Vísir - 16.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1928, Blaðsíða 2
VlSIR )ife nmm iOlsemí Hveiti: Cream of Manitoba. Glenora. Canadian Maid. Onota. Buffalo. Ódýfft I Nýkomið: Burma ítölsk Hrísgrjdn do. A. Obenhaupt, Símskeyti Khöfn 15. júlí. FB. Nobile og Malmgren skildu í bróðerni. Frá Stokkhólmi er síinað: Nobile hefir tilkvnt, að Malm- gren, Zappi og Mariano liafi álitið það vonlaust, að Nobile- flokkurinn myndi ná radio- sambandi við umheiminn og lögðu þess vegna af stað til lands. Skildu þeir við Nobile í mesta bróðerni. Förunautar Malmgrens segja frá. Tornberg, foringi sænslcu leiðangursmannanna, síinar stjórninni í Svíþjóð, að Zappi og Mariano segi, að þeir hafi fengið öll matvælin, þegar Malmgren var skilinn eftir ná- lægt Brockseyju. Rannsókn heimluð. Norsk og sænsk hlöð heimta lagalega rannsókn út af dauða Malmgrens. Nobile símar Norðmönnum. Nobile hvctur Mowinckel og Norðmenn til þess að forðast að kveða upp dóma yfir sér, áður en fullnægjandi upplýs- ingar séu fengnar. Hafnarverkfallið í Finnlandi. Alþjóðafundur flutninga- verkamanna liefir samþykt að skora á verkamenn í öllum löndum, að hætta að kaupa finskar vörur og leggja bann á vinnu við finsk skip vegna hafnarverkfallsins þar í landi. Utan af landi. --Q—— Siglufirði 15. júlí. FB. Slgs. Guðmundur Steinsson, véla- maður á e.s. Björgúlfi, varð í gær fyrir liöggi í vél skipsins og beið bana. Tíðarfar og aflabrögð. Vond veðrátta síðustu daga. Kalsarigning. Snjóað í fjalla- tinda. Veður gott í dag. — Lít- il sjósókn síðustu dagá. Þó hafa nokkur skip fengið sild við Skaga og á Skagafirði. Hér liafa verið sett á land til bræðslu, lijá Goos 4000 mál, hjá dr. Paul 1000 mál og í Krossanesi 12—14000 mál. Borgarfirði 10. júlí. FB. Fjöldi manna var á íþrótta- mótinu við Hvítá og fór það vel fram. Lítið um drykkju- skap. Lögreglumenn að sunn- an voru til þess að hafa eftir- lit með að áfengislögunum væri hlýtt. Nægileg væta. Spretta orðin góð víðast. Töður á einstöku stað komnar i sæti. Smíði Hvítárbrúarinnar mið- ar vel áfram og er búist við, að liún verði komin upp i október. Skólamáfið. Eins og bent hefir verið á liér i blaðinu, getur flokkur jafnaðarmanna á þingi ráðið því, Iivort kenslumálaráðherra. heldur til streitu þeim ákvörð- unum sínum, að loka gagn- fræðadeild Mentaskólans að nokkuru leyti fyrir Reykvik- ingum og öðruin. - Samkvæmt tilkynn'ingu ráðherrans, eiga að eins 25 unglingar af 42, er inntökupróf stóðust í vor, að fá að njóta kenslu í 1. bekk í vetur. öllum hinum er vísað frá. Jafnaðarmenn liafa látið í veðri vaka, að þeir væri ger- samlega andvígir þessu til- tæki ráðherrans. — Þeir liafa hvað eftir annað lýst afstöðu sinni til málsins mjög greini- lega, og síðasta þing „Alþýðu- sambands íslands“ samþykti svo hljóðandi ályktun um mál- ið: „8. þing Alþýðusambands íslands lýsir sig eindregið á móti takmörkun nýsveina- fjölda í Hinum almenna mentaskóla, þar til alþýðu i Reykjavík hefir verið gerður jafngóður kostur á að koma efnilegum börnum sínum til náms, og felur væntanlegri sambandsstjórn að vinna að þvi, að fá takmörkunum þess- um frestað.“ Samkvæmt ályktun þessari og skrifum Alþbl. um málið, mætti því ætla, að þingflokkur jafnaðarmanna, ekki síður en sambandsstjórnin, mundi nú leggja nokkurt kapp á, að liin ráðgerða takmörkun kæmi ekki til framkvæmda fyrst um sinn, því að skilyrði þau fyrir takmörkuninni, sem ályktunin ræðir um, eru ekki enn fyrir hendi. Og ungmennaskóli sá, sem stofnaður verður í liaust, samkvæmt lögum frá siðasta þingi, getur vitanlega ekki uppfylt þau skilvrði, enda var þingi Alþýðusambandsins kunnugt um liann, er það sam- þykti ályktunina. — Nú er svo ástatt um þingfylgi stjórnar- innar, að hún getur alls ekki hangið við völd, nema með stuðningi eða lilutleysi jafnað- armanna. — Jafnaðarmönnum á Alþingi er því í lófa lagið, að setja stjórninni tvo kosti, því að þeir hafa líf hennar í hendi sér. Og kostirnir eru þeir, að annaðhvort verði hún að liverfa frá villu síns vegar í skólamálinu og lieimila frjáls- an aðgang að gagnfræðadeild skólans, svo sem verið liefir að undanförnu, eða að lokið sé stuðningi flokksins eða lilut- leysi þegar á næsta þingi. — Kvsi stjórnin lieldur að þver- skallast við kröfum jafnaðar- maniia og halda lieimsku sinni Qg ofbeldisverkum til