Vísir - 07.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1928, Blaðsíða 2
VISIR ))HaTHaM&OisEMÍ Möfum til: Umbndapappír í rnllni 20, 40, 57 em. Nýkomid: Rió-kaffi prima. A leiðinni: Hrísgrjón, Hpfsmjöl. A. Obenliaupt. G. M.C. (General Motors Truck). f^SSflToVOOTTIÍ^ :^;Kr7l3»5Ö7oo' G. M. C. vörubíllinn er me8 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, Jofthreinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn í vélina, loft- ræstingu i krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- oliunni i vélinni mátulega kaldri og dregur gas og sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki olíuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óbilandi. Hvalbakur aftan við vélarhúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlíf framan við vatnskassann til að verja skemd- ym við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund í ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á hverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubíll, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met í bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú lielming allra bifreiða í veröld- inni. Pantið í tíma, því nú er ekki eftir neinu að bíða. Öll varastylcki fyrirliggjandi og kosta ekki meira en í Chev- rolet. Sími 584. Sími 584. Jóbu Ólafsson & Go, Rey^javík. Umboðsm General Motors bíla. Strákaðall (icolcos) 5” nokkrar rúllur fyrirliggjandi. Þörður Sveinssoo & Co Símskeyti —o— Khöfn 6. júlí. FB. Samvinnutilraunir vinnuveit- anda og’ verkamanna í Bret- landi. Frá Lóndon er simað: Full- trúar verkamanna og atvinnu- rekenda, sem hafa verið að leitast við að finna grundvöll til tryggingar iðn.aðarfriðin- um, hafa samþykt tillögur um iðnaðarráð, sem verkamenn og atvinnurekendur eigi fulltrúa i. Aðalhlutverk iðnaðarráðsins verður að reyna að koma i veg fyrir vinnudeilur, og að vinna að iðnaðarframförum. Löwenstein auðmaður bíður bana. Frá London er símað: Belg- iski auðmaðurinn Löwenstein datt úr flugvél, sém var á leið }Tir Ermarsund, og fórst. peg- ar er andlát lians fregnaðist, varð mikið verðfall á hluta- bréfum ýmissa mikilia iðnað- arfyrirtækja í Evrópu og Ame- ríku, sem Löwenstein var við riðinn. Stjórnarskifti í Grikklandi. • Frá Aþenuborg er símað: Deila er upp komin á milli Venizelosar og Káphandarisar viðvíkjandi fjármálum, og lief- ir deilan orsakað fall Zaimis- stjórnarinnar. Venizelos hefir myndað stjórn og liefir hann ákveðið að rjúfa þingið. Frá Júgóslavíu. Frá Belgrad er símað: Stjórn- in í Júgóslavíu Iiefir beðist lausnar vegna deilunnar á milli Serba og Króata. Er talið nauðsynlegt að mynda sam- steypustjórn, sem reyni að jafna sundurlyndið á milli Serba og Króata, en hinsvegar talið vafalaust, að myndun nýrrar stjórnar muni ganga erfiðlega. Utan af landi. Hvanneyri G. júlí. FB. Skúrir hafa komið til og frá í héraðinu og farið misjafnt yfir, en er þó til bóta. Menn eru alment byrjaðir að slá. Af- ar illa sprottið á harðvellistún- um. Útjörð illa sprottin. Flæði- erigjar upp undir meðallag. fláskólanám íslendinga erlendis. A meðan að íslenskir stúdent- ar nutu námstyrks þess i Kaup- mannahöfn, sem kallaður var „Garð-styrkur“, þurfti fátækt ekki að jafnaði að hamla þeim að leita þangað til náms. En síðan Garðstyrkurinn var af- numinn, hafa fáir efni á að stunda liáskólanám erlendis, nema þeim komi opinber styrkur, en hann er að eins veiltur fjórum mönnum á ári og til fjögra ára, en að jafnaði muini npkkuru fleiri sækja. Þeir munu oftast sitja fyrir þessum stvrk, sem reynst hafa bestir námsmenn liér í Menta- skólanum, og virðist það ekki nemá sanngjarnt, en vel mætti þeir menn koma til greina, sem reynst liafa framúrskar- andi í einhverri einni grein, þó að þeir liafi ekki verið sérleg'- ir námsmenn að öðru leyti. Má og vera, að það hafi stund- um ráðið vali þeirra, sem fengið liafa