Vísir - 22.07.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1928, Blaðsíða 3
VISIR G.M.C. (General Motors Truck). 'Kp. 3950,00. Kp.13950,00 G. M. C. vörubíllinn er með 6 „cylinder“ Pontiac vél, með sjálfstillandi rafmagnskveikju, loftlireinsara, er fyrirbyggir að ryk og sandur komist inn í vélina, loft- ræstingu í krúntappahúsinu, sem heldur smurnings- olíunni í vélinni mátulega kaldri og dregur gas og sýru- blandað loft út úr krúntappahúsinu svo það skemmi ekki olíuna og vélina. 4 gír áfram og 1 afturábak. Bremsur á fram- og aft- urhjólum. Hjólin úr stáli og óhilandi. Hvalbakur aftan við vélarhúsið svo auðvelt er að koma yfirbyggingunni fyrir. Hlif framan við vatnskassann til að verja skemd- um við árekstur. Vatnskassi nikkeleraður og prýðilega svipfallegur. Burðarmagn 3000 pund, og yfirbygging má vera 1000 pund i ofanálag eins og verksmiðjan stimplar á liverja bifreið. Hér er loksins kominn sá vörubill, sem bifreiðanot- endur hafa þráð til langferða. Hann ber af öðrum bíl- um að styrkleika og fegurð og kostar þó lítið. G. M. C. er nýtt met í bifreiðagerð hjá General Mot- ors, sem framleiðir nú helming allra bifreiða í veröld- inni. Pantið í tíma, því nú er ekki eftir neinu að biða. Öll varastykki fyrirbggjandi og kosta ekki meira en í Chev- rolet. Sími 584. Sími 584. Jóh, Ólafsson & Co, Reykjavík. Umboðsm. General Motors bíla. ín geti talist holl eða óboll vist- arvera fyrir íbúana. Heilbrigðisfulllrúi mælist til þess, að skoðunarmönnum séu gefin skýr og greið svör við spurningum þeirra, svo skoðun þessi sýni sem sannasta mynd af ástandi íbúða i bænum. Enskur botnvörpungur kom í gær með bilaðan ketil að leita sér aðgerðar. Hannes ráðherra er væntanlegur frá Englandi í dag eða kveld. Munið skemtun Hringsins i Kópa- vogi i dag. ‘Til pingvalla fara í dag 6 vísindamenn af Yacht Carnegie. :St. Röskva í Hafnarfirði lieldur fund á venjul. stað og tíma. — Rætt verður um stórstúkumál. Von .er gesta. — Meðlimir beðnir að fjölmenna. Æ. T. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 10 kr. frá Æ. 0., 5 kr. frá ]?. S. Ástrós Suinarliðadóttir sjötug. —o—. Ein af merkiskonum bæjar- ins, frú Ástrós Sumarliðadóttir, verður sjötug á morgun 23. júlí. Hún hefir dvalið bér i bænum í 23 ár, þar af 19 ár í húsinu númer 40 á Vesturgötu, og er hún orðin kunn fjölda manns hér i bæ og viðar, og að góðu einu. Frú Ástrós er upp alin i Borgarfirði syðra; þar giftist hún árið 1885 Tómasi Guð- mundssyni Tómassonar prests í Villingaliolti. Bjuggu þau lijón 20 ár í Borgarfirði, þar af 17 ár á Einifelli. Eignuðust þau 9 börn; eru 8 þeirra á lifi, og er skáldkonan „Arnrún frá Felli“ (Guðrún Tómasdóttir) kunnust þeirra systkina. Hún er nú gift Karli Bjarnasyni prófessor í Bandaríkjum. Mannvit og minni liefir frú Ástrósu verið gefið i svo ríkum mæli, að sjaldgæft má teljast. Væri sú bók ekki ó- fróðleg', sem befði að geyma alt það, sem Ástrós veit. En jafn- framt voru henni sköpuð örlög þung og örðug, þvi að á öðru búskaparári þeirra bjóna veikt- ist maður hennar af lömunar- veiki, sem ágerðist æ því meir sem árin liðu og dró hann til dauða eftir meira