Vísir - 18.07.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1928, Blaðsíða 2
VlSIR Höfum tils Umbúðapappfr í ströngum 20, 40 og 57 cm. Umbúðapoka, ýmsar stærðlr, Smjörpappfr í 20 cm. strúngum. Nýkomiö: Burma Hrísgrjón ítölsk do. A. Obenliaupt' Símskeyti —o— Khöfn 17. júlí. FB. Svíar ætla að hefja rannsókn út af láti Malmgrens. Frá Stokkhólmi er símað: Statsminister Ekman liefir til- kynt, að sænska stjórnin liafi í liuga að gera ráðstafanir til þess að stofna til opinberrar rannsóknar út af dauða Malm- grens. Búast hlöðin við því, að stjórnin í Svíþjóð ætli að semja við stjórnina i Noregi um málið. Krassin bjargar Sjuknovsld. Frá Moskvu er símað: Krass- in hefir bjargað rússneska flugmanninum Sjuknovski og félögum Jians. Ætlar ísbrjót- urinn nú til Advent Bay, til þess að byrgja sig upp að kol- um, en fer að þvi búnu að leita að loftskipsflokknum og A- mundsen. Frakkar og tillögur Kelloggs. Frá Paris er simað: Stjórn- in í Frakklandi iiefir sent Bandaríkjastjórninni svar við- víkjandi ófriðarbannstillögum Kelloggs. Felst Frakklands- stjórn á tillögurnar. Járnbrautarslys í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Tvær járnbrautarlestir hafa rekist á utan við Múnchen. Tíu menn biðu bana, en þrettán meidd- ust. Utan af landi. Akureyri 17. júli. FB. f gærkveldi höfðu eftirtöld skip lagt upp í Krossanesi síld- arafla sinn, sem hér segir, reiknað i málum: Sjöstjarnan 1391, Rán 1450, Helgi magri 1351, Kristján 1084, Björninn 890, Hjalteyrin 957, Noreg 857, Ifelga 811, Sandv. 572, Bláhval- ur 530, Pétursey 513, Grótta 529, Hvítingur 458, Pajiey 366, Flóra 420, Reginn 314, Perev 321, Ólafur Bjarnason 307, Liv 233, Rifsnes 514 (314?), Faxi 368, Valur 204, Gestur 199, Bris 124, Vonin 135, Stella 113, Hröyn 116, Kolbeinn ungi 101. Grasspretta batnað síðustu vikuna. Sláttur alment byrjað- ur. Brakandi þurkur í dag. Heimsdkn í sænska trjáviðarveilksmiðju. (Fréttabréf til Vísis). —o---- (NiÖurl.) Hér hljóta að koma feiknin öll af sagi og úrgangi. Hvað er gert við það alt? Ekman bendir okkur á aðra verk- smiðju, sem stendur hinum megin við vikina. í nokkur hundruð metra fjarlægð. Hún er eign sama félags. — Hér fer ekkert til ónýtis. Margir kláfar ganga eftir loftbraut milli verksmiðjanna. I þeim er úrgangur- inn fluttur úr sögunarsmiðjunni yf- ir í hina, ]>ar sem hann er notaður til eldsneytis. Stórir reykháfar eru á þessari verksmiðju, (sá hæsti rúinir íoo metrar), og þaðan leggur heldur ó- þekkan þef. Þar er búinn til pappir og spiritus úr trjáviðinum, sulfit og sulfat og fleiri efni, sem eg kann ekki skil á. Við brugðum okkur snöggvast yfir víkina og iiin i pappírsverk- smiðjuna. A leiðinni sagði Ekman, að þarna væri stærsta spíritus-verk- smiðja í Svíaríki. Á bryggjunni gætir Ekman ]>ess vandlega, að enginn sé að reykja. Ef einhver verkamannanna kveikir sér í vindlingi i verksmiðjunni, er hann umsvifalaust rekinn. — Þarna var okkur sýnt í stórum dráttum, hvernig sænsk furutré breytast i pappaspjöld og pappír. Sérstök áhersla er lögð á að búa til svoneínt ,,cellulosa“, sem aðal- lega er flutt út til Vesturheims. Þar er það notað í bláðapappír, ásamt fleiri efnum. Er mjög sókst eftir sænsku cellulosa. Pappírinn úr þvi verður sterkari en úr hinu amer- íska. og þarf sterkan pappír til að standast blaðapressurnar