Vísir - 10.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1928, Blaðsíða 3
æ æ æ Besta Cigarettan í 20 stk. pöxkum. sem kostar 1 króno er Commander, | Westminster, Virginu cigarettnr K3?* Fást t ðllmn vershumm. Knattspyrnufél. Fram mun sennilega ekki taka J>átt í skosku kappleikunum, en í hess stað er í ráði að knatt- spyrnumenn stúdenta úr öllum félögum þreyti við þá á sunnu- daginn. T<íæsti skoski kappleikurinn verður annað kveld kl. 8V2 milli Vals og Skota. — í dag verða Skotarnir gestir Sigur- jóns Péturssonar á Álafossi. Öðinn fór héðan í morgun áleiðis til Siglufjarðar og annast land- helgisgæslu norðan lands i sum- ar. Selfoss kom til Hamborgar i gær og fer þaðan á morgun. Esja fór frá Akureyri kl. 5 í morg- un. Iiyra kom i gærkveldi. Meðal far- þega var Kristján Bergsson og nær 30 erlendir ferðamenn frá /pýskalandi, Danmörku, Noregi <og Bandaríkjum. Straumar. Sjötta og sjöunda tbl. arinars .árgangs eru nýkomin út. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman i hjónaband ungfrú Elísabet Helgadóttir, Njarðargötu 33, og "Ásgeir KristinsSon, kaupmaður í Grundarfirði. Síra Friðrik Hallgrímsson gefur þau saman. Trúlofun. Nýlega. hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðbjörg porkelsdóttir og Hannes Ein- arsson frá Vötnum í Ölfusi, bæði til heimilis á Óðinsgötu JL4B. Eimreiðin. Apríl—júníhefti þ. á. er ný- komið út og flytur meðal ann- ars þetta efni: Björgúlfur lækn- ir Ölafsson segir frá för sinni til Kairo. Er hún skemtilega sögð, mjög fróðleg og með mörgum myndum. Mundu les- •endur Eimreiðarinnar eflaust hafa gaman af að heyra fleira af ferðum þessa víðförla landa vors. Næsta ritgerð er „Hlutverk lcirkjunnar", eftir J. A. C. Fagg- ínger Auer, prófessor i heim- speki við Tuf ts College i Massa- chusetts i Bandaríkjunum. Flutti hann nokkura fyrirlestra hér við háskólann síðastliðið haust um samanburðarguð- fræði. Erindið er þýtt af þáver- andi háskólarektor, Haraldi heitnum Níelssyni, prófessor. — pá er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson: „Aldurtili Arn- alds". Guðmundur hefir skrifað mesta sæg af smásögum, sem kunnugt er, og mundi öllum að meinalausu, þó að hann léti nú af þeim ritstörfum. * Dr. Helgi Pjeturss skrifar um „betri not af fiski", en Steindór Sig- urðsson segir „Frá Grímsey og Grímseyingum". J>á er kvæði, „Pílagrímur", eftir Jóhannes úr Kötlum, og næst „Bjartsýnn öldungur (Sir Oliver Lodge) eft- ir Sv. S. — Guðmundur Einars- son frá Miðdal ritar um „Lík- amsment og fjallaferðir", en p. p. birtir nokkurar ljóðaþýðing- ar úr rómönskum málum. Loks er niðurlag sögunnar „Glosa- vogur" eftir Anthony Trollope. Lítið eftir girðingunum. Aðfaranótt mánudags 9. þ. m.v um óttuskeið, var eg á gangi í holtunum milli Árbæjar og Baldurshaga. par eru víða girð- ingar, flestar úr gaddavír, sum- ar hálf niðurfallnar. Við eina slíka smágirðingu tók eg eftir gráum hesti. pótti mér kynlegt, að hestur þessi stóð þar einn efst uppi á gróðurlausum mel. Geng eg því til hestsins og sé þá, að hann er fastur í girðing- armynd þessari, sem sumstaðar lá alveg niðri, en hékk uppi annarstaðar. Auðsjáanlega hafði hesturinn gengið' yfir girðing- una, en fest vinstra afturfót í henni. Vírinn hefir svo hrokk- ið upp eftir fætinum og sært hestinn talsvert um leið, flækst í tagl hans, sem er mjög þykt, og færst alveg upp að kviði. parna var svo hesturinn fastur. Mér tókst að elta virinn sund- ur og losa hestinn, með mestu gætni þó, því að hann var órór og skalf af hræðslu. Hesturinn er minna skemdur en ætla mætti. Er það því að þakka, að taglið hefir margflækst i virinn og gaddarnir því ekki náð til að særa hann stórkostlega; en mjög var hesturinn stirður fyrst í stað og nokkuð rifinn hingað og þangað á vinstra afturfæti. ___________VISIR___________ Fyrirfarandi sumur hefi eg tví- vegis losað kindur, sem fastar voru í lélegum girðingum hér í grend vi'ð Elliðaárnar. Gadda- virsgirðingar geta verið stór- hættulegar, ef þær eru í ólagi. E. Bj. Reykvíkingur kemur út á morgun. Sjá augl. Veðrið í morgun. Hiti í Rvík. 11 st., Isaf. 6, Ak. 7, Seyðf. 