Vísir - 05.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1928, Blaðsíða 2
lEftTCHBH I OlSEINI (( Nopegssaltpétiu*. Þeir, s m elga Noiregssaltpétur í pðntun isjá okkur. epu beðnii* að gera svo vel að taka hann hið fyrsta. Verður annavs seldur öðpura. Nýkomið: Ríó-kaffi ppima. A leiðinni: Hpísgrjón, Hrísmjöl. A. Obenhaupt. Símskeyti Khöfn 4. júlí. FB. Stefnuskrá þýsku stjórnarinn- ar nýju. Frá Berlín er símað: Her- mann Miiller, forseti hinnar nýju, þýsku samsteypustjórn- ar, hefir haldið stefnuskrár- ræðu sína í Ríkisþinginu. Sagði hann, að ríkisstjórnin ætlaði sér að vinna að því, að sem best samlyndi yrði á meðal þjóðanna, að almennri afvopn- un, heimköllun setuliðs banda- mannna úr Rínarbygðunum og að því, að endanlegar ákvarð- anir yrðu teknar um skaðabæt- ur til bandamanna. Nýtt farartæki. Frá Berlin er símað: Merk- ur þýskur visindamaður, Krug- genberger að nafni, hefir fund- ið upp nýtt samgöngutæki, alu- miniumvagna, sem hariga í stáltaugum í nokkurri hæð frá jörðu, en til þess að knýja vagnalestina áfram, verður loftskipsmótor með skrúfu. Ætlar hann, að hraði slíkra vagna geti orðið aít að því 360 kílóm. á klukkustund. Upp- fundningin þykir eftirtektar- verð. Khötn 5. júlí. Ffi. Herskipafloti Frakka. Frá Paris er simað: Frakkar hafa undanfarna daga haft mikla flotasýningu fyrir utan Le Havre. Áttatíu skip tóku þátt í æfingunum. Helmingur herskipanna hefir verið bygð- ur síðan 1918, í stað úreltra skipa. Floti Frakka hefir aldrei verið jafnöflugur sem nú. Utan af landi. —O—' SeySisfirði 4. júlí. FB. • Dánarfregn. Pétur Jóhanns- son, bóksali, andaðist aðfara- nótt mánudags, 63 ára gamall, eftir Iangvinna vanheilsu. Söngskemtun. Frú Lizzie Þórarinsson frá Halldórsstöð- um í Laxárdal, söng hér tvö kvöld, við góða aðsókn og tókst prýðilega. Ungfrú Þórunn Þór- arinsdóttir aðstoðaði. Starfsemi Rauöa krpssins. Rauðakross-systirin Rristín Thoroddsen, hélt 8 daga náms- skeið hér. Nemendur 23. Sundkensla stendur yfir. Kennari er Júlíus Magnússon, fimíeikakennari. Þátttakendur 40—50. » Knattspyrnufélag Eiðamanna og Huginn keptu hér i gær- kveldi. Höginn vann með 3:1. SíldveiÖar. Vélskipið Faxi veiddi í nótt 100 tunnur af síld i Norðfjarðarflóa. Nokkur síldarafli í lagnet. .. Þorskafli tregur undanfarið, vegna ógæfta og beituleysis. Norðanátt rikjandi. Köld veðrátta. Stórrigning 2 sólar- hringa, fyrir helgina. Þjórsá 5. júlí. FB. í gær rigndi austur á Rang- árvölíum og þar fyrir austan, en ekki hér i kring. Ekki kom- ið dropi úr lofti hér, að heitið geti, í langa tíð, og grasvexti lítið sem ekkert f arið fram. Sláttur ekki byrjaður hér nær- lendis, einstöku tún slæg, en flest illa sprottin. Harðbalatún afleit. Horfur um grasvöxt því afar slæmar. — Á Hellisheiði kom krapademba í gær. — Skeiðaáveitan langt of vatns- 'lítil í ár. Loknn Mentaskólans. Menn hafa ekki gengið þess duldir á undanförnum árum, að núverandi mentamálaráð- herra mundi vera lítill vinur Reykvíkínga. Árum saman hef- ir hann uppnefnt þá og svívirt í blaði sínu „Tímanum". Hann hefir kent þeim um alt eða flest, sem aflaga hefir farið í þjóðlífi voru, kallað þá menn- íngarlausan skríl, „Grimsby- lýð" og annað þess háttar. Sumir hafa þó ekki viljað leggja fullan trúnað á, að mað- urinn væri svo fjandsamlegur þessu bæjaffélagi, sem ætla hefði mátt eftir skrifum hans og framferði að dæma. — Skammirnar og níðið liafi vor- ___________VISIR___________ ið meiningarlaust glamur, og að maðurinn mundi ekki hugsa til neinna hermdarverka gegn Reykvíkinguni, þó að hann kæmist til einhverra valda, en nú þykir sýnt, að þessir menn hafi baft rangt fyrir sér. Valdaferill ráðherrans er ekkilangur, enn'sem komið er, en þó hefir hann sýnt svo greinilega, að ekki verður um deilt, að hugur hans er fullur fjandskapar og ósanngirni í garð bæjarbúa. — Á síðasta þingi lét bann flokk sinn sam- þykkja, alveg að nauðsynja- lausu, mikla og ósanngjarna hækkun á tekjuskattinum. Sú hækkun snertir ekki einn einasta bónda landsins, en kemur að langmestu leyti nið- ur .