Vísir - 10.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) Hhtmm a Olsbni f Höfum til: þakjárn nr. 24 og 26 bárótt og slétt, þakpappa, þaksan Nýkomið: Alpacca teskeiðar, plettskeiðar, — borðhnifar. Aluminium matskelðar, teskeiðar, gafflar — borðbnifar. A. Obeulx&upt, Símskeyti —0— Khöfn, 9. júlí. F. B. Skip ferst. 286 menn farast. Flutningaskip, sem var eign stjórnarinnar í Chile, rakst á sker og sökk við strendur Chile. Ofviðri var á, er slysið varð. Að- eins fjórir björguðust af 290 mönnum sem á skipinu voru. Af þeirri tölu voru 80 farþegar, aðallega verkamcnn og fjöl- skyldur þeirra. Fundnar olíulindir. Frá Moskwa er símað: Mikl- ar oliulindir hafa fundist á Sali- kalineyju. Lindirnar kváðu vera ekki minni en Bakulindirnar. (Árið 1912 voru tekin 7,600 milj. kg. af olíu úr Bakulindun- um í Kákasus, sem eru nafn- kunnar frá elstu tímum). Heimsmet í þolflugi. Frá Berlín er símað: ]?jóð- verjamir Ristic og Zimmer- mann hafa flogið hvíldarlaust í 65 klukkustundir og þar með sett heimsmet í þolflugi. Aftupföp. —o— Það mun liafa verið auglýst í blöðunum ekki alls fyrir löngu, að ekki yrði sent lieim til gjaldenda eftir útsvörum þeirra, nema því aðeins að til lögtaks kæmi. Þetta Iilýtur að þýða það, að innheimtumenn bæjargjaldanna hafi verið látnir hætta störfum. Bæjai*- sjóður mun nú hafa í þjónustu sinni sérstakan .mann, er ann- ast öll lögtök fju-ir hans hönd. — Það er vafalaust ágætt og heppilega ráðið, að láta sér- stakan mann sinna lögtökum fyrir bæjarins hönd, því að oft hefir að sögn orðið mikill dráttpr á því, að lögtök þau, MaOOOOOOOCXXXXNXaQOOQQQOCXM -- Síml 542. MXXMXXXXXXXXXXMXXXXMXMXXM er bærinn hefir óskað eftir, væri framkvæmd. Er jafnvel mælt, að bærinn liafi stundum beðið fjármunalegt tjón af þeim sökum. — En eg fæ ekki séð, að liinn sérstaki lögtaks- maður geri innheimtumennina óþarfa, þvi að væntanlega er ekki meiningin sú, að lögtak verði látið fram fara þegar að gjalddaga liðnum. — Bæjar- sjóður verður að beita lögtök- unum með skynsemd og var- úð, án þess þó að liann láti kröfur sínar á hendur gjald- endum ónýtast fyrir þær sak- ir. — Innheimtumenn bæjar- gjaldanna voru hinir þörfustu menn, og er enginn vafi á því, að þeir náðu oft með lagi og lipurð útsvörum lijá sumum gjaldendum, sem ekkert liefði fengist hjá með lögtaki. — Þeir gengu til manna, er þeir vissu að þeir höfðu helst aura ráð, og þeir voru við margra ára kvnni orðnir býsna „lyktnæm- ir“ á það, hvenær helst væri ráðlegt að koma til liinna ýmsu gjaldenda i rukkunar-erind- um. — Eg verð því að telja það mjög illa farið, ef þeir liafa verið látnir hætta störfum. Sú sparnaðar-ráðstöfun er að minsta kosti mjög vafasöm, og líkurnar benda i raun réttri allar í þá átt, að bæjarsjóður bíði tjón af breytingunni. — Eg vildi því eindregið mælast til þess, að bærinn léti inn- heimtumenn sína sækja út- svörin til gjaldenda, svo sem verið hefir að undanförnu. — Lögtaksmaðurinn mun hafa nóg að gera fyrir þvi. Hann tekur þá við, þar sem inn- heimtumennirnir gefast upp eða telja