Vísir - 19.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1928, Blaðsíða 3
VlSIR Til I»in0valla ofl Kápastaða sendi ég mínar ágœtu Hudson íbifreiðar á hverjum degi kl' 10 í. h. og oftar, ef þírf gerist. Magnús Skaftfjeld. Simi 695. Vitið þér hver ekur ódýrast innanbæjar ? —o— Kveðjiisýtiing. Hriftiing áhorf- endanna. — Fánm við að sjá hana aftnr? —Q— Frú Margrethe Brock-Niel- •.sen hélt alþýðusýningu í Gamla Bíó í fyrrakveld. Altaf hefir liún fengið ágætar við- tökur hér í horginni, en í þetta sinn var frúin kölluð fram livað eftir annað og var hrifn- ing áhorfendanna eins og hún mest getur orðið. Með þessu sýna horgarbúar að þeir kunna að meta fagra danslist að verð- leikum, og hefir frúin með ,,dansi sínum, fegurð og lát- hragði unnið sér aðdáun allra, sem á horfðu. Landið og landsbúar hafa líka unnið sér aðdáun frúar- innar. Hana langar til að sjá meira af landinu og kynnast þjóðinni betur. Hún hætti því á síðustu stundu við að fara með Islandi og ætlar í þess stað að fara með flugvélinni til Isafjarðar á föstudaginn og sýna þar list sína og halda ■siðan til Siglufjarðar og Akur- æyrar. Hingað kemur frúin liklega aftur að viku liðinni og mun það vera almenn ósk bæjar- búa, að fá þá að sjá hana á danspallinum enn þá einu jsinni að minsta kosti. X. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 11 st., Isa- firði 14, Akureyri 15, Seýðis- firði 14, Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi 12, Blönduósi 13, Raufarhöfn 11, Grindavík 11 (engin skeyti frá Hólum í Hornafirði), Færeyjum 11, Júl- íanehaab 11, Tynemouth 13, Khöfn 17 st. Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 10 st. — Hæð yfir Bretlandseyjum og Atlantsliafi. Grunn lægð fyrir norðan Island. — Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjórður, Vestfirðir: I dag hægur vestan. )?urt veður. I nótt senni- lega þoka. Norðurland, norð- austurland, Austfirðir, suðaust- BARNAFATAVERSLUNIlí Klapparstíg 37. Sími 2035. Odýr vaskaf auel í barnakápur. urland: I dag og nótt liægviðri. þurt og bjart veður. Úrslitakappleikurinn milli Skota og íslendinga verður í kveld kl. 8(4 á íþrótta- vellinum. Skotar hafa liingað til unnið alla kappleiki nema kapp- leik við Viking, sem úr varð jafntefli. Kapplið það, sem knattspyrnuráðið sendir í kveld gegn Skotunum mun vera hesla knattspyrnuliðið, sem völ er á hér i bænum. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag á venju- legum tima. Fá mál á dagskrá. Síra Hálfdan Helgason hefir verið settur til þess að þjóna þingvallaprestakalli. Gullfoss kom kl. 5 i morgun að norð- an með ferðamannahópinn, sem norður fór á dögunum. —- Ferðin hafði gengið að óskum og létu þátttakendur ágætlega ylir viðtökunum nyrðra. Frú Margrethe Siemsen (f. Stilling), Vesturgötu 29, á 79 ára afmæli í dag. Sama dag hefir hún verið 58 ár hér á landi. Strandvarnaskipið pór liggur liér við nýja hafnar- garðinn og er verið að gera við hann. Má búast við, að sú að- gerð standi iiokkura daga, því að skipið er gamalt og viðgerðin þess vegna allmikil. þorvarður Guðmundsson gaslagningarmaður, Grettis- götu 55 B, á fertugsafmæli á morgun. Botnia fór frá Leith kl. 4 í gær, áleið- is til Reykjavikur. Dronning Alexandrine fór frá Kaupmannaliöfn kl. 10 árdegis í gær, áleiðis liingað. Jarðhitarannsóknirnar. I gær var farið að leita eftir jarðhita austan við Laugalæk- inn, en jarðlag er nokkuru harðara þar en vestan við læk- inn, svo að búast má við, að borunin fari liægt. Vestan við lækinn var eklci grafið nema um 20 metra í jörðu. pykir réttara að leita fvrir sér á þrem stöð- um að minsta kosti, áður en farið verður að grafa mjög djúpt á einum stað. — Einar Leó verkstjóri stendur fyrir þessu verki. Hann stjórnaði áð- ur borun í Vatnsmýrinni, þeg- ar verið var að rannsaka jarð- lög þar. Hjónaband. 