Vísir - 13.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1928, Blaðsíða 3
ingi. J>ar af má nefna^ þrjá dansá eftir H. C. Lumby, Picci- cato-sóló úr ballettinum Sylvia, Mazurka úr „Copelia", og hinn fagra og fræga brúðarvals úr „Et Folkesagn", eftir Gade, At- hygli skal vakin á því, að sýn- íngin hefst kl. &Yi stundvislega. ,— Á mánudag ætlar frú Brock- Nielsen til Laugarnessspitala og dansa fyrir sjúklinga þar. Orinoco, skemtiskip Hamborgar-Ame- rikufélagsins er væntanlegt hingað í fyrramálið og stendur hér við einn dag. Berlín heitir þýskt skemtiskip, sem kemur hingao á sunnudags- morgun frá pýskalandi; það stendur hér við á sunnudag og mánudag. Til pingvalla fóru Skotarnir i gær á vegum bæjarstjórnar. Fengu þeir gott veður og voru mjög hrifnir af birium forna þingstað, í tilefni af 14. júlí, þjóðhátiðardegi Frakka, tek- ur frakkneski ræðismaðurinn á móti heimsóknum þann dag frá kl. 2—5. Norræna félagið i Nipregi heldur bókmenta- mót, sem það kallar „Ibsen- stævne" i lýðskólanum i Guð- brandsdal 27. júli til 7. ágúst næstkomandi. Samskonar fund- ír hafa á'ður verið haldnir þarna, en i ár verður Ibsens minat sérstaklega og hafa verið fengnir til þess góðir fyrirles- arar að tala um rit hans, svo sem Sigurd Höst, Hans Mohr, Edv. Stang og Wildhagen, og Georg Christensen frá Dan- mörku og Olle Holmberg frá Svíþjóð. Einnig talar prófessor Fr. Paasche, m. a. um Gustav Vigeland og Sigrid Undset. Auk þess verður um hönd hafður ýmis konar gleðskapur, og farnar skemtiferðir um ná- grennið og einnig til Oslóar og Lillehammer og síðan til Aule- stad, í heimsókn til frú Karolínu Björnson. Allmargir íslendingar hafa sótt ýmsa af þessum sum- arfundu'm Norræna fél. og látið veí af, en fjarlægð og kostnað- ur gerir Islendingum erfiðara fyrir í þessum efnum, en hin- um Norðurlandaþjóðunum. En ef einhverjir ísl. kennarar eða stúdentar hefðu hug á því að sækja þetta mót, veitir Norræna f élagið ýmsar úrlausnir, og geta menn fengið upplýsingar um það hjá félaginu hér. Víkingur og Skotarnir keppa á íþróttavellinum i kveld. pessir verða af Vikings hálfu: pórir Kjartansson, mark- vörður, bakverðir: porbjörn pórðarson og Jakob Guðjohn- sen; framverðir: Halldór Sigur- björnsson, Erlingur Hjaltested og Oli Hjaltested; framherjar: Jónas p. Thoroddsen, Alfred Gíslason, Tómas Pétursson, Kristinn Pétursson og Guðjón Einarsson. Sú breyting verður nú í liði Skota, að þeir ganga úr Rankin og Devlin, en i þeirra stað koma O'Hara og T. A. Jack. Aðgöngumiðar að dansskemtun fyrir skosku knattspyrnumennina eru seldir í dag í leðurvöruverslun Jóns Brynjólfssonar, Austurstræti 3. Allir, sem fara á knattspyrnu-kapp- leikinn í kveld, þurfa að kaupa hin nýju knattspyrnulög I. S. I. pau fást hjá Bennó, Laugaveg 18. 