vonlitið, að þeir fái nokkuð að gert. Borgari. i Kappleikurinn í gær. Skotar sigra K. R. með 2 :1. —o— Mikill mannfjöldi.hafði safn- ast sanian suður á Iþróttavelli í gærkveldi til þess að horfa á 1. kappleikinn milli skosku stúdentanna og íslendinga, og er óhætt að segja, að ef leiðin- legt slys hefði ekki viljað til, þá liefðu m'enn farið hinir ánægðustu af vellinum. En þrátt fyrir hið liraparlega ó- happ, að markvörður K. R., Sigurjón Pétursson, fótbrotn- aði, þá voru menn mjög ánægðir með leikinn. Um slys- ið sjálft er það að segja, að engum einum verður um það kent. Skotarnir eru leiknir knatt- spyrnumenn og liprir, snarir í snúningum þegar á reynir, en fara sér annars að engu óðs- lega heldur nota léttan og lið- ugan samleik. Á þessu sviði báru þeir af K. R. mönnum, sem gerðu sér oft sýnilega of erfitt fyrir. Annars stóðu Iv. R. menn sig vel og vörðu prýði- lega sóma sinn og íslenskra knattspyrnumanna. Skotarnir voru mjög ánægðir yfir fram- komu og leik andstæðinga sinna og yfir hinni föstu og röggsamlegu stjórn dómarans, Axels Andréssonar. 1. húlfleikur: 0:1. Vindur er töluverður og gætir hans mikið í leiknum í 1. liálfleik. Leikurinn liggur mikið á K. R., enda lxafa Skot- ar vindinn með sér. Miðfram- herji Skota, A. B. Elder, skýt- ur fyrstur á mark Iijá K. R., en Sigurjón nær knettinum með fætirium. Horn hjá Iv. R., vindurinn feykir knettinum inn fyrir úr hornsparki. Kl. 8,38, þegar 5 mínútur e,ru af leik, nær Guðjón Ólafsson knettinum, en skýtur vinstra megin við mark Skotanna. Nú hefja Skotar mikla sókn. Mest her á Nicholson, senx er inn- framherji liægra megin í liði Skota. Kl. 8,42 leggur liann knöttinn fyrir mark, en Elder nær honum ekki. Rétt á eftir kemst Elder aftur í færi, en skallar út. Borland og Steele komast báðir í stutt skotfæri, en vindurinn lyftir knettinum yfir markið. Kl. 8,50 brýst Guðjón Ólafs- son í gegn með öflugum stuðn- ingi Þorsteins Einarssonar og miðvarða K. R., en bakverðir Skotanna standa eins og klett- ar úr liafinu og áhlaupið fer út um þúfur. Nú gengur á ýmsu, Skotar komast oft í færi, en skjóta of hátt. Sigurjón ver markið af hinni mestu lmgprýði. Kl. 9,05 nær Jón óddsson ekki valdi á knettinum áður en liann sparkar, svo að knötturinn fer beint fyrir mark hjá K. R., en Sigurjón bjargar í svip. Á sömu mínútu nær Nicholson knettinum og skorar hörðu vinstrifótar skoti skáhalt í mark. Iv. R. herðir sig og Þor- steinn Einarsson brýst í gegn- um varnarlið Skotanna, en missir knöttinn í greiparnar á Swastika 24 Stk. Fást hvarvetna. 1 króna. markverði, .T. C. Blair, sem hlaupið hefir fram úr mark- inu. Aftur gengur á ýmsu. K. R. gerir upphlaup, en Guð- jón Ólafsson skallar of laust fyrir framan mark, svo að knötturinn fer út fvrir. Það er byrjað að lygna og leikurinn fjörgast með hverri mínútu sem líður. 