en 20 ára van- heilsu. — Um fjölda mörg ár varð Ástrós að annast mann sinn, fullkomlega hjálparvana aumingja, samfara því, að hún vann fyrir og kom á legg flest- um börnunum. Varð liún oft að vaka yfir sjúklingnum sínum um nætur, milli strangra dags- verka, enda er líkamsþrek henn- ar nú mjög að þrotum komið, en andlega atgervið virðist full- komlega traust og óbilandi. Hin- ir mörgu kunningjar Ástrósar óska lienni lijartanlega til ham- ingju á sjötugsafmælinu. — Vonum við að geta enn um mörg ár liitt hana við og við, og þannig glatt og auðgað anda vorn í fornum íslenskum fræð- ■ um; í slilcum erindum mun ó- víða betra að koma. Kunnugur. Hitt og þettau Islenskir innflytjendur. í mánuðinum sem leið flutt- ust vestur um haf: Guðmann Levi frá Ósum á Vafnsnesi i Húnavatnssýslu, kona hans, Margrét, og tvö börn þeirra. Konan er dóttir Sigurðar Hlíð- dals í Winnipeg. — Einnig fluttist þá vestur Ingibjörg Líndal, frá Núpi í Miðfirði, og átta ára gamall sonur hennar. Settist liún að hjá frændfólki sínu i Kandahar í Sask. Lloyd George, fyrv. forsætisráðlierra Bret- lands, hefir undanfarin sex ár skrifað mikið i bresk og ame- rísk blö'ð, og mun enginn „blaðamaður“ hafa grætt jafn- mikið á pennanum og hann á jafnskömmum tíma. Hann til- kynti nú fyrir skömmu, að liann ætlaði að hætta að skrifa í blöð frá næstu áramótum og gat þess þá um leið, að liann liefði haft á að giska 600 þús. dollara í tekjur af blaðaskrifum sínum þennan sex ára tíma. Er það þrisvar sinnum meiri uppliæð en liann hlaut að launum öll þau ár, sem hann var ráðherra í Bretlandi. Nú vakir fyrir Lloyd George að lifenda sér út í sjórn- málahringiðuna aftur. Kveðst liann vongóður um að geta magnað frjálslynda flokkinn svo að nýju, að hann beri sig- ur úr býtum i næstu kosning- um. (FB). Ford Motor félagið. átti 25 ára afmæli nýlega. það var stofnað þ. 16. júni 1903 með lilutáfé að uppliæð 100 þús. doll- urum, þar af innborgað liluta- íe 28 þús. dollarar. — Bifreiða- framleiðslan liófst i lítilli verk- tiðju, þar sem 311 menn BEiTA ER ÆTífl ÖDYRASTÍi Fyrirliggjandi í heildsölu málningarvörur frá B U R R E L & C O., L T D., London: Calcitine-Distemper-Powder. Calcitine-penslar. Copallökk. Do- do-hvítt japanlakk. Dodo-Car Enamel-bilalökk. Dodoine-Dist- emper-utanliúss. Ferrogen-þakfarfi. Fernisolia. Terpentína. Kítti í olíu. Zinc Oxide kemisk hreint. Vörurnar aðeins fyrsta flokks, og verðið er lægsta markaðsverð. G. M. BJÖRNSSON. Innflutningsverslun og umboðssala. Skólavörðustíg 25. Reykjavík. liöfðu atvinnu. peir smíöuðu 1708 bifreiðir fjTsta árið. Eign- ir félagsins skifta nú hundruð- um miljóna. það á verksmiðjur til þess að setja saman bifreiðir út um allan heim. Aðalverk- smiðjurnar eru í Detroit og er verksmiðjusvæðið þar 1500 ekr- ur lands. Um 200 þús. menn vinna hjá félaginu. Á 19 árum framleiddi félagið 15 miljónir T-Ford bifreiða. Framleiðslan varð mest 9000 bifreiðir á dag. Nú er lögð ábersla á smíði A- Ford bifreiða og eru smiðaðar af þeim um 3000 á dag. pegar frá líður býst Ford við að geta framleitt 10 þús. A-Ford bifreið- ir á dag. Félagið býr einnig til vörubifreiðir, dráttarvélar, flug- vélamótora o. fl. Ford er einnig eigandi „The Lincoln Automo- bile Co.