Vísir - 11.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1928, Blaðsíða 2
VISIR )) ftiii i Olsem C Höfum til: í pokum, Nýkomið: MILKA, VELMA liid óviðjafnanlega átsiíkkulaði frá Suehard. A. Obenliaupt. ~vr , Símskeyti —0— Khöfn 10. júlí. FB. Nobile-leiðangurinn. Nánari fregnir. Frá Stokkhólmi er símað: Fornberg, foringi leiðangurs Svia til Spitzbergen, liefir símað til sænsku stjórnarinn- ar, að Viglieri-flokknum, sem áður var kallaður Lundborg- flokkur, verði varla bjargað með flug\élum. Lending á ísn- um er að eins möguleg, þegar frost er, en samt mjög áhættu- mikil. Helst er von um björg- un mannanna, ef ísbrjóturinn Krassin kemst í námunda við þá. Mennirnir i Viglieri- flokknum eru bugaðir og veik- ir. Sennilegast er, að Malm- gren-flokkurinn liafi annað- hvort 4'arist eða sé stadduf á rekis. Loftskips-flokkurinn hefir sennilega farist við sprenginguna, sem Nobile gat um. (Þess hefir áður verið getiÖ í skeytum, að þrír menn úr Nobile- flokknum hefðu lagt af stað til lands, sbr. skeyti 12. júní. Foringi þeirra var dr. Finn Malmgren, sænskur maður. Malmgren-flokk- urinn hafði hvorki loftskeytatæki eða kompás, samkvæmt amerískum blöðum. „Það má heita vonlaust, að íerðalag þeirra hepnist," segir í einhverju ábyggilegasta fréttablaði Bandaríkjanna. Þeir, sem eftir urðu í loftskipinu, höföu vopn og matvæli, en samkvæmt upplýsing- um i ameriskum blöðum, höfðu þeir hvorki loftskeytatæki eða tgpki og skilyrði til þess að stýra skip- inu, eða jafnvel átta sig á, hvar þeir væru, og því engin von unt'.þá, enda þótt ágiskunin um sprenging- una hefði' ekki reynst rétt. í samandreginni- frásögn lýsir „The Literary Digest“ ferðalagi loftskipsins „Italia“ þannig: Flaug til Stolp í Þýskalandi þ. 17. apríl, fékk óveður og mótvinda. Lagði ekki upp í Spitzbergenflugið fyrr en 3. mai. Kom til Vadsö í Noregi daginn eftir, hélt þar kyrru fyrir vegna óhagstæðs veðurs nokkra daga, en flaug svo til Kings Bay. Fór í fyrstu rannsóknarföfina norður 16. maí og komst til Leri- ins lands daginn eftir. Tilkynti enga landfundi í þessu flugi. Kom til Spitzbergen aftur þ. 18. maí. Lagði af stað til pólsins snemma að morgni þ. 24. maí. Var yfir pólnum skömmu eftir miðnætti. Eftir tvær klukkustundir var lagt af stað til baka, en þann 26. maí bárust óljós loftskeyti (radio sign- als) um það, að „Italia“ hefði rek- ist á ísini; og þarfnaðist hjálpar. Var þegar daginn eftir hafinn undirbúningur til björgunar. ítalir, Rússar, Svíar, Norðmenn, Frakk- ar, Finnar og Þjóðverjar taka þátt í björgunarstarfseminni). Nýtt loftskip. Frá Berlín er simað: Nýtt, stórt loftskip, ,Zeppelin greifi‘, er nú fullgert. Það var skírt í gær. Það fer í reynsluflugferð eftir nokkra daga og í haust til Ameríku. Manntjón af hita. Frá New York borg er sím- að: Mikil hitabylgja liefir, komið í miðrikjunum í Banda- ríkjunum og austurríkjunum. Fimtíu og þrír menn hafa far- ist af völdum hitans síðustu viku. Khöfn 11. júlí. FB. Frá Júgóslavíu. Frá Belgrad er shnað: For- ingjar Króata eru andvigir því, að samsteypustjórn verði