í amerísku stórborgunum. Til þess að vera satnkepnisfærir, segir Hkman, verðurn við hér á .Norðurlöndum altaf að gera okkur far tim að hafa bestu vörti á boð- stólum. Það er ekki til neins annað en að fylgjast með öllum nýjttng- um og hafa altaf bestu áhöld. — I sttmar á að kosta 2 miljónttm króna til breytinga og nýbygginga við þessar verksmiðjur. Þar ertt io háskólalærðir verkfræðingar starf- andi, og sægttr annara verkfróðra manna. Við fáttrn og að vita, að þessi verksmiðja standi sérstaklega vel að vigi að því leyti, að hún eigi bestu skógana i allri Svíþjóð; — en sænskur viður þykir bera af öll- um öðrum, sent kunnugt er. Ein- hver okkar spyr, hvort ekki sé hætta á því, að skógarnir gangi bráðlega til þurðar. — Núna kaup- um við þann við, er til næst, svar- ar Ekman, en eftir svona 20 ár get- unt við altaf fengið nóg handa verksmiðjunum úr okkar eigin skógunt, með svipaðri framleiðslu. — Sjálfur er Ekman tt]iphaflega skógfræðingur, og er í þeirra hópi sem best þekkja til sænskra skóga og skógræktar. Kj'ór verkámanna. Hálft fimta þúsund verkamanna hefir atvinnu hjá íélagi því, er á verksmiðjurnar. 3000 vinna að skógarhöggi og að því að fleyta trjánum til sjávar. Um 1500 vinna við verksmiðjurnar. Mér er forvitni á að vita ttnt kjör þessara tnanna og spyr framkvæmd- arstjórann. Kattpið er venjulega nálægt 3000 kr. (== 3600 ísl. kr.) á ári, og er nálega alt unnið í ákvæðisvinnu. Með þvi nióti er rniklu nteira af- kastað. Vinnutíminn er 8 sturidir á dag, eins og sænsk lög mæla fyrir. Eg hafði tekið eftir tvílyftum, rauðuni timburhúsum, allstórum, sent bygð voru nokkur satnan í fer- hyrningum, skamt frá sögunarverk- smiðjunni, — og spyr, hvort það sétt verkamannabústaðirnir. Já, ]>að eru verkamannabústaðir, sem félagið sjálft á, og bygði fyrst, er það fékk sér bækistöð á þessutn stað. Hver fjölskylda hefir eitt stórt herbergi, annað minna og eldhús. Nýlega hefir félagið bygt 100 ibú'S- arhús, hvert fyrir eina fjölskyldu. Einnig geta verkamenn búið i sin- um eigin húsum, ef þeir kjósa það heldur. Það er og algengt, að þeir geri það. Þá lánar verksmiðjufé- lagið þéim peninga til að kaupa gruíin og koma húsinu undir þak. En ]>á er hægt að fá lán að opin- berri tilhlutan, með mjög góðum kjörutn. ■— Við fáum enga vexti af þesstt fé, segir Ekman, en það borgar sig samt að lána ])eim það. Þeir ertt svo miklu ánægðari nteð lífið og ])ar með duglegri. Og enn höfttm við ekki tnist einn eyri, sem við höfum lánað verkamönnum í þessu skyni. Húsin, sem verkamenn byggja sér sjálfir, verða sjaldnast eins falleg og ]>ægileg eins og hin, en það er eins og þeim þyki vænna um þau og betra að búa í þeitn, þegar þeir hafa sjálfir komið þeim ttpp. Bókasafn hefir verksmiðjan handa stárfsmönnum sínum, og eru 3—400 bækur lánaðar út ttm hverja helgi. Einnig hefir verksmiðjan verslun með nauðsynjavörttr handa verka- niönnum. Þeim, sem það vilja, er frjálst að versla annarsstaðar. En ]iað gerir næstum enginn, því að þarna fá þeir vörnrnat; með sama SWASTIKA SFECIALS. Stórar cigarettur eru orðnar á eftir tímanum. Smekkur manna fer nú jafnan meira og mexra i þá átt að liafa cigaretturnar minni. „Swaslika Specials" er sú stærð af cigarettum senx nú ryður sér til rúms í heiminum. 