Vísir - 28.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR Nýkomið: Laukur í pokum. Ka.FtHflu.nij ®1. FyFirliggj andi: MILKA, VELMA hlð óvlðjafnanlega átsókkulaðl frá Suchard. A. Obenliaiipt, > jooooocooc; x x x kkxíooooowkxíoooöoogooí s< x ss soooooíxioo: d Síldarneta-slöogur fyrirliggjandi. Þdrður Sveinsson & Co. 5 lOOOOOOOÖOt X X X XJOOOOOOOO* JOOOOOOOOCÍ X X X ÍÖOttOOOOOCKXX i Brauð! Brauð! Ennþá eru brauðin á Berg- staðastræti 14 seld fyrir 60 aura, og send heim, ef óskað er. Sími 67. Símskeyti Ivliöfn, 27. júní. FB. Frá norðurförunum. Nýjar björgunartilraunir. Frá Stokkhólmi er símað: Stjórnin í Svíþjóð hefir sent af stað hvær flugvélar, sem eru þannig útbúnar, að þær geta lent á ís, til þess að reyn^ að bjarga Lundborg og félögum Nobile. Flugurnar voru sendar í gær, með járnbraut, til Nar- vik, en þaðan á skipi til Spitz- bergen. Ófriðarbannið. Orðsending Kelloggs. Frá London er símað: Kellogg, utanríkismálaráðberra Banda- ríkjanna, liefir sent stórveldun- um orðsendingu, sem miðar að því að gera áformaðan ófriðar- íbannssamning samrýmanlegan lögum þjóðabandalagsins, Lo- carno-samninginum og samn- ingum Frakklands við ýms ríki. Iíellogg leggur til, að í formála samningsins sé ákvæði um það, að samningsaðiljar sé leystir frá ófriðarbanninu gagnvart ríkjum, sem rjúfi samninginn. Khöfn, 28. júní, F. B. Útnefningarþing sérveldismanna. Frá Houston í Texas er síma‘8: .Flokksþing demokrata kom hér samatl í fyrradag, til þess að velja forsetaefni demokrata-flokksins. Menn búast alment vi'S því, að svo fari aS lokum, aS Albert Smith, ríkisstjóri í New York-ríki, verði útnefndur sem forsetaefni, en hins- vegar búist viS óvanalega löngum r.mræöum og mörgum atkvæöa- greiöslum, áSur en fullnaöarúrslit veröa kunn. Sfldarverðið. Fundur var baldinu hér í bænum í gærkveldi meðal síld- arútgerðarmanna til þess að ræða um útgerð „á' síld“ í sumar, sérstaklega með tilliti til bræðslu. Sóttu fundinn eigend- ur eða umráðamenn 20 síld- veiðiskipa, og þótti þeim litlar liorfur á, að úr útgerð gæti orð- ið að þessu sinni, ef ekki fengist fyrir síldina liærra verð en nú er boðið á Siglufirði, 7—8 kr. f>TÍr málið (135 kg. eða 150 lítra). Var málið rætt all-lengi, og voru menn mjög einbuga um það, að eigi væri gerlegt að sæta þeim kjörum um verð bræðslusíldar, sem áður voru ncfnd. Að lokum var samþykt tillaga í þá átt, að eigi skyldi liugsað til útgerðar í sumar, ef ekki fengist að minsta kosti 8 kr. fyrir hvert mál síldar, er af- lient væri i bræðslu á Siglufirði til 15. júlí, en eftir þann tíma og til loka ^síldveiðitímans yrði verðið ekki undir 9 kr. — Var kosin þriggja manna nefnd til þess að tilkynna síldarbræðslu- stöðvunum þessa ályktun fund- arins og reyna nýja samninga. I nefndinni eiga sæti þeir C. Proppé, Geir Sigurðsson og Ludvig C. Magnússon. Miklar líkur eru taldar til þess, að Vestfirðingar og Norðlendingar muni taka þátt í samtökunum. Heyrst befir