Vísir - 19.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1928, Blaðsíða 3
stíl hún er, og vegna þess, að allur kostnaður.verður meiri i byrjun. Nú er alt kapp lagt á, að gera flugið sem ódýrast, og miðar hugvitsmönnum vel áfram á þeirri braut. Hinar léttu vélar jneð styrklitlum hreyflum, eru altaf að fullkomnast, og mönn- um hefir tekist að gera vélar, sem lyft geta tvöfaldri þyngd sinni. Eftir þrjú til fimm ár má gera ráð fyrir, að afköst vél- anna hafi tvöfaldast frá því sem nú er, og kostnaður við flug lækkað að sama skapi. Það eru ekki nema tíu ár, síðan far- íð var fyrir alvöru að hugsa um að gera vélarnar að sam- göngutæki, og bæri þá nýrra við, ef þær ætti að vera þeim lögum háðar, að þær hættu alt i einu að fullkomnast. Þó er kostnaðurinn við að fljúga ekki meiri en svo, að oft getur fólki verið beinn sparnaður að því, að nota loft- leiðina i stað skipa, hesta eða bifreiða. Landferðalag héðan norður til Akureyrar verður t. ¦d. tvimælalaust dýrára en með flugvélum, þó ekki sé talinn timasparnaðurinn. Og póst- flutningur á hestum til fjar- lægra staða sömuleiðis. Samkepnin við bifreiðar á stuttum leiðum verður erfiðust. En menn gæta þess ekki, að þær samgöngur eru óbeinlínis studdar af rikisfé. Vegirnir, sem bifreiðarnar fara, kosta svo mikið fé, að ef bifreiðaeig- endurnir ættu að greiða lagn- ingar- og viðhaldskotstnað sjálfir, mundu bifreiðarnar ekki samkepnisfærar. Og þeg- ar þessa er gætt, mælir öll sanngirni með því, að ríkið styrki flugsamgöngurnar ríf- lega, þvi annars er þeim gert órétt til. Hvar mundu íslensk- ar samgöngur staddar, ef rikið hefði ekki Iagt miljón á mil- jón ofan fram, til þess að gera vegi og byggja brýr, og greiddi styrk sem nemur hundruðum þúsunda á ári, til strandferð- anna. Það mætti óefað nú þeg- ar vera hægt að koma á sæmi- legum flugferðum landshorn- anna á milli ¦— við mjög hóf- legu fargjaldi, — með styrk sem aðeins næmi litlu broti af þeim upphæðum. Sumir virðast vilja krefjast þess, að flugsamgöngur geti annað þungavöruflutningi fyr- ir sæmilegt verð; menn hafa talað um mjólkurflutninga austan úr Flóa og þess háttar. Þetta er ekki tímabært ennþá. Menn hafa ekki enn þá séð sér hag i því, að flytja rúgmjöl eða kol í pósti, en engum dett- ur i hug að amast við póstsam- göngum fyrir því. En flugsam- göngur hafa nægt verkefni fyr- ir því. Og meira verkefni hér en annarstaðar. Island er víðáttu- mikið og strjálbygt, og það er landinu um megn að tengja saman allar bygðir með járn- brautum og akvégum. Erfið- leikarnir eru svo miklir, að þjóðin hefir eigi að svo komnu séð aðra leið færa, til þess að koma sér upp járnbrautar- spotta milli höfuðstaðarins og þéttbýlustu sveitanna en þá, að fela það útlendingum og gefa þeim sérréttindi í staðinn. Hér á Islandi er aðstaðan alveg ein- stök að þessu leyti. Flugvélin er hið eina, sem komið getur samgöngunum i viðunanlegt horf í nálægri framtíð. Því hún er óháð vegum, brúm og stál- teinum. Veðrinu er hún háð, en það eru allir. Sk. Sk. Allsiierjarmótiö. 2. dagur Allsherjarmótsins var í gær, og var képt i þessum iþróttum: Langstökk. 