Vísir - 20.06.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1928, Blaðsíða 3
V I S I fí niælti meS ö'ðrum manni, sejn ekki ev vitanlegt, að fullnægi því skil- yrði, sem deildin, með prófessor Sigurð Sivertsen fyrstan á blaði, bafði áður sett fyrir embættisveit- ingunni. Að vísu mun dócent Ás- jnundur Guðmundsson hafa lesið hebresku við Hafnarháskóla einn vetur, og tekið þar undirbúnings- próf í hebresku, svo kallað Hebra- jcuni, og sem allir þeir, er stunda guðfræöinám við þann skóla verða að taka á hinu fyrsta ári. En síra Sveinbjörn Högnason hefir ekki ednungis lokið því prófi, heldur las hann hebresku öll háskólaár sín og stundaði sérstaklega nám i því niáli við gamla testamentisskýr- ingar, bæði fyrir og eftir embætt- íspróf sitt. Enda mvm krafa deild- arinna'j;, sem hún setti fram í með- mælabréfinu, ekki hafa verið mið- uS við þá kunnáttu, sem þarf til þess að ná slíku undirbúnings- prófi, heldur miklu meiri. Það væri engin ástæða til þess að minnast á þetta mál, ef ætla mætti, að hér væri aðeins urn bráðabirgða setningu að ræða. En .eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá mun eiga að skipa mann þenn- an í embættið, án þess að veita fieirum kost á að sækja um það, og því síður að reyna sig með sam- kepnisprófi. Hvað er það, sem veldur því, að gengið er þegjandi og hljóðalaust fram hjá þeim jnanni, sem vitanlegt er, að er lærð- astur allra íslenskra manna í þess- um fræðum? Er það máske ekki lengur bráðnauðsynlegt (aldeles nödvendigt, eins og vottorðið seg- ir) að hafa sérstaka þekkingu í hebresku, til þess að geta kent gamla testamentisfræði ? Ætlar deildin ekki lengur að halda fast víð þá kröfu? Hafi slíkt verið álitið bráðnauðsynlegt 1925 og 1926, virðist mega ætla, að svo sé enn. Þó sú hafi reyndin orðið, að þessi virðulegi prófessor, ásamt nteðkennara sínum, hafi felt nið- ur það skilyrði, sem þeir fyrir ca. 3 árum settu fyrir því, að vei’ða kennari við deildina, og þeir sjálf- ir hafa ef til vill ekki ætlast til að yröi tekið alvarlega, þá er þó í íyrsta lagi víst, að þriðji kennar- inn, sem ritaði undir meðmælabréf- ið, meinti það, sem hann sagði, og mundi vissulega hafa verið maður til að standa við það þrem árum Munið a8 Thlele gleraugnaverslun er sú elsta hér á landi, a8 Thiele gleraugnaverslun er eina sérversl- unin hér á landi, a5 Thiele gleraugnaverslun er sú fullkomnasta ekki aBeins á islandi, heldur á öllum Norð- urlöndum, að Thiele gleraugnaverslun selur öilum þeim, ðem vilja vera ÖPuggir með að fá góð og rétt gleraugu, að Thiele gleraugnaverslun er í Bankastræti 4 og hvergi annarsstaðar. Munid þaðT siðar, og i öðru lagi virðist þessi framkoma deildarinnar mjög at- vglisverð, þegar þess er gætt, að þeir með margnefndu skjali ýta undir efnalítinn námsmann að eyða bæði tíma og peningum í dýrt nám erlendis, til þess að hann geti orðið við þeim kröfurn, er þeir þá setja, og hann býst við að gerð- ar verði. Hann mundi, ef þetta skilyrði hefði ekki verið sett fyrir því að verða kennari í þessum fræðum, hafa sest hér að sem prestur strax að afloknu embættis- prófi. Hann hafði enga ástæðu til þess þá, að ætla það, að próf. Sig. Sívertsen og próf. Magnús Jóns- son mundu ekki standa við það, er þeir segðu, heldur ganga frá sett- um skilyrðum. Verður það lítil hvatning ungum og áhugasömum mönnum, að leggja út í kostnaðar- samt nám, þegar efndir verða ekki á annan veg en hér er raun á orðin. En þó nú svo væri, að ekki væri lengur nein ástæða til að halda fast við margnefnt skilyrði fyrir em- bættinu, eða að hinn setti docent stæði jafnfætis síra Sveinbirni Högnasyni að þekkingu í þessum fræðum —, sem hann, samkvæmt því, sem stendur í Straumum, ekki gerir —, þá er samt framkoma deildarinnar nú í hæsta lagi ein- kennileg gagnvart síra Sveinbirni. Það mun venja við flesta háskóla eí embætti losnar, að -þá sé það auglýst laust til umsóknar. Sé einn umsækjandi, er honum, sé hann á- litinn hæfur, veitt em.bættið. Ef fleiri en einn sækja, og ekkert ákveðið sker strax úr á milli þeirra, er látið fram fara samkepn- ispróf. Þessa reglu hafði einmitt guðfræðideildin tekið upp. — 1927 fór fram samkepnispróf um do- centsembætti milli þriggja manna: Magnúsar Jónssonar prófessors, 1 ryggva Þórhallssonar forsætis- ráðherra og Ásmundar Guðinunds- sonar, nú setts docents. Eins og knnnugt er, hlaut Magnús Jóns- son embættið. Er nú athugandi: Var 1917 nokkuö meiri ástæða til þess að láta fara fram samkepn- ispróf en nú r' Siður en svo. Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra hafði þá verið settur dócent heilan vetur; hann hafði sjerstak- lega lagt stund á það, sem hann hafði kenslu i. Hann hafði með þessari kenslu hlotið æfingu. Hann hafði sömu próf og hinir aðrir um sækjendur. En þrátt fyrir það þó þarna væri fenginn hæfur maður, er embættið auglýst 'laust til unr sóknar og- látið fram fara saúv kepnispróf. Ef einhver þessara Ju-iggja manna hefði skárað fram úv eða haft „langmesta þekkingu allra íslenskra manna“ í því fagi, sem hann átti að kenna, þá mundi slíkt samkepnispróf væntanlega ekki hafa farið fram, heldur sá sem skaraði fram úr fengið em- bættið. Nú skera tveir kennarar úr um það, hver skuli fá embættið. Hversvegna veita þeir ekki þeim manni, sem þeir áður eru húnir að gefa mjeðmæli sín, möguleika á því að ná émbættinu með sant- kepnisprófi ? Þá hefði það komið í ljós, hvort hann var þess megn- ugur, að þreyta við ]>ann mann, sem deildarkennaramir nú hafa kjörið. Og það er víst mörgum ó- skiljanlegt, hvers vegna deildiu hefir hætt við þá sjálfsögðu reglu, "sem hún þegar hafði byrjað á, þá, að láta fram fara samkepnispróf um embættið. Eg fæ ekki séð, hvernig prófessorarnir Sig. Sivert- sen og Magnús Jónsson fara að verja framkomu sina i þessu máli gagnvart síra Sveinbirni og hvern- ig þeir skýra hina hreyttu afstöðu sína til skilyrðis þess, sem þeir fyrir skömmu álitu bráðnauðsyn- legt fyrir því að verða kennarar við guðfræðideildina. Það væri mjög hagalegt, en engan veginn óskiljanlegt, þó rektor magnificus Sigpirður Sívertsen gæti ekki sam- rýmt gerðir prófessorsins 1928 við gerðir deildarforsetans 1925. Að lokum rná geta þess, að framkoma prófessoranna er þeim mun einkennilegri þegar þcss er gætt, að einmitt á þeiin tíma, þeg- ar vinir og aðdáendur Haralds heitins Níelssonar keppast um að heiðra minningu hans, þá ákveða samkennarar hans að ganga fram hjá síra Sveinbirni Högnasyni þrátt fyrir það, þó að þeiht væri vitanlegt, að rófessor Haraldur heitinn Níelsson gerði ætíð ráð fyrir, að hann yrði næst, er em- bætti losnaði, kennari í gamla testamentisfræðum við guðfræði- deild háskólans. Garðar Þorsteinsson. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., ísafirði 9, Akúreyri 9, Seyðisfirði 6, Vest- mannaeyjum 9, Stykkishólmi 10, Blönduósi 7, Hólum i Hornafirði 9, Grindavík 12, (engin skeyti frá Raufarhöfn, Hjaltlandi og Kaup- mannahöfn), Færeyjum 9, Juliane- haab 13, Angmagsalik 6,'Jan May- en 1, Tynemouth 10 st. — Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 9 st. Úrkoma 7,5 mnv. — Kyrstæð lægð fyrir sunnan land. ANA kul á Halamiði. Þéttur ís út af Halan- um, virðist nálgast hægt, segir í skeyti frá Hannesi ráðherra. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: í dag og nótt hægviðri. Skýjað loft. Sumstaðar skúrir. Breiðafjörður, Vestfirðir: í dag og nótt hægur austan og norðaustan. Þurt veður. Norðurland, norðausturland, Aust- firðir: í dag og nótt hægur norðan og austan. Úrkomulítið. Sumstað- ar þoka. Suðausturland: í dag og nótt hægur austan. Skýjað loft. Víðast þurt. Sendiherra Breta í Kaupmannahöfn, Sir Thomas Hohler, fór frá Kaupmannahöfn á laugardaginn til Óslóar. Eftir skamma viðdvöl þar hélt hann norður til Niðaróss og þaðan á herskipinu „Adventure“ til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir, að sendiherrann