og er baft fyrir satt, að Krossanesverksmiðjan og. bræðslustöðin á Önundar- firði muni greiða bærra verð fyrir síld í sumar, en nú er í boði á Siglufirði. — Verð það, sem þar er nú boðið, er og mun lægra en í fyrra. pá munu bafa verið greiddar 9—10 kr. fyrir livert mál síldar, svo að hér er um all-verulega lækkun að ræða. pegar á það er litið, að út- gerðarkostnaður Iiefir ekki lækkað síðan í fyrra, beldur þvert á móti hækkað á togur- unum, þá er eðlilegt, að útgerð- armenn sé ragir við að gera út á síldveiðar í sumar, því að með mun lægra verði en í fyrra var greitt, eru engar horfur taldar á því, að útgerðin geti borið sig. Takist ekki samningar á þeim grundvelli, sem lagður var á fundi útgerðarmanna í gær- kveldi, eru mestar borfur á, að ekkert þeirra skipa, er fund- armenn ráða yfir, verði gert út á síldveiðar í sumar. frá Mr-lsHiip. F.B. í júní. H eimf erðarmálið. Deilurnar um starf heimferöar- nefndar •ÞjóSræknisfélagsins halda afram í vestanblööunum. Nefndin Lirtir ávarp til Vestur-Íslendinga i Lögbergi þ. 31. maí og gerir grein fyrir starfi sínu og afstöSu sinni. HafSi nefndin komist aö þeirri niö- urstöSu, aö hún sæi sér ekki fært aS hafna þeim styrk, er Manitoba og Saskatchewanfylkin hafa lofaö, og um leiS „fórna öllum fram- kvæmdum, er fyrir nefndinni vaka‘". Nefndin getur því aö eins hafnaö þessari fjárveitingu, aö Vestur-íslendingar leggi sjálfir fram fé til aö annast nauösynleg útgjöld nefndarinnar, er nenii þeirri upphæö, sem aö ofan er nefnd (£ ó.ooo). -— Þessi ákvörS- un nefndarinnar leiddi tii þess, aö SigurSur Júl. Jóhannesson læknir sagöi sig úr nefndinni. Hefir lækn- irinn skrifaö langa grein um heim- ferSarmáliö og er hún birt í Lög- bergi. Þá birtir Lögberg bréf frá dr. Vilhjálmi Stefánssyni og svo til- lögu frá honum í sambandi viö heimförina. Kemst hann svo aS oröi: „Mér hefir veriS sagt, aS Vest- ur-íslendingar æ.tli sjálfir aS ann- ast auglýsingastarfsemi sína og rná vera, að slíkt kómi aS örlitlu haldi heima fyrir. En megináhersluna ætti aö leggja á auglýsingar út um allan heim. Ekkert mun*kveikja sterkari löngun hjá íslendingum yfirleitt til þess aS fara til íslands 1930; en aS hafa þaS á meövitund- inni, aS fjöldi af merku fólki ann- ara þjóöa myndi fára til íslands þá“. Telur hann aö um aö eins eina hagkvæma leiS sé aS ræöa, aö semja um auglýsingastarfsemi viö eitthvert hinna miklu flutningafé- laga, er shka starfsemi annast. En •bann getur þess og, aS slíka starf- semi heföi helst átt aö hefja fyrir misseri eöa ári síöan. Nú sé tíminn aö veröa of naumur, til þess aö hún komi aS verulegu gagni, nema þá aö hafist verSi handa þegar í staö. Greiðar samgöngur. ■ Súlan flaug til Vestmanna- eyja i gær og fór þaðan þrjár ferðir með farþega til Hollsóss undir Eyjafjöllum. Var bún 10 mínútur milli lands og Eyja og þótti það fljót ferð. Frú Dóra Sigurðsson syngur Schubertsöngva í Gamla Bió kl. 7y2 i kveld. Har- aldur Sigurðsson