1. varð Svein- björn Ingimundarson, stökk 6,55 m. (nýtt isl. met), 2. Reid- ar Sörensen 6,27 m., 3. Helgi Eiriksson 5,55 m. — Sveinbjörn stökk öll gild stökk sín yfir gamla metið og bar svo af keppinautum sínum, að segja má, að hann hafi staðið þeim langtum framar og að eins Sörensen komst þar með tærn- ar sem Sveinbjörn hafði hæl- ana - bókstaflega talað. Stökk- lengd Sveinbjörns byggist aðal- lega á því tvennu, hve góðri hæð hann nær í stökkið og sprettinum; kemur spretthraði hans honum að góðu haldi í þessari íþrótt umfram allar aðrar, enda er langstökk og spretthlaup þær tvær íþróttir, sem skyldastar eru og heppi- legast að sameina. Það er ætíð gleðilegur atburður, þegar met- in okkar mjakast eitthvað áfram; nógu langt eru þau samt á eftir metum stórþjóð- anna enn þá, en það eykur þó ánægjuna, þegar þau afrek eru unnin á þann hátt, að ekki er um neina tilviljun eða heppni að ræða, heldur byggjast á stöðugri þroskun og þjálfun líkamans. Það, hvað öll stökk Sveinbjörns voru jöfn, gefur góðar vonir um að hann teygi enn meira úr metinu, þvi það bendir á, að þetta séu meðal- stökklengdir hans nú. Hvað skyldi hann komast langt, ef hann næði sérstaklega góðu stökki? . - 5000 m. hlaup. 1. varð Geir Gígja á 16 mín! 30,4 sek., 2. Jón Þórðarson 16, 34,2, 3. Bjarni Ólafsson 16, 45. — Geir hljáp fyrstur alla leið og Jón Þórðar- son altaf næstur. Tíminn er all- góður, svo að aðeins tvisvar áður hefir verið hlaupið á betri tima hérlendis. Hástökk: 1. varð Helgi Ei- ríksson stökk 1.615 m., 2. Svein- björn Ingimundarson 1.59 m., 3. Reidar Sörensen 1.515 m. — Stökkvararnir voru ekki vel upplagðir i þetta skif ti og Helgi alveg óæfður; hafði ekki getað æft, vegna lasleika undanfarið. Kringlukast (beggja h. sam- anl.): 1. varð Þorgeir Jónsson, kastaði 64.43 m. (betri h. 35.50) 2. Ásgeir Einarsson 54.29 m., 3. Sigurjón Jónsson 50.44 m. — Þorgeir kastaði vel að vanda, en var þó ekki vel æfður nú; enda alllangt frá metum sín- um, bæði annarar og beggja h. ____________VIS t H____________ Motið heldur áfram i kveld, og verður þá kept i 800 m. hlaupi og reiptogi. D KDDl. 59286246 - 1. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík n st., Isaf. io, Akureyri io, SeySisf. g, Vest- mannaeyjum 8, Stykkishólmi 7, Elönduósi 7, Raufarhöfn 5, Hól- um í HornafirSi 9, Grindavík .11, Færeyjum 8, Julianehaab 6, Ang- magsalik 13, Jan Mayen 4, Hjalt- landi 9, Tynemouth 9 st. (Engin skeyti frá Khöfn). Mestur hiti hér í gær 16 st., minstur 9 st. Grunn læg$ fyrir sunnan land, hreyfist hægt austur eftir. Horfur: Suð- vesturland: í dag og nótt breyti- leg átt. VrSast suSvestan. Dálítil rigning. Faxaflói.: 1 dag og nótt hægviSri. Skúrir suhnan til. BreiÖafjörSur, VestfirSir, NorSur- land: í dag og nótt hægur austan og norSaustan. Þurt veSur. Norð- r.usturland: í dag og nótt austan átt. Þurt loft og dálítil rigning. Austfirðir og suSausturland: í dag og nótt hægur austan. Sum- staSar skúraleiSingar. Prófessor Ágúst H. Bjarnason var 17. þ. nii kjörinn háskóla- rektor næsta skólaár. Leikhúsið. „ÆfintýriS" verSur enn leikiS á morgun og aðgöngumiSar seldir viS lækkuSu verSi (alþýðusýn- ing). LeikiS var í gærkveldi við svo góða aSsókn, aS hvert sæti í húsinu var 'skipaS og urSu ýmsir frá aS hverfa. SíSustu hljómleikar Fritz Dietzmann og Folmer-Jen- sen verSa í Gamla Bio kl. 7% í kveld. Kemur öllum þeim, er á þá hafa hlýtt, saman um, ai5 þeir séu ágætir listamenn, sem verSskuldi mikla aösókn. VerSur þetta allra síSasta