24 stykki - 1 kp* Þér kastið frá yður minna af þessum eigarettum en nokkrum öðrum. Þér reykið jafnmargar „Speci- als“ eins og þér reykið af öðrum stærri cigarett- um, en hver pakki endist lengur. — Og gæðin standa ekki öðrum að baki. Fást hvarvetna. K. F. U. M. Ylfingap. FariS verður í skálann næsta laugardag. Talið við foringjaykkar. —o— Engin vinna innfrá annað kveld. verði, og urn hver jól er ágóðanum af rekstrinum skift upp á milli þeirra, eftir því, hve mikið hver hefir verslað. Síðasta ár nam hann 8%, svo að sá, sem t. d. hafði versl- að fyrir 1500 kr., fékk 120 kr. til jólanna. Hvernig er með gamla starfs- menn, sem hættir eru að vinna? Fá þeir nokkur eftirlaun? Eftirlaunasjóðurinn er alveg sér- stakt fyrirtæki, óháð verksmiðj- unni, og er eign verkamanna sjálfra. Með vissum, lágum greiðslum, ár- lega eða mánaðarlega, geta menn trygt sér ellistyrk, eða ekkjunni eftirlaun, ef þeirra missir sjálfra við. Þessi sjóður er nú orðinn nokkrar miljónir. Verkamenn hætta venjulega að vinna og setjast í helg- an stein 60—65 ára gamlir. Félagið á tvær byggingar, þar sem þessir gömlu starfsmenn geta fengið að búa. Ekkjur þeirra fá að búa þar áfram, þótt mennirnir deyi. Yfir borðum um kveldið fékk Ekman vitanlega hlýjar þakkir fyr- ir móttökurnar, fyrir að hafa sýnt okkur og skýrt fyrir okkur sænsk- an iðnað. — I svari sínu sagði hann m. a.: „Það eru ekki peningarnir, sem ertt æðsta márkmið þessa at- vinnureksturs, heldur hitt, hvað hann getur gert þjóðarheildinni til gagns. Hún verður að mala gullið til þess að hægt sé að halda uppi andlegu lífi og vísindum. En þau gjalda íyrir sig aftur með þeim hagnýta stuðningi, er þau veita í lífinu." — P. Að gera blakkar tennur hvítar og ná húð af tönnum að sér- fræðinga ráði. BLAKKAR tennur má gera furðanlega ljósar, oft meira að segja mjallahvítar. Til er ný aðferð til að hirða tennur og tannhoid. Aðferð, sem nær burtu þeirri dökku húð, sem liggur á tönnum yðar. Rennið tungunni um tennurnar og þér finnið þá þessa húð. Hún loðir við tenn- urnar, sezt í sprungur og festist. Hún gerir tannhold yðar varnarlaust við sóttkveikju- ásóknum, tennur yðar varnarlausar við sýkingu. Nú hafa nýjustu vísindi fullkomnað öflugt rneðal gegn húðinni. Það heitir Pepsodent. Það gerir húðina stökka og nær henni síðan af. Það styrkir tannholdið og verndar; fegrar tennurnar fljótt og á réttan hátt. Reynið Pepsodent. Sendið miðann í dag og þér fáið ókeypis sýnishorn til 10 daga. 2394 A 0*22? 1 A. H. RIISE, Bredgade 25 E Kaupmannahöfn K. Sendið Pepsodent-sýnishorn til 10 daga til Nafn....................... .......... Heimili................... .......... Aðeins ein túpa handa fjolskyldu. IC.20. B-liðiö og Skotarnir Skotar vinna með 5 : 0. —o— Úrslitakappíeikirnir viö Skot- ana hyrja óefnilega. Kappleik- urinn í gærkveldi var daufasti kappleikurinn seni af er, hing- að til. Skotar áttu allan leikinn, nema stutta stund í fyrri liálf- leik, og samleikur B-liðsins fór allur í liandaskolum. Einstaka maður stóð sig vel i vörninni, en öll upphlaup fóru út um þúfur. Samleikurinn á milli hægri og vinstri framlierja var ekki tii. B-liðið kepti í nýjum bún- ingi ,sem ætlaður er Iþróttafé- lagi stúdenta og væntanlegu knattspyrnufélagi þeirra. Dómari var Axel Andrésson. 1. hálfleikur, 2:0. Skotar eiga á móti stinnri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.