mynduð og heimta þingkosn- ingar. Verkfalli lokið í Aþenu. Frá Aþenuborg er símað: Verkalýðsfélögin liafa lýst því yfir, að verkfallinu í tóbaks- iðnaðinum sé lokið. Bretar og Kínverjar. Frá _ London er símaö': Breska stjórnin vill ekki fallast á kröfu Nanking-stjórnarinnar um endur- skoðun gildandi samninga, nema Kínverjar greiði fyrst skaðabætur fyrir ýms ofbeldisverk, og Nan- kingstjórnin verði fastari í sessi. Þingrof í Grikklandi. Frá Aþenuborg er símað: Vene- zelos hefir rofið þing. Þingkosn- ingar fara fram 19. ágúst. Utan af landi. —0— Húsavík 10. júlí. FB. Nýlátnir eru merkisbænd- Appelsínur, Epli, Bjiigaldin, Laukur, Kartöflup Dý uppskera. Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti 6. Sími 1318. Kaptöflup, nýjar í pokum og lausri vigt. Vepulega góðar. VersL G. Zoega. urnir Jóhannés Þorkelsson lireppstjóri á Syðra-Fjalli og Snorri Jónsson hreppstjóri á Þyerá. Ennfremur húsfreyja Helga ísaksdóttir, kona Vil- hjálms Guðmundssonar i Ilúsa- vík. Prestskosning fór fram í fyrradag í Húsavikursókn. Kuldatið. Grasspretta lítil. Tregur afli. Bæjarlýti. Svo sem kunnugt er, marð- ist það í gegn í bæjarstjórninni í fyrra, með tilstyrk jafnaðar- manna, að Jóni porlákssyni skyldi heimilt að reisa stórhýsi sitt á hrunarústunum við Aust- urvöll nokkuð út í Vallarstræti. Var honum afhent nokkur skák götunnar sem byggingarlóð og hefir hann nú reist þar stórhýsi það, sem nú er komið undir þak. Afleiðing þessarar heimtufrekju Jóns og samþyktar bæjarstjórn- arinnar verður vitanlega sú, að allir aðrir lóðareigendur á þess- um stað, geiranum milli Aust- urstrætis og Vallarstrætis, fá að njóta sömu hlunninda og Jóni voru yeitt. — Ræma af Vallar- stræti verður tekin undir liús, en Austurvöllur mun eiga að minka að sama skapi, svo að gatan verði jafnhreið og hún var, áður en Jón porláksson kom þarna' við sögu. Nú liefir Stefán Gunnarsson liafið byggingu stórhýsis á sinni lóð þarna við strætið. Nær það vitanlega jafnlangt suður og lnis J. p. — En inni á milli þess- ara tveggja sfórbygginga er hús frú ‘ Margrétar Zoega. pað er bygt svo breift, sem leyfi fékst til, er það var reist, en nær nú miklu skemra suður, en hús þeirra Stefáns pg Jóns. Austur- strætismegin nær það jafn- kmgl fram og hin liúsin. Jón porláksson fór víst ekki fram á, að fá að reisa hús sitt út á gangstéttarbrún í Austurstræti, en fráleitt hefði lronum verið synjað um leyfi til þess, ef hann hefði óskað, eftir annari viðvika-lipurð bæjarstjórnar- innar að dæma í viðskiftum við Jón. Hús M. Z. sómir sér mjög illa milli þessara tveggja stórhýsa. pað er lágkúrulegt mjög, en Swastika pecials. 24 stk. Fást hvarvetna. 