“ — pessa 25 ára afmæl- is félagsins var ekki minst með neinni viðhöfn i verksmiðjum Fords eða á annan liátt, nema að blöðin gátn um afmælið. (FB). Isabel F. Hapgood, amerisk kona, sem var fræg fyrir þýðingar sinar á klassisk- um ritum, andaðist nýlega í Ameriku 77 ára gömul. Hún þýddi á ensku frægustu bækur Tolstoy’s, Gorki’s og Turgenj- ev’s og Gogol’s. Hún þýddi og „Les Miserables“ eftir Hugo og ýms verk frægra ítalskra höf- unda. (F. B.). Frá Róm til Braziliu flugu tveir ítalskir flugmenn, eins og liermt var í skeyli 7. þ. m., án viðkomustaða, og settu lieimsinet með flugi sínu. Flugmennirnir voru þeir Ar- turo Ferrarin, flugkapteinn, og Carol Delprete, flugmajór. Þeir lögðu af stað frá Montecelio- flugvellinum, sem er skamt frá Rómahorg. Ætluðu þeir sér upphaflega að lenda við Pern- ambuco á Brasilíuströnd, en þangað eru 7.500 kílómetrar frá Rómaborg. Samkvæmt skeytinu, er hingað barst, lentu þeir ekki þar, en þeir komust til Brasiliu, án þess að hafa komið nokkursstaðar við á þessari löngu leið. Tvö og hálft to'nn af bensíni liöfðu þeir meðferðis. í flugu þeirra fer 550 hestafla Fiat-mótor, og loftskeytatæki. — Báðir flug- mennirnir eru heimsfrægir áð- ur. Delprete flaug með Pinedo til Afriku og þaðan yfir Suður- Atlantsliaf til Brasiliu i febrú- ar 1927. Þaðan til Bandaríkj- w s Karlmanna- 3 sokkar í miklu úrvali,’ baðnu ulKull og ís- garn. ,L j- —L SÍMAk 1580958 anna og aftur til Evrópu um Azorevjar. Delprete og Ferrar- in settu met i þolflugi eigi alls fyrir löngu, er þeir voru 58 stundir og 37 mín. í lofti uppi. Settu þeir það í sömu flugu og þeir fóru i nú til Bráziliu. Sið- an þeir settu þolflugsmet sitt hafa Þjóðverjar tveir, eins og kunnugt er, gert enn betur, og flogið 65 stundir i einu, án hvilda. — Ferrarin er 32 ára gamall og gat sér frægðarorð i stríðinu, eins og Delprete. Árið 1926 flaug liann til Tokíó frá Róm, um 10.000 enskar mil- ur. — I þessu Brasilíuflugi sínu fóru þeir félagar með strönd- um fram allverulegan hluta leiðarinnar, fyrst niður með vesturströnd Italíu til Sikileyj- ar, yfir Miðjarðarhaf, meðfram Afrikuströndum, uns þeir komu til Bolama á vestur- ströndinni, en þar beygðu þeir og tóku stefnuna til Porto Na- tal á austurströnd Brasiliu. (F.B.). Sparsemi í Berlín. Ein af afleiðingum stríðsins ,og gengislirunsins í Rýskalandi á fyrstu friðarárunum var sú, að þjóðin varð eyðslusamari, enda urðu og allar peningainn- stæður manna að engu við stýf- inguna. Nú er þetta að færast í betra horf, eftir þvi sem nýjustu blöð frá pýskalandi berma. T. d. eru innieignir manna i spari- sjóði Berlinarborgar nú næstum 242 miljónir marka, en i árslok 1923 voru þær rúmlega ein mil- jón. — petta samsvarar 60 marka inneign á bvern ibúa til jafnaðar, en 450 mörkum á’ hvern innstæðueiganda. I árs- lok 1913 áttu Berlínarbúar 624 iniljónir marka í sparisjóði. þeir eru ekki komnir nema í % liluta af þvi aftur, en það má kallast gott, þegar næstum öllu er safnað á 4 síðustu árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.