Vísir - 29.06.1928, Síða 2

Vísir - 29.06.1928, Síða 2
VISIR Nýkomið: Laiikur í pokum. Kaptðflumj el. Nýkamíö j Baunir, Snittebaunir, Carot- ter, Champignons, Tomat pureé, Spinat, og Epla geleé. A. Obenlismpt. Ný uppskera. Nýjar ítalskar kartöflur komu nú meS síöasta skipi, og verða seldar í pokum og lausri vigt, sér- staklega ódýrar á þessum tíma árs- ins. Ton og Brokkustíg i. Símskeyti Ivhöfn, 28. júní. FB. Frá Nobile. — Nánari fregnir. Frá Rómaborg er simað: Nán- ari skýrsla hefir verið birt frá Nobile. Segir hann, að vólar- maðurinn, Pomalla, liafi meiðst, þegar gondóll loftskipsins rakst á ísinn. Pomalla andaðist skömmu síðar. Rétt á eftir að loftskipið sveif á brott frá Nobileflokknum, sást reykjar- mökkur mikill. Giskar Nobile á, að kviknað hafi í benzín- geymi loftskipsins. Pilsudski beiðist lausnar. Frá Varsjá er símað: Pilsud- ski hefir beðist lausnar frá því að vera forsætisráðherra, vegna beilsubrests. Hefir Bartel tekið við forsætisráðherraembættinu. Pilsudski verður áfram her- málaráðberra. Utan af landi. —o—- Akureyri, 28. júní, F. B. í fyrrakveld lagði KriStján Kristjánsson bifreiðarstjóri, á- samt tveimur aðstoðarmönnum, af stað héðan í gamalli Ford- bifreið, og komust lil Húsavik- ur. J^aðan í gær til Skútustaða við Mývatn, og komu aftur bingað kl. 21/* í nótt. Ferðin gekk vel. Er þetta í fyrsta skifti, sem þessi bifreiðarþraut er leyst. Akureyrarskþíin eru að búa sig á síldveiðar. Sjöstjarnan og Reginn eru farin. Síldarvart um allan sjó. Söngiix* frú Dóru Sigurðsson í Gamla Bíó í gærkveldi mun lengi verða minn- isstæður hinum mörgu, senr á hann hlýddu. Frúin hefir oft sungið vel áður hér í Reykjavík, en liklega aldrei eins vel og í gær. — Eg býst við, að margur hafi í byrjun söng- námsins haft hetra efni en hún, þegar tillit er tekið til raddarinnar sjálfrar, eu fáum tekst að ná því valdi yfir röddinni, sem frú Dóra hefir náð. Þó hefir tónn hennar stundum verið dálítið á reiki, ekki fullkomlega nógu skýr. I gær gætti þess þó ekki. En hún hefir í þess- stað fengið í vöggugjöf andlega sönggáfu svo næma, að manni er mikil gleði aÖ kynnast henni. Það er óhætt að segja, að frúin gefi manni sínum ekki eftir á ])ví sviði, og er ])á mikið sagt. ’ Frúin færðist mikið í fang, er hún, í minningu ioo ára dánaraf- mælis Schuberts, tókst á hendur að túlka sönglagaflokk Schuberts, ,,Die schöne Múllerin“, en eg hýst við, að hún hafi leyst af hendi hlutverk sitt eins vel og nokkur af aðdáendum hennar gerði sér i hug- arlund. Söngur hennar var í alla staði svo snildarlegur, að hann er einsdæmi í músíklífi Reykjavíkur. Henni tókst með sínum fágæta söng, að veita áheyrendum sínum músíknautn, sem sjaldfengin er leitendum hennar, — hvar sem vera skal (vil eg leyfa mér að segja). Frúin hefir með söng sínum í gær hafið mannsröddina til þeirrar virðingar meðal vor, sem henni ber, sainanliorið við önnur hljóðfæri í höndum hinna hestu manna, sem íbúar þessa bæjar hafa heyrt fyrr og síðar. En það skal þá einnig tekið fram, að þrátt fyrir vandann, sem verkefninu fylgdi, lágu öll þessi lög, 20 að tölu, prýðilega fyr- ir rödd hennar og skapgerð, eins og flest lög Schuberts (og Schu- manns) með allri sinni viðkvæmni. Það var einmitt líka þessi vandi, sem varð til ])ess að færa mönnum heim sanninn um gáfur frúarinnar, smekkvisi og kunnáttu í söng. In- tonation, andardráttur, samfeldni, hljóðbrigði, tempo, takt og áhersl- ur, alt var þetta gert af fullþrosk- uðuni skilningi, og alt var ]rað með einkennum hinnar sönnu listar. Á nokkrum (sárfáum) stöðum í enda setninga hefði frúin mátt hætta söngnum fyrr, —- draga sig í hlé fyrir millispili. Óhætt er að segja, að öll hafi lögin yerið jafn vel sungin, (þó voru þau ánægjuleg- ust, þar sent undirleikarinn lét á sér bera og þar sem hlutverk hans var vandasamast), og hins hesta samræmis gætti í framflutningi þeirra, og gaf söngkonan ekki eftir tónskáldinu að því leyti. Varð það til ])ess að gera sönginn enn áhrifa- meiri. Enn er sagan ekki nema hálf- sögð, þvi að Haraldur Sigurðsson er nú fyrst nefndur á nafn, en að segja sögu um hann er óþarft. — Söguna um hann kunna allir. Jón Halldórsson. Sænsk og íslensk leikfimi. -O— Athyglisverö ummæli. Svíar bafa lengi verið miklir íþróttamenn, og leikfimi þeirra er víða kunn. peir liafa þótt nokkuð