1 króna. sennilega fengist leyfi til, að byggja ofan á það. Hitt er verra, að það er stórum mjórra en hin húsin. Bæði nágranna- húsin skaga langt suður úr því og verður það eins og i skoti á milli þeirra. Virðist eigi vafi á því, að suðurhlið þess sé til muna skemd sem verslunar- staður, og eignin öll feld í verði með þessu háttalagi. Frú M. Z. á enga sök á þessu og liefir ekk- ert getað við þetta ráðið. pegar liún reisti húsið, var það talið fjarstæða, að leyft* yrði að Iiyggja lengra suður en hús hennar stendur nú. Og hún mundi áreiðanlega ekki liafa fengið sér afhenta ræmu af Vallarstræti, til þess að reisa á henni liús, þó að liún hefði farið fram á það. pví verður nú ekki neitað, að frú M. Z. er mjög hart leikin með ráðstöfunum þeim, sem þarna hafa verið gerðar um húsabyggingar, síðan er liún reisti sitt hús. Til þess að suður- liliðin á hennar húsi verði jafn- góður verslunarstaður og suð- urhúðirnar i næstu húsunum tveim, verður að brjóta hana niður og færa út i Vallarstræti, jafnlangt hinum liúsunum. — pað er bersýnilegt. — En hver á að bera kostnaðinn af þvi verki? Ekki virðist geta komið til mála, að frú M. Z. kosti þar neinu til, því að hún á enga sök á því, sem orðið er. Eign henn- ar hefir verið spilt með fram- kvæmdum, sem hún liafði engin tök á að koma í veg fyrir. — Verður því ekki betur séð, en að bæjarsjóður verði að bæta henni tjónið, annaðhvort með því, að bera kostnað allan af breytingu hússins eða í pening- um eftir mati. Hús þeirra J. p. • og St. G. verða bæði hin myndarlegustu. En inn á milli þeirra stendur þetta litla , lága og mjóa liús, og veldur mikilli óprýði. Finst mér að ekki geti komið til neinna mála, að láta það standa svona frámvegis, því að það væri í raun réttri hreinasta bæjarskömm. Nokkuð bætti það að vísu úr skák, ef bygt væri ofan á það, svo að það yrði jafn- hátt liinum, en varla verður það þó jafngóð eign öðrum hús- um á þessum stað, fyrr en suð- urhlið þess hefir verið færð út svo langt, að engu muni á því og næstu húsum. Borgari. Dr. Björn Þórðarson Og frú hans voru meðal farþega á Gullfossi síðast. Þau höfðu ver- ið nær tvo mánuði utanlands, lengstum í Geneve, þar sem Dr. Björn var að kynna sér starfsemi Þjóðabandalagsins. Þa'Öan fóru þau til Parísar og þa'Öan til Lundúna og Leith. Dr. Björn var gestur Þjóðabandalagsins í Geneve og fnún síðar skýra opinberlega frá þessari för sinni. Prófessor Wedepohl listmálari er nú á leið hingað frá Bremen og kemur um miðjan mán- uðinn. Hann er nýlega kominn frá New York, en þar hafði hann ver- ið 1)4 ár og gert meöal annars stórt málverk af landa vorum Vil- hjálmi Stefánssyni. Prófessor Wedepohl undi sér mjög vel hér á landi og mun nú hafa hér nokkura viðdvöl og ferðast um Borgarfjörð, austur á Þórsmörk og víðar. Frú M. Brock-Nielsen. Fyrsta danssýning hennar var í gærkveldi. Menn höfðu heyrt, að frú Brock-Nielsen væri fræg dans- kona, en fáir munu þó hafa búist við, að list hennar væri með þeim ágætum, sem raun bar vitni. Mun óhætt að fullyrða, að áhorfendur, að fáum einum undanteknum, hafí aldrei séð því líka danslist fyr. Undruðust menn fimleik og snilli frúarinnar, og guldu henni miklar 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði lcaffibætisins enda er liann heirasfrægur og hefir 9 s i n n u m hlot- ið gull- og silfurmedalíur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. pað marg borgar sig. í heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.