70 ára reynsla og visindalegar rannsóknir tryggja gæSi kaffibætisins enda er hann heimsfrægur og hef ir 9 s i n n u m hlot- iS gull- og silfurmedaliur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. J?að marg borgar sig. f heildsölu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 22. Reykjavík. ____________VISIR_____________ Mannslát. í maí andaðist í Minneota Sigvaldi Jónsson, sem vestra kallaði sig Ernest Johnson, 68 ára að aldri. Vinsæll maður. Fluttist vestur fyrir 48 árum. Sex vikna listanámskeið hefst á Gimli í Manitoba þ. 15. ágúst undir umsjón Emile Walters listmálara. Er það haldið vegna vestur-islenskra unglinga. Drengja sport- skyrtur, nrjög smekk- legt úrval, nýkomið. Hitt og þetta. SÍMAR I5&d958 Kolaskip kom til nótt. Gasstöðvarinnar Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá E. R., 5 kr. frá ónefndri stúlku, 20 kr. frá J. D. Frá Ueslur-Islendinoum. FB. í júlí. Landnámshátíð héldu íslendingar i Norður Da- kota 1. og 2. júlí. par átti að' fara fram " samsöngur, ræðu- höld, skrautsýningar, íslensk glíma o. fl. — Fulltrúar Banda- ríkjastjórnar og stjórnar Norð- ur-Dakota héldu þar ræður. Dánarfregn. ' p. 18. apríl lést vestur við Kyrrahaf ágæt kona íslensk, Hólmfríður Rósa Ólafsdóttir, ekkja Páls Ólafssonar frá Litla- dalskoti í Skagafirði, kennara við Hólasköla. Hún var dóttir Jóhanns Jóhannssonar frá Vind- heimum í Skagafirði og Arn- friðar fyrri konu hans. Foreldr- ar hennar fluttust vestur 1876, en Hólmfríður ólst upp á Vind- lieimum. Mann sinn misti hún 1901 og fluttist þá vestur til skyldfólks síns. Dyaldi hún fyrst í Norður-Dakota, svo i Winnipeg og loks í Seattle, nær 20 ár. Sex íslenskar stúlkur útskrifuðust af almenna hjúkr- unarhúsinu í Winnipeg nýlega. Tvær þeirra, Margaret Baeh- mann og Anna Bjarhason, hlutu gullmedaliu og peninga- verðlaun. Þegar Italía fórst. I fréttaskeyti frá Rómaborg til blaðs í Ameríku stendur: „Skýrsla Nobile's um orsökina til þess, aö" „Italia" rakst á ísinn hefir leitt í ljós, að ágiskanir ítalskra sérfi-æÖ- inga um slysið voru réttar. Kveðst Nobile hafa flogið í 1500 f eta hæð og alt virst í lagi, þegar loftskipið alt í einu, vegna þess að þau þyngsli af ís og snjó, sem á því hvíldu, voru komin yfir það há- mark, sem það gat borið og hald- ið áfram flugi, fór að hrapa. Varð hrapið með svo snöggum hætti, að loftskipið féil niður á ísinn á tveimur mínútum, þrátt fyrir það að skipverjar reyndu á allan hátt að koma í veg fyrir hapið." (F.B.). Hœsta híis í hciini. Bráðlega verður reist 75 hæða hús í Chicago. Á það aö kosta 45 milj. dollara. Verður skýjakljúfur þessi 845 fet á hæð, frá götunni talið, 70 fetum hærri en Wool- worth-byggingin, sem nú er hæsta hús í heimi. — (F.B.). Bannlögin vcstra. Framkvæmd bannlagánná kost- aði ríkissjóðinn yfir 37 milj. doll- ara árið 1927, en mun verða ca. 40 milj. á þessu ári, að því er fregn frá Washington hermir. — (F.B.). Suðurpólsför Byrd's. Eins og kunnugt er, ætlar Byrd norðvirpólsfari að fljúga til suðurpólsins innan skamms. Flugvél sú, sem hann ætlar að nota er þriggja mótora Ford monoplane. Byrd segir,að í þess- ari suðurpólsflugferð verði hann að hafa flugvél sem geti borið þunga hleðslu, þótt flogið sé í 12,000 feta hæð. Hyggur hann, að hann verði að fljúga yfir fjöll, sem séu 10,000 fét á hæð. Flugvélin var nýlega reynd. Tók hún sig upp frá Roosevelt Field á Long Island i Bandaríkjunum. Var 12,000 punda hleðsla í flugvélinni. Til þess að reyna ekki að óþörfu á mótorana, var 