á Reykvikingum. — Þetta vissi ráðherrann og allur stjórnarflokkurinn. Hver ein- asti þingmaður vissi, að tekju- skattshækkuninni var ein- göngu 'stefnt gegn Reykviking- um og fáeinum mönnum og at- vinnnufyrirtækjum i öðrum kaupstöðum. Þá er það og mörgum vitan- legt, þó að ekkert hafi komið fram um það opinberlega, að á þingi í vetur voru mi-kil um- brot innan stjórnarflokksins um það, að skattleggja kaup- menn á nýjan leik, mjög gíf- urlega. Var víst talað um mörg hundruð króna árlegan skatt á hvern einasta kaupmann landsins, í viðbót við gjöld þau til almennra þarfa, sem af þeim eru tekin nú. Vitanlega hefði sá skattur orðið einna óbærilegastur mörgum smá- verslunum þessa bæjar, og má ætla, að núverandi kenslu- mála-ráðherra hefði ekki ver- ið það mjög á móti skapi, þó að þeir hefði ekki fengið röild við reist og orðið að gef ast upp. — En ekki varð þó neitt af ráðagerð þessari að sinni. Hin- ir gætnari menn og sanngjarn- ari í stjórnarliðinu, munu ekki hafa tekið í mál, að eiga neinn þátt í slíkri herferð. — Það er kunnugt, að ráðherr- ann hefir lengi séð ofsjónum yfir þvi, að Reykvíkingar skyldi eiga kost góðrar gagn- fræðakenslu handa böfnum sínum hér í „Menlaskólanum", að loknu barnaskólanámi. Hef- ir hann látið i veðri vaka, að hér væri um að ræða hlunn- indí, er Reykvikingar einir fengi notið, en vitanlega er það hin mesta fjarstæða. Skólinn hefir staðið öllum opinn, jafnt unglingum úr sveit sem öðr- um. Auðvitað hafa Reykvík- ingar staðið betur að vígi uni það en aðrir, að láta börn sín njóta fræðslu í skólanum, og liggja til þess eðlilegar ástæð- ur. Hefir ráðherrann margt sagt og þó fátt af viti eða sann- girni um/þetta mál á undan- förnum árum, og verður ekki nánara að því vikið hér. Hugðu margir það vera geðvonsku- raus eitt, sem engi alvara fylgdi. — Menn trúðu þvi ekki, að fjandskapur ráðherrans til Reykvíkinga væri í raun réttri svo magnaður,- að hann vildi vinna það til, að „stimpla" sjálfan sig sem einn hinn allra kargasta og liarðvít- Bpidge (íírginia - cigaretíur. eru kaldar, ljúffengar og særa ekki halsinn. Nýjar, fallegar myndip. Fást í flestum verslunum 01 bæjarins, í heildsölu hjá iliri Eifföpi Hafnarstræti 22. Sími 175. ugasta afturhalds-þjark í mentamálum þjóðarinnar, til þess eins, að geta náð sér niðri á þeim og svift mikinn hlut barna þeirra nauðsynlegri gagnfræðamentun, sem öllum hafði verið heimil og frjáls um tvo tugi ára. Þetta hefir þó ráðherrann gert. Hann hefir látið svo um mælt, og mun ætla sér að standa við það, að ekki skuli nema 21 eða 25 nemendur, i hæsta lagi, teknir í 1. bekk „Mentaskólans" á hausti kom- anda. Nálega helmingi þeirra unglinga, sem stóðust inntöku- próf í vor, er vísað á dyr. Og þeim er ekki vísað í neinn ann- an skóla, er veiti þeim jafn- góða fræðslu og veitt er í gagn- fræðadeild „Mentaskólans". Öll viðleitni þjóðarinnar, að þvi er tekur til mentamálanna, hefir hnigið að því hingað til, að reyna að auka mentun landsmanna.Núverandikenslu- málaráðherra er einn um það, að hafa stigið stórt spor aftur á bak. — Enginn annar íslensk- ur ráðherra hefir lagt stein í götu hinnar almennu fræðslu' i landinu. Jafnvel íhaldsmenn, sem hvervetna þykja litlir vin- ir almennrar mentunar og menningar, hafa