utanfararstyrk. Aulc þeirra, sem þessa styrks liafa notið, iiafa fáeinir feng- ið hjálp vina eða vandamanna til liáskólanáms erlendis. Námið hafa þeir einkum stundað i Noregi, Þýskalandi og Frakklandi, og enn helst „stúdenta-nýlenda“ í Ivaup- mannahöfn, þó að hún sé nú svipur lijá sjón á móts við það, sem áður var. í tilkynningu þeirri, sem nýlega birtist í dagblöðunum frá hinu nýskxpaða menta- málaráði, er þess getið, liverj- ar námsgreinir þeir ætli að stunda, sem fengið liafa utan- fararstyrk að þessu sinni. Um- sækjendur geta þess, þegar þeir beiðast utanfararstyrks- ins, hvað og livar þeir ætli að nema, en mentamálaráðið mun engin afskifti liafa af því. En ef litið er á þörf landsins eina, þá virðist svo, sem ekki sé brýn þörf á lærðum mönnum í sumum þeim greinum, sem sumir þessir menn ætla að stunda, og ekki sérlega líklegt, að þeir eigi kost á sæmilegri atvinnu hér að loknu námi. „Þeir um það!“ kulma ein- hverjir að segja, „eða á menta- málaráð að segja við umsækj- anda, sem vill lesa heimspeki, að hann geti fengið styrk til náms í verkfræði, eða við sagnfræða-nema, að hann geti fengið styrlc til stærðfræði- náms?“ Nei! Eg verð að játa, að þetta vakir ekki fyrir mér. En liitt teldi eg rnjög æskilegt, að mentamálaráðið gerði sér Ijósa grein fvrir, hverskonar lærdómsmanna vér þörfnumst lielst, ög gerði það síðan upp- skátt árlega, l. d. á miðjum vetri, að það teldi æskilegt, að styrkja menn til þessa náms eða liins. Ef engir efnilegir menn gæfi sig fram, yrði styrkurinn auðvitað ekki veitt- ur, og gengi þá eftir sem áð- ur til þeirra, sem sjálfir veldi sér viðfangsefni. Enn er eitt í þessu utanfara- máli, sem mér virðist að betur mætti fara. Nú er stúdenli ein- um veittur styrkur til þess að nema ensku í ‘París, og um annan stúdent veit eg, sem stundar enskunám í Hafnar- lxáskóla. Eg efa ekki ágæta kenslu í ensku í þessum skól- uin, en hitt er víst, að ensku- nám yrði auðveldara og eðli- legra i einhverjum enskum háskóla. Hvers vegna leita menri þá út fyrir England til ensku- náms? Eg hygg, að til þess liggi einkum tvær ástæður. Önnur mun vera sú, að nám sé nokkuru dýrara i Englandi en þeim löndum, sem nú voru nefnd, en tæplega skiftir það mjög' miklu máli. Hitt er þyngra á metunum, ef satt er, að islenskir stúdentar geti ekki náð liáskólavist i Kng- landi, nema þeir gangi þar undir inntökupróf, sem seinka mundi námi þeirra um eitt ár, og liafa hlutfallslega aukinn kostnað í för með sér. Mér virðist óliklegt að ó- reyndu, að ekki megi kippa þessu í lag, ef rétt væri að far- ið, það er, ef stjórn landsins leitaði alvarlega fyrir sér um þetta málefni við enska eða skotska liáskóla. Eg liefi átt tal um þetta við enskan liá- skólakennara, sem hér var á ferð nýlega, og taldi hann sennilegt, að ná mætti sam- komulagi um þetta, og ef til vill gæti stúdentaskifti komið til mála, því að íslensk fræði eru kend í sumum liáskólum Bretlands. 1 öðru lagi mætti grenslast eftir, liver þau skil- yrði væri, sem þyrfti að full- nægja til þess, að islenskum stúdentum veittist aðgangur að breskum liáskólum. Má ætla, að þeim væri ekki ókleift að fullnægja þeim með sérstöku námi liér lieima, annað livort síðasta vetur sinn í Mentaskól- anum eða með framhaldsnámi einn vetur hér heima, að loknu stúdentsprófi, sem orðið gæti þeim þó ódýrara en utanför í þvi skyni. Skifti íslendinga og Breta aukast með ári liverju, og þeg- ar af þeirri ástæðu einni væri mjög æskilegt, að íslendingar stunduðu nám i Bretlandi. Ilitt er og alkunnugt, að Bretar liafa reynst íslendingum á- gætavel á margan liátt, og veit eg, að margir eru inér sammála um, að þaðan gæti oss borist liin liollustu áhrif. Má og ætla, að góðir íslendingar virðist Bretuin vel, því að þeir eru öllu líkari að skapferli en flest- ar aðrar þjóðir. Academicus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.