14. þ. ni. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Bergþóra Magnúsdóttir frá Efri-Hömrum i Holturn og Jakob Bjarnason bak- ari, til heimilis á Grettisgötu 60. Síra Friörik Hallgrímsson gaf þau saman. Trúlofun. Nýlega hafa birt trúlofun sína ungfrú Magnea G. Jóns- dóttir og' Júlíus Fjeldsted, bæði til heimilis á Hverfisgötu 92 A. Ókeypis barnasýning. Frú Margrethe Brock-Nielsen ætlar að halda ókeypis danssýn- ingu fyrir börn í Iðnó kl. 7 í kveld. Hr. Hákanson hefir lán- að liúsið til sýningarinnar án endurgjalds, og einnig verður starfað ókeypis að sýningunni að öðru leyti. Börnin eru beðin að koma kl. 6(4> svo að hægt sje að raða þeint í sæti áður en sýn- ingin byrjar. Öll börn, sem ekki hafa haft ráð á að kaupa að- göngumiða að danssýningum frúarinnar, eru sérstaklega vel- komin. Hringurinn er nú að koma upp viðbótar- húsi við hressingarhæli sitt í Ivópavogi, og er það komið und- ir þak. Verður þar vinnustofa handa sjúklingum. — Nú ætlar félagið að lialda skemtun þar syðra á sunnudaginn og verður margt til skemtunar. Æfður flokkur sýnir leikfimi. Ivapp- sund verður þreytt um verð- launahikar og ýmisl. fleira, en dansað verður um kveldið. Kaffisala verður þar allan dag- inn og ódýrt far mun fást i bif- reiðum. Bæjarbúar fjölmenna væntanlega á þessa skemtun, sér til gamans og góðu máli til efl- ingar. Hafnarstjóri bauð bæjarfulltrúum og liafn- arnefnd í morgun að skoða „Magna“, hinn nýja dráttarbát hafnarinnar. Fóru þeir reynslu- ferð upp í Hvalfjörð og rnunu ekki koma fjrrr en síðdegis í dag. Eggert Stefánsson söngvari er nú í París og syng- ur i útvarpsstöð Effel-turnsins í kveld kl. 7(4—9(4 (Parísar- tími). Verður fróðlegt að vita, hvort söngurinn lieyrist hingað. Jóh. S. Kjarval opnar sýningu í kveld eða á morgun á Laugaveg 11, fyrsta lofti. Aðallega verða þar mál- verk til sýnis, en einnig nokkuð af teikningum. Skemtiskipið „Mira“ kemur hingað á laugardaginn líl. 7 að morgni. Skipið kemur hingað. eins og kunnugt er, frá Noregi, um Hjaltland, Orkneyj- ar og Freyjar, með 110 farþega Móttöku gestanna annast hér i Reykjavík U.M.F. Velvakandi, en fjTÍr þeim standa aðallega form. á7elvakanda, Guðbjöm Guðmundsson prentsmið juslj óri og Helgi Valtýsson forstjóri. Fór Guðbjörn með Súlunni til Vestmannaeyja í gær (miðvd.), en kemur aftur með skipinu á laugardaginn. — Móttökunum verður liagað þannig: Laugardag: Alþingishúsið verður opið fyrir gestina kl. 10 —12, til þess að gefa þeim lcost á að sjá þau málverlc ríkisins, sem þar eru geymd. KI. 1, að miðdegisverði loknum, verður farlð í bifreiðum til pingvalla Á Lögbergi verður flutt erindi sögulegs efnis. Lagt af stað ti Reykjavíkur kl. 6. Sunnudag. kl. 9—11 skoða gestirnir safn Einars Jónssonar, ítícíiíííioííoíiíioncíxioftííoooíicíooíiísoooíioííooooooíioísísooooooísooí ® Veggklukkur kr. 3,85 fi*á Sehwaptzwald Frá útlðndum höfum vér nú fengið sendingu af þessum mjög eftirspurðu klukkum, sem vér seljum í þeim tilgangi að auglýsa firma vort fyrir aðeins Klukkan er í fallega útskornum fúguðum trékassa. Framúrskarandi gott verk og góður gangur. Sjálfs yðar vegna ættuð þér að senda pöntun yðar i dag, þar eða klukkur þessar verða von bráðar npp seldar vegna hins lága verðs. Trygging vor: Fullánægja með viðskiptin eða þér fáið fé yðar endursent. Vörur afgreiddar til lslands gegn eftirkröfu að viðbættu burðargjaldi. Sendið pantunir til: Merkur Handelskonipani a.s. Toldbodgaten 8 b. Undirritaður pantar ágætar veggklukkur 8,85-þbu rðargjaldi. Nafn '............. Heimilisfang Póslhús Box 5S0. Oslo. liér með ............ stk. við hinu lága verði kr. SÖOöOOOGOeOÍSOOOOÖOOOOÖOOOOíSOOOOOOöOOOOOOOÍ >00000000000« Bridge . - cigarettur. eru kaldar, ljúffengar og særa ekki hálsinn. Nýjar, fallegar myndir. Fást í flestum verslunum jfiS bæjarins, í heildsölu hjá IðflfÍ Hafnarstræti 22. Sími 175. inu Heklu, á meðan skipið er liér í Reykjavík. — Laugardags- kveld hefir Norðmannafélagið tedrvkkju fyrir ferðamennina á Hótel Heklu. (FB). Ægir (6. tölublað) er nýkominn út og flytur að vanda margar gagnlegar greinir. Brautin kemur út á morgun. Sjá augl. Gjöf til ElKlieimilisins „Grund' lient Vísi: 5 kr. frá E. P. af- Áheit á Strandarkirkju, aflicnt Visi: 2 kr. frá ónefndri konu í Kaupmannahöfn, afh. af sira Ólafi Ólafssyni, 1 kr. frá N. N„ 10+5=15 kr. frá Steinunni. Kl. 11—1 verður guðsþjónusta í dómkirkjunni. Haugsöen, pró- fastur við dómkirkjuna í pránd- heimi prédikar. — Að loknum miðdegisverði skoða gestirnir pjóðminjasafnið og Náttúru- gripasafnið. Kl. 3y2—5 gengst U.M.F. Velvalcandi fyrir fundi í Nýja Bíó. par syngur Karlakór K.F.U.M., Norðmenn og Islend- ingar lialda ræður, og búist er við, að þar verði eitt mjög ný- stárlegt skemtiatriði, hvað ís- lendinga snertir, en þar eð eigi er alveg víst, hvort af verður, er eigi liægt að skýra nánar frá því að sinni. Kl. 8(4 um kveldið fer fram glimusýning á Austur- velli, ef veður leyfir, annars í Iðnó. Glímunni stjórnar Guðm. Ivr. Guðmundsson. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar á meðan á glímusýningunni stendur. Mánudag. Bifreiðaferð til Hlíðarenda i Fljótshlíð. Stað- næmst við Ölfusárbrú. — Ivl. 1 verður farið til Odda á Rangár- völlum, en í bakaleiðinni verður komið við í prastaskógi. þaðan verður farið um Seyðishóla. — Komið verður til Reykjavíkur kl. 10—11 um kveldið. Á mið- nætti fer skipið vestur og norð- ur um land og út. Iíemur við á Isafirði, Akureyri og Seyðis- firði. J?ess má og geta, í sam- bandi við dvöl gestanna liér í Reykjavík, að Norðmannafé- lagið hefir séð svo um, að gest- irnir hafa ókeypis aðgang og af- not af stóra salnum í gistihús- Hitt 00 þetta. Donn Byrne, kunnur irskur ritliöfundur, lést af völdum bifreiðarslyss, ná- lægt Cork á írlandi, um 20. júní. Hann var 39 ára gamall og var hann stöðugt að vaxa í áliti sem rithöfundur. Af sög- um lians má nefna: „Messer Marco Paulo“ (1921), en á næstu árum komu frá hans liendi „Blind Rafters“, „Hang- man’s House“, „Brotlier Saul“ o. fl. Donn Byrne þótti snill- ingur í að lesa upp og segja sögur, einkanlega gamlar írsk- ar þjóðsögur. Var sú list í mikl- um metum i Irlandi áður fyrr og mun svo enn vera í sveit- um landsins. Byrne lauk prófi við University College í Dub- lin, en stundaði og framlialds- nám við Sorbonne i París og háskólann í Leipzig. (F.B.). Úr New Yorkríki í Bandaríkjunum var fluttur út varningur fjTÍr $ 796,766,896 árið 1927 og er því eins og áð- ur mesta útflutningsríki Banda- rikjanna. Næst i röðinni var Texas, sem flutti út vörur fyrir $ 647,026,141. Útflutningur úr öllum ríkjum Bandarikjanna nam $ 4,758,721,078 eða lið- lega 45 milj. doll meir en 1926. (F. B.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.