ekki gert það. Núverandi kenslumálaráð- herra hefir mjog fjargviðrast út af því, sem kúnnugt er, að árleg stúdentaviðkoma Jiér á landi væri langt of mikil. Það getur vel verið, að hún sé það. — Ætla má, að ráðherrann hafi fullan vilja á því, að koma í veg fyrir, að stúdentum f jölgi enn árlega. En hann fer mjög undarlega að því, að koma í veg fyrir f jölgunina. Hann ger- ir það með þeim hætti, að setja á laggirnar „stúdenta-smiðju" norður á Akureyri. Má gera ráð fyrir, að stúdenta-viðkoman aukist um þriðjung árlega við þær ráðstafanir. — Þessa er hér getið til þess að sýna fram á samkvæmnina í orðum og at- höfnum ráðherrans. Á síðasta þingi voru sett lög um „bráðabirgða-ungmenna- fræðslu í Reykjavík". Gert er ráð fyrir, að þetta sé tveggja ára Skóli og standi kensla frá 1. okt. til 1. mai ár hvert. Er því aiigljóst, að sá skóli getur á engan hátt komið í stað gagn- fræðadeildar „Mentaskólans". — Skóli þessi er húsnæðislaus og allslaus, og verður að hrekj- ast milli skólahúsa þeirra, sem fyrir eru. Haft er eftir kenslu- málaráðherra, að „bráðabirgða fræðsluskólanum" verði aðein- hverju eða miklu leyti ætlað rúm í Mentaskólahúsinu, en þrengslin þar hefir þó sami ráðherra talið eina ástæðuna fyrir því, að takmarka beri tölu nemandanna. — Skóla- stjóri við þenna væntanlega skóla hefir nú verið ráðinn síra Ingimar Jónsson frá Mosfelli, er láta varð af embætti í vor sakir heilsubrests. Það mun sjálfsagt eins dæmi, að nokkur stjórn hafi tekið sér fyrir hendur, að verja ríkis- skólana fyrir aðsókn námfúsra unglinga. — Þetta hefir þó hent núverandi ríkisstjórn, enda mun lengi til hennar vitnað, er rætt verður um afturhald í mentamálum, ofríki og rangs- leitni. Flotaaukning Frakka. Frakkar biðu allmikið her- skipatjón á heimsstyrjaldar- árunum. Herskipastóll Frakk- lands var af breskum flota- fræðingum talinn í heldur slæmu ásigkomulagi í ófriðar- byrjun, og ófriðarárin var ekk- ert hægt að vinna að endurbót- um á skipum eða smíða ný skip. Hector C. Bywater, flotamála- fræðingur breska blaðsins Daily Telegraph ætlar, að árið 1919 hefði floti Frakklands gert lítið betur en að hafa í fullu tré við flota Italíu. Ætlar Mr. Bywater, að þá hefði Frakkland alls ekki getáð varið verslunarleiðirnar til nýlendnarina í ófriði, upp á eigin spýtur. petta var og Frökkum sjálfum ljóst, og í janúarmánuði 1920 lagði Geor- ges Leygues, flotamálaráð- herra, fram tillögur sínar um , aukningu herskipaflotans. Sam- kvæmt tillögum hans átti að smíða á allmörgum árum alk 128 herskip, alls ca. 300,000 tonn að stærð. Átti að smíða 9 beitiskip allstór, 21 smærri, 36 tundurspilla, 55 kafbáta, tvö stöðvarskip fyrir flugvélar o. s. frv. Skipásmíðum þessum áttí að vera lokið 1932. Þessar til- lögur náðu samþykt, og hefír stöðuglega verið unnið að skipa- smíðunum síðan. Ljúka breskir flotasérfræðingar miklu lofs- orði á hin nýju skip. Síðast liðið ár var 25 nýjum herskipum hleypt af stokkunum í Frakk- landi, hafin smiði á 24 til og samþykt f járveiting til 19 nýrra herskipa. prjú af þessum níu beitiskipum, sem ráðgert er að smíða, eru komin á flot. Þau eru 8000 tonn hvert. Fjögur 10000 tonna beitiskip eru langt komin, og smiði tveggja beiti- skipa af sömu stærð er um Það bil hafin. Öll nýju skipin eru send í langferðir til reynslu og til þess a'ð sýna öðrum þjóðum, að Frakkland er af tur að f ærast í aukana sem, flotaveldi. Nýju skipin hafa verið þrautreynd í öllum veðrum i Atlantshafinu, Miðjarðarhafinu, Norðursjón- um o. s. frv. Hafa þau reynst ágætlega og allur útbúnaður, enda á allan hátt til skipanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.