2. hálfleikur: 1:1. Nú taka vinstri framherjar Skota að sækja á fyrir alvöru. Allan þennan hálfleik ber mest á Mac Farlane og J. Devlin, sem er ákaflega lítill en eld- siiar og liðugur í öllum lireyf- ingum. Nú reynir meira á varnarlið Skota, en það virð- ist vera í lagi og hrindir af sér öllum áhlaupum. Minna ber á Nieholson, enda sveima þeir Þorsteinn Einarsson og Kristján Gestsson sífelt í kring- um liann. Þegar 12 mínútur eru liðnar af hálfleiknum, vill það til, að framherjar Skotanna eru í beinni línu á harða stökki upp að marki K. R. og markmað- urinn hleypur fram til þess að afstýra liættunni. Líklega hef- ir hann ekki tekið eftir því, að annar bakvörður K. R. hefir einnig séð hættuna og hleypur skálhalt á hann. Þeir rekast lirottalega á, og á sömu sek- úndu her Skotana að, svo að úr verður einhver Ijótasti árekstur, sem sést hefir hér á vellinum. Markvörðurinn ligg- ur eftir á vellinum en bak- vörðurinn og Skotinn fleygj- ast báðir lang't áfram og skella flatir. Dómari rýfur leikinn. Hér er alvara á ferðum, því að Sigurjón liafði fótbrotnað í árekstrinum. Hann og bak- vörðurinn, sem einnig var tals- vert marinn, eru færðir út, en varamenn koma í þeirra stað. Leikurinn heldur áfram. Tveim mínútum eftir að leik- urinn byrjar aftur, leggur Elder knöttinn alveg fyrir mark hjá K. R. og Mac Farlane skorar mark. Standa þá leikar þannig, að Skotar hafa 2:0. K. R. gerir nú hverja sóknina annari liarðari á Skota, en Blair bjargar í hvert skifti sem framherjar K. R. komast í skotfæri. Iv. R. fær fríspark, en Blair nær knettinum, sem Guð- jón Ólafsson sparkar heint á mark. Eru nú að eins 6 mín- útur eftir af leiknum. En K. R. herðir sig enn betur og eftir ágætt upplilaup með fallegum samleik kemst Hans Kragh í færi og skorar mark. En nú er leikurinn senn úti. Þrjár mínútur eru eftir, en Skotarn- ir ætla sér ekki að láta K. R. gera jafntefli. Kl. 10,34 flaut- ar dómarinn. Leikurinn er úti. L. S. Dánarfregn. I morgun kl. 5 andaðist í Landakotsspítala póra Greips- dóttir frá Bóli í Biskupstung- um, systir Sigurðar Greipsson- ar íþróttakennara. Banamein hennar var innvortis mein- semd og hafði hún legið í sjúkrahúsinu um vikutíma. Benjamín Kristjánsson cand. theol. fer vesjur um haf á hausti komanda og gerist prestur lijá söfnuði þeim í Winnipeg, er síra Ragnar E. Kvaran hefir þjónað að undan- förnu. Listasafn Einars Jónssonar verður opið kl. 1—3 alla daga í júlí og ágústmánuðum. — Aðgangur er 1 kr., nema á sunnudögum og miðvikudögum; þá er ókeyp- is aðgangur, Einar Jónsson og’ frú hans eru nýlega farin til sumar- dvalar austur að Galtafelli og munu dveljast þar fram eftir sumrinu. Hövdingar hittast heitir leikrit eitt i þrem þátt- um eftir Regin í Líð, sem „Vísi“ hefir verið sent. iiýlega. Gerist leikurinn á dögum Sig- mundar Brestissonar „í einari bygd eystari til í Streymoy, norð- an fyri Tórshavn, sama dag og dagin eftir sum Sigmundur og Tróndur eftir söguni möttust í smölum sundi millum oya.“ — Leikrits þessa verður síðar get- ið hér i blaðinu. það lcostar 2 krónur danskar og má panta það hjá útgefanda, R. Rasmus- sen í pórshöfn. Danssýning M. Brock-Nielscn hefst stund- víslega kl. 7lL í kveld í Gamla Bíó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.