verði um þriggja vikna tíma að heiman. Leikhúsið. „Æfintýrið“ verður leikið í kveld kl. 8. Alþýðusýning. íslandsglíman verður þreytt kl. 9 siðd. á sunnu- daginn kemur á íþróttavellinum. Þar keppir Þorgeir Jónsson.glimu- konungur Islands, Jörgen Þor- bergsson, S'gurður Thorarensen, sem vann Ármannsskjöldinn í vet- ur, Marinó Nordquist, glímukappi Vestfjarða og fjórir eða sex aðrir, svo að búast má við góðri skemt- un og miklu kappi. Er ekki að vita, hver sigra muni, þar sent svo margir afreksmenn eigast við. Oddfellowreglan í Danmörku á 50 ára afmæli 30. júní n. k. Fjórir menn fara héðan í dag áleiðis til Kaupmannahafn- ar til að taka þátt í hátíðahöldun- um af hálfu islenskra Oddfellowa. Þeir eru: Kl.' Jónsson f. ráðherra, G. Björnsson landlækuir, Brynj- úlfur Björnsson tannlæknir og Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður. Hafstein kom frá ísafirði í gær. Meðal farþega voru Jón A. Jónsson, al- þingismaður, Sigurður Kristjáns- son ritstjóri, Páll Jónsson lögfr, Jóhannes Stefánsson verslunarstj. og tvær dætur hans, Halldóra Jak- obsdóttir frá Ögri og Lúðvíg Kristjánsson skipstjóri. Dr. phil. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður, hefir verið sæmdur Kommandörkrossi danne- brogsorðunnar (2. fl.). Aðalfundur Eimskipafélags íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum næst- komandi laugardag. Ejúskapur. Síðastliðinn föstudag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Stein- unn Gissurardóttir, Bergþórugötu 17 hér í bænum, og Guömundur Jónsson frá Hvammi á Landi. Síra Bjarni Jónsson gaf þau saman. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Vestmanna- eyjum kl. 9 í gærmorgun. Goðafoss fór frá Hull í gær. Brúarfoss fór frá Leith í fyrra- dag. Selfoss var á Borðeyri í gær. Esja kom til Borgarfjarðar kl. 12 í gærkveldi. sem ætla að senda muni til sölu við komu ferðamannaskipanna, veiða að koma þeim áður en skip- in koma hingað. Meðan skipin standa við, er engum munum veitt móttaka. Ihsn rinn. Allsherjarmótið. í gærkveldi fór fram 800 metra hlaup. Öðrum íþróttum var frest- að vegna rigningar. Níu þátttaic- endur voru í hlaupinu. Fyrstur að marki var Geir Gígja (K. R.) á 2 mín. 5,4 sek. (ísl. met er 2 mín. 2,4 sek„ sett af sama manni í Kh. í fyrra). Annar var Stefán Bjarna- son (Á.) á 2 mín. 9,6 sek. Þriðji Þorbrandur Sigurðsson (K. R.) á 2 mín. 13,7 sek. 4. Jón Þórðarson (K. R.) 5. Þorsteinn Jósefsson (K. R.) 6. Jakob Sigurðsson (K. R.). í kveld kl. 8)4 verður kept í 1500 metra boðhlaupi, 200 metra hlaupi, 110 metra grindahlaupi, 5000 metra kappgöngu og kúlu- varpi. 40—50 manns fóru í sjó úti við Sundskála í gær. Vinningar íþróttafélaganna. Hér fer á eft-ir skrá yfir vinn- inga þá, sem íþróttafélögin hafa unni'ð á allsherjarmótinu fyrsta, annan og þriðja daginn: Á._____68 st. 78 st Gefj un, Laugaveg 45. (BúS Jóns Lúðvígssonar). Hvergl stœrra, fjöl- breyttara né ódýrara úrval af alinnlendum dúkum á elnum stað. Allir regnbogans litlr. Band og lopar fjölbreytt úrval. Komið í Gefjnn! Laugaveg 45. XXÍOOOCt XIOÍ St X X XX>Q;X5ÍXXXX}p« Sími 249 (2 línur). Reykjavik. Nidupsodid: Kjðt, Rjfipnabringur, 1. R. _ 5i)4st. 88)4 st. K. R. _ 47)4 st. 77)4 st. /. K. _ 3 st. 7 st. Stefnir 7 st. Félag Vestur-íslendinga heldur fund kl. 8)4 í 83 st. 88)4 st. 94)4 st. 7 st. 7 st. kveld í Bayjarhjúgur. Heppilegt í miSdegismatinn nú í kjfttleysinu. lOooooooGocoí ;í x ;< yoooooooooí Til leip eitt stórt herbergi í húsi mínu (á lofti) Laugaveg 65. Nokkur þægindi fylgja. Gunnar Sigurðsson. V O N. Þingholtsstræti 28, niðri. Mjög áríðandi, að allir félagar sækí fundinn. Útsala Gefjunar-klæðaverksmiðju er flutt úr Bankastræti 7 Laugaveg 45, búð Jóns Lúðvígs-' sonar, kaupmanns. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 50 kr. frá A. B., Í2 kr. (gamalt áheít) frá G. V., 5 kr. frá Ástu Hreins, 5 kr. frá Ó. S. S s«'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.