS lítil á því, sem héSan var sent. Haraldur Björnsson leikari hefir komiS 'aS máli viS blaSiö „Politiken" - og sagt frá kikarastarfsemi sinni hér á landi í vetur. Af leikurum þeim, er hann hafi starfaS meS, nefnir hann frú Ingibjörgu Steinsdóttur, og telur hana mjög efnilega leikkonu. Flugið í framk væind. í-tveimur greinum hér í blað- inu hefi eg leitast við að skýra nokkuð frá því, sem fyrir aug- un ber á flugferðalagi í góðu veðri, — hvernig viðhorf alt breytist og sjóndeildarhringur- inn stækkar, í bókstaflegri merkingu. Þarf eigi að eyða frekar orðum að því, að flug veitir skemtun og sýhir inn í nýja heima, því þetta votta all- ir sem reynt hafa, — líka þeir, sem láta sér finnast, að flugið sýni manni i tvo heimana. En vitanlega er þetta ekki nóg til þess að gef a fluginu tilverurétt. Skemtun og gagnsemi er sitt hvað, og sé eigi hægt að sýna fram á gagnsemina, getur flug- ið aldrei orðið til frambúðar. Og svo annað. Svo lengi sem það er álit þorra manna, að það sé talsvert mikilli hættu bundið að sitja i vél á flugi, eða jafnvcl að það sé einskon- ar dulbúin sjálfsmorðstilraun, að leggja í flugferð, er ekki við því að búast, að almenningur vilji hætta sér út á þá stigu. Að vísu er það sannanlegt, að tiltölulega farast fleiri menn i sjóferðum en í loftferðum, þeg- ar.miðað er við vegalengd f erð- anna ,en þessu eru ekki gefn- ar gætur, því það er ekki sím- að hálf an hnöttinn á enda, þótt skjp farist, en hitt er talið fram ef flugvél hrapar svo að mahn- tjón hlýst af. — Tilraunir of ur- huganna til þess að vinna þrek- virki, haf a einnig orðið til þess að veikja álit almennings á ör- yggi flugsamgangnanna; þegar hann freistar þess, að fara yfir þvert Atlantshaf, og honum mistekst, þá kveða menn upp áfellisdóm yfir flugsamgöng- um alment, en gæta þess ekki, að þessar flugferðir eru aðeins sambærilegar við uppátæki of- urhugans, sem reynir að kom- ast yfir Atlantshafið þvert á opinni kænu. Flugtilraunirnar hér hafa oro'- ið fyrir tveimur áföllum: al- varleg hreyfilbilun hefir orðið tvívegis, án þess þó að nokkurt slys hafi orðið að. Hefir þetta orðið.vatn á mylnu þeirra, sem amast við flugsamgöngpnum — og þeir eru margir, því að altaf er nóg til af þeim mönn- um, sem umfram alt vilja láta heiminn standa í stað. En í þessu sambandi er vert að hug- leiða, að allar vélar geta hilað. Teofani n u n n n n 20 stk. 1.25. - Seldar hvarvetna. Það munu engar skýrslur til um, hve oft vél stöðvast í is- lenskum bétum eða skipum, en engum hefir þó hugkvæmst að banna notkun vélþáta fyrir þær sakir. Engar skýrslur eru til um, hve margar bilanir urðu a bifreiðunum hér fyrsta kast- ið, og hversu þeim hefir fækk- að, eftir þvi sem bifreiðarnar fullkomnuðust. En skýrslur eru til um slys, sem hlotist hafa af bifreiðaakstri i ýmsum lönd- um, og samanburður við sams- konar skýrslur frá farþega- flugi stórþjóðanna hefir gefið sönnun fyrir, að færri slys hljótast tiltölulega af flugvél- unum. En rétt er að athuga, ávalt, þegar fregnir eru lesnar um flugslys, hverskonar flug um hafi verið að ræða, hvort bað hafi verið „sport"-flug eða farþegaflug, þvi þetta er sitt hvað. Þá vekur það óhug hjá mörg- um, að flugvélar hafi aðeins eina aflvél, og séu máttvana, ef hún bilar. Það er vitanlegt, að öryggi mundi aukast, ef hreyflarnir væru fleiri en einn. En á stuttum flugleiðum, þar sem örskamt er á milli lend- ingarstaða,þykir nægileg trygg- ing gegn slysum, að jafnan sé flogið svo hátt, að lendingar- stað verði náð á renniflugi. Flugvélar með tveimur og þremur hreyflum verða ávalt dýrari í rekstri en hinar, og yf- irburðir þeirra koma þá fyrst i ljós, er flogið er þar sem svo langt er á milli lendinga, að eigi sé hægt að ná lendingu á renniflugi hvar sem vélin er stödd. Hve hættulegt flugið sé, má best marka af skýrslum þeim, sem fyrir liggj a um erlend f ar- þegaflug. Ef eg man rétt, hefir eitt blaðið hér i bænum eigi alls fyrir löngu birt skýrslur um reynsíu Þjóðverja, og skulu þas.r tölur þvi ekki endurtekn- ar hér. Árin 1919—25 voru alls farnar rúmlega 27.000 flugferð- ir, með um 81.000 farþega, milli Englands og meginlandsborga Evrópu. Á öllum þessum ferð- um i þessi sjö ár urðu, segi og skrifa, sex Jlugslys, sem kost- uðu 13 manns lífið, þar af helmingur tvö fyrstu árin, en síðasta árið ekkert. Árið 1925 voru farnar 37.485 flugferðir á meginlandsleiðum og innan Bretlandseyja, með 80.571 far- þega, og flognar 1.031.000 ensk- ar milur, án þess að nokkurt flugslys yrði. — Lífshættan getur ekki orðið flugsamgöngum þrándur í götn héðan af. En öðru mali er að gegna um það, sem vikið var að í upphafi þessa máls: fjár- hagsatriðið. Það er dýrt að fljúga — ennþá. Bifreið, sem ber fimm farþega, kemst af með 20 hestafla hreyfil, „Súl- an", sem tekur 620 kg. flutn- ing, kemst ekki af með. minna en 320 hestafla hreyfil. Áð vísu fer hún fjórum sinnum hraðar en bifreiðum er leyft að fara hér á landi, en eldsneytiseyðsl- an er líka um líter á mínútu. Þó er þetta ekki aðalatriðið. Flughreyflar þurfa miklu ná- kvæmari gæslu en bifreiða- hreyf lar, — þeir eru undir stöð ugu eftirliti, og eftir hverra 100 stunda flug verður að taka þá sundur og hreinsaogathuganá- kvæmlega. Flugvélin sjálf kost- ar eins mikið og tíu bifreiðar og ending hennar er minni, því bifreiðarnar eru notaðar með- an hægt er að koma þeim á- fram með nokkru móti, en flugvélarnar hætta menn að nota, úndir eins og sýnt er að þær séu farnar að gangaúr sér. Verður því stofnkostnáður og fyrning .þeirra tilfinnanlegur baggi. Þá er vátrygging vél- anna há, t. d. mun vátrygeing- arkostnaður vélarinnar hérna vera nær fjórðungur af and- virði hennar, enda greiðir vá- tryggjandi kostnað við bilanir, sem fram koma. — Hvað flug- útgerðina hér snertir, þá verð- ur hún vitanlega dýrari en er- lendis, vegna þess í hve smáum 70 ára rpynsl* og vísindalegar rannsóknir trygfija gæSi kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er mikíu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. J?að marg borgar sig. f heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.