tækifæriS til aS hlusta á leik þeirra félaga, því aS þeir halda heimleiSis á íslandi annaS kveld. Aðalfundur Hins íslenska Bókmentafélags var haldinn 17. þ. m. aS kveldi. Stjórnin skýrSi frá gerSum félags- ins síSastliSiS ár. Nú eru í félaginu rúmlega 1700 félagar og höfSu 78 bætst viS á árinu. FélagiS gefur út á þessu ári: Skírni, Fornbréfa- safn, Annála og Safn til sögu ís- lands. HeiSursfélagi var kjörinn SigurSur Kristjánsson bóksali. Birt voru úrslit stjórnarkosningar cg höfSu þessir veriS endurkosn- ii : Dr. GuSmundur Finnbogason forseti, Matthías ÞórSarson vara- forseti og Dr. Hannes Þorsteins- son og SigurtSur Kristjánson. Sjómannafélag Reykjavíkur og Sjómannafélag HafnarfjarS- ar tilkynna: Samningar um kaup- greiSslur viS síldveiöar í sumar hafa strandaS, fyrir þá menn, sem, verSa á togurum og línubátum. —> Félögin auglýsa í dag aðvaranir til félaga sinna og annara verk- lýSsféiaga, aS ráöa sig ekki á nefnd skip, fyrr en samningar hafa tekist. tJtgerSarmenn hafa snúið sér til stjórnarinnar um sáttatil- Höfum fyrirliggjandi: Rúgrajöl og Hálfsigtimjöl fpá Aalbopg Ny Dampmölle. H, Benediktsson & Co. Sími 8 (fjópar línur). BARNAFATAVERSLUNIN Klapparstig 37. Sími 2035. Fjftlbrey(t úrval af barnanœr- t'atnaði, sérlega hentu^um fyrir sumarið. m sioniKK er vlnsælast. 4sgarðar. Fiöur njkomií. SÍMAR 15^1958 raun og hefir hún sett Georg ÓI- afsson bankastjóra til þess aS vera sáftasemjara í stað Björns ÞórSar- sonar, sem.nú er staddur erlendis. Brúarfoss var í Leith í gær á leiö hingaS. Hann mun hafa fariS þaSan í nótt. Fylla og óðinn komu úr Borgarnesi í nótt me8 ráSgjafarnefndina dansk-íslensku. S. R. F. f. heldur fund á fimtudagskveld kl. 8y2 í ISnó. Hæstaréttardómari Páll Einarsson flytur erindi um „Skrif Cleóphasar" (Postulasög- una, sem rituS hefir verið ósjálf- rátt). UmræSur verða á eftir. Reykvíkingur kemur út á morgun. Gjöf í samskotasjóS „Jóns Forseta" afhent Visi: kr. 886.25 Ir^ Leikfé- lagi Reykjavíkur; Áheit á StrandarMrkju, afh. Vísi: 2 kr. (gamalt áheit) frá P., 2 kr. frá konu í Grindavík, 10 kr. (upp í gamalt áheit) frá a.j. j? : Prinsessan sem er vinnukona. Trjáviður mannamatur, Fyrsta fjarsýnisstöð reist, Blóðhefnd á Korsíku, Fluga veldur dautSa, MatSurinn sem vildi i tugthúsið, Hvor verð- ur á undan til suÖurpólsins, Wilkins eða Byrd?, Gullstássi dreift um stræti, Samkepnis- grein um kvenfólkiS, SlysiS á Breiðamerkurjökli, Skradd- arinn sem skaut manninn, Kemur inflúensan til Reykja- víkur í sumar?, og margt fleira í „Reykvíking", sem kemur á morgun. Seldur frá Laugaveg 24 B og afgreiðsl- unni i Tjarnargötu, rétt hjá Herkastalanum. Há sölulaun og verðlaun fyrir þá sem selja 30. joíxxsaoíxscsooíxxiíseööaaöotisit Stór útsala í Lhiiris Sphé. 33»/0 2O'V0 og 10»/« afsláttur frá hinu lága vertSi á hinum ágætu hreinlæitis- vörum lyfjabúSarinnar, svo sem: Andlitscream, andlits- púSur, tannpasta, sápur, svampar, greiSur, burstár, kvastar, Cutex vörur, hár- vötn, ilmvötn frá kr. 1,00 0. m. fl. Komið og geriö góð innkaup. ;««oottíi!3ttn;;;s;:í>ts!3o«í5ííaGíí!SOí SfSOOÍSOÍSOOOOOSXSÍSíSOOOOOÍSOOOt Stört íírval af fataefnum fypipliggjandi, af öllum teg. Komið sem fyrst. Guðm. B. Vikar Sími 658 Laugaveg 2. XSOOOOOOOOÍXXXSOOÐOÐOOOOOQC

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.