10, Vestm. 12, Stykk- ishólmi 7, Blönduósi 6, Raufar- höfn 6, Hólum í Hornaf. 13, Grindavík 11, Færeyjum 10, Julianehaab 5, Jan Mayen 6 (engin skeyti frá Angmagsalik), Hjaltlandi 11, Tynemouth 13, Khöfn 14 st. — Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 5 st. — Lægð (738 mm.) um 1000 km. SSV af Reykjanesi á norðaust- urleið. Horfur: Suðvesturland: í dag: Vaxandi austan. Storm- fregn. I kveld og nótt austan hvassviðri og rigning. Faxaflói: I dag vaxandi austan átt. í nótt allhvass austan. Sennilega rign- ing. Breiðafjörður. Vestfirðir: I dag norðaustan. purt veður. í nótt sennilega allhvass norð- austan. Norðurland, norðaust- urland, Austfirðir: í dag og nótt norðan og norðaustan. Léttir sennilega til. Suðaustur- ¦ land: í dag vaxandi austan. 1 nótt allhvass og hvass austan. Rigning. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 50 kr. frá Sjöfn, 10 kr. frá J. B., Borgarnesi, 5 kr. frá H. J. (afh. af síra Ólafi Ólafssyni), 5 kr. frá N N, 5 kr. frá sjómanni. WÞAfi BESTA ERÆTifi.a Guðmundur Jónsson dyravörður í Landsbankanum er sjötugur í dag. Hann er íædd- ur á Auðnum á Vatnsleysu- strönd, 10. dag júlímánaðar 1858. — Á yngri árum stundaði Guðmundur sjómensku, og var talinn ötull og laginn sjómaður, og. góður fiskimaður, en vegna heilsubilunar varð hann að láta af þvi starfi er hann var rúm- lega miðaldra. — Árið 1910 fékk hann dyravarðarstöðuna í Landsbankanum, og hefir gegnt því starfi siðan, eða samfleytt í 18 ár. Guðmundur hefir miklar mætur á bókmentum og hefir af sjálfsdáð aflað sér fróðleiks. Mun hann sérstaklega ha'fa iðk- að lestur f ornsagnanna betur en alment gerist. Hann er þjóðræk- Fyrirliggjandi í heildsölu málningarvörur frá B U R R E L & C O., L T D., London: Calcitine-Distemper-Powder. Calcitine-penslar. Copallökk. Do- do-hvitt japanlakk. Dodo-Car Enamel-bílalökk. Dodoine-Dist- emper-utanhúss. Ferrogen-þakfarfi. Fernisolía. Terpentína. Kitti i oliu. Zinc Oxide kemisk hreint. Vörurnar að eins f yrsta f lo' fis, og verðið er lægsta markaðsverð. O. M. BJÖRNS|SON Innflutningsverslun og umboðssala. Skólavörðustíg 25. Reykjavík. Sissons málningavðrur. Zinkhvíta, Blýhvíta, Fernisolía, Terpent- ína, JJurkefni, lagaður Olíufarfi í smá dós- um. Misl. olíurifinn farfi allskonar. Skipa- og húsafarfi ýmisk. Botnfarfi á stál- og tréskip. Lesta- farfi, Japanlökk og allskonar önnur lökk. Kitti, Menja, pak- farfi, Steinfarfi o. fl. I heildsölu hjá Kr. 0. Skaflfjörð, Reykjavík. Með Lyru fengum við: Strausykur, Molasykup, Kandís, Rfsgrjón, Rísmjðl, Hveiti, Kartöflui', Lauk, Rúsínur, Sveskjup, Aprikósur, Bl. ávexti, Súkkat, Möndlup. Hl Verðið|livei»gi lægra. F. H. Kjartansson & Go. Þakpappi göður og öflýr. gMargarltegundir. p Saumur. allar venjulegar lengdir. P.J. Þorleifsson. Yatnsstíg 3. Sími 1406. inn og hefir vakandi auga fyrir velferðarmálum þjóðar sinnar. Hagmæltur er hann — eru vís- ur hans og stef með einkenni- legum, fornum og föstum blæ. — Guðmundur á marga kunn- ingja iiieöal fróðra manna og mentaðra hér í bænum, og hef- ir óblandna ánægju af að ræða Munið að Thlele gleraugnavershtn er sú elsta hér á landi, a8 Xhiele gleraugnaversiun er eina sévvevsl* unin hér á landi, að Xhiele gleraugnaverslun er sú fullkomnasta ekki aoeins á tslandi, heldur á öllum Norð- urlöndum, að Xhiele gleraugnaverslua selur öllum þeim, sem vilja vera örugglr með aS fá gó3 og vétt gleraugu, að Thiele gleraugnaverslun er i Bankastrætí 4 og hvergi annarsstaðar, Munið þaðl um hjóðleg og söguleg málefnír Margir munu óska Guðmundí heilla, enda er hann á f orna vísg sagt, drengur góður. Kunnugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.