streitu, yrði afleiðingin óhjákvæmi- Iega sú, að liún yrði að hrökl- ast úr völdum, er þing kemur saman næst. — En þann kost- inn mundi liún ekki taka, því að liún elskar völdin. Hún mundi áreiðanlega falla frá ákvörðun sinni um takmörk- unina, ef hún ætti líf sitt að leysa. — Almenningur veit, að flokkur jafnaðarmanna á Al- þingi getur ráðið öllu í þessu máli, ef liann vill, og þess er vænst, að hann beiti valdi sínu þann veg, að stjórniu liverfi frá villu sinni og taki aftur fyrirskipun sína um takmörk- unina. En fari nú svo ólíklega, sem allar líkur benda raunar til, því miður, að jafnaðarmenn ætli sér ekkert að gera í þessu máli og ætlist ekki heldur til, að stjórnin taki neitt mark á yfirlýstum vilja þeirra, þá er vitanlegt, að kenslumálaráð- Iierra muni ekki falla frá ákvörðun sinni. — Er þá auð- sætt, að borgarar bæjarins verða að taka málið í sínar hendur og stofna gagnfræða- skóla sjálfir. — Reykvíkingar eru að vísu seinþreyttir til vandræða, en því una þeir þó trauðla til lengdar, að börnum þeirra sé bægt frá mentun og niðst á þeim. Þeir munu og ýmsir ekki mjög fúsir til þess, að láta börn sín í Iiinn vænt- anlega ungmcnnaskóla sira Ingiinars, enda er þeirn skóla ekki ætlað að veita fullkomna gagnfræðamenlun. Sennilega verður nú að því ráði horfið, að stofna gagn- fræðaskóla hér i bænum á næsta Iiausti. Hefir skólastofn- un þessi lítilsháttar borist í tal milli nokkurra manna og und- irtektir verið mjög góðar. — Menn eru yfirleilt þeirrar Nýjar tegundir af VEEDOL bifreiðaolíum eru komn- ar á markaðinn. J>ær eru gerðar fyrir miklu hraðgeng- ari vélar en alment gerist og þola því miklu meiri hita en aðrar bifreiðaolíur. pessar olíur er hyggilegt að nota, enda mæla stærstu bifreiðaverksmiðjurnar með þeim eftir að hafa reynt þær á bifreiðurum og á efnarannsóknarstofum sínum. Jdh. Ólafsson & Go. Simi 584, Reykjavík. Siml 584. Giimmistimp lar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. skoðunar, að ekki geti komið til neinna mála, að Reykvík- ingar sætti sig við forystu nú- verandi kenslumálaráðlierra í skólamálum fremur en öðru. — Ráðherra þessi hefir ef til vill liugsað sem svo í ofmetn- aði sínum og mikilleik,að liann gæti farið með bæjarbúa eins og tuskur og þröngvað kosti þeirra að vild sinni. En það væri mikill misskilningur, ef liann teldi sér trú um slíkt. — Hann getur sjálfsagt lokað Mentaskólanum í bili, svo sem hann liefir nú ráðgert, en liins er liann ekki megnugur, að koma í veg fyrir, að námfúsum æskulýð bæjarins verði séð fyrir þeirri mentun, sem hugur hans stendur til. Hinum nýja skóla, sem ráð- gert hefir verið að koma á fót, mun ætlað að kenna allar þær námsgreinir, sem kendar eru i gagnfræðadeild Mentaskólans. — Mikil áhersla mun verða á það lögð, að kennarar slcólans verði valdir menn og ágætir. — Unglingar þeir, sem kenslu- málaráðherra „útskúfar“ nú úr Mentaskólanum, munu að sjálfsögðu teknir próflaust í skólann, en aðrir verða að standast inntökupróf, er sé jafn-þungt inntökuprófi í 1. beklc Mentaskólans, — Gera má ráð fyrir, að bæjarsjóður Reykjavíkur verði fús til þess, að styrkja skólann að nokkuru með fjárframlögum. Núverandi kenslumálaráð- lierra gekk manna best fram í því liér um árið, að drepa hinn fyrirhugaða samskóla. — Þessi nýi skóli ætti ef til vill að geta orðið til þess, að lirinda sam- skóla-málinu nokkuð áleiðis. Skotar og Fram. —o— Skotar unnu með 5:1. —o— Kapplið Skotanna í gær- kveldi var töluvert breytt frá því á fyrstu kappleikunum. Nýir menn á vellinum voru Anderson og Findlay, Steele var bakvörður að þessu sinni, en framlierjar héfðu skift um stöður. Kapplið Frams var þannig skipað, að i því voru 7 félags- menn og 4 utanfélagsmenn, þeir: Axel Þórðarson, mark- vörður (Yalur), Snorri Jóns- son, vintsri bakvörður (Val- ur), Ólafur Sigurðsson, vinstri miðvörður (Valur) og Þor- steinn Einarsson, vinstri inn- framherji (Iv. R.). Fyrri hálfleikur: 2:1. Fram hefir hægan, suðlægan vind með sér í fvrri hálfleik, en þegar í upphafi liallar á Fram. Það er ekki fyr en síð- ar að leikurinn verður jafnari, en aldrei svo að hallist á Skot- ana neitt að ráði. Virtist það 'r/v/, m ® Níkomln falleg einlit Kjdlatan. Flauel, allir litir. Silkislæður m. teg. Fallegir kveiF skinnlianskar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.