500 pundum varpað út i 8,800 feta hæð, 500 til í 10,000 feta hæð og loks 500 i 11,000 feta hæð. Komst vélin i 12,000 feta hæð án þess mótor- arnir væri mikið knúðir til á- reynslu. Flugvél þessi hefir ver- ið skýrð „Floyd Bennet". Eru í henni þrír 290 hestafla Wright- Whirlwind mótorar. pó liefir komið til tals að taka miðmót- orinn úr henni og setja í stað- inn 400 hestafla Pratt & Whit- ney Wasp mótor, til þéss að auka hraða flugvélarinnar og gera það kleift að fljúga hærra en ella myndi hafa verið gerlegt. (F.B.). xxxxxjooooqoc x x x >ocoaooooq< Mæðup reyinið P E B E C 0 Bpidge Uírginia - cíoarettur. eru kaldar, ljúffengar og særa ekki hálsinn. Nýjar, fallegar myndlv. Fást í flestum verslunum bæjarins, i heildsölu hjá rl Hafnarstræti 22. Sími 175. Barnasápu og Barnapúður. IboOOOOOOCÍXKSÍJOOOOOOOOOOOÍ Takiö þaö nógu snemma. Bíðið ekki með að taka Fevsól, þangað til þér eruð orðin Iksirt Kyrselur og inn.verur hafa skiðvænles áhrit á líffænn og svckhja lilianlshraflana. Þaö fer aO bera í> laugavciklun, miga og nvrnasiúkdómum, glgt . vö&vum og liöamotum, svefnleysi og þreylu og- of fljótum ellisljóleika. BYriiB þvi straks i dag aD nota Fersót, það inniheldur þann líískraft sem líkaminn þarfnast. Fersöl B. er heppilegra fyrir þá sem hate meltingarðrDugleika. Varist eftirlfUingar. Fæst hiá héraOslæknum, Iyfsðlum og- þakfarfi,rauður,grárog grænn, er bestur á bárujárn. 28 Ibs. dunkur inniheldur nægilegan farfa á meðalstórt húsþak. Heildsölubirgðir hjá G. M. BJÖRNSSON, innflutningsversl. og umboðssala, Skólavörðustig 25, Reykjavík. Rven-reiMataeM og drengjafataefni mjög fallegar tegundir. Einnlg: Sportsokkar, sport^ Mfur, sportpeysur, sport^ buxur, sportjakkar' og belti nýkomiö. Guðm. B. Vikar, Laugaveg 21. Basil King skáldsagnahöfundur, sem mörg- um er kunnur hér á íslandi, er nýlega látinn i Cambridge, Mass., U. S. A. Hann var fædd- ur 1859 og varð einna kunnast- vir fyrir „The Inner Shrine". Hann las til prests og stundaöi prestskap um skeið, en misti sjónina og varð þá að hætta hví starfi. Lærði hann að skrifa á blindra-ritvél og helgaði sig skáldskapnum upp frá þvi. — Hann var spíritisti og skrifaði m. a. söguna ,Earthbound" sem sýnd var hér á kvikmynd. Sagði King að eigi hefði hann getað lokið við sumar skáldsögur sín- ar, ef hann hefði eigi fengið hjálp „að handan". (F.B.). Kring um hnöttinn á tveim sólarhringum. Wilkins, flugmaðurinn frægi, heldur þvi fram, að innan fárra ára geti menn farið kring um hnöttinn í flugvélum á 48 klst. Hyggur hann, að reglubundnar hnattflugferðir hefjist áður en langt um liði. Margir kunnir flugmenn aðrir eru sömu skoð- unar og Wilkins um þetta efní. (F. B.). Níýttl Lundi frá Brautarholti kem- ur nú daglega, og kostar 35 au. stykkið. — Dálitið er eftir af saltkjöti á 75 aura % kg. —¦ Nýsaltaður silungur, herra- mannsmatur. Litið inn i Von, simi 1448. Nýkomid: Tdraatar og -Kartöflur. Veiðið óhey*ilega lágt. Hrímnir. Sími 2400. Mikio úrval nýkomio,- af fallegum, ódýram póstkortar' römmum og speglum, 1 verslun Jóns B. Helgasonar. Skólavöroustíg 21 a.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.