fastheldnir við fornar venjur og eru ekki vanir að lilaupa eftir livers konar nýung- um, sem berast frá öðrum lönd- um. íþróttamaðurinn Ling, sem bæði var skáld og lærdómsmað- ur,- befir verið kallaður „faðir sænskrar leikfimi“.Við hann eru kendar liinar svo kölluðu „Ling- vikur“, en það eru íþróttamót, sem haldin bafa verið árlega um tíu ára skeið í Gautaborg. í fyrra var sérstaklega mikil viðböfn á Ling-mótinu þar, með því að þá voru 150 ár liðin frá fæðingu Lings. Komu þá til Gautaborgar íþróttafélög frá öllum Norður- löndum, þ. á. m. kvennaflokkur í. R. undir stjórn Björns Jak- obssonar. Hlaut bann binar ágætustu viðtökur, sem kunn- ugt er, og vakti á sér stórmikla atbygli. í vor var baldið Ling-mót í Gautaborg, og er frá þvi skýrt í 5. befti sænska tímaritsins „Tidskrift í Gymnastik“, en það er opinbert málgagn sænska leikl'imissambandsins og gefið út af félagi leikfimiskennara. Ritstjóri þess, Agne Hobn- ström, ritar um nytsemi þessara móta og segir, að margt liafi mátt læra af þeim, bæði nú og í fyrra, með því að þangað komi margir utanbæjar flokkar. „petta kom greinilegar í ljós en nokkru sinni áður,“ segir rit- stjórinn, „í Circus-sýningunum í fyrra og nú, þvi að þar mátti sjá framúrskarandi aðkomuflokka, sem margt mátti læra af. Sann- aðist það greinilega á síðasta móti. Jafnvægisgangurinn á þessu móti var til muna full- komnari en í fyrra, og má með mikilli vissu þakka það að nokk- uru leyti þeirri atliygli, sem jafnvægisgangur ísl. stúlkn- anna vakti bér í fyrra. Að þessu sinni reyndu tveir flokkar með nokkurum árangri að sýna jafnvægisæfingar á þverslá, en þær voru bið mikla aðdáunar- atriði i leikfimi ísl. kvenna bér í fyrra, og höfðu ekki sést liér áður.“ pessi ummæli eru augljós M n Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru komn- ar á markaðinn. þær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri liita en aðrar bifreiðaolíur. pessar olíur er hyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeiin eftir að liafa reynt þær á bifreiðurum og á efnarannsóknarstofum sínum. Jóh. Ólafsson & Co. Síml 584. Reykjavík. vottur þess, live leifkimiskerfi Björns Jakobssonar hefir vakið mikla athj7gli í Gautaborg í fyrra, þar sem saman var kom- ið úrval leikfimisflokka frá öll- um Norðurlöndum. Stfidenta-afmæll Brauð! Brauð! Ennþá eru brauðin á Berg- staðastræti 14 seld fyrir 60 aura, og send heim, ef óskað er. Sími 67. 50 ára stúdentar eru tveir á lífi, þeir prófessor Finnur Jónsson og Bjarni Jens- son, læknir, en látnir eru þess- ir: Sira Kjartan Einarsson. Geir T. Zoega rektor, Jóliannes Ól- afsson, sýslumaður, Páll Briem, amtmaður, Ásgeir Blöndal, læknir, síra Árni porsteinsson, síra Halldór porsteinsson og síra Eiríkur Gíslason, prófast- ur. 40 ára stúdentar eru þessir á lífi: Síra Bjarni Símónarson, Steingr. Jónsson, bæjarfógeti, Gísli ísleifsson, skrifstofustj,. Guðm. Jónsson, ibankagjaldkeri ísafirði, síra Ludvig Knudsen, Björgvin Vig- fússon, syslumaður, sira Bjarni Hjaltested, Jón porvaldsson, læknir, Ólafur Finsen, læknir, Jón Jónsson læknir. — Látnir eru þessir: Bjarni Jónsson frá Vogi, Valdemar Tborarensen, síra Hans Jónsson, Eiríkur S. Sverrisen, síra Emil Guðmunds- son, síra þorvarður Brynjólfs- son, Guðmundur Ásbjörnsson, fríkirkjuprestur og síra Eyjólf- ur Kolbeins Eyjólfsson. 25 ára stúdentar Bogi Brynjólfsson, sýslumaður. Geir G. Zoéga, vegamálastjóri. Georg Ólafsson, bankastjóri. Gísli Sveinsson, sýslumaður. Guðmundur Hannesson,. bæjar- fógeti. Guðmun'dur Ólafsson, bæsta- réttarmálaflm. IJaraldur Sigurðsson, verslunar- stjóri. Síra Jóhann Briem á Melslað. Konráð Stefánsson, kaupmaður. Lárus Sigurjónsson, cand.tbeol., búsettur í Cbicago. Ólafur iþorsteinsson, læknir, og Vigfús Einarsson, skrifstofu- stjóri. Látnir eru: Jónas Einarsson, cand. polit, að- stoðarmaður í íslenskustjórn- arskrifstofunni í Kaupmanna- böfn (dó 1914).. Guðmundur Vestmar, cand. phil., bókavörður á Akureyri (d. 1918). Jóbann G. Möllcr, kaupmaður á Sauðárkróki (d. 1927). 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins cnda er hann heimsfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Ilér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nolckur annar kaffibætir. Notið að eins V E R O. það marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.