leikur á bljóð- færið. Leikhúsið. „Æ f i n t ý r i ð“ verður leik- ið annað kveld kl. 8 í síðasta sinn. Súlan flýgur til Isafjarðar kl. 9^/2 í fyrramálið. Tvö sæti laus. Félag ísl. prentsmiðjueigenda heldur aðalfund sinn á morg- un kl. 4 síðdegis á Hótel ísland. Silfurbrúðkaupsdag eiga i dag frú Valgerður og Björn Ölafs skipstjóri í Mýrar- húsum. Hjúskapur. Síðastl. þriðjudag voru gefin saman i hjónaband ungfrú Jón- ína Björnsdóttir og Benjamín Kristjánsson cand. theol. Síra Árni Sigurðsson gaf þau sam- an. Kennaraþing verður báð á Akureyri bráð- lega. pessir kennarar tóku sér fari norður á Goðafossi í gær: Svanliildur Jóhannesdóttir, Val- gerður Jensdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Svava pórólfs- dóttir, Viktoría Guðmundsdótt- ir, Rannveig porsteinsdóttir, Stefanía Ólafsdóttir, Rósa Hjör- var, Jónina Jónsdóttir, Áslaug Gunnlaugsdóttir, Helgi Hjörvar, Bjarni Bjarnason, Guðjón Guð- jónsson, Klemens Jónsson, ísak Jónsson, porsteinn Sigurðsson, Arngrímur Iíiástjánsson, Guðm. Gislason, Bjarni Jónsson, Pálmi Jósefsson. Esja kom í morgun úr bringferð. Dráttarbátur ' liafnaíinnar lagði af stað frá Kaupmannahöfn í morgun. E.s. Goðafoss fór béðan í gærkveldi kl. 6 vestur og norður um land til Akureyrar með fjölda farþega. Meðal þeirra voru: Jón Pálsson, Kristján A. Kristjánsson, Sig- tryggur porsteinsson, Eiður Kvaran, Guðrún Kristjánsdótt- ir, porbj. Kristjánsdóttir, Guð- rún Pétursdóttir, Soffía Jóhann- esdóttir, Margrét Benediktsdótt- ir, Elín Ágústsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir,. Vilbjálmur pór. og frú, Guðm. Skarpbéðinsson og frú, Albert Jónsson, Bjarni Arason, Benjamín Kristjánsson, Sigurjón Fjeldsted, Luther Saló- monsson, Marinó Pétursson, Sveinn Benediktsson, Brynjólf-' ur pórðarson, Sig. Haukdal, Sig. pórðarson, Valtýr H. Val- týsson, porkell Guðmundsson. Aflasala. Júpíter seldi ísfisksafla nýlega í Englandi fyrir 989 sterbngsjxl., en saltfisk fyrir 826 stpd. Belgaum er á útleið með saltfisk og isfisk. Skemtiskipið Calgaric kom hingað síðdegis í gær. Margir farþeganna komu á land í gærkveldi, og var mikil um- ferð bér á götunum fram eftir öllú kveldi. Veður var ágætt og fagurt sólarlag. p«)tti ferðafólk- inu fagurt um að litast og kvaðst ekki liafa búist við slíkri veðurblíðu. Sumir farþeganna fóru til pingva'iu i gaw. en aðr- ir fara í dag. Skipið fer héðan í kveld. ICappróður veröur háöur viö sundskálann í Örfirisey annaö kveld Id. 8, Keppendur eru skipverjar af skóla- •skipinu. „Nantucket“, sem nýkom- iS er hingaö frá Bandaríkjunum, og íslendingar. ÓráSiS er emi, hvort „Óöinsí‘-menn keppa eSa önnur góö bátshöfn, en skemtilegt veröur aS horfa á þenna kappróS- nr, vegna þess, aö hinir erlendu ræSarar eru sagSir þaulvanir, og mun mega læra margt af þeim. Nankinsföt. Besta tegund. Gott snið. Allar stæpðip fypip böpnog